Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991
Sovétmenn í dönskum
flóttamannabúðum
eftir Líneyju
Karlsdóttur
í Danmörku eru yfir 20 búðir
fyrir rösklega 5.000 flóttamenn.
Meira en 100 þeirra eru frá Sov-
étríkjunum.
Hvernig komast Sovétmenn í
þessar búðir? Þeir koma í boði bæði
kunningja og ókunnugra, fara beint
til lögreglunnar og biðja um hæli.
Það þarf sterk rök til að það mál
nái fram að ganga og það kostar
margra klukkutíma yfirheyrslur og
bið mánuðum og árum saman.
Rauði krossinn sér um dvöl flótta-
mannanna og stendur straum af
henni. Þeir fá mat, vasapeninga og
þrifaieg híbýli. Útlendingaeftirlitið
sker úr málum þeirra flóttamanna
sem sækja um pólitískt hæli í Dan-
mörku.
Ef beiðni um hæli er hafnað, má
í sumum tilfellum áfrýja, og þá er
ekki öll von úti. í öðrum tilfellum
verður úrskurði ekki áfrýjað, fólkið
er sett upp í flugvél beint til Sovét.
Flóttamenn mega ekki vinna.
„Aumur er iðjulaus maður“ segir
íslenskt máltæki; rússneskt mál-
tæki segir: „Ekkeit er þyngra en
að þreyja og vona.“ Fáir fallast á
að gefa viðtal og taka mýndir af
sér af ótta við að stjórn búðanna
líki það ekki. Aðrir líta svo á að
þeir hafi engu að tapa. Tveir lista-
menn frá Moskvu, Khikús og Misha
Sinitsin, segja sögu sína:
Khikús (dulnefni annars lista-
mannsins) vildi ekki segja sitt rétta
nafn. Hann er um þrítugt, og list-
grein hans er pólitísk skopstæling.
Hann hefur verið níu mánuði í
Danmörku. „Það var ekki tekið vin-
samlega á móti okkur,“ segir hann.
„Það er perestrojka hjá ykkur og
allt á góðum vegi. Hvers vegna
eruð þið að flýja?“ Vissulega er það
erfítt fyrir mig sem skapandi lista-
mann að búa við þessar aðstæður.
Við fáum engar upplýsingar um
ástand og þróun mála í Sovétríkjun-
Fyrir
sumarbústaðinn
1
ELFA-VORTIS
rafmagnsofnar.
Nýtt, glæsilegt útlit.
600-2000 vött.
ELFA-0S0 hitakútar
30-300 lítra.
Blöndunar- og öryggislokar
fylgja með.
IGreiðsluskilmálar.
______________
Einar Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28, sími 622901.
L«IA 4 stoppar vM dymar
/■///■7:/-/f/:
Misha Sinitsin og Nadesjda kona hans.
um, og dönsku höfum við ekki lært
enn. Við höfum ekki efni á því að
kaupa striga, pensla og liti til að
mála. I Rússlandi vorum við heima.
Við bjuggum við þröng kjör, ég var
t.d. götusópari en gat samt málað.
Ég „stakk af“ af þjóðemisástæðum,
af ótta við ofsóknir og misþyrming-
ar félagsskaparins „Pamjat", sem
er í beinum tengslum við KGB. Ég
var alltaf vopnaður, en það dugði
ekki alltaf til. Vorið 1989 var hald-
inn opinber fundur rússnesks bók-
menntafólks. Þar var ráðist á okkur
og sparkað í okkur; þarna voru
„atvinnumenn" á ferðinni sem not-
uðu karatebrögð.“
Misha Sinitsin, líklega undir þrít-
ugu, hefur verið í búðunum í 4
mánuði ásamt konu sinni og dóttur-
inni Vasilitsu. „Ég kom af pólitísk-
um og þjóðemislegum ástæðum.
