Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 Sól og 25 gráðu hiti á Austurlandi EINMUNA veðurblíða hefur ríkt á Austur- og Suðausturlandi síðustu daga og í gær fór hitinn víða allt upp undir 25 stig með sólskini. AHt er þetta hæð að þakka sem kemur upphaflega Íangt suður úr Atiantshafi frá Azoreyjum. Hún hefur beint hlýju lofti frá Bretlandseyjum til iandsins. Útlit er fyrir að hlýind- in haldi áfram en að sólarglettur fari að gera vart við sig víðar á landinu. Magnús Jónsson veðurfræðingur sagði að yfír suðvesturhominu væri mengað iðnaðarloft ættað frá Bret- landseyjum. Hann kvaðst eiga von á því að meira sæist til sólar á þess- um slóðum næstu daga og hlýindum til lengri tíma þar sem hæðin væri á leið til landsins. Hæðir væru oft langlífar og þaulsetnar, stöldruðu að jafnaði við í 10-15 daga ogjafn- vel hátt í einn mánuð. Útlit er fyrir að hæðin staðnæmist yfír Græn- landi og norðanátt verði ríkjandi á landinu með sumarveðráttu og sól- skini á Suðvestur- og Suðuriandi. Ekki er útlit fyrir rigningu næstu daga og því óvíst að úrkomumet maímánaðar frá 1989, 126 mm, falli. Úrkoman í maí er þegar farin að nálgast 120 mm. Sagði Magnús að til þess að met í fæstum sólskins- stundum frá því í maí 1951, 102 stundir, félli ekki yrði sólin að skína í minnst tvo daga það sem eftir lif- ir mánaðarins. Morgunblaðið/KGA Frá 36. þingi BSRB sem lauk í gær. Þingið var keyrt áfram á þremur dögum, en venjulega hafa fjór- ir dagar verið ætlaðir til þess. Forysta BSRB ein- róma endurkjörin Viðræður um almenning's- vagnaferðir í Hafnarfjörð ÓLAFUR S. Valdimarsson, ráðu- neytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu, segir að viðræður eigi sér nú stað um hvernig almennings- samgöngum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur verði háttað til 1. mars 1992, en þá stefnir nýtt fyrirtæki, Almenningsvagnar bs., að rekstri vagna á þessari leið. Greint var frá því í Morgunblað- inu í gær að Landleiðir hf. hyggist hætta sérleyfísferðum milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur 1. júlí næst- komandi, en sérleyfí fyrirtækisins á þessari leið rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Ólafur S. Valdimars- son sagði að Landleiðir hefðu ekki sagt sérleyfínu upp, en hins vegar látið að því liggja að þeir hygðust gera það, og viðræður um þetta mál stæðu nú yfir við hlutaðeigandi aðila. ÖGMUNDUR Jónasson var einróma endurkjörinn formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja til næstu þriggja ára á 36. þingi BSRB sem lauk í gær. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra simamanna, var kjörinn 1. varaformaður og Sjöfn Ingólfs- dóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var kjörin 2. varaformaður. Að auki voru 16 meðstjórnendur kjörnir og kemur helmingur þeirra nýr inn í stjórnina. Einar Ólafsson, fyrrum formað- ur Starfsmannafélags rikisstofnana, gaf ekki kost á sér í stjórnina og voru honum þökkuð áratugastörf fyrir Bandalagið. Ragnhildur er fyrsta konan sem er kjörin til að vera 1. varaformaður BSRB. „Þegar stefnan hefur verið mörk- uð þá þurfum við öll í sameiningu að leggjast á árarnar. Þannig erum við sterk og þannig náum við fram okkar málum. Menn spyija um haustið; hvað við ætlum að gera í haust. Á þessu þingi höfum við fengið gott veganesti. Ekki bara fyrir haustið heldur fyrir næstu þijú ár,“ sagði Ögmundur Jónasson þegar hann sleit þinginu. ingar verði íjármagnaðar með fjár- magnsskatti og stórauknu skatta- eftirliti. Auk þess er hvatt til þess að sköttum verði beitt til þess að draga