Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 4

Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ ÍHl Handjám- aði mann í sundlaug UNGUR lögreglumaður stökk í einkennisbúningi sinum ofan í sundlaugina í Laugardal í fyrri- nótt til að handtaka mann sem neitaði að koma uppúr. Lögregl- an var kölluð á staðinn vegna tveggja manna sem þangað höfðu komið til sundiðkana um miðja nótt og létu ganga á milli sín brennivínsflösku ofan í laug- inni. Samningatilraunir voru reyndar til hins ítrasta en að sögn lögreglu strönduðu þær á fúkyrðaflaumi sundmannanna. Loks leiddist ung- um lögreglumanni þófið, stökk ofan í laugina í einkennisbúningi sínum og færði annan mannanna, sem sýndi heiftarlegan mótþróa, í hand- járn og síðan á þurrt með aðstoð félaga sinna. Við svo búið lét hinn sundmaðurinn undan og kom upp- úr. Báðir mennimir voru látnir þoma innan og utan í fangageymsl- um lögreglunnar. VEÐUR Jass við útitaflið Jasshátíðin Rúrek var sett sl. sunnudag og verða hátt í 50 tónleikar haldnir í höfuðborginni fram til sunnudagsins 2. júní. Fimmtán norr- ænir jassleikarar taka þátt í hátíðinni auk fjölmargra íslenskra jass- sveita. í gær lék Kvartett Bjöms Thoroddsen við útitaflið í Lækjar- götu og lögðu margir krók á leið sína til að hlýða á jassinn. VEÐURHORFUR I DAG, 28. MAI YFIRLIT: Skammt norðvestur af írlandi er 1036 mb hæð sem þok- ast heldur norövestur en 996 mb lægð skammt suður af Hvarfi þokast norðnorðvestur. Frá henni liggur lægðardrag norðausturum Grænlandssund. SPÁ: Suðvestlæg átt, víðast gola eða kaldi en stinníngskaldi ástöku stað norövestantil á landinu. Lítils háttar rigning eða súld öðru hverju um landið vestanvert en þornar heldur er líður á daginn, þokuloft við suðurvesturströndina. Þurrt og sums staðar nokkuð bjart veður um austanvert landið. Hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðlæg eða suðvestlæg átt og hlýtt, einkum á Norður- og Austurlandi. Skýjað við suður- og vestur- ströndina, smáskúrir norðanlands en bjart veður á Austurlandi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg suðlæg átt og hlýtt áfram.Skýjað á Suður- og Vesturlandi en bjart veður norðanlands og austan. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. N: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 0 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka /</ / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 5 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -i* Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K_ Þrumuveður Söngvaseiður slær aðsóknarmet Gert ráð fyrir 6 milljón króna nettóhagnaði AÐSÓKN á Söngvaseið í Þjóðleikhúsinu hefur verið gífurlega góð. Voru sýndar níu sýningar í síðustu viku sem er nýtt aðsóknarmet. Að sögn Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra skilar sýningin veruleg- um hagnaði og er gert ráð fyrir að hann nemi um 6 milljónum króna þegar sýningum lýkur í endaðan júní. „Söngvaseiður sló aðsóknarmet sem sett var á söngieikinn Oliver Hann var settur upp haustið 1989 af sama fólki og stendur að sýning- unni nú; Benedikt Árnasyni og Agnesi Löve og náði átta sýningum á viku,“ sagði Gísli Alfreðsson. Sýningar verða út júní og hafa þegar verið seldir miðar á 57 þeirra. Mögulega verður 3-4 sýningum bætt við. Ekki verða teknar upp sýningar á Söngvaseið í haust. Þjóð- leikhúsið er með sýningartjöldin á leigu og mun ekki óska eftir því að leigan verði framlengd. „Það hefur einfaldlega ekki komið til tals að hefja sýningar í haust,“ sagði Gísli. Uppfærslan skilar verulegum hagnaði; 8-900.000 kr. koma inn í aðgangseyri á kvöldi en kostnaður við hverja sýningu er um 300.000 kr. Að sögn Gísla verður stofn- kostnaður bráðlega uppgreiddur og gert ráð fyrir að nettóhagnaður nemi um 6 milljónum króna. Maí