Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 19 Umdeildar náðanir eftir Gunnlaug Þórðarson Mér mun seint líða úr minni at- vik, sem átti sér stað nokkrum mánuðum eftir að ég réðst haustið 1945 til Sveins Björnssonar, forseta íslands, sem forsetaritari. Inn á skrifstofuna kom niðurlútur maður og bað um viðtal við forsetann. í samræmi við það, sem fyrir mig hafði verið lagt, spurði ég manninn hvert erindið væri. í fyrstu vafðist manninum tunga um tönn, en sagði loks að þetta væri mál, sem hann vildi helst ræða einslega við forset- ann. Eftir að ég hafði gert honum grein fyrir, að áður en hann fengi viðtalið yrði ég að geta sagt forset- anum hvert erindið væri, kom í ljós að hann hafði nokkrum árum áður gerst sekur um ítrekuð auðgunar- brot og hlotið nokkra dóma, sem hann væri ekki byijaður að af- plána. Hann hefði um árabil sloppið við að fara í steininn. Hvort tveggja væri að hann hefði dvalið víða og fangelsin lengst af verið full. Nú væru hagir hans gjörbreyttir. Hann hefði ekki gerst sekur um neitt saknæmt í 3-4 ár og væri búinn að taka upp algjörlega nýja lífs- hætti og væri það mest að þakka ungri bóndadóttur, sem hann hefði kvænst tveimur árum áður, er hann réðst sem kaupamaður í sveit. Lífið blasti nú við honum í fyrsta sinn á ævinni og hann nyti virðingar í umhverfi sínu og væri orðinn sæmi- legasti bóndi. Nú hefði refsivaldið fundið hann í kerfinu eftir að hann kvænti sig. Á sínum tíma hefði hann sætt sig við að afplána dóm- ana strax, en þessi dráttur kæmi honum nú illa í koll. Nú fyndist honum að líf hans yrði lagt í rúst, þyrfti hann nú að afplána 18 mán- aða fangelsisdóm, en hann hefði fengið boðun um að mæta á Skóla- vörðustíg 9 til margra mánaða inni- lokunar. Ella myndi lögreglan sækja hann án frekari viðvörunar. Hann ætti varla afturkvæmt á hin- ar friðsælu slóðir, yrði hann nú að sitja í fangelsi. Eftir að ég hafði hlustað á þessa frásögn mannsins, sagði ég ho'num að hann hefði átt að leita til dómsmálaráðherrans, því þótt það héti svo í 29. gr. stjórnar- skrárinnar, að forsetinn náði menn, þá væri það á ábyrgð ráðherrans. Við þessi orð mín fylltist maðurinn örvæntingu og hann stundi upp úr sér að hann væri búinn að tala við dómsmálaráðuneytið, sem ekki vildi hlýða á mál hans. Að sjálfsögðu sagði ég forsetan- um erindi mannsins og Sveinn Björnsson vildi heyra á mál hans. Þannig fór líka, að mál mannsins leystist vegna milligöngu forsetans. Mér þóttu þessi viðbrögð forsetans einstök. Hann mátti vita að þarna væri einn maður tekinn úr hópi margra og náðaður, vafalaust í andstöðu við starfsmenn dóms- málaráðuneytisins, sem hafa oftar en ekki verið tregir til að mæla með náðunum. Sennilega eru þeir haldnir þeirri gömlu hugsun, sem gilti um náðanir áður fyrr er þær væru aðeins veittar pólitískum af- brotamönnum og þeim, sem gerst höfðu sekir um landráð. Næstu árin .eftir rakst ég stöku sinnum á þenn- an mann á götu. Hann hafði ekki brugðist vonum manna og bar höf- uðið hátt. Þetta var ekki í einasta skiptið að Sveinn Björnsson forseti átti þátt í að leysa þvílík vandræði manna. Skömmu eftir að Óli Þ. Guð- bjartsson hafði sest í dómsmálaráð- Gunnlaugur Þórðarson „í flestum tilvikum er í litlu þjóðfélagi sem okkar nóg refsing að hljóta dóm, sem venju- lega kemur í kjölfar langrar eða skammrar gæslu varðhalds vistar. “ herrastólinn, hitti ég hann á fömum vegi og beindi því að honum, að í tilefni þess að „flokkur litla manns- ins“ hefði fengið dómsmálin í sínar hendur í nýrri ríkisstjórn ætti hann sem dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að almenn sakaruppgjöf yrði