Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 S I M A L I N A N F R A □ ©dtio© 3 ^ ■ -•j? KX-T 2386 BE Verð kr. 12.332 slgr. Slmi með slmsvara — Ljós I takkaborði — Útfarandi skila- txrð upp í 1/2 min. — Hver móttekin skilaboð geta verið upp i 21/2 min. — Lesa má inn eigin minnisatriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort slmsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting. "... i KX-T 2365 E Verð kr. 10.849 stgr. Skjáslmi, sem sýnir klukku, slmanúmer sem val- iö er, tlmalengd slmtals — Handfrjáls notkun — 28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja slmanúmer I skamm- tlma endurvalsminni — Hægt að geyma við- mælanda — Tónval — StHlanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. KX-T 2322 E KX-T 2342 E Verð frá kr. 5.680 slgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer i geymslu til endur- hringingar, einnig er hægt að setja slmanúmer I skammtíma minni á meðan talað er — Tónval/ púlsval — Hljóðstillirfyrir hátalara — 3 stilling- ar fyrir hringingu — Veggfesting. PANAFAX UF-130 Verð kr. 79.900 stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni — Allt frá stuttum orðsendingum til Ijósmynda — Sendir A4 síðu á aðeins 17 sekúndum — í fyrirtækið — Á heimilið. FARSIMI Verð frá kr. 96.775 stgr. Panasonic farslminn er léttur og meðfærilegur, vegur aðeins 4,9 kg. og er þá rafhlaðan meðtalin. Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert sem er, en einnig eru ótal möguleikar á að hafa slmtækiö fast I bilnum, bátnum eða sumarbú- staönum. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 p co co iri co Metsölublaðá hverjum degi! Ráðgátan um stöðu ríkissjóðs II eftirMá Guðmundsson í fyrri grein minni fjallaði ég al- mennt um vanda ríkisflármála og útkomu fyrstu þriggja mánaða árs- ins. í þessari grein er ætlun mín að flalla um mismunandi mat á horfum um halla A-hluta ríkissjóðs. Umljöll- unin byggist á stöðunni eins og hún var metin um það leyti sem stjórnar- skiptin áttu sér stað. Einkum er byggt á þrennum gögnum, þ.e. fréttatilkynningu fjármálaráðuneyt- isins frá 29. apríl, greinargerð emb- ættismanna fjármálaráðuneytisins frá 27. apríl og skýrslu Ríkisendur- skoðunar frá 29. apríl. Ný mál kunna að hafa komið upp síðan, en um þau hef ég ekki yfirlit. Daginn fyrir stjórnarskiptin var sett fram þrenns konar mat á af- komuhorfum ríkissjóðs á þessu ári ef ekki yrði gripið til sérstakra að- gerða. fjármálaráðherra taldi að hallinn yrði að óbreyttu 6,4 milijarð- ar króna, í skýrslu frá embættis- mönnum ijármálaráðuneytisins var hallinn talinn myndu verða 8 millj- arðar króna og í skýrslu Ríkisendur- skoðunar er hann talinn muni verða 10,2 eða 12,2 milljarðar króna eftir því hvaða bókhaldsaðferð er beitt. Hér verður einnig reynt að skýra í hverju munurinn felst. Tekjuhorfur Bæði embættismenn fjármála- ráðuneytisins og Ríkisendurskoðun gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 1,1 milljarðár króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum, en fyrrverandi fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að þær verði 600 milljónum króna minni. Munurinn liggur í því að fyrrverandi fjármálaráðherra ger- ir ráð fyrir a,ð nauðsynlegar ákvarð- anir verði teknar til að ná í 500 milljóna króna viðbótartekjur sem gert var ráð fyrir í íjárlögum og áttu að nást annars vegar með sér- stökum jöfnunartolli á ýmsar inn- fluttar matvörur og hins vegar með sérstakri hækkun á verði áfengis og tóbaks umfram almennt verðlag. Ekki er Ijóst hvaða rök ættu að vera- fyrir því að ná ekki í þessar tekjur þegar horfur eru á auknum halla ríkissjóðs og þenslumerki gera vart við sig. Við slíkar aðstæður er full- komlega ábyrgðarlaust að lækka tekjur ríkissjóðs. Ný ríkisstjóm hlýt- ur því að láta það verða eitt sitt fyrsta verk að tryggja þessa tekju- öflun og gott betur. Lánsfjárlög- Gera verður greinarmun á þrenns konar hugsanlegum viðbótum við þau útgjöld sem Alþingi veitti heim- ild til á fjárlögum. I fyrsta lagi