Árið 1982 neitaði ég að gegna her-
þjónustu í Afganistan vegna sam-
visku minnar. Ég var strax lagður
inn á geðsjúkrahús þar sem ég
sætti niðurlægjandi greiningu og
meðferð af ýmsu tagi. Þremur árum
síðar var ég aftur kvaddur í herinn
og neitaði að nýju. Enn varð ég að
vera í hálfan annan mánuð á geð-
sjúkrahúsi. Síðan var mér sagt upp
vinnunni. Ég er rússneskur framúr-
stefnumaður. Ég hafði með mér
myndirnar mínar og vildi gjaman
sýna þær. En án fjárhagslegs
stuðnings get ég ekki málað. Ég
var og er rússneskur listamaður í
húð og hár og hefði aldrei farið frá
Sovétríkjunum ef ég hefði ekki ótt-
ast ofsóknir gyðingahatara. Sjálfur
er ég Rússi en konan mín er gyðing-
ur. Þjóðerni allra sovétborgara er
svo að segja „stimplað“ á hann og
stendur í vegabréfi og spurt er um
það á öllum eyðublöðum. Kerfíð sér
sér hag í því að etja fólki saman —
það beinir huganum frá pólitískri
baráttu. Gyðingahatarar eiga þakk-
ir skilið fýrir að þeir koma í veg
fyrir að við gleymum þjóðerni okk-
ar. „Pamjat" em einu samtök
áhugamanna sem fá að halda fundi
á Rauða torginu. Meðlimir félags-
skaparins telja sig fulltrúa rússn-
esku þjóðarinnar.
Kjörorð gyðingahatara í okkar
hverfí var: „Losum hverfíð okkar
af fólki af gyðingaættum!“ 1. maí
1990 ruddust iögreglumenn inn í
búð okkar og köstuðu þungaðri
konu minni á gólfíð. Ég veitti við-
nám. Þeir héldu því fram að ná-
grannamir hefðu sent eftir þeim,
en ekki fengust skýr svör um það
hveijir það hefðu verið. Þeir börðu
mig í höfuðið og kölluðu með geð-
klofa.“
Orlög flóttamannanna eru marg-
vísleg. Ljúdmfla Frolova, um fer-
tugt, er rússneskukennari að mennt
og jógakennari, en varð að vinna
sem götusópari. Hún kom til Dan-
merkur ásamt Osip, syni sínum,
fyrir rúmu ári og dvaldi hálft ár í
búðunum. Síðan giftist hún Dana,
Jan Ole Larsen, byggingaverka-
manni. Sonur hennar, sem er 18
ára, er snjall skartgripasmiður og
smíðar eftir pöntunum frá rússn-
esku rétttrúnaðarkirkjunni í Kaup-
mannahöfn. Ljúdmíla lærir nú
dönsku og kennir rússnesku og jóga
í einkatímum. Hún ætlar á nám-
skeið sem gefur henni réttindi sem
Andrej Aksjonov
jógakennari í Danmörku. Ljúdmfla
er mjög fegin því að sonur hennar
slapp við herþjónustu í Sovétríkjun-
um.
Andrej Aksjonov og kona hans,
Natalia Litvinova, þau einnig um
þrítugt, voru ásamt tveimur börnum
sínum þau síðustu sem fengu pólit-
ískt hæli. Það var í apríl 1990.
Hjónin komu til Danmerkur af pólit-
ískum og þjóðernislegum ástæðum.
Faðir Andrejs er Letti. Hann hafði
sætt ofsóknum. Andrej starfaði í
pólitískum samtökum sem kölluðu
sig „Trúnað“. Þau gáfu út blaðið
„Frá degi til dags“ sem var unnið
í Moskvu og síðan sent til Banda-
ríkjanna. Andrej var ljósmyndari
blaðsins, og Natasha, kona hans,
vélritaði efni þess. Allt var gert í
sjálfboðavinnu. Margir leituðu ásjár
hjá þeim, ekki síst þeir sem ekki
gátu gegnt herþjónustu af trúarleg-
um sökum. Andrej segist svo frá:
„Það tókst svo óbjörgulega til
þegar við höfðum íbúðaskipti við
aðra að við lentum í húsi þar sem
bjuggu starfsmenn KGB. Þeir tóku
strax eftir því að við fengum marg-
ar grunsamlegar heimsóknir. Oft
kom lögreglan í heimsókn síðla
nætur til að ganga úr skugga um
að allt væri í lagi.
