Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991 39 Bent Jædig, Edda Borg o g Scheving-Lasanen _______Jass_______ Guðjón Guðmundsson Bent Jædig, danski tenórsaxa- fónleikarinn, lék á Hótel Borg síð- astliðið þriðjudagskvöld ásamt Tómasi R., Eyþóri Gunnarssyni og Einari Val Scheving. Jædig er bíboppari af gamla skólanum, með lágan, viðkvæmnislegan tón og margbrotinn spuna. Kvai-tettinn fór átakalaust í gegnum prógrammið og var eftirtektarvert hve snurðu- laust sampilið var, því ekki gafst langur tími til æfinga. Á efniskránni var meðal annars Atlic- ity eftir Jædig, bíbopp í hröðu tempói og How little we know með latínpúlsi eftir saxafónleikarann og hljómsveitarstjórann Ernie Wilkins, sem kom hingað til lands í byijun níunda áratugarins, en Jædig leikur einmitt í sveit Wilkins, Almost Big- band. Hann fór sérstaklega vel með ballöður þetta kvöld, einkum og sér í lagi Born to be 'olue eftir Mel Tormé. í Djúpinu var Scheving-Lasanen sextettinn í fullu svingi. Tónlistin er sótt til eftirstríðsáranna, ekta Goodman-sveifla. Hljóðfæraskipan er klarinetta, saxafónn, víbrafónn, gitar, bassi og trommur, og leikur sextettsins var fágaður og hnökra- laus með góðum einleiksköflum. Djúpið er jassbúlla. Staðurinn rúm- ar í mesta lagi 50 manns og þegar jasssveitir af þessari stærð leika þar verður nálægð áheyrenda og spilara mikil. Það virkar vel í báðar áttir, altént var spilagleðin mikil þetta Ljósmynd/Bergþór Jónsson Bent Jædig í sveiflu. Desmoines góð skil og lauk þessum góða Mingusarstandard á eftir- minnilegu trommusólói Gunnlaugs. í kvöld verður einn af hápunktum Rúrek þegar norska söngkonan Karin Krog, sem meðal annars hef- ur hljóðritað með Dexter Gordon og John Surman, og landi hennar, píanistinn og hljómsveitarstjórinn Per Husby leika á Borginni. Þá má ekki gleyma sænska spunameistar- anum Ulf Adáker í Púlsinum. Jæd- ig verður í Kringlukránni og djammað verður um allan bæ. T,rf HÁSKÓLANÁM í 1 v 1 kerfisfræði Innritun stendur nú yfirí Tölvuháskóla VÍ Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Frá og með haustinu 1991 verður eingöngu tekið inn á haustin og leng- ist námið frá því sem áður var í tveggja ára nám. Kennsla á haustönn hefst mánudaginn 2. september nk. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Eftirtaldar greinar verða kenndar auk raunhæfra verkefna í lok hverrar annar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Fjárhagsbókhald Önnur önn: FjÖlnotendaumhverfi Gagnasafnsfræði Gagnaskipan Rekstrarbókhald Þriðja önn: Gluggakerfi Kerfisforritun Hlutbundin forritun Fyrirlestrar um valin efni Fjórða önn: Staðbundin net Tölvugrafík Hugbúnaðargerð Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1991 er til 28. júní, en umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Verzlunarskól- ans frá kl. 08.00 til 16.00 og í síma 688400. Skólinn er lokaður í júlí. TÖLVUHÁSKÓLI VÍ, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík. kvöld. í Duus-húsi lék hljómsveit Eddu Borg, hörkufönksveit skipuð Frið- riki Karlssyni, Þóri Baldurssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni, Gunnlaugi Briem og söngkonunni Eddu Borg. Fluttir voru gamlir smellii; ættaðir úr poopi, soul og jassi. Meðal ann- ars mátti heyra fönkaða útsetningu á Stúlkunni frá Ipanema og óðinn um Ruby eftir Donal Fagen. Hljóm- sveitin gerði Dry Cleaner from Bæklingur um ofbeldi gegn konum SAMTÖK um kvennaathvarf hafa gefið út bæklinginn Ofbeldi gegn eiginkonum, hvað, hvernig, hversvegna? í bæklingnum er leitast við að svara ýmsum spurningum um of- beldi gegn eiginkonum s.s. hvað gerist í ofbeldissamböndum, af hveiju fara konurnar ekki, hvaða konur eru beittar ofbeldi, hvernig eru ofbeldismennirnir og er hægt að breyta ofbeldissamböndum? Einnig er í bæklingnum kynning á Kvennaathvarfinu og starfseminni þar. Bæklingurinn er að miklu leyti úrdráttur úr bók danska sálfræð- ingsins Else Christensen, „Vold ties ikke ihjel“ sem gefinn var út af Nyt Nordisk Forlag Arnold Busck, 1984. Bæklingurinn Ofbeldi geng eig- inkonum er ætlaður öllum þeim sem afskipti hafa af heimilisofbeldi, bæði þolendum, fagfólki og að- standendum. Hann er 41 bls. að stærð og kostar 500 kr. Jenný Guðmundsdóttir myndlistarkona hefur gert kápumynd. Bæklingur- inn er seldur hjá Samtökum um kvennaathvarf, Vesturgötu 3, skrif- stofan er opin virka daga ki. 10-12. Einnig er hægt að panta bæklinginn í síma Kvennaathvarfsins, en þar er svarað allan sólarhringinn. (Fréttfitilkynning) Þrír Góðir Helgarsmelur Brottför föstudagsmorgun 7. júní, komið heim á sunnudagskvöid. 200 ára Mozarthátíð KR. 29.700 Brottför Sunnudagsmorguninn 30. júní, komið heim á þriðjudagskvöld. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Mozarthátíð í fullum gangi og möguleiki á dagsferð til Búdapest. Brottför föstudagsmorgun Af 14. júní, komið heim á sunnudagskvöld. Öll verð eru staðgreiðsluverð, án flugvallagjalda og forfallatryggingar. |§g? n n m n «K JÖ ** , Innifalið í öllum ferðum: Flug og gisting á góðum hótelum í miðborgum. Aksturtil og frá flugvöllum erlendis. Ein skoðunarferð um hverja borg. íslenskir fararstjórar í fullu starfi fyrir farþega frá morgni til kvölds. FLUCFERÐIR SULRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066,22100 og 15331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.