Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGy,R 30. MAÍ 19Q1 Lúðrahljóm- ar í miðbæn- um í sumar FYRIR tilstuðlan banka og spari- sjóða á Akureyri verður bryddað upp á þeirri nýbreytni í sumar að bjóða upp á lúðrasveitartónlist á góðviðrisdögum. Lúðrasveit Ak- ureyrar hefur tekið að sér að leika í miðbænum, að minnsta kosti sex sinnum í sumar eða fram til 15. ágúst. Styrktaraðilar eru Búnaðarbanki |slands, íslandsbanki, Landsbanki íslands, Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps og Sparisjóður Glæsibæjarhrepps, en með þessu framtaki vilja þeir leggja sitt af mörkum til að gæða miðbæinn meira lífi. Lúðrasveit Akureyrar hefur starf- að af mikilum þrótti í vetur, en á næsta ári verður sveitin 50 ára og er þá stefnt að veglegum tónleikum auk þess sem utanlandsferð er áformuð. Lúðrasveitin á inni heimboð frá borginni Zlín í Tékkóslóvakíu og þangað er fyrirhugað að fara. í vetur störfuðu 28 hljóðfæraleikarar í sveit- inni og er reiknað með að þeim fjölgi á næsta starfsári, þar sem góður liðs- auki bætist við frá Lúðrasveit Tón- listarskóla Eyjafjarðar. Tónleikarnir í miðbæ Akureryar verða að jafnaði á föstudögum kl. 16.30 og verða hinir fyrstu nú á morgun, föstudaginn 31. maí. Neistar úr norðri: Efni frá 32 grunnskólum „NEISTAR úr norðri,“ skólablað grunnskólanna í Norðurlandsum- dæmi eystra er komið út í fyrsta skipti, en blaðinu verður dreift á öll heimili í fræðsluumdæminu. Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra gefur blaðið út. í blaðinu er efni frá 32 skólum í umdæminu, en hver skóli hefur eina síðu til umráða. I grein eftir Trausta Þorsteinsson fræðslustjóra segir að um sé að ræða sameiginlegt framlag skólanna í fræðsluumdæminu til ‘kynningar á barnamenningu, en sem kunnugt er hafi menntamálaráðu- neytið helgað árið 1991 verkefninu „Börnin skapa heiminn". „Nafn biaðsins er lýsandi fyrir innihald þess þar sem höfundar efnis eru fjölmargir, eða talsvert á fjórða hundrað. Án efa eiga margir þeirra eftir að láta að sér kveða með skrif- um sínum síðar á Iífsleiðinni. Sá neisti sem hér er tendraður leiðir vonandi til aukins áhuga nemenda á rituðu máli og löngunar til aukinnar þekkingar á móðurmálinu," skrifar Trausti í grein sinni í blaðinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri og Þorleifur Þór Jónsson ferðamálafulltrúi fylgjast með því er togarinn Þorsteinn kom að Fiskihöfninni í gær, en áður lá hann við Torfunefsbryggju. Þorsteinn og Már fluttir frá Torfunefi að Fiskihöfninni ÞAÐ kætti ferðamálafrömuði á Akureyri mjög er togarinn Þor- steinn og báturinn Már voru dregnir frá Torfunefsbryggju þar sem þeir hafa legið um alllangt skeið og yfir í Fiskihöfnina. Hafnaryfirvöldum var hins vegar lítt skemmt þar sem plássið við Fiskihöfnina er mun dýrara en á Torfunefi. Nokkrar deilur komu upp síðasta sumar á milli þessara aðila um legu Þorsteins og benti ferðamálafulltrúi þá á að togarinn gæfi alranga mynd af stöðu útgerðar í bænum, en togarinn þykir lítið augnayndi. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði það súrt að þurfa að geyma ónýt skip við nýjan og góðan kant við Fiski- höfnina, Torfunefsbryggja væri lélegt og því betra að geyma skip- in þar, en hann sagðist viðurkenna að staðurinn væri vissulega ekki sá heppilegasti, við miðbæ Akur- eyrar. Hann sagði að skipin hefðu verið færð til vegna tilmæla frá bæjarstjórn. Þorleifur Þór Jónsson ferðamál- afulltrúi sagðist fagna því að tog- arinn var fluttur burt. „Ég fagna því að togarinn er fjarlægður, hann er í því ástandi að hann er til óprýði í miðbænum," sagði Þorleifur. „En ég skil mjög vel afstöðu hafnaryfirvalda, sem þurfa að fórna arðsamara bryggj- uplássi fyrir þetta skip, sem ef allt væri eðlilegt ætti ekki að vera í neinni langlegu. Það á að vera búið að farga þessu skipi fyrir lif- andi löngu,“ sagði Þorleifur. Hann benti á að í framhaldi af brotthvarfi Þorsteins og Más frá Torfunefi væri brýnt að gera endurbætur á svæðinu umhverfis bi-yggjuna og einnig að gera þar skemmtibátahöfn, sem nauðsyn- leg væri í jafnmiklum sjávarút- vegsbæ og Akureyri er. Norrænt þing um umferðar- lækningar SJOTTA norræna þingið um um- ferðarlækningar verður haldið á Akureyri dagana 7. til 9. ágúst 1991. Fjallað verður um umferðar- slys á landi, sjó og í lofti og björg- unaraðgerðir, sem taka til þessara tegundar slysa. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðis- starfsfólki, skipuleggjendum umferð- ar, flugmála- og siglingafélögum, áhugamannafélögum, björgun- arsveitum, sjúkraflutningamönnum, faraldsfræðingum, vísindamönnum og öllum, sem áhuga hafa á umferð- armálum. Á þinginu verður fjallað um slys á og utan vega á vélknúnum farartækj- um svo sem bílum, vélhjólum, vélsleð- um og fjórhjólum. Auk þess hafa Norðurlandabúar áhyggjur af slysum á sjó og vötnum, en þau tengjast bæði starfi og leik. Samgöngur í lofti með litlum flugvélum eru lífsspurs- mál fyrir byggð í dreifbýli. Þess vegna væri þýðingarmikið að ræða öryggi umferðar í lofti. Þingið er skipulagt af íslenska umferðarlækningafélaginu í sam- vinnu við Landlæknisembættið, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sam- göngumálaráðuneytið, Skipulags- nefnd Akureyrar, Norræna umferðar- lækningafélagið, Umferðarráð, Slysavarnafélag íslands, slysadeild Borgarspítalans, Samband íslenskra tryggingafélaga, lögregluna, Vega- gerð ríkisins og slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Framkvæmdanefnd þingsins skipa: Ólafur Ólafsson, þingforseti, Auður Þóra Árnadóttir, Hannes Hafstein, Bergljót Jónsdóttir, Benedikt Jóhann- eson og Örn Þ. Þorvarðarson, ritari. Vísindanefnd skipa: Gunnar Þór Jónsson, formaður, Sigrún Knúts- dóttir, Þórarinn Ólafsson og Sturla Þórðarson. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Félagsaðstaðan er til skammar - segir Bernharð Haraldsson skólameistari „FÉLAGSAÐSTAÐA nemenda er til hreinnar skammar. Þar er hvergi afdrep um að ræða nema á göngunum, hvergi hægf, að setjast niður til að spjalla og kynnast, engin aðstaða til að borða bitann sinn, nema á göngunum," sagði Bernharð Haraldsson skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri í ræðu sinni við skólaslit nýlega. Fram kom í máli hans að fyrir tveimur árum var sal skólans breytt í kennslustofur, svo og hluta bóka- safns, m.a. vegna fjölgunar nem- enda „og einnig vegna þess að okk- ur var sagt að það liði skammur tími, eitt ár eða svo, uns við fengj- um miðrýmið, sem á að hýsa félags- aðstöðu nemenda og mötuneyti þeirra. Þetta ver nú fyrir tveim árum og það er alveg víst, eins og ég stend hér, að þessa aðstöðu sem Vélsmiðjan Oddi hf.: Framleiðir kælivéla- samstæðu sem ekki er skaðleg ósonlaginu VELSMIÐJAN Oddi hf. hefur í samvinnu við Sabroe-Soby A/S í Danmörku smíðað kælivélasam- stæðu til kælingar á glykóli og ísvatni. Kælivélasamstæða þessi er að því leyti frábrugðin öðrum að ammoníak er notað til kæling- ar glykóls og ísvatns í stað freon- kælimiðlara, sem eins og kunn- ugt er eru mjög skaðlegir óson- laginu. Samvinna fyrirtækjanna tveggja, 'Odda og Sabroe, hefur að undan- fömu beinst að kælikerfum og varmadælum, sem ekki nota freon- kælimiðla og í því sambandi má nefna ammoníakvarmadælu ‘ fyrir nýja sundlaug á Grenivík, sem smíðuð var hjá Odda. Samstarf þetta hefur leitt til þess að upp- bygging þessara kerfa hefur verið flutt inn til landsins, en áður var slík smíði eingöngu unnin erlendis. Kælisamstæðan sem um ræðir var smíðuð fyrir Mjólkursamlagið í Búðardal og var það flutt þangað í gær, en annað kerfi er í smíðum fyrir mjólkurstöð SAH á Blönduósi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vélsmiðjan Oddi hefur selt Mjólkursamlaginu í Búðardal fyrstu kælivélasamstæðuna sem notar ammoníak til kælingar í stað freons Torfi Þ. Guðmundsson forstjóri Odda segir að ráðamenn þessara fyrirtækja hafi haft umhverfismál að leiðarljósi við þessar fjárfesting- ar og lagt þar með sitt af mörkum til verndunar ósonlagsins. ég nefndi getum við ekki veitt nem- endum okkar næsta skólaár, hvað svo sem síðar kann að verða,“ sagði Bernharð í ræðu sinni. Hann gerði byggingamál skólans að umtalsefni, eins og hann kvaðst ætíð gera við slíkar athafnir og sagði að skin og skúrir hefðu skipst á hvað þau varðar. „Það er ekki skin yfir orðum mínum i dag, því fjárveitingar úr ríkissjóði til ný- bygginga og tækjakaupa voru á fjárlögum þessa árs aðeins 15 millj- ónir króna. Akureyrarbær brást ekki fremur en venjulega og því eigum við nú um 25 milljónir til nýframkvæmda, upphæð sem þó er langtum minni en brýnasta þörf- in segir til um.“ Verkmenntaskólinn er enn til húsa á fjórum stöðum í bænum, auk húsanna á Eyrarlandsholti er tré- iðnaðardeild í húsi Háskólans á Akureyri, hússtjórnarhúsið, þ.e. gamli húsmæðraskólinn, er nýtt til hins ýtrasta og sjöunda árið í röð hefur skólinn fengið inni með bók- lega kennslu í íþróttahöllinni. „Þetta hefur mikil hlaup í för með sér, bæði fyrir nemendur og kenn- ara, slítur skólann í sundur," sagði Bernharð, en hann gat þess einnig að skólinn hefði nú yfir álíka mörg- um kennslustofum að ráða til bók- legrar kennslu og var fyrir sjö árum er hann hóf sína starfsemi, þó svo dagskólanemendum hefði fjölgað um tæp tvö hundruð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.