Á Alþjóða barnadaginn (1. júní),
hefur tíðkast að halda sýningu
Hólmsteinn í Framsókn
eftir Helga
Kristbjarnarson
Nýlega hefur Hannes Hólmsteinn
Gissurarson skrifað tvær greinar í
Morgunblaðið þar sem hann veitist
að ritstjórum blaðsins fyrir að mæla
með kvótaleigu í stað einkaeignar á
kvóta. Hannes telur mikilvægt að
staðfesta sem fyrst ævarandi einka-
eignarrétt á kvótanum. í draumsýn
sinni um einkavæddan kvóta verða
Hannesi á ótrúleg mistök, af svo
rökföstum manni að vera, sem
Hannes stundum er.
Eitt sem gerir einkaeignarhald á
kvóta mjög óeðlilegt er að verðmæti
kvótans er algjörlega háð fískverði,
sem aftur er háð gengi íslensku
krónunnar. Þar sem gengið er
ákveðið með einfaldri stjórnvaldsað-
gerð geta því stjómmálamenn með
gengisbreytingu ekki aðeins breytt
rekstrargrundvelli útgerðarinnar
heldur einnig breytt eignastöðu ein-
staklinga um milljarða á einum degi.
Ef stjórnmálamenn eru eins spilltir
og Hannes segir virðist vafasamt
að trúa þeim fyrir þessari ábyrgð.
Lagabinding gengis við t.d. Evrópu-
mynt leysir ekki þennan vanda, því
að vandinn felst í sjálfum hugtaka-
ruglingnum að líta á veiðirétt sem
fasteign. Samkvæmt Hannesi er það
réttlæti að einhveijir menn í ráðu-
neytinu úthluti einstaklingum kvóta
að gjöf, en óréttlæti að kvótinn sé
verðlagður og öllum heimilt að bjóða
S hann, þannig að sá sem getur veitt
hagkvæmast geti hagnast vel. Þarna
gengur Hólmsteinn í lið með þeim
framsóknarmönnum sem samið hafa
núverandi kerfi. Hann heldur því
fram að kvótakerfí Halldórs Ás-
grímssonar lækki viðskiptakostnað
þar sem þar fái þeir sem noti kvó-
tann hann strax, án þess að til við-
skipta þurfí að koma. Við þetta er
tvennt að athuga. I fýrsta lagi eru
viðskipti ekki það sem brýnast er
að draga úr í okkar hagkerfí, því
að viðskipti eru nauðsynleg vegna
breytilegra þarfa og getu útgerða-
raðilanna, þau auka þannig hag-
kvæmni. Einkaeign án viðskipta
mundi verða til þess að eigendur
kvóta mundu halda áfram útgerð svo
lengi sem útgerðin bæri sig, þó svo
að aðrir gætu veitt hagkvæmar.
Hitt er það að jafnvel í Framsóknar-
kerfínu verða væntanlega viðskipti,
því að fjárfestingafélög eru líkleg
til að koma smám saman upp kvóta-
leigum þegar kvótinn hefur flust í
hendur fjármagnseigenda. Þá leggst
á sá viðskiptakostnaður sem Hannes
ætlaði að spara. Með því að mynda
einkaeignarrétt um kvótann er kvót-
inn ekki lengur í eigu íslensku þjóð-
arinnar og það sem meira er; hann
verður ekki í eigu íslendinga. Ástæð-
an er sú að einkaeign er í eðli sínu
alþjóðleg. Maður sem á kvóta getur
t.d. viljað flytjast búferlum til út-
landa. Á hann þá að glata sinni rétt-
mætu eign? Maður sem á kvóta get-
ur þurft að veðsetja hann fyrir er-
lendu láni, sem hann síðan e.t.v.
