Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 55
rcei M ' ts: wáöMyaiffiUALjW^ <hqájhmu»)HÓm MORGUNBLAÐIÐ iÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 55 HANDKIMATTLEIKUR / VINATTULANDSLEIKUR Morgunblaöið/Bjarni Valdemaras Novítskíj, frægasti handknattleiksmaður Litháens í baráttu við Jón Kristjánsson. Novítskíj á að baki yfir 200 landsleiki fyrir Sovétríkin og var fyrirliði um tíma — m.a. á Ólympíuleikunum í Seoul, er Sovétmenn unnu gullið. Fyrsti opinberí leikur Litháens Leikurinn í Laugardalshöll í gærkvöldi var fyrsti opinberi landsleik- ur Litháa í handknattleik. Lið frá Litháen lék í Noregi á dögun- um, en þar var ekki um landslið að ræða, heldur næst besta félagslið landsins — Taunas frá borginni Siauliai, og þar var því ekki um opin- bera landsleiki að ræða, eins og fram hefur komið í fréttum. Þetta kom fram í samtölum Morgunblaðsins við Litháana í gærkvöldi. „Vanmat“ - sagði ÞorbergurAðalsteinsson „LEIKURINN var ekki góður vegna þess að um vanmat var að ræða hjá íslenska liðinu. Leikmenn liðsins ætlu sér að vinna stórt. Það vantar samæf- ingur í sókninni. Varnarleikur- inn var í lagi miðað við það að Geir Sveinsson lék ekki með,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari. orbergur sagði að þrátt fyrir allt væri þessi leikur góð æfing fyrir íslenska liðið í þeim undirbún- ingi sem framundan er. „Þetta kennir okkur að það má aldrei van- meta andstæðinginn. Litháen er með lið sem ■ heldur vel bolta og tekur á í vörninni - jafnvel spilar gróft." „Þeir komu mjög framarlega út á móti okkur í síðari hálfleik og við eigum alltaf í miklum vandræðum með þannig varnarleik. Það getur einnig verið mikilvægt að vera með leikmanna eins og Novítskís, sem hefur leikið yfir tvöhundruð lands- leiki fyrir Sovétríkin. Það var gott að fá slíka vörn á móti okkur og vonandi beita þeir sömu aðferð ann- aðkvöld [í kvöld],“ sagði Þorbergur. ÍÞfémR FOLK ■ GÚSTAF Bjarnason, Iínumað- ur frá Selfossi, lék fyrsta landsleik sinn í gær. Hann kom fyrst inná þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og lék þá í sókninni. „Það var gaman að fá tækifæri með landsliðinu. Þetta er skemmti- legur hópur. Það var óheppni að ná ekki að skora þegar lína var dæmd á mig. Það var brotið á mér og því hefði átt að dæma víti,“ sagði Gústaf. ■ ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að leika sinn fyrsta lands- leik. Það hefur verið regla hjá lands- liðinu frá því 1986 að nýliðar fá rassskellingu í baði eftir fyrsta leik- inn og það fékk Gústaf að reyna. Þorbergur, þjálfari, reið á vaðið en síðan fylgdu leikmenn fordæmi hans. ■ JAKOB Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, gerði ekkert mark í. leiknum. Hann fiskaði hinsvegar fjögur vítaköst og átti eina línu- sendingu á Einar Sigurðsson, sem Saf mark. I FYRSTU tvö mörkin gerði Lit- háen úr j/ítaköstum. ■ JÚLÍUS Jónasson gerði fyrsta mark Islands gegn Litháen. Reyndar þrjú fyrstu; tvö úr víti og það þriðja eftir gegnumbrot. ■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson stóð í íslenská markinu í fyrri hálf- leik og Sigmar Þröstur Óskars- son, sem lék sinn 6. landsleik og var að koma inní liðið eftir langa fjarveru, stóð í markinu í síðari hálfleik. ■ KONRÁÐ Olavsson kom að- eins inná til að taka tvö vítaköst, skoraði úr fyrra en ekki úr því síðara. Júlíus Jónasson klúðraði tveimur vítaköstum og Sigurður Bjarnason einu. « ■ PATREKUR Jóhannesson varð fyrsti Isiendingurinn sem rekinn er útaf í landsleik gegn Lit- háen. Það var er 12 mín. voru liðn- ar af leiknum. ■ MAÐUR frá litháíska sjónvarp- inu er með handboltamönnunum hér á landi. Hann var með mynda- vélina á lofti í tíma og ótóma í Höllinni í gærkvöldi. Sigur án mikillar fyrírhafnar ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik sýndi of mikla gest- risni gegn Litháen ífyrsta opinr bera landsleik þess síðar- nefnda í Laugardalshöll ■ gær- kvöldi. ísland vann með tveggja marka mun, 22:20, án þess að leggja sig verulega fram í leikn- um. Litháar virkuðu þungir en sýndu engu að síður að þeir kunna ýmislegt fyrir sér. Leik- urinn varð aldrei rismikill enda léku menn meira af skildu- rækni en alvöru. Litháen skoraði tvö fyrstu mörk- in úr vítaköstum áður en ísland komst á blað og höfðu menn á orði að íslenska tiðið væri aðeins að sýna gestrisni þar sem ValurB. þetta væri fyrsti Jónatansson landsleikur Litháa í skrifar handknattleik. ís- lenska liðið náði að komast í fyrsta sinn yfir 4:3 eftir 10 mínútna leik og lét hana ekki af hendi eftir það. Litháar náðu þó að jafna nokkrum sinnum í síðari hálfleik. Þegar 3 mín. voru eftir var staðan 20:20. Sigurður skoraði 21. mark íslands eftir gegnumbrot þeg- ar 2 mín. voru eftir. Sigmar Þröst- ur, sem stóð í markinu allan seinni hálfleik, varði í næstu sókn Litháa og Júlíus Jónasson innsiglaði sigur- inn á síðustu sekúndunum, 22:20. Leikur íslenska liðsins var ekki sannfærandi en sigur engu að síður og það er jú það sem stendur eftir. Sóknarleikurinn var mjög fálm- kenndur og leikmenn skorti samæf- ingu. Liðið klúðraði fjórum vítaköst- um og það má ekkert lið við því, hvað þá landslið. Varnarleikurinn og markvarslan var hins vegar þokkaleg lengst af. Sigmar Þröstur kom sterkur frá síðari hálfleik og sýndi að hann er inní myndinni varðandi B-keppnina. Nýliðinn, Gústaf Bjarnason, kom í fyrsta sinn inná í síðari hálfleik, en fékk lítíð rými á línunni. Hann var óheppinn að ná ekki að skora - fékk dæmda á sig línu í eina skiptið sem hann kom knettinum í netið. Leikmenn Litháen virkuðu þung- ir, en kunna grertiilega ýmislegt fyrir sér og sýndu það er þeir gerðu „sirkusmark" í lok fyrri hálfleiks. Þeir léku grófan varnarleik, beittu 6/0 vörn í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik komu þeir meira út á móti og léku nánast maður á mann síðustu mínúturnar. Þessi leikað- ferð ruglaði mjög sónarleik íslenska liðsins. Patkevísíús (nr. 3) var besti maður Litháa og virtist geta skorað þegar hann langaði til. Það er engin ástæða til að van- meta Litháa í leiknum í kvöld eins og maður hafði á tilfinningunni að íslenska liðið gerði í gær. Morgunblaðið/Bjarni Juozaíts fylgist með leiknum ásamt Sveini Björnssyni, forseta ÍSÍ. Litháar til Barcelona undir ólympíufánanum? Arvydas Juozaits, varaformaður ólympíunefndar Litháens er með landsliðinu hér á landi. „Handknattleikssamband íslands sendi í vetur öllum öðrum handknattleikssamböndum í heimi bréf þar sem hvatt var til þess að handknattleikssambönd