úr mengun. Hins vegar var tillaga um að þing BSRB hvetji til ráðdeildar í opinber- um rekstri felld með þorra atkvæða þingfulltrúa. Formaður utanríkis- málanefndar: Fagna tví- hliða við- ræðum við Evrópu- bandaíagið EYJÓLFUR Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis kveðst fagna því að jafn- hliða EES-viðræðunum verði nú farið út í tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið. Hann segist sannfærðari um það nú en nokkru sinni áður að hægt sé að ná mjög góðum samningum við Evrópu- bandalagið í slíkum viðræðum. „Ég minni á að ég hef margsinnis á undangengum árum mælt með tvíhliða viðræðum við Evrópubanda- lagið. Sérstaklega rifja ég upp þing- sályktunartillögu frá því 30. nóvem- ber 1989, sem ég flutti ásamt Kristínu Einarsdóttur og Ragnhildi Helgadóttur þess efnis. Þáverandi ríkisstjórn gerði ekkert með þessa tillögu. Ég gleðst náttúrlega yfir því ef sú er orðin stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar að fara út í tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið.“ Eyjólfur Konráð var spurður hvort hann væri sammála Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra að þessar viðræður myndu fara fram við EB, jafnhliða EES-viðræðunum: „Það er að mínu mati alveg í lagi. Ég hef stutt að EES-viðræðunum, en verið þeirrar skoðunar að sam- hliða ætti að flytja málið í tvíhliða viðræðum við EB,“ sagði Eyjólfur. „Ég hef alltaf verið þeiirar skoð- unar að við íslendingar gætum náð mjög góðum samningum við Evrópu- bandalagið í tvíhliða viðræðum og er sannfærðari um það nú en nokkru sinni fyrr.“ Hann bætti því við að baráttan hæfist strax og nefndi útifundinn sem BSRB hefur boðað á Lækjar- torgi í dag „til að mótmæla há- vaxtaokri og svikum í húsnæðismál- um“. Hann sagði að Iaunafólk ætl- aði ekki að láta setja sig hjá og væri staðráðið í því að móta það þjóðfélag sem það byggi í. Á þriðja og síðasta degi þingsins fór mestur tími í að ræða skatta- mál og breytingar á reglum BSRB um orlofsheimili. Mjög mikill ágreiningur er um málefni orlofs- heimilasjóðs og var niðurstaða þingsins að vísa því tii nefndar, sem gæti skilað áliti á aukaþingi BSRB. í tillögu þingsins um skattamál er þess krafíst áð skattvísitala verði miðuð ,við lánskjaravísitölu en sé ekki geðþóttaákvörðun stjórnvalda, að barnaskattar verði aflagðir, að skýrt komi fram í lögum ákvæði um frádrátt vegna menntunar- kostnaðar unglinga og hann verði aukinn, að skattleysismörk eigna- skatts verði hækkuð, að heimilt sé að fullnýta persónuafslátt maka, að skattleysismörk verði hækkuð þegar í stað og í fyrsta áfanga í þau mörk sem þau væru í ef skatt- leysismörk hefðu fylgt lánskjara- vísitölu að fullu. Þá er gerð sú krafa að hætt verði að tvískatta lífeyrisið- gjöld launþega. Lagt er til að þessar skattabreyt- Hraðfrystihús Stokkseyrar: Stærstu kröfuhafar sam- þykktu nauðarsamninga Selfossi. KRÖFUHAFAR greiddu atkvæði í gær í skiptarétti Árnessýslu um það hvort ganga skyldi að tilboði Hraðfrystihúss Stokkseyrar um nauðarsamninga vegna 146 millj- óna króna lausaskulda fyrirtæk- isins. Hraðfrystihúsið býðst til að greiða 25% skuldanna. Kröfu- hafar sem áttu 86,1% fjárhæða voru samþykkir því að ganga að tilboði fyrirtækisins. Á fundinum var óskað eftir því að fulltrúi innheimtumanns ríkis- sjóðs gerði grein fyrir afstöðu sinni. Borgardómur dæmir fyrrverandi fanga bætur: Brot á mannréttindum o g stjóm- arskrá með lengingu fangavistar BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ríkissjóð til að greiða fyrrverandi fanga 40 þúsund króna miskabætur þar