Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGy,R 30. MAÍ 19Q1
Lúðrahljóm-
ar í miðbæn-
um í sumar
FYRIR tilstuðlan banka og spari-
sjóða á Akureyri verður bryddað
upp á þeirri nýbreytni í sumar að
bjóða upp á lúðrasveitartónlist á
góðviðrisdögum. Lúðrasveit Ak-
ureyrar hefur tekið að sér að leika
í miðbænum, að minnsta kosti sex
sinnum í sumar eða fram til 15.
ágúst.
Styrktaraðilar eru Búnaðarbanki
|slands, íslandsbanki, Landsbanki
íslands, Sparisjóður Akureyrar og
Arnarneshrepps og Sparisjóður
Glæsibæjarhrepps, en með þessu
framtaki vilja þeir leggja sitt af
mörkum til að gæða miðbæinn meira
lífi.
Lúðrasveit Akureyrar hefur starf-
að af mikilum þrótti í vetur, en á
næsta ári verður sveitin 50 ára og
er þá stefnt að veglegum tónleikum
auk þess sem utanlandsferð er
áformuð. Lúðrasveitin á inni heimboð
frá borginni Zlín í Tékkóslóvakíu og
þangað er fyrirhugað að fara. í vetur
störfuðu 28 hljóðfæraleikarar í sveit-
inni og er reiknað með að þeim fjölgi
á næsta starfsári, þar sem góður liðs-
auki bætist við frá Lúðrasveit Tón-
listarskóla Eyjafjarðar.
Tónleikarnir í miðbæ Akureryar
verða að jafnaði á föstudögum kl.
16.30 og verða hinir fyrstu nú á
morgun, föstudaginn 31. maí.
Neistar úr norðri:
Efni frá 32
grunnskólum
„NEISTAR úr norðri,“ skólablað
grunnskólanna í Norðurlandsum-
dæmi eystra er komið út í fyrsta
skipti, en blaðinu verður dreift á
öll heimili í fræðsluumdæminu.
Fræðsluskrifstofa Norðurlands-
umdæmis eystra gefur blaðið út.
í blaðinu er efni frá 32 skólum í
umdæminu, en hver skóli hefur eina
síðu til umráða. I grein eftir Trausta
Þorsteinsson fræðslustjóra segir að
um sé að ræða sameiginlegt framlag
skólanna í fræðsluumdæminu til
‘kynningar á barnamenningu, en sem
kunnugt er hafi menntamálaráðu-
neytið helgað árið 1991 verkefninu
„Börnin skapa heiminn".
„Nafn biaðsins er lýsandi fyrir
innihald þess þar sem höfundar efnis
eru fjölmargir, eða talsvert á fjórða
hundrað. Án efa eiga margir þeirra
eftir að láta að sér kveða með skrif-
um sínum síðar á Iífsleiðinni. Sá
neisti sem hér er tendraður leiðir
vonandi til aukins áhuga nemenda á
rituðu máli og löngunar til aukinnar
þekkingar á móðurmálinu," skrifar
Trausti í grein sinni í blaðinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri og Þorleifur Þór Jónsson ferðamálafulltrúi fylgjast með
því er togarinn Þorsteinn kom að Fiskihöfninni í gær, en áður lá hann við Torfunefsbryggju.
Þorsteinn og Már fluttir frá
Torfunefi að Fiskihöfninni
ÞAÐ kætti ferðamálafrömuði á Akureyri mjög er togarinn Þor-
steinn og báturinn Már voru dregnir frá Torfunefsbryggju þar
sem þeir hafa legið um alllangt skeið og yfir í Fiskihöfnina.
Hafnaryfirvöldum var hins vegar lítt skemmt þar sem plássið við
Fiskihöfnina er mun dýrara en á Torfunefi. Nokkrar deilur komu
upp síðasta sumar á milli þessara aðila um legu Þorsteins og
benti ferðamálafulltrúi þá á að togarinn gæfi alranga mynd af
stöðu útgerðar í bænum, en togarinn þykir lítið augnayndi.