þeim sem byggja á nýjum heimildum Al- þingis í lánsíjárlögum eða sérlögum. I öðru lagi þeim sem stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um að hejmilda verði aflað fyrir hjá Alþingi. í þriðja lagi þau sem engar heimildir eða fyrir- heit um heimildir liggja fyrir um. í raun og veru eru það aðeins útgjöld í fyrsta flokki sem geta talist fyili- lega lögmæt. Önnur útgjöld eiga þá ekki að koma til greiðslu nema að heimildir Alþingis komi til. Til fyrsta flokks teljast útgjalda- heimildir sem samþykktar voru við afgreiðslu lánsfjárlaga. Þær voru: m.kr. Framkvæmdasj. aldraðra 130 Framkvæmdasj. fatlaðra 35 Bjargráðasjóður 65 Kvikmyndasjóður 14 Meðferðarstöðin Fitjum 20 Tjónabæturv. óveðurs 350 Til framkvæmda v. loðnubrests 100 Ríkisspítalar — endurn. tölvub. 50 Fraktflutningar 25 Vaxtagreiðslur v. yfirtöku lána Byggðastofnunar 100 Útborgun v. kaupa á þyrlu 100 Samtals 989 Alþingi veitti einnig heimild til ijárskuldbindinga vegna búvöru- samnings, sem Ríkisendurskoðun metur á 2 milljarða króna, og yfir- töku lána hjá Byggðastofnun að upphæð 1,2 milljarður króna. Ríkis- endurskoðun vill telja útgáfu fjár- skuldbindinga vegna búvörusamn- ings með halla ársins, en einhverra hluta vegna telur hún ekki yfirtöku Iána Byggðastofnunar með, sem þó er hliðstæð að því að um er að ræða að ríkissjóður þarf í framtíðinni að afla tekna eða lánsíjár til að greiða þessar skuldbindingar. Þar missti Ríkisendurskoðun af kærkomnu tækifæri til að koma áætluðum halla ársins í 14,4 milljarða króna. Auðvit- að verður að færa þessar skuldbind- ingar með einhveijum hætti í bók- hald ríkisins. Aðalatriðið er hins vegar það, sem hver venjulegur maður skilur, að þessi útgjöld koma lítið við framkvæmd ijárlaga í ár og eru „vandræðalaus" á þessu ári í þeirri merkingu að hvorki þarf að afla til þeirra tekna né lánsfjár á almennum lánamarkaði á þessu ári. Koma þau því ekki frekar við sögu hér. Þessar 989 m.kr. eru hinn svokall- aði „kosningavíxilT', sem þingið samþykkti á síðustu dögum sínum. Sumt af þessu er þess eðlis að erfitt var að komast hjá því. Má í því sam- bandi nefna stærsta liðinn, sem er tjónabætur vegna óveðurs, þótt deiia megi um upphæðina. Hjá öðru hefði mátt komast, eins og t.d. yfirtöku lána Byggðastofunar og tilheyrandi vaxtakostnaði, en Sjálfstæðisflokk- urinn beitti sér mjög hart fyrir þessu máli og hótaði málþófi í þinginu og stjórnarmeirihlutinn lét undan. Það er hægt að gagnrýna þingið fyrir að hafa tekið ákvörðun um aukin útgjöld með þessum hætti án Már Guðmundsson „Það er hins vegar ljóst að sú spenna sem verið hefur á lánsfjármark- aðnum að undanförnu á mun víðtækari rætur en í halla ríkissjóðs og þá sérstaklega í mikilli eftirspurn eftir fjár- magni af hálfu hús- næðiskerfisins. Að- gerðir til að draga úr þessari spennu hljóta því að ná til fleiri þátta en tekjuhalla ríkis- sjóðs.“ þess að taka um leið ákvarðanir um niðurskurð anarra útgjalda eða aukna tekjuöflun til að tryggja að markmið ljárlaga næðu fram að ganga. Hvað sem því líður er það ljóst að þessar ákvarðanir Alþingis geta aldrei skýrt af hveiju áætlaður halli eykst úr 4,1 milljarði króna á ljárlögum í 6-10 milljarða króna. Hallinn eykst af þessum sökum að- eins í 5,1 milljarð króna sem er svip- aður halli og í fyrra í hlutfalli við landsframleiðslu. Ef þetta hefði ver- ið eina viðbótin hefðu horfur á árinu í heild verið viðráðanlegar. Fyrirheit í öðrum flokki hugsanlegra við- bótarútgjalda teljast þau sem stjórn- völd hafa gefið fyrirheit um að heim- ilda verði aflað fyrir. Samtals er hér um að ræða um 550 m.kr. sam- kvæmt mati ijármálaráðuneytisins. Kjörvari og Þekjukjörvari - kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindvcrk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þcss að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. RIAVÖWmiW* . oraNðveiw, t Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er ímálningh/f - það segir sig sjálft -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.