sem fanga- vist hans var Iengd um tíu daga með úrskurði yfirfangavarðar vegna agabrots. I niðurstöðum dómsins segir meðal annars að ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin með beit- ingu ákvæðis laga, sem Alþingi setti 1988 en felldi úr gildi á síðasta þingi, en þar var forstöðumanni fangelsis heimilað að framlengja refsivist fanga um allt að 30 daga vegna agabrota. Auk þess hafi verið brotið gegn 2. grein stjórnarskrárinnar. Haustið 1988 hóf fanginn af- plánun 280 daga refsivistar vegna skilorðsrofs og var meirihluta tímans í fangelsinu í Kópavogi. Þegar langt var liðið á refsivistina fékk hann leyfí til að sækja AA- fund en virtist undir áhrifum vímuefna þegar hann kom til baka og játaði að hafa tekið inn lyf. í framhaldi af því úrskurðaði yfir- fangavörður honum 10 daga ein- angrunarvist, sem bættist við af- plánunartímann, eins og þá var heimilt í lögum. I úrskurðinum var manninum gefíð að sök að hafa smyglað lyfjum inn í fang- elsið og neytt þeirra þar, Fanginn höfðaði mál og taldi brotið gegn 2. grein stjórnarskrár- innar, sem segir að dómendur fari með dómsvald, að fangaverð- ir geti úrskurðað um lengingu eða styttingu á refsivist manna og einnig hafi verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu sem banni refsivist án dóms. I niðurstöðum dómsins segir að eins og umrætt lagaákvæði hafí verið framkvæmt af fangels- isyfirvöldum hafi ákvörðun yfír- fangavarðar um 10 daga einangr- un mannsins í raun verið úrskurð- ur um refsingu og að með hliðsjón af þeim ramma sem almenni lög- gjafínn hafi sett um ákvarðanir um agaviðurlög þyki hið umrædda lagaákvæði ekki hafa verið sam- rýmanlegt 2. grein stjórnarskrár- innar. Þá segir að með fullgildingu mannréttindasáttmála Evrópu hafi ísland gengist undir að hlíta ákvæðum sáttmálans en úrskurð- ur um einangrunarvist mannsins hafí ekki verið kveðinn upp af bærum dómstóli og því hafí 1. mgr. 5. greinar Mannréttindasátt- mála Evrópu verið brotin með beitingu þessa ákvæðis hinna íslensku laga. Dómurinn taldi heimilt að dæma manninum miskabætur og taldi þær hæfílega ákveðnar 40 þúsund krónur en krafa fangans hafði verið um 500 þúsund krón- ur. Sigurður T. Magnússon, settur borgardómari, kvað upp dóminn. Lögmaður stefnanda var Sigurður Georgsson, hrl. Þegar jákvæð afstaða hans lá fyrir samþykktu aðrir stórir kröfuhafar nauðarsamninga. Skuld fyrirtækis- ins við ríkissjóð nemur ríflega 55 milljónum og við Landsbankann um 40 milljónum. Svo unnt sé að ganga til nauðar- samninga þarf samþykki 75% kröfuhafa að magni og fjölda. Fundi skiptaréttar var frestað til 11. júní en þá verður úr því skorið hvort nægur fjöldi kröfuhafa samþykkir nauðarsamninga. Kröfuhafar eru samtals 51. Á skiptaréttarfundinum í gær lá fyrir samþykki 14 aðila en 39 aðilar þurfa að samþykkja nauðarsamninga. „Ef nauðarsamningarnir ná fram þýðir það að fyrirtækið getur lifað áfram og farið að dafna. Reksturinn er góður um þessar mundir en það er ennþá of skuldsett en með þess- um aðgerðum lækka skuldirnar," sagði Stefán Runólfsson fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins. Sig. Jóns. Beið bana í bifhjólaslysi 22 ÁRA gamall ökumaður bif- hjóls beið bana í árekstri við vörubíl á mótum Bíldshöfða og Sævarhöfða um klukkan 7.30 í gærmorgun. Maðurinn ók hjóli sínu vestur Bíldshöfða, niður brekku. Við Sæv- arhöfða var vörubíl ekið norður yfír gatnamótin þrátt fyrir stöðvunar- skyldu og í veg fyrir bifhjólið. Áreksturinn varð harður og beið ökumaður hjólsins bana. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.