Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 11
MORGUIíBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30i MAÍ'lWí EFNISKENND í FÍM-salnum í Garðastræti 6 sýnir um þessar mundir sænski myndlistarmaðurinn Ingrar Staff- ans 28 númeruð myndverk, auk nokkurra í gluggum listhússins. Maður er fljótur að komast að þeirri niðurstöðu við skoðun sýning- arinnar, að Ingvar Staffans er mál- ari fágunarinnar og efniskenndar- innar, hinna veiku en jarðbundnu blæbrigða. Efnishlutverkið er mikið atriði í listsköpun hans, ásamt á köflum nær ómerkjanlegum formaleik og þá hann er merkjanlegur, er hann í eintóna, samfelldri hrynjandi, er bylgjast yfir myndflötinn. Listrýnirinn kann vel að meta slík vinnubrögð, því að þau höfða til hinna djúpu skynrænu tilfinn- inga, myndrænna kennda og hins þjálfaða auga, og svo eru þau í flest- um tilvikum vís til þess að vinna á við endurnýjuð kynni. Stundum minnir hin formræna úrvinnsla á hinn snjalla spænska málara Anton Tapies (f. 1923 í Barcelona) og fleiri er vinna í blæ- brigðaríkari nótum óformlega mál- verksins (art informel). En vel að merkja leiða þau einungis hugann í þá átt en ekki meir, því að í þeim skynjaði ég sjálfstæðan tón og djúpa tilfinningu fyrir efniviðnum á milli handanna og það er nokkuð mál að beisla þau atriði. Þeir eru margir bógarnir, sem hafa leitað í smiðju Tapies, sem er einn nafnkenndasti núlistamálari tímanna, og má nefna menn eins og Joseph Beuys og Cy Twombly. Sjálfur þróaði hann áhrif frá efnis- og samklippimyndum Francis Picabia. Þannig gerist það í listinni, að menn verða fyrir áhrifum og þróa þau í ýmsar áttir því að ekkert er sjálfgefið í heimi hér. Það er og einmitt veigurinn í myndsköpun Ingvars Staffans um Það er af hinu góða, þegar sýn- ingarsaiir borgarinnar standa fyrir kynningum á verkum eldri kynslóða og báðar þessar sýningar sem eru í gangi eru ánægjulegir menningar- viðburðir. Ánægjulegir fyrir það, að ýmislegt markverðra verka getur að líta á þeim og sum þeirra hefur maður ekki séð áður. T.d. er áber- andi fín og óvenjuleg mynd eftir Kristínu Jónsdóttur „Úr Eyjafirði“ í Listhúsi. Hún er einkanlega mark- verð fyrir það, hve vel og hnitmiðað hún er byggð upp. Þá eru þar einstaklega góðar myndir eftir Jón Stefánsson og meistarataktar eru í eldri vatnslita- mynd Ásgríms Jónssonar, ásamt ýmsum ágætum myndum frá hendi Kjarvals. Þá er þarna eitt voldugt málverk eftir Svavar Guðnason og ágæt mynd frá París eftir Gunnlaug Blöndal. Þá ber að geta Jóhanns Briem, og í aðalsal er einnig mál- verk eftir lifandi listamenn eins og Jóhannes Geir og Erró. í innri sal eru svo myndverk ýmissa núlifandi listamanna, en þar er hálfgerður tombólubragur á hlutunum og má t.d. aldrei hengja verðmiðana utan á myndirnar á þann hátt sem þar er gert! Miðað við það að upphenging í heild er ekki fagmannlega af hendi leyst kemst listhúsið vel frá sýning- unni. í listhúsinu Borg eru einnig prýðilegar myndir og þar eru tromp sýningarinnar tvö stór olíumálverk Kjarvals sem ekki munu hafa verið sýnd áður, en einnig beinist athygl- in að sérstæðu málverki frá Arnar- firði eftir Mugg, geðsprengju í vatn- slit (gvass?) eftir Svavar Guðnason, svo og myndum Ásgríms, Þorvaldar Skúlasonar, Snorra Arinbjarnar