ekki getur greitt. Ætlar Hólmsteinn
að fá allan Framsóknarflokkinn í lið
með sér að skrifa reglugerðir um
hvað kvótaeigendur megi ekki gera
eða vill hann að eigendurnir séu
fijálsir að gera það sem þeir vilja
við sína eign, þar með talið að selja
hana útlendingum? Ég geri ráð fyrir
að svar Hannesar sé að það skipti
ekki máli hvort eigendumir séu ís-
lenskir eða erlendir, aðalatriðið sé
að þeir séu kapítalistar sem leiti
mestu hagkvæmni fyrir fjármagn
sitt og að á því muni allir græða
að lokum. Við þetta verður hugsana-
villan augljós, því að kvótinn er ekki
fasteign, heldur forréttindi sem sjáv-
Helgi Kristbjarnarson
„Með því að mynda
einkaeignarrétt um
kvótann er kvótinn ekki
lengur í eigu íslensku
þjóðarinnar og það sem
meira er, hann verður
ekki í eigu Islendinga.
Astæðan er sú að einka-
eign er í eðli sínu
alþjóðleg.“
arútvegsráðherra íslands úthlutar
árlega eftir tillögu fískifræðinga.
Um leið og búið er að aðskilja eign
og ábyrgð eru það ekki lengur hags-
munir íslenskra ráðherra að vemda
fiskimiðin og mjög fljótlega mundu
aðrar þjóðir telja það óeðlilegt að
einhver ráðherra á íslandi ákveði
um kvóta, sem sé í eigu hins alþjóð-
lega fjármagnsmarkaðar. Forsendan
fyrir því að Islendingar fengu yfírráð
yfír landhelginni var sú að með því
væri tengd saman ábyrgð og eignar-
réttur, sem eitt gæti komið í veg
fyrir rányrkju. Ef íslenska þjóðin
framselur eignarrétt sinn getur hún
ekki borið ábyrgð á
fískistofnunum Iengur.
Kerfí það sem hér hefur verið við
lýði í nokkur ár, sem Hannes kallar
„kerfí okkar Þorsteins Pálssonar, en
flestir íslendingar þekkja sem kerfí
Halldórs Ásgrímssonar hefur leitt
af sér einhvers konar hálf-eignarrétt
þar sem fólk kaupir og selur kvóta,
en á það undir duttlungum stjórn-
málamanna hversu varanleg réttindi
kvótinn em. Þess vegna gengur
kvótinn á verðlagi sem er aðeins
6rot af þvi verði, sem væri raunveru-
legt verðmæti ævarandi einkaréttar
til að veiða árlega tiltekið magn. Sá
stjómmálamaður sem gæfí núver-
andi handhöfum út afsal fyrir kvót-
anum væri því að stunda stórfellda
eignatilfærslu. Sh'kar valdbeitingar
stjórnmálamanna til að hygla einum
fremur en öðmm í þessu þjóðfélagi
em eitt af því sem fijálshyggjumenn
eru sífellt að gagnrýna og kalla
Framsóknarstefnu. Það er skrýtin
fijálshyggja sem eingöngu er hægt
að framkvæma með því að gerast
enn meiri framsóknarmaður en Hall-
dór Ásgrímsson.
Sum rökin í þessari umræðu hafa
verið alveg út í bláinn. Asnalegast
hefur verið talið um að ríkið fengi
svo mikið skattfé með þessu og þetta
yrði svo dýrt fyrir útgerðina. Auðvit-
að dettur engum í hug að leggja á
kvótagjald nema gera samhliða aðr-
ar breytingar á efnahagskerfinu.
Eðlilegast væri að lækka gengis-
skráningu og lækka virðisaukaskatt
samhliða, þannig að vöruverð yrði
óbreytt og meðalkostnaður útgerðar