á Suðvesturhorninu: Vætu- og* sólarleys- ismetið að falla HEITASTI dagur það sem af er maímánuði var á Iaugardag er hiti komst upp í 15,5 gráður í Reykjavík. Á Egilsstöðum fór hitinn upp í 21 stig en var 22 stig fyrir rúmri viku. Maí hefur verið óvenju vætu- samur og sólarlítill á höfuðborgarsvæðinu það sem af er og er spáð áframhaidandi suðvestlægri átt og úrkomu annað slagið. Á laugardag spáði Veðurstofan þokusúld en vindur snerist eilítið og birti til. Þrátt fyrir að spáð sé svipuðu veðri út vikuna, er ekki loku fyrir það skotið að það létti til á afmörkuðu svæði. Á Norður- og Austurlandi verður hlýtt og bjart með köflum. Maímánuður hefur verið óvenju vætusamur það sem af er. Meðalúr- koma í maí 1961-1990 eru 44 mm en er þegar komin upp í 117 mm. Metúrkoma var í maí 1989, 126 mm. Mikið rigndi í Reykjavík í gær og er því metið í verulegri hættu. Meðalfjöldi sólarstunda í maí er 192 stundir en það sem af er þess- um maímánuði aðeins 93 stundir. Metið í sólarleysi í maí var árið 1951 þegar sólarstundir voru 102. Háskólafyrirlestur um ömefnarannsóknir w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 15 alskýjað Reykjavík 9 þokumóða Bergen 10 skýjað Helsinki 14 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 alskýjað Narssarssuaq 9 rigning á síð.klst. Nuuk 0 skýjað Osló 18 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þörshöfn 10 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 10 rigningog súld öarcelona 21 heiðskírt Beriin 13 skýjað Chicago 28 þokumóða Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 17 skýjað Glasgow 18 skýjað Hamborg 11 súld á síð.kist. London 20 hálfskýjað LosAngeles 18 skýjað Lúxemborg 16 skýjað Madríd 25 heiðsklrt Malaga 23 skýjað Mallorca 20 helöskfrt Montreal 20 sdld NewYork vantar Orlando vantar Parfs 17 skýjað Madeira 18 rykmlstur Róm 19 hálfskýjað Vín 14 skýjað Washington 27 skýjað Winnipeg vantar í TILEFNI af 80 ára afmæli Háskóla íslands flytur Þórhallur Vilmundarson prófessor, for- stöðumaður Ornefnastofnunar Þjóðminjasafnsins, fyrirlestur í Haskólabíói, sal 4,í dag, þriðju- dag, kl. 17.15. Sýndar verða á breiðtjaldi myndir og uppdrættir til skýringar. Ollum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. í frétt frá Háskóla íslands segir að Þórhallur hafi um margra ára skeið lagt stund á örnefnarannsókn- ir og muni í fyrirlestrinum greina frá nýjum niðurstöðum rannsókna sinna, jafnframt því sem hann muni lýsa aðferðum þeim, sem hann beit- ir. Sérstaklega verður fjallað um sum þeirra örnefna, sem talin hafa verið af goðfræðilegum toga. Fyrir- lesturinn nefnist Njörður í Njarð- vík. Þórhallur Vilmundarson Lögreglan hefur lagt hald á 10 kg af hassi Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur lagt hald á tiu kíló af hassi í tengslum við rannsókn máls, sem er eitt hið umfangsmesta sem komið hefur upp hérlendis og snýst um innflutning á meira magni á efninu aftur til ársins 1989. Tveir menn á fimmtugs- aldri eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en lögreglan vill ekki upplýsa hve mikið efni þeir eru taldir hafa flutt inn til landsins á þessum tima. Efnið sem lagt var hald á kom til-landsins 1 vörusendingu með skipi frá Rotterdam fyrr í mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er líklegt að innkaups- verð 10 kílóa af hassi í Hollandi sé á bilinu 1-2 milljónir króna en hér á landi er algengt verð á grammi til neytenda 1.500 krónur, þannig að miðað við það er markaðsverð 10 kílóa af hassi um 15 milljónir króna á götunum hér. Lögreglan vildi ekki upplýsa hvernig staðið hefði verið að dreifingu efnisins hér eða hvort mennirnir báðir hefðu staðið saman að öllum innflutningn- -ums-------------------------------J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.