Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 15
MOKGUNBLAÐID RIMtyTUpAGLjR 39., MAI fl,99,l iM mönnum í Evrópu enn betur ljóst hve áhrif álfunnar eru lítil. í byijun sjötta áratugarins gerðu Irakar sig líklega til að innlima Kúveit. Bretar sendu þá eina herdeild til landsins og það var nóg til að stoppa Iraka. Nú hefði Hussein bara hlegið ef Bretar, einir og sér, hefðu eitthvað verið að belgja sig og sagt þeim að eiga sig. Það voru Bandaríkja- menn sem tóku einarða afstöðu gegn innrásinni og báru hitann og þungann af aðgerðunum. Það má hins vegar deila um hve mikilvægt Kúveit er og hvort aðgerðir Banda- ríkjamanna voru réttlætanlegar. Að mfnu mati er það ekki spurning að viðbrögð Bandaríkjamanna voru rétt því þetta gefur ótvíræð skilaboð til annarra þjóðhöfðingja að slík valdníðsla verður ekki liðin. Enda- laust má hins vegar deila um hvort Bandaríkjamenn geti og eigi að leika lögreglumenn hér og þar um heiminn. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að mikilvægi Persaflóans er mun meira fyrir Evrópu en nokkurn tíma fyrir Bandaríkin. Mikill meiri- hluti olíu sem Evrópa þarfnast kem- ur frá þessum heimshluta og án hennar myndi efnahagslíf Evrópu lamast. Evrópubandalagið hafði lítil áhrif á þróun mála þó svo að ut- anríkisráðherrar bandalagsins reyndu hvað þeir gátu að miðla málum í deilunni. Hvað á NATO að gera utan Evrópu? Persaflóastríðið hefur því haft mikil áhrif á umræður um framtíð Atlantshafsbandalagsins. Stofn- skrá NATO frá 1949 tekur sérstak- lega fram að bandalagið sé varnar- bandalag og að hersveitir þess megi ekki láta til sín taka utan lands- svæða aðildarríkjanna. Þetta gerði það að verkum að hersveitir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna í Persaflóanum voru ekki undir NATO-fána heldur fána sinna eigin ríkja. Margir innan bandalagsins eru nú þeirrar skoðunar að breyta eigi stofnskránni þannig að NATO geti beitt sér „utan svæðis“. Meðal þein-a er Manfred Worner, hinn þýski framkvæmdastjóri samtak- anna. Þetta er eitt af helstu deilu- málum innan stofnunarinnar í dag og sýnist sitt hveijum. Allt bendir nú samt til þess að þeir sem eru andvígir „utan svæðis“ hlutverki fyrir NATO verði ofan á. Þar kem- ur m.a. inn í staða Frakka innan bandalagsins en eins og kunnugt er tekur Frakkland ekki þátt í hem- aðarsamvinnu NATO. Einnig eru smærri ríkin eins og Danmörk ekki hrifinn af því að víkka valdsvið bandalagsins. Einhvers konar samvinna við Vestur-Evrópubandalagið (WEU) er því líkleg í framtíðinni. WEU er vamarsamstarf níu Vestur-Evrópu- ríkja sem stofnað var árið 1954 og á rætur sínar að rekja til kalda stríðsins. Það var búið að liggja í dvala nokkuð lengi en var endurvakið árið 1984. Það getur komið að góð- um notum því Frakkar em fullgild- ir aðilar að því samstarfi, ekkert í stofnskrá þess bannar því að starfa utan svæðis og það hefur nokkur tengsl við Evrópubandalagið. