Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 22
822 MORGUNBLADID FIMMTUDAGÚR 30. MAÍ 1991 og Ohandos V í Háskólabfói / kvöld, fimmtudaginn 30. maí, kl. 20.00. EFNISSKRÁ: Leevi Madetoja: Edward Grieg: Leevi Madetoja: Leevi Madetoja: Grínforleikur Norskir dansar Okon Fuoko, Svíta nr. 1 Austurbotningar, Svíta HUÓMSVEITARSTJÓRI: Petri Sakari Efnisskrá tónleikanna verður hljóðrituð fyrir utgáfufyrirtækið Chandos á Englandi, sem dreifir geisladiskum um allan heim. Chandos TORLDS AHEAD FOR CLARTTY Miðaverð kr. 500. Ónúmeruð sæti. Komum öll! Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 IBM á íslandi er aöalstyrktaöili Sinfóníuhljómsveitar íslands starfsáriö 1990 - 1991. Við urðum að bregð- ast við vandanum eftirEinarK. Guðfinnsson Ríkisstjórnin hefur gripið til nokkurra efnahagsráðstafana svo sem kunnugt er. Felast þær i ströngu aðhaldi í peningamálum og ríkisfjármálum, í því skyni að af- stýra þenslu, treysta lánsfjármögn- un hins opinbera og tryggja að nýju að jafnvægi ríki í efnahagsmál- um okkar. Viðskilnaður fráfarandi ríkis- stjómar var skelfilegur. Hallinn á ríkissjóði var tvöfalt meiri en ráð var fyrir gert. Það stefndi í gríðar- legan viðskiptahalla og lánsfjár- mögnun hins opinbera var öll í lausu lofti. Verkefni ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur verið það upp á síðkastið að bregðast við þessari miklu vá; afstýra alvarlegum vand- ræðurh sem óhjákvæmilega hefðu hlotist af, ef áfram hefði verið siglt eftir kúrs stjórnarfleys Steingríms Hermannssonar. Vaxtahækkun fyrirsjáanleg Því hafði verið haldið fram af Ólafí Ragnari Grímssyni, að fjár- málastjórn hans tryggði að hið opin- bera þyrfti ekki að sækja út á er- lenda lánamarkaði til þess að tryggja lánsfé. Opinber lán yrðu öll sótt til innlendra sparenda. For- sendan var sú að innlendur sparnað- ur á árinu yrði 38 milljarðar króna. Af þeirri upphæð hafði Ólafur Ragnar einsett sér að hið opinbera fengi 23 milljarða, eða 3 af hveijum 5 krónum, sem til ráðstöfunar yrðu sem lánsfé hér innanlands. Við sjálfstæðismenn vöruðum mjög við þessu fýrir kosningar. Við sögðum sem svo: Ef ríkissjóður og hið opinbera verður svona frekt til fjárins, mun það óhjákvæmilega auka eftirspum eftir lánum. Það getur bara þýtt eitt; vextirnir munu hækka. Með öðrum orðum: Forsendurnar sem ríkisfjármálapólitík fráfarandi ríkisstjórnar byggðist á var stór- hættuleg atvinnulífinu í landinu og einstaklingunum. Þá grunaði þó engan að forsend- ur Ólafs Ragnars væru bara innan- tóm óskhyggja, og raunveruleikinn yrði margfalt skuggalegri. Hrun sparnaðar — aukin opinber lánsfjárþörf Nú er það hins vegar komið á daginn, að fagurgalinn frá því í kosningabaráttunni er hljóðnaður. Raunvemleikinn talar allt annarri röddu. Innlendur sparnaður sem fráfar- andi fjármálaráðherra sagði að yrði 38 milljarðar, verður 26 milljarðar. Hið opinbera þarf ekki að taka 23 milljarða að láni, heldur 34. Með öðrum orðum. Hinu opinbera dugar ekki minna að taka að láni en 8 milljarða umfram gjörvallan sparn- að allrar íslensku þjóðarinnar, ein- staklinga, fyrirtækja og sjóða í landinu! Það dugar sem sagt ekki fyrir hið opinbera að fá að láni allt það fé sem landsmenn, fyrirtæki þeirra og sjóðir leggja fyrir, 8 millj- arða — 8 þúsund milljónir þarf að sækja út fyrir landsteinana, til Wall Street eða í City eða Tókýó, til þess að fjármálapólitík Ólafs Ragnars Grímssonar gangi upp! Þá er enn eftir að sjá fyrir þörf atvinnulífsins og einstaklinga fyrir lánsfé. Ef hugsun fráfarandi ríkis- stjómar hefði fengið að ráða þá hefði ríkið haft forganginn; aðrir orðið að koma á eftir. Og miðað við hvemig fjármálastjóm ríkisins var komið, sýnist Ijóst að ekki hefði verið um ýkja auðugan garð að gresja í þessum efnum. — Þessu ætlar núverandi ríkisstjóm að breyta og í ljósi þeirrar fyrirætlunar skulum við skoða verk hennar nú. Tímabundnar fómir En það er ekki nóg með þetta. Þrátt fýrir fýrirheit um að sækja lánsfé innanlands, stóð ríkisstjórnin með Ólaf Ragnar Grímsson þannig að verki, að ríkisvíxlar og skulda- bréf ríkisins seldust ekki. Eins og efnahagsráðgjafi fýrrverandi fjár- málaráðherra, Már Guðmundsson, benti á í fróðlegri og athyglisverðri grein í Morgunblaðinu 18. maí sl., þá stafar þetta í senn af minnkandi sparnaði í landinu og því að...... vextir á ríkisvíxlum og sþariskír- teinum hafa dregist aftur úr öðrum vöxtum, einkum á húsbréfum." Verk núverandi ríkisstjórnar á dögunum fólst einmitt í því að leið- rétta þetta misgengi og tryggja nauðsynlega lánsfjáröflun hins op- inbera hér á landi. Auðvitað kosta þessar efna- hagsráðstafanir tímabundnar fórn- ir. Þær em í eðli sínu aðhaldsað- gerðir. En þeim er hins vegar ætlað að búa í haginn fyrir framtíðina og vera liður í því að skapa nýjan í fullum gangi með vandaða skó af heildsölulager frá Axel O. Einnig er mikið úrval af verksmiSjulager beint frá Portúgal. Aáeins 4 verö: 990,- 1490,- 1990,- 2490,- VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 31. maí kl. 09.00-16.00 og 3.-6. júní kl. 090.00-18.00. I boði verða eftirfarandi námsgreinar: Bókfærslo: BÓK 204, BÓK 404, BÓK613 Bókmennta- og listasaga: SBL 214 Danska: DAN 204 Efna- og eðlisfræði: EFN 204 Enska: ENS 204, ENS 604 Farseðlaútgáfa: FAR 114 Ferðaþjónusta: FER 214 Franska: FRA 204 Hagfræði: REK 203, REK 415 íslenska-. ÍSL 102, ÍSL 202, ÍSL 604 Ritvinnsla: VÉL 403 Saga: SAG 203, SAG 402 Stjórnun: SIJ 214 Stærðfræði: STÆ204, STÆ 604, STÆ814 Tölvubókhald: TÖB 214 Tölvufræði: TÖL113, TÖL 203, TÖL 403 Utanríkisviðskipti: UTV 214 Vélritun: VÉL 102, VÉL 201 Verslunarréftur.- VER 203 Þýska: ÞÝS 204, ÞÝS 604, ÞÝS 814 Áföngum ofangreindra hægt að safna saman eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabrauí Próf af skrifstofubraut námsgreina er og láta mynda Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. námslýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.