Eystrasaltsríkjanna þriggja yrðu viðurkennd sem sjálfstæð sambönd. Ég hef rætt við [Gísla] Halldórsson, formann íslensku ólympíunefndarinnar, um það hvort nefndin gæti farið að dæmi handknattleikssambandsins — skrifað öllum ólympíunefndum í sama tilgangi, og hann ætlar að athuga málið. Þetta væri það besta sem þið gætuð gert fyrir okkur nú,“ sagði Juozaíts við Morgunblaðið eftir leikinn í gærkvöldi. Hann vonast til að Litháen — reyndar Eystrasaltsrík- in þrjú, Eistland, Lettland og Litháen — geti sent lið á ólympíuleikana í Barcelona á næsta ári. „Ef ekki undir okkar eigin fána þá erum við tilbúnir að sættast á þá málamiðlum að koma inn undir ólympíufánan- um. En alls ekki undir fána Sovétríkjanna," sagði Juozaíts. Vona að við komum aftur til íslands 1995—á HM - sagði Antanas Skarbalíus, landsliðsþjálfari Litháens „LIÐ okkar er ekki sterkt nú, að mestu skipað ungum leik- mönnum. En liðið getur orðið gott,“ sagði frægasti leikmaður Litháa, Valdemaras Novítskís, við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann lék í 12 ár með sovéska landsliðinu og var fyrirliði um tíma. M.a. á ólympíuleikunum í Seoul, er Sovétmenn unnu gullverð- laun. Hann lék í Þýskalandi i fyrra, en fluttist síðan aftur heim, býr nú í Kaunas og leikur með Granitas, frægasta liði landsins. Landsliðið er byggt í kringum það lið. Mjög mikilvægt Þjálfari landsliðs Litháa er Ant- anas Skarbalíus, þjálfari félagsliðs- ins Granitas. „Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur að koma hingað og leika. En liðið er ungt og ekki okkar sterkasta — 21 Lithái leikur með erlendum félögum og við gát- um ekki fengið þá lausa sem við vildum," sagði þjálfarinn. „Við höfum aldrei haft tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum mót- um. Urvalslið Litháen lék síðast saman fyrir átta árum, er haldið var mót alla lýðvelda Sovétríkjanna ojg þá urðum við í öðru sæti á eftir Ukraínu, sem var mjög góður ár- angur. Og við getum eignast mjög sterkt lið á ný, ég er sarinfærður um það — eftir að fáum tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum mót- um. Og ég vona að við komum til íslands 1995 — á heimsmeistara- keppnina." ísland - Litháen 22:20 Laugardalshöll, vináttulandsleikur í hand- knattleik, þriðjudaginn 26. mars 1991. Gangur leiksins: 0:2, 1:8, 5:3, 6:5, 7:5, 8:7, 10:8, 11:8, 12:10, 12:11, 13:11, 14:13, 14:14, 16:14, 17:17, 19:17, 19:19, 20:20, 22:20. Ísiand: Júlíus Jónasson 7/4, Valdimar Grimsson 4, Sigurður Bjarnason 4/1, Stefan Kristjánsson 2, Birgir Sigurðsson 2, Jón Kristjánsson 1, Einar Sigurðsson 1, Konráð Olavsson 1/1, Gústaf Bjamason, Patrekur Jóhannesson og Jakob Sigurðsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 6 (þar af 2 sem fóru aftur til mótheija), Sigm- ar Þröstur Óskarsson 7/1 (þar af 2 sem fóru aflur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Litháen: Petkevisíús 8/3, Síkanaúskas 4/1, Tsjepúlis 3, Mílastsjíúnas 2, Novítskis 1, Malakaúskas 1, Sadúkynas 1. Varin skot: Algils Savonís 10/2 (þar af 4 aftur til mótheija). Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Aliorfendur: 200 greiddu aðgang, en áhorfendur voru mun fleiri — m.a. nokkur hundnið böm, sem HSÍ bauð á leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.