Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 43 fullri -vitund' um það að lítil von væri um sigur í því stríði. Við sam- starfsmenn Elfars heitins fylgdumst með þessari baráttu hans öll þessi ár. Því varla verður sagt að hann hafi slegið slöku við störf sín allan þennan tíma, nema þau skipti sem hann lagðist inn á sjúkrahús til meðferðar og lyfjagjafar með nokk- uð reglulegu millibili. Elfar var skemmtilegur og þægilegur sam- ferðamaður að starfa með. Frá hon- um streymdu hlýjar hugsanir og óskir til allra og hann geislaði þess- um hlýleika af sér þannig að fólk laðaðist að honum. Oft upplifði ég það að viðskiptavinir okkar þökkuðu sérstaklega fyrir lipra og þægilega þjónustu Elfars þegar hann var að flytja þeim framleiðslu okkar. Okkur samstarfsmönnum hans er mikil eft- irsjá að góðum og skemmtilegum félaga. Elfar heitinn var fæddur 19. apríl 1933 hér í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Haraldur Jón Magnússon sem látinn er fyrir nokkrum árum og Guðrún Sch. Lárusdóttir sem lézt nú fyrir fáeinum dögum, og verða þau mæðginin jarðsett saman í dag. Eftirlifandi kona Elfars er Eygló Ingvarsdóttir, verzlunarmaður, og eiga þau tvo uppkomna syni, þá Harald og Gunnar sem báðir starfa hér í borg. Fyrir hjónaband eignað- ist Elfar tvær dætur, Kristínu sem búsett er á ísafirði og Elfu sem býr hér í Reykjavík. Við samstarfsmenn Elfars heitins sendum eiginkonu hans, börnum og barnabörnum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur á þessari skilnaðar- stund. Megi Elfar Haraldsson njóta frið- ar eftir svo langa baráttu. Víglundur Þorsteinsson „Ég lifi’ og ég veit, hve löng er mín bið, ég lifi’ unz mig farðirinn kallar, ég lifi’ og ég bið, unz ég leysist í frið, ég lifi sem farþegi sjóinn við, unz heyri’ eg, að Herrann mig kallar." í dag kveðjum við Elfar Schiöth Haraldsson sem lést aðfaranótt 22. maí'sl. Með honum er genginn gegn þjóðfélagsins, en þegar Dúddu var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981, fyrir störf sín að líknarmálum. Árið 1941 giftist Dúdda Jóhanni J.E. Kúld rithöfundi. Eignuðust þau eina dóttur, Halldóru, 15. júlí 1946, en hún dó 12 dögum síðar. Ekki varð þeim fleiri barna auðið, en ég minnist þess hversu barngóð þau voru og geisluðu alltaf af gleði innan um börn. Tóku þau mikiu ástfóstri við systurdóttur Dúddu, Aðalbjörgu, og reyndust hún þeim sem besta dóttir allt til dánardags. Dætur Aðal- bjargar og börn þeirra fóru heldur ekki varhluta af ástúð og væntum- þykju Dúddu og Jóhanns. Hjónaband þeirra var alla tíð mjög farsælt og minnist ég hversu gaman þau höfðu af að fá fjölskylduna til sín. Einkum eru mér minnisstæð jólaboðin þeirra og þá fyrst voru þau í essinu sínu, þegar þau gátu aldrei nógsamlega stjanað við okkur og veitt af höfð- ingsskap. Góðvild þeirra var altöluð í Litlagerðishverfinu og skipti þá ekki máli hvort það voru flækings- kettir eða mannfólkið, allir áttu vísa gestrisni og góðvild þessara heiðurs- hjóna. Jóhann dó 7. október 1986 og var Dúdda aldrei söm upp frá því. Hrakaði heilsu hennar og fluttist hún á árinu 1989 úr Litlagerðinu í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Afla- granda í Reykjavík. Tóku flutning- arnir sinn toll af þreki hennar og það að hún varð að sjá af öðrum vini, flækingskettinum Kalla, sem hafði gert sig heimakominn og breyst í vinalegan heimiliskött hjá þeim Jó- hanni. Vegna tengsla minna við fjöl- skyldu Dúddu annaðist ég ýmis mál fyrir hana síðari árin. Meðal annars vegna þessa heimsótti ég hana í hverjum mánuði í vinalegu íbúðina hennar á Aflagranda. Aldrei brást það að fyrir mig væru bornar krásir og vissi Dúdda ekki hvernig hún ætti að snúast nógsamlega í kring um mig, hversu máttfarin sem hún var orðin. Og þegar ég dásamaði veitingarnar og bað hana nú blessaða að vera ekki að hafa svona mikið fyrir mér svaraði hún mér með ein- kunnarorðum sínum: „Æ, fyrirgefðu hvað þetta er lítið og lélegt hjá mér.