og Gunnlaugs Blöndal. Þá ber sérstaklega að geta alt- aristöflu úr kirkjunni á Hjaltabakka frá árinu 1770 eftir Jón Hallgríms- son, sem mun þekktastur málari hér á landi á seinni hluta 18. aldar. Mér þótti full ástæða til að fjalla sérstaklega um þetta framtak því að sumt á sýningunum telst fágæti í íslenskri lista- og menningarsögu. þessar mundir og honum tekst að bregða upp mjög sannfærandi ferli í ákaflega einföldum lita- og form- heildum, svo sem í myndverkinu Glóð og aska, „Glow and ashes“, (23), en í henni skynjar maður dul- arfullan seið, og Spor, „Tracks“, (28). Þessum tveim myndum tók ég sérstaklega eftir, en það er eins víst að önnur verk myndu sækja á við nánari skoðun sem ég kem ekki við vegna utanfarar. Sýningin kom mér á óvart fyrir fágun og látleysi og á bak við slík vinnubrögð leynist oftar en ekki neisti sem kann að verða að báli. VERSLUNAR- OG INNKAUPASTJORAR Meb farfuglunum koma ferdamennimir. Nú er því rétti tíminn til ab panta V t. Aldrei meira úrval. Margar nýjargeröir. Falleg h'ónnun. IILÍT3RÁ hf ■■ Símar 22930 - 22865, fax 6 PREIMTSMIÐJA KORTAÚTGÁFA 622935. Frábærir ferðamöguleikar til Irlands í sumar Viðtökurnar hafa verið einstakar og yfir 600 manns hafa nú pantað sumarleyfið sitt til írlands í sumar. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Viku verslunarferð til Cork 14. júní, Verð aðeins frá kr. 19.700,- Ótrúlegt verðlag Þegar við segjum ótrúlegt verðlag þá er það ekki neitt auglýsingaskrum. Við nefnum hér aðeins nokkur dæmi um fyrsta flokks vöru í íslenskum krónum: Gallabuxur...........1.800,- Kvenkápur......3.500—5.000,- Barnaskór............1.000,- Jakkaföt............15.000,- Silkibindi.............800,- Skór.................2.000,- Green Fee........500—1.000,- Laxveiðileyfi..........700,- Flug og bíll frá kr. 26.960,- Verð m.v. 4 í bíl, A flokkur, 1 vika. Fáðu tillögu að heillandi hring um írland á skrifstofu Veraldar. Flug og sumarhús frá kr. 28.610,- Verð m.v. 4 í húsi, 1 vika Baltimore. Baltimore sumarhúsin eru glæsilegur valkostur í sumarleyfinu og bjóðast á alveg hreint ótrúlega hagstæðu verði. Verðlagið hér er alveg ótrúlegt og Cork einhver fegursta borg Irlands umkringd heillandi náttúrufegurð. Aðrar brottf arir 7. júní........uppselt 14. júní....40 sæti laus 21. júní.......laus sæti 5. júlí... ..laus sæti 19. júlí... ...örfá sæti laus 2. ágúst....15 sæti laus 14. júní Koma til Cork kl. 20.00 að kvöldi og farið á hótel. 15. júní Örstutt kynnisferð um Cork og nágrenni með fararstjóra Veraldar. 16. júní Kynnisferð til Killarney, Kenmare og Bantry, fegurstu staðir eyjunnar, og sigling út í Garnish eyju. Stórkostleg dagsferð. 17. júní Frjáls dagur í Cork. Farið í búðir og með þá sem vilja á glæsilegan 18 holu golfvöll í Cork þar sem vallargjöldin eru aðeins 1.000 krónur. 18. júní Hálfsdagsferð í Wild life park og Blarney kastala. 20. júní Sigling, kvöldverður og skemmtun í Black Rock kastala. Eins og að hverfa 100 ár aftur í tímann. 21. júní Frjáls dagur í Cork til að versla í glæsilegum verslunarmiðstöðvum borgarinnar eða njóta náttúrufegurðarinnar. Brottför til íslands kl. 20.00. IEIID A H IB 5IÖIIIM -r v&m AUSTURSTRÆTI 17, SIMI 62 22 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.