Guðmundur Sigurbjörnsson
hafnarstjóri sagði það súrt að
þurfa að geyma ónýt skip við
nýjan og góðan kant við Fiski-
höfnina, Torfunefsbryggja væri
lélegt og því betra að geyma skip-
in þar, en hann sagðist viðurkenna
að staðurinn væri vissulega ekki
sá heppilegasti, við miðbæ Akur-
eyrar. Hann sagði að skipin hefðu
verið færð til vegna tilmæla frá
bæjarstjórn.
Þorleifur Þór Jónsson ferðamál-
afulltrúi sagðist fagna því að tog-
arinn var fluttur burt. „Ég fagna
því að togarinn er fjarlægður,
hann er í því ástandi að hann er
til óprýði í miðbænum," sagði
Þorleifur. „En ég skil mjög vel
afstöðu hafnaryfirvalda, sem
þurfa að fórna arðsamara bryggj-
uplássi fyrir þetta skip, sem ef
allt væri eðlilegt ætti ekki að vera
í neinni langlegu. Það á að vera
búið að farga þessu skipi fyrir lif-
andi löngu,“ sagði Þorleifur.
Hann benti á að í framhaldi
af brotthvarfi Þorsteins og Más
frá Torfunefi væri brýnt að gera
endurbætur á svæðinu umhverfis
bi-yggjuna og einnig að gera þar
skemmtibátahöfn, sem nauðsyn-
leg væri í jafnmiklum sjávarút-
vegsbæ og Akureyri er.
Norrænt
þing um
umferðar-
lækningar
SJOTTA norræna þingið um um-
ferðarlækningar verður haldið á
Akureyri dagana 7. til 9. ágúst
1991. Fjallað verður um umferðar-
slys á landi, sjó og í lofti og björg-
unaraðgerðir, sem taka til þessara
tegundar slysa.
Ráðstefnan er ætluð heilbrigðis-
starfsfólki, skipuleggjendum umferð-
ar, flugmála- og siglingafélögum,
áhugamannafélögum, björgun-
arsveitum, sjúkraflutningamönnum,
faraldsfræðingum, vísindamönnum
og öllum, sem áhuga hafa á umferð-
armálum.
Á þinginu verður fjallað um slys á
og utan vega á vélknúnum farartækj-
um svo sem bílum, vélhjólum, vélsleð-
um og fjórhjólum. Auk þess hafa
Norðurlandabúar áhyggjur af slysum
á sjó og vötnum, en þau tengjast
bæði starfi og leik. Samgöngur í lofti
með litlum flugvélum eru lífsspurs-
mál fyrir byggð í dreifbýli. Þess vegna
væri þýðingarmikið að ræða öryggi
umferðar í lofti.
Þingið er skipulagt af íslenska
umferðarlækningafélaginu í sam-
vinnu við Landlæknisembættið, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sam-
göngumálaráðuneytið, Skipulags-
nefnd Akureyrar, Norræna umferðar-
lækningafélagið, Umferðarráð,
Slysavarnafélag íslands, slysadeild
Borgarspítalans, Samband íslenskra
tryggingafélaga, lögregluna, Vega-
gerð ríkisins og slysadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Framkvæmdanefnd þingsins skipa:
Ólafur Ólafsson, þingforseti, Auður
Þóra Árnadóttir, Hannes Hafstein,
Bergljót Jónsdóttir, Benedikt Jóhann-
eson og Örn Þ. Þorvarðarson, ritari.
Vísindanefnd skipa: Gunnar Þór
Jónsson, formaður, Sigrún Knúts-
dóttir, Þórarinn Ólafsson og Sturla
Þórðarson.
Verkmenntaskólinn á Akureyri:
Félagsaðstaðan er til skammar
- segir Bernharð Haraldsson skólameistari
„FÉLAGSAÐSTAÐA nemenda
er til hreinnar skammar. Þar er
hvergi afdrep um að ræða nema
á göngunum, hvergi hægf, að
setjast niður til að spjalla og
kynnast, engin aðstaða til að
borða bitann sinn, nema á
göngunum," sagði Bernharð
Haraldsson skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri í ræðu
sinni við skólaslit nýlega.