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að WEU verði í framtíðinni hvort tveggja í senn, vamar og öryggis- armur Evrópubandalagsins og Evr- ópusúla Atlantshafsbandalagsins. Framkvæmdastjóri WEU, Hollend- ingurinn Wiliam van Eekelen, er mjög hlynntur þeirri hugmynd og sagði nýlega í samtali við Reuter að „Persaflóadeilan hefur sýnt það og sannað að Evrópubandalagið á á hættu að verða ekkert annað en áhorfandi að mannkynssögunni“. Það er nú ýmislegt sem mælir gegn þessari skoðun Hollendings- ins. Bandaríkjamenn benda rétti- lega á að á meðan NATO-lönd eins og Noregur, Danmörk, Grikkland, Tyrkland og ísland eigi ekki aðild að WEU geti bandalagið varla kall- að sig Evrópusúlu Atlantshafsband- alagsins. Manfred Worner hefur einnig snúist harkalega gegn hug- myndum um varnararm Evrópu- bandalagsins. „Það verður að vera samhæfing frá upphafi og sú sam- vinna getur einungis átt sér stað innan NATO,“ sagði hann við Reut- er. Það liggur því ljóst fyrir að Atl- antshafsbandalagið mun í náinni framtíð vera sú stofnun sem áfram sér um öryggis- og varnarmál fyrir Evrópubúa. Það er ekki þar með sagt að ekki muni verða miklar breytingár á starfseminni. Einkum er það á hernaðarsviðinu sem rót- tækar breytingar verða gerðar. Herdeildum verður fækkað mikið í Mið-Evrópu og þær sem eftir verða munu leggja áherslu á hraða og hreyfanleika. Ekki er ólíklegt að nokkur lönd muni leggja herskyldu niður en treysta þess í stað á at- vinnuhermenn. Á pólitíska sviðinu er einnig von á breytingum. Nýlega var sagt frá því í blöðum að NATO hefði sagt upp nokkur hundruð manns í ýmsum skrifstofu- og stjómunarstörfum víðs vegar um Evrópu. Ekki er ólíklegt að verk- svið bandalagsins verði víkkað eitt- hvað á pólitíska sviðinu. Nú er starf- andi nefnd sem skila á áliti um framtíðarstefnu bandalagsins og á hún að skila skýrslu í sumar. Það merkilega við starfsemi þessarar nefndar er að Frakkar taka þátt í starfsemi hennar. Það gerir að vísu nefndarmönnum erfiðara fyrir að ná samkomulagi en ella en gerir starfsemi nefndarinnar mun mikil- vægari fyrir vikið. I næstu gi’ein sem birtast mun fljótlega i Morgunblaðinu mun ég taka fyrir hlutverk íslands í þessu breytta bandalagi og einnig fjalla að einhveiju leyti um hvert framtíð- arhlutverk bandalagsins verður. Höfundur er blaðamaður en stundar nú M.Sc.-nám við London School ofEconomics íEnglandi. m ÞÆR SliA I GEGN !1» I ÓDÝRAR OG GÓÐAR VÖRUR Á FRÁBÆRU VERDI | HÉR ER SMÁ SÝNISHORN: | □ Gallabuxur kr. 2.990,- □ Pólóbolir í sumarlitum kr. 1.190,- □ Riflaðar flauelsbuxur kr. 1.990,- □ Waxjakkar kr. 5.900,- □ Gallaskyrtur kr. 1.590,- □ T-bolir í sumarlitum kr. 490,- □ Veiðivesti kr. 2.990,- Einnig: □ Kakhibuxur □ Flónelsskyrtur □ Herrapeysur □ Sportúlpur □ Vindsett □ Regnsett □Hettu- bolir □ Terylinebuxur □ Sokkar □Húfur □ Jogginggallar □ Skór □ Stígvél □ Svefnpokar □ Bakpokar □ Töskur □ Úti- leigugræjur □ O.m.fl. Allt á ffrábæru verói. Póstkröfuþjónusta .... «1 miföKÁMU w MÝHVI \ ^ SKODA X TOYOTA ^DALBREKKA -M OPNUNARTÍMI Mánudag - föstudag frákl. 13-18. Laugardag frákl. 10-16. Hagvöxtur framtíðar er í lækkuðu vöruyerði á hagkvæmum góðum vörum nmitfkmii Nýbýlavegi 4 (Paibrekkumegin), Kópáwgi, símar 91-45220 HAGKAUP TJALDAR SÍNU BESTA FYRIR í Hagkaup fæst allt til útiverunnar í sumar. Vönduð bandarísk gasgrill frá aðeins 14.900 kr. og að sjálfsögðu tilheyrandi grilláhöld. Sólhúsgögn á veröndina, svalirnar eða í ^ sumarbústaðinn. Fyrir þá sem kjósa að leggja land undir fót, bjóðum við m.a. svefapoka frá 3.490 kr. og tjöld frá 6.795 kr. Og þú getur hjólað hvert á land sem er á fjallahjólunum okkar, sem kosta frá 7.900 kr. Char-broil gosgrill með kút frd kr. 14.900 HAGKAUP Reykjavík • Njarðvík • Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.