Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 Bryndís, Guðlaug og Kristjana Ólafsdætur taka lagið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson VESTMANNAEYJAR Landið og miðin V estmannaeyj u in. Sveinn Tómason sló í gegn þegar hann tók lagið Oft er fjör í Eyj- um. að er dúndrandi stemmning í Hallarlundi í Eyjum á laugar- dagskvöldum um þessar mundir. Þar er nú flutt skemmtidagskrá sem ber heitið Landið og miðin — því ekki að taka lífið létt, sem er byggð á vinsælum íslenskum lögum síðustu ára og áratuga. Allir flytj- endur eru Eyjamenn og tekst þeim verulega vel upp í flutningi sínum. Skemmtidagskráin stendur yfir í rúma tvo tíma og er áheyrendum haldið vel við efnið allan tímann, enda kannast þeir við flest lögin og taka oft hraustlega undir með flytjendunum. Fjörið er kynt upp í upphafi með dúndrandi rokki, þann- ig að áheyrendur komast strax í blússandi stuð og þegar Sveinn Tómasson syngur „Oft er fjör í Eyjum“, er vel tekið undir í salnum. Hljómsveitin Papar, ásamt Birki Huginssyni, saxófónleikara, og Óskari Sigurðssyni, trommara, sér Morgunblaðið/Sverrir Sigurvegarnir að lokinni verðlaunaafliendingu. Frá vinstri eru Halldór Fannar Guðjónsson, Gísli Mar- teinn Baldursson, Kristín Björg Pétursdóttir og Skorri Andrew Aikman, liðsstjóri. MORFIS Naumur signr Verzlunarskólans Verzlunraskóli islands sigraði Fjölbrautaskólann í Garðabæ með 14 stiga mun í úrslitakeppni MORFÍS, mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskóla á íslandi, sem fram fór í Háskólabíói um helg- ina. Almar Guðmundsson, FG, hlaut flest stig einstaklinga og var út- nefndur ræðumaður kvöldsins. Þetta var sjöunda keppni MORF- ÍS, sem hefur verið stór hluti fé- lagslífs nemenda framhaldsskól- anna undanfarin ár. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði þrjú fyrstu árin, FG hefur tvisvar sigrað og átti titil að veija og Menntaskólinn við Sund hefur sigrað einu sinni. 17 skólar hófu þátttöku, en MS sagði sig úr keppni eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir FG. Um útsláttarkeppni er að ræða, en umræðuefnið í úrslit- unum að þessu sinni var „Hver er sinnar gæfu smiður“ og talaði lið VÍ með en FG á móti. Keppnin var hnífjöfn allan tímann og munurinn aðeins 14 stig í lokin — VÍ fékk 1.351 stig, en FG 1.337 stig. Keppnin fór þannig fram að fyrst talaði frummælandi í fjórar til fimm mínútur og síðan tveir meðmælend- Feðgarnir Hermann Ingi og Hermann Ingi jr. sungu um að þeir vildu ennþá vera í Hamborg. um hljómlistina en söngur er í hönd- um feðganna Hermanns Inga, eldri og yngri, Bryndísar og Kristjönu Ólafsdætra, Þorsteins Lýðssonar, Sveins Tómassonar, Einars Klink Sigurfinnssonar, Þorarins Ólasonar og Guðlaugar Ólafsdóttur. Flestum söngvaranna tekst vel upp en Ástardúett þeirra Hörpu Sjafnar og Stinna stuð í flutningi Guðlaugar Ólafsdóttur og Þórarins Ólasonar var þrumugóður. Það er óhætt að segja að ósvikin Eyjastemmning hafi ríkt í Hallar- lundi er Morgunblaðið var þar, því langtímum saman stóðu gestir, klöppuðu og sungu og undir lokin voru margir þeirra komnir upp á stóla og borð þar sem þeir dönsuðu og sungu, líklega minnugir yfir- skriftar skemmtunarinnar: Því ekki að taka lífið létt? Grímur Almar Guðmundsson, ræðumaður kvöldsins, fagnar flestum stiguin. Til vinstri er Mjöll Jónsdóttir, en vinstra megin við Almar eru Hjalti Már Björnsson liðsstjóri og Ólafur Rúnarsson. Nemendur VÍ fagna sigri og gleðin leynir sér ekki. ur í þijár til fjórar mínútur og var tvöföld umferð. Vægi rökfærslu var meira að þessu sinni en áður, en sannfæring, uppbygging ræðu og íslenskt mál voru veigamiklir þætt- ir í stigagjöf. Sömu skólar kepptu til úrslita í fyrra, en þetta var fyrsti sigur Ví. Jafnframt er Kristín Björg Péturs- dóttir fyrsta konan, sem er í sigur- liði. Almar Guðmundsson var ræðu- maður kvöldsins, en bróðir hans fékk flest stig í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.