“ og góður maður sem við viljum minnast með nokkrum orðum. Ég kynntist Elfari þegar hann gekk að eiga systur mína Eygló, þann 15. apríl 1961. Var hjónaband þeirra einstaklega heilsteypt, og mótaðist af ástríki, gagnkvæmu trúnaðartrausti og samheldni. Var rnikið jafnræði með þeim hjónum og lögðu þau sig fram um að skapa fagurt samlíf, hlúa að heimilinu og hafa holl og bætandi uppeldisáhrif á syni sína sem eru: Harald Sch. Elfarsson. Sambýliskona hans er Bergþóra Grétarsdóttir. Eiga þau tvo syni sem heita Kristinn Elfar og Grétar Sigurfinnur. Yngri sonur Elfars og Eyglóar, Gunnar Þ.S. Elfarsson á einn son, Aron Ola. Með fyrri konu sinni átti Elfar tvær dætur: Kristínu Sch. Elfarsd., hennar maður er Jóhannes Sigurðs- son og eru börn þeirra: Iris Rut og Sigurður Natan. Elfa Sch. Elfarsd. er gift Jóhanni Þorsteinssyni og eiga þau 1 dóttur: Taniu Guðrúnu. Viljum við senda þeim okkar innile- gustu samúðarkveðjur. Einnig vilj- um við þakka bróður Elfars, Harry og Ernu konu hans fyrir hjálp þeirra við Eygló í gegnum árin, og ekki síst meðan á veikindatímabilinu stóð. Þakkir eru einnig færðar vini Elfars, Hadda, fyrir velvild og gott samband á liðnum árum. Eigendum og starfsfólki hjá B.M. Vallá, sem unnu með Elfari sl. 15 ár, eru færð- ar kveðjur og þakkir. Móðir og sonur eru jörðuð saman í dag, því Guðrún Schiöth Lárus- dóttir lést sólarhring seinna en son- ur hennar. Hún var fædd 9. sept. 1904. Sendum við aðstandendum hennar samúðarkveðjur. Eygló mín, megi góður guð styrkja ykkur og styðja í sárri sorg, og blessa lifendur sem látna. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. (Stef. Thor.) Ingibjörg og Dagbjartur Voru þessar stundir mjög skemmti- legar og sagði Dúdda mér margar sögur af lífi sínu og starfi, sem ég hef hér vitnað til. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast þessarar höfðingskonu, sem var stór í sínu lítillæti. Tel ég mig betri og ríkari mann, að hafa átt þess kost að kynnast henni. Dúdda hefur nú fengið langþráðan frið og hittir nú ástvini sína handan við móðuna miklu. Við Margrét og börnin færum ástvinum öllum inni- legar samúðarkveðjur. Dúdda mun ávallt verða ofarlega í hugum okkar. Blessuð sé minning hennar. Árni Tómasson Síminn hringir. Langlínusuð, sem venjulega þýðir ísland. Mamma segir mér: „Hún Dúdda dó í nótt.“ Mig brestur orð. Það er einkenni- legt hversu erfitt það er fyrir manns- sálina að sig undir dauðann. Þegar hann loks knýr dyra er áfallið sterk- ara — missirinn, tómleikinn, sorgin, sorgin yfirgnæfir allt raunsæi. Hún Dúdda er dáin.... Það er erfitt til þess að hugsa að aldrei fram- ar muni ég sjá hana ömmusystur mína, aldrei framar kyssa hrukkótt- an vangann eða horfa í broshýr, barnsleg augu hennar. Hún var mak- alaus kona, geislandi af lífsgleði og kímni, en alltaf svo lítillát. Hún var svo sannarlega ekki að láta hafa neitt fyrir sér, en alltaf var hún tilbú- in til að hjálpa öðrum, gera öðrum lífið léttbærara. Nú er dauðastríði síðustu mánaða og þjáningum Dúddu lokið. Elsku amma, mamma mín og pabbi, Magga, Árni og fjölskylda. Þó að við Brad séum fjarri ykkur landfræði- lega í New York erum við hjá ykkur í huga og hjarta, Dúddu mun sárt saknað. Guð blessi elsku ömmusystur mína. Erla TZutancv Hcílsuvörur nútímafólks FYRIR DUGLEGA KRAKKA Frábær reidhjól á verdi sem allir ráða við. 24" 18 gíra fjallahjól með smellugírum á kr. 24.675.- 20" 3ja gíra fjallahjól á kr. 13.760,- 16" fjallahjól á kr. 10.850.- 14" fjallahjól á kr. 10.630.- BMX hjól 12", 14", 16" og 20" frákr. 7.780.- —12.720.- Verð á fjallahjólum frá kr. 10.630.- Verð á barnahjólum frá kr. 4.970.- DINO REIÐHJÓL FALLEG - VÖNDUÐ - VINSÆL TÓmSTUnDAHÚSID HF Laugavegi 164, sími 21901 fltaguaftlfifrifr Metsölubloð á hverjum degi! Sportval VINTERSPORT ALHEJM8 STYRKTARAÐUJ ÖÍYMPÍUIEIKANNA1M2 QS& Nýlega tengdist Sportval alþjóðlegu innkaupakeðjunni Intersport. Með sameiginlegum milliliðalausum innkaupum hefur náðst mjög hagstætt verð á ýmsum vörum. Dæmi: Fóðraðir nylon krumpgallar fyrir börn kr. 3.990,- Fóðraðir nylon krumpgallar fyrir fullorðna kr. 4.990, Körfuboltar frá kr. 990,- Svefnpokar -8° kr. 5.890,- Æfingaskór barna frá kr. 1.645,- Intersport verslanirnar leggja mikið upp úr vönduðum vörum á lágu verði. Sportval VINTERSPORT Kringlunni 8-12 • Sími 68 95 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.