Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991
41
Skátahreyfingin á íslandi:
Veður válynd
- blikur á loftí
eftirJón G. Hauksson
Sagt er að vont veður skipti
ekki svo miklu máli, galdurinn sé
bara að klæða það af sér. Það er
mikið til í þessum orðum. Reynsl-
an kennir mönnum samt að á
veturna, þegar dýpstu og kröftu-
gustu lægðirnar ganga yfir landið,
gerast veður fljótt válynd. Vetur-
inn er sá tími sem fólk getur lent
í hörkufrosti aðeins örskammri
stundu eftir að hafa öslað rign-
ingu. Slík veðurskilyrði eru versti
óvinur útivistarmannsins.
Til eru margar sögur af veður-
glöggum mönnum sem á árum
áður, þegar tækninnar naut ekki
við, gátu sagt fyrir um veðrið.
Þeir voru gjarnan nefndir veður-
vitar. Þeiri spáðu með aðstoð
vinda og skýjafars. Þeir þekktu
fyrirboða lægða. Af þeim má mik-
ið læra.
Blikur á lofti, varúð
Þegar gengið er í heiðríkju má
stundum sjá fingralöguð ský birt-
ast í ijarska, svonefndar vatnsk-
lær. Þær, ásamt þunnri skýja-
bliku, eru undanfari lægða. Þetta
eru fyrstu einkenni þess að veður
sé að versna.
Allt útivistarfólk, sem hyggur
á gönguferðir fjarri byggð, ætti
ævinlega að kynna sér spár Veð-
urstofunnar áður en lagt er í hann.
Reynslu-
homið
Kjartan Ragnarsson leikari:
„Ég byijaði í skátunum 11
ára og var mjög virkur í þeim
á unglingsárunum. Það sem mér
finnst eftirminnilegast við skát-
ana er hve maður mannaðist
skemmtilega af starfinu. Það
gaf mun meira að skjótast í
útilegu í stað þess að sækja
bara bíóin.
Félagslífið var mjög öflugt.
Auk útileganna, skálaferðanna
og skátamótanna voru samin
leikrit og byijaði ég raunar að
leika fyrir alvöru í skátunum.
Þá voru skátaböllin í gamla
skátabragganum við Snorra-
braut þekkt fyrir mikið stuð.
Það var rokkað af fullum krafti
á þessum böllum.
Flestar útileganna á veturna
voru farnar í skálana Jötun-
heima og Þrymheima við
Henglafjöll en í þá var um
klukkustundar gangur á skíðum
frá veginum á Hellisheiði. Ég
hafði ekki síst gaman af að
ganga um Hellisheiðina þar sem
ég var nokkuð vel að mér í stað-
háttum og veðrabrigðum á heið-
Kjartan Ragnarsson leikari
er gamall skáti: „Það eru eng-
ir betri en bændur í staðbund-
inni veðurfræði.“
inni eftir að hafa verið í sveit í
fimm sumur í Ölfusi og farið í
göngur með bændum um svæðið
á haustin. Það eru engir betri
en bændur í staðbundinni veður-
fræði og af þeim er mikið hægt
að læra í veðrabrigðum og veð-
urskilyrðum."
Það er gaman að ganga í rign-
ingu, hressandi að berjast á
móti vindi og frostið er
frískandi. En sýnum varúð.
Lærum á veðrið.
Veðurstofan gefur út veðurspá á
tveggja klukkustunda fresti.
Einnig er hægt að hringja í veður-
fræðing hjá Veðurstofunni og fá
horfurnar.
Til fjalla er meiri kuldi
og hraðari vindar
Þeir sem ætla í fjallaferðir ættu
að hafa í huga að v ðurspár gilda
fyrir sjávarmál. Ti. fjalla er oft
meiri úrkoma, meiri kuldi og hrað-
ari vindar. Hitastigið lækkar um
1 gráðu við hvetja 180 metra sem
gengið er upp. í fjallgöngum er
því fljótt að kólna. Dæmi eru um
að vindhraði sé þrefalt meiri upp
í fjallshlíðinni, áveðurs, en niðri
við sjó.
Blaut föt - 240 sinnum meira
varmatap
Ofkæling er afleiðing þess að
ekki er hugað nægilega að veðri
og réttum klæðnaði í gönguferð-
um. Blautir og miklir vindar or-
saka mikið varmatap. Varmatapið
er hvorki meira né minna en 240
sinnum hraðara ef fötin eru blaut.
Það sýnir vel hvað ferðalangut' í
blautum fötum á erfitt með að
halda að sér hita þrátt fyrir stífa
göngu.