Fram kom í máli hans að fyrir
tveimur árum var sal skólans breytt
í kennslustofur, svo og hluta bóka-
safns, m.a. vegna fjölgunar nem-
enda „og einnig vegna þess að okk-
ur var sagt að það liði skammur
tími, eitt ár eða svo, uns við fengj-
um miðrýmið, sem á að hýsa félags-
aðstöðu nemenda og mötuneyti
þeirra. Þetta ver nú fyrir tveim
árum og það er alveg víst, eins og
ég stend hér, að þessa aðstöðu sem
Vélsmiðjan Oddi hf.:
Framleiðir kælivéla-
samstæðu sem ekki er
skaðleg ósonlaginu
VELSMIÐJAN Oddi hf. hefur í
samvinnu við Sabroe-Soby A/S í
Danmörku smíðað kælivélasam-
stæðu til kælingar á glykóli og
ísvatni. Kælivélasamstæða þessi
er að því leyti frábrugðin öðrum
að ammoníak er notað til kæling-
ar glykóls og ísvatns í stað freon-
kælimiðlara, sem eins og kunn-
ugt er eru mjög skaðlegir óson-
laginu.
Samvinna fyrirtækjanna tveggja,
'Odda og Sabroe, hefur að undan-
fömu beinst að kælikerfum og
varmadælum, sem ekki nota freon-
kælimiðla og í því sambandi má
nefna ammoníakvarmadælu ‘ fyrir
nýja sundlaug á Grenivík, sem
smíðuð var hjá Odda. Samstarf
þetta hefur leitt til þess að upp-
bygging þessara kerfa hefur verið
flutt inn til landsins, en áður var
slík smíði eingöngu unnin erlendis.
Kælisamstæðan sem um ræðir
var smíðuð fyrir Mjólkursamlagið í
Búðardal og var það flutt þangað
í gær, en annað kerfi er í smíðum
fyrir mjólkurstöð SAH á Blönduósi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Vélsmiðjan Oddi hefur selt Mjólkursamlaginu í Búðardal fyrstu
kælivélasamstæðuna sem notar ammoníak til kælingar í stað freons
Torfi Þ. Guðmundsson forstjóri
Odda segir að ráðamenn þessara
fyrirtækja hafi haft umhverfismál
að leiðarljósi við þessar fjárfesting-
ar og lagt þar með sitt af mörkum
til verndunar ósonlagsins.
ég nefndi getum við ekki veitt nem-
endum okkar næsta skólaár, hvað
svo sem síðar kann að verða,“ sagði
Bernharð í ræðu sinni.
Hann gerði byggingamál skólans
að umtalsefni, eins og hann kvaðst
ætíð gera við slíkar athafnir og
sagði að skin og skúrir hefðu skipst
á hvað þau varðar. „Það er ekki
skin yfir orðum mínum i dag, því
fjárveitingar úr ríkissjóði til ný-
bygginga og tækjakaupa voru á
fjárlögum þessa árs aðeins 15 millj-
ónir króna. Akureyrarbær brást
ekki fremur en venjulega og því
eigum við nú um 25 milljónir til
nýframkvæmda, upphæð sem þó
er langtum minni en brýnasta þörf-
in segir til um.“
Verkmenntaskólinn er enn til
húsa á fjórum stöðum í bænum, auk
húsanna á Eyrarlandsholti er tré-
iðnaðardeild í húsi Háskólans á
Akureyri, hússtjórnarhúsið, þ.e.
gamli húsmæðraskólinn, er nýtt til
hins ýtrasta og sjöunda árið í röð
hefur skólinn fengið inni með bók-
lega kennslu í íþróttahöllinni.
„Þetta hefur mikil hlaup í för með
sér, bæði fyrir nemendur og kenn-
ara, slítur skólann í sundur," sagði
Bernharð, en hann gat þess einnig
að skólinn hefði nú yfir álíka mörg-
um kennslustofum að ráða til bók-
legrar kennslu og var fyrir sjö árum
er hann hóf sína starfsemi, þó svo
dagskólanemendum hefði fjölgað
um tæp tvö hundruð.