Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 19

Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 19 Riðuniðurskurður, til- fiiiiiing’ar eða skynsemi eftir Sigurð Aðalsteinsson í fréttum á Stöð 2 laugardaginn 18. maí síðastliðinn var viðtal við formann fjáreigendafélagsins á Húsavík, þar sem hann bar sig mjög illa vegna umræðu um niðurskurð á öllu sauðfé í fjárborg Húsavíkur- kaupstaðar. Ég sem venjulegur bóndi átti ekki orð til. Getur virkilega verið að hægt sé að gera þvílíkt tilfinn- ingamál úr niðurskurði á 130 rollum hjá frístundabændum á Húsavík að sá niðurskurður verði kannski ekki framkvæmdur. Niðurskurður á fjárstofnum er alvörumál, vegna þess að skurður- inn er framkvæmdur til að útrýma riðuveiki á íslandi, bændum og neyt- endum í þessu landi til hagsbóta. Tökum eitt dæmi. Fyrir rúmlega ári samþykktu bændur á Austur- landi heildarniðurskurð alls sauðfjár milli Jökulsár á Dal og Lagarfljóts alls 13.000 fjár, segi ég og skrifa þrettán þúsund! Er nokkur furða þó að manni blöskri málflutningur frístundabænda á Húsavík er nú skirrast við að lóga 130 kindum, vilja heldur móast við og viðhalda riðuveiki í landinu, bændum og neytendum til óþurftar. Köfum dýpra í málin. í hitteð- fyrra samþykktu Austfirðingar heildarniðurskurð alls sauðfjár á svæðinu frá Lagarfljóti austur um í Reyðarfjarðarbotn, og svo var víð- ar á iandinu. í Þingeyjarsýslum hef- ur á undanförnum árum líka farið fram stórfelldur niðurskurður vegna riðuveiki. Með hliðsjón af þessu, er virkilega hægt að vola út af 130 kindum þegar bændur vítt um land hafa fært þær fórnir, er meðal annars að framan getur? Signrður Aðalsteinsson „Niðurskurður á fjár- stofnum er alvörumál, vegna þess að skurður- inn er framkvæmdur til að útrýma riðuveiki á Islandi, bændum og neytendum í þessu landi til hagsbóta.“ Við formann Fjáreigendafélags Húsavíkur vil ég segja þetta að lok- um: Kynntu þér það sem þegar hef- ur verið reynt í sambandi við útrým- ingu riðuveiki í landinu, því að þeim hlutum skoðuðum held ég að þú munir kannski standa í báða fætur og.vita um hvað sauðfjárveikivamir á íslandi snúast. Höfundur er bóndi á Vaðbrekku í Jökuldalshreppi. HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF. AÐALFUNDUR Þriðjudaginn 28. maí 1991, kl. 17:30 Höfða, Hótel Loftleiðum Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins 2. Tillaga borin fram um breytingar á samþykktum félagsins, sem kveður á um að reikningsár þess miðist við 30. apríl ár hvert í stað áramóta. 3. Erindi Þáttur hlutabréfa í fjármálum einstaklinga: Bera hlutabréf áfram hæstu ávöxtun? Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VIB 4. Onnur mál Hluthafar eru hvattir til að mæta! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25. Meira en þú geturímyndaó þér! FÍF HYGGINN MAÐUR SPARAR - með Farkorti FARKÐRTS greiðslukort með fríðindum FARKORT er alþjóðlegt greiðslukort, gefið út af Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og VISA ÍSLAND. FARKORTI fylgja sömu réttindi og venjulegum VISA-kortum, en að auki margskonar fríðindi heima og erlendis. VEITINGAHÚS: Gullni haninn, Pizzahúsið, Naust, Lækjarbrekka, Argentína, Sælkerinn og Sjanghæ í Reykjavík, Bakki á Húsavík, Hótel SKEMMTISTAÐIR: Hótel ísland, Hótel Borg og Danshöllin, Reykjavík, Krúsin ísafirði, Hótel Selfoss, Selfossi og Sjallinn, Akureyri. HÓTEL: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir og Hótel Höfði, Reykjavík, Hótel Keflavík og Flughótel, Keflavík, Hótel KEA, Akureyri, Hótel Bláfell, Breiðdalsvík og Hótel Selfoss, Seífossi. BÍLALEIGUR: Bílaleiga ÁG, Bílaleiga Flugleiða og Bílaleigan Geysir, Reykjavík, Bílaleigan Höldur og Bíialeigan Örninn, Akureyri. ANNAÐ: Sinfóníuhljómsveit íslands og FARVÍS - tímarit um ferðamál. HYGGINN MAÐUR HEFUR FARKORT ALLTAF VIÐ HÖNDINA. Ferða/slysa- og farangurstryggingar og helmings afsláttur af forfallatryggingu. Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum, veitingahúsum, hótelum og bílaleigum innanlands. Ódýrar öræfaferðir. Afsláttur á skoðanaferðum íslenskra ferðaskrifstofa erlendis. 7-10% afsláttur af tilteknum ferðum til helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara. Á eftirtöldum stöðum innanlands njóta Farkortshafar afsláttar: © © Q Q ©

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.