Utivist á veturna er skemmtileg
dægradvöl. Það er gaman að
ganga í rigningu, hressandi að
beijast á móti vindi og frostið er
frískandi. En sýnum varúð. Lær-
um á veðrið.
Höfundur er blaðama ður.
FYRIRTAKS GUMS
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Seint á síðasta ári kom út fyrsta
breiðskífa einnar athyglisverðustu
íslensku rokksveit seinni tíma,
Gums með Bless. Ekki vei'ðui' rak-
ið hér hvernig stóð á því að platan
barst ekki hingað til lands fyrr en
fimm mánuðum eftir að hún kom
út, en nú þegar hún loks er komin
er ástæða til að vekja athygli rokk-
áhugamanna á skífunni.
Bless er fyrst og fremst sveit
Gunnars Hjálmarssonar, sem sem-
ur lög og texta. Hann leggur líka
til gítarleik og rödd, en auk hans
voru í sveitinni Ari Eldon bassa-
leikari, Birgir Baldursson trommu-
ieikari og Pétur Þórðarson gítar-
leikari þegar platan var tekin upp,
en síðan hefur kvarnast úr. Ryt-
magrunnur Ara og Birgis er frá-
bærlega þéttur og skemmtilegur,
þó meira beri á Birgi, enda þar
líklega besti rokktrommuleikari
landsins um þessar mundii'. Ekki
fer mikið fyrir Pétri, sem gekk til
liðs við sveitina eftir að upptökum
vár nánast lokið, en því meira er
framlag Gunnars, sem gefur tón-
listinni svip og inntak með
skemmtilegum gítarleik og sér-
stæðum söng.
Textarnir eru á ensku, enda
platan gefin út ytra. Gunnar yrkir
jafnan um lífið frá óvenjulegum
hliðum og á köflum hranalegum,
en þó alltaf með súrrealískri kímni.
Hann hefur sjálfur lýst því að text-
arnir skipti engu máli, en flestir
sem kynnast plötunni hljóta að
samsinna því að textarnir eiga
snaran þátt í að gera hana jafn
eftirminnilega og hún er.
Bless hefur áður sent frá sér
tólftommuna Melting, en annars
unnið sér orð sem fyrirtaks tón-
leikasveit. Þegar Gums var gerð
fengu sveitarmenn til liðs við sig
Þór Eldon Sykurmola, sem stýrði
upptökum og hafði hönd í bagga
með útsetningar. Það var snjallt,
því Þór kemur með ýmsar hug-
myndir með sér í Gumsið, sem
verka vel og gefa plötunni
skemmtilega samhangandi yfir-
bragð, þrátt fyrir skemmtilega
fjölbreyttar útsetningar og gaman
aðJjeyra hvernig strengjahljóðfæri
lyfta laginu Yonder (Buski). Einn-
ig gefur rödd Bjarkar Worlds
Collapse (Heimar hrynja) ójarð-
neskan angui'væran blæ sem fellur
vel að textanum.
Bestu lög eru Worlds Collapse,
Yonder, sem reyndar er ótrúlegt
að hafi ekki heyrst í útvarpi, Night
of Cheese, frábært rokklag, Blan-
ket með ógnvekjandi kímnum
súrrealískum texta, Spidergod,
eitt besta innleggið í dulspekium-
ræðu sem heyrst hefur á plötu,
og „bandana“-útgáfan á Algjör
þögn, sem kemur sem uppbót í
lokin.
Gums var með bestu plötum
síðasta árs og gott til þess að vita
hve gott líf er með íslenskri neðan-
jai'ðartónlist.
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiösla
Ýmsar stæröir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33-105 Reykjavík
Símar624631 / 624699
Á Hótel Holti verður opið um
páskahátíðina sem hér segir:
Skírdagur...................opið til kl. 23.30
Föstudagurinn langi...............LOKAÐ
Laugardagur fyrir páska, 30. mars...opið tilkl. 23.30
Páskadagur........................LOKAÐ
Annar í páskum..............opið frá kl. 18.00
Hótel Holt óskar viÖskiptavinum
og landsmönnum öllum
gleöilegrar páskahátíðar.
91-25700
SIEMENS
Ferðaviðtœki
Kjörin fermingargjöf.
Verö fró 6350,- kr.
SMnm & NORLAND
NÓATÚNI4-SÍMI28300
Útvarpsvekjarar
Fjölbreytt úrval af útvarpsvekjurum.
Verö frá 2950,- kr.