veitt. Þar með átti ég við að öllum föngum, sem gerst höfðu sekir um auðgunarbrot og minni háttar saknæmt athæfi yrði veitt náðun. í flestum tilvikum er í litlu þjóðfélagi sem okkar nóg refsing að hljóta dóm, sem venjulega kemur í kjölfar langrar eða skammrar gæsluvarðhaldsvistar. Slíkan kross bera menn ævilangt, en sjaldnast bætir sjálf innilokunin menn. Telja má að þótt ekki nema tíundi hver maður bætti ráð sitt við náðun, væri til mikiis að vinna. Á hitt er að líta, að margir þeirra, sem lenda í fangelsi, hafa áður fengið frestun á ákæru eða ákvörðun refsingar. Hins vegar finnst mér, að skilorði sé of lítið beitt í refsidómum, eink- um þegar um fyrsta brot er að ræða, því að skilorðsbinda hluta refsingar er hálfgert kák. Að mínu mati á helst að veita náðun í sér- stökum tilvikum og aldrei eingöngu af pólitískum ástæðum. Þá er þess og að gæta að það er léttir á fang- elsum að rýmka til og yfirleitt ekki til bóta að hafa fullfríska menn innilokaða um langan tíma á ríkis- framfærslu. Hins vegar verður að telja varhugavert að láta þá, sem gerast ítrekað sekir um kynferðisaf- brot, lausa án þess að gangast áður undir afkynjun með lyfjum til langs eða skamms tíma, eins og nú er gert við kynferðisglæpamenn með flestum menningarþjóðum. Ég hef fyrir löngu bent á hve miklir mögu- leikar felast í þess háttar meðferð hættulegra afbrotamanna sem felst í hormónalyfjagjöf, en skal ekki að svo stöddu gera þá hlið fyrirbyggj- andi ráðstafana að frekara umtals- efni. Þó skal á það bent að senni- lega myndi slík meðferð duga við ofbeldismenn samanber það hve hundar, kettir og hestar verða ljúf- ir við geldingu. Tilefni þessara skrifa er sú að- för, sem gerð hefur verið að fyrrver- andi dómsmálaráðherra vegna náð- ana, sem hann veitti í lok ráðherra- dóms síns. Mér dettur ekki í hug, að Óli Þ. Guðbjartsson, sem hefur um langan tíma verið skólamaður, hafi veitt þessar náðanir án yfirveg- unar og hafi því talið sig gera rétt, þó það sé nú túlkað á versta veg. Að mínu mati er allt of lítið gert í því að veita mönnum reynslulausnir og um of einblínt á dóminn sjálfan og refsinguna. Náðanir eru ein besta aðferð nútímas til þess að sýna miskunnsemi þjóðfélagsins og að reyna að beina mönnum á rétta braut og er sjaldan ofnotuð. Það er ekki til verulegs áfellis þótt ólög- lærður ráðherra verði á að beita um of miskunn eða „clementia". Þess skal getið að undirritaður telur, að í einum flokki refsimála sé sjálfsagt að veita náðanir, en það er þegar menn hafa verið dæmdir til refsivistar vegna ölvunaraksturs án þess að hafa vaidið meiðslum eða tjóni. Eðlileg lágmarksfjárhæð væri kr. 250.000. Með því myndi ríkissjóður fá verulegar tekjur í stað þess að þurfa að halda mönnum uppi í fleiri mánuði auk þess sem það myndi minnka álagið á yfirfull- um fangelsum. Þeir sem býsnast mest yfir þess- um umdeildu náðunum, þekkja væntanlega ekki þá kvöl, sem lögð er á menn með innilokun þeirra, sem einnig vandamenn frelsis- sviptra manna verða venjulega að bera á sinn hátt og er því á vissan hátt hluti refsingarinnar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. -------*-*-*-------- ■ MÓEIÐUR Júníusdóttir og Karl Olgeirsson skemmta gestum í Berlín með píanóleik og söng fimmtudaginn 30. maí. Móeiður var í öðru sæti í söngvakeppni fram- haldsskólanna í fyrra og starfaði í Jassbandi Reykjavíkur. Karl hefur leikið með ýmsum sveitum, svo sem Possibillies. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00. GERIÐ GÓÐ KAUP! Allar afskomar rósir á TILB Aðeins kr. stk kr. stk vuiu \yy\j j\j íví, ðuv á meðan birgðir endast. a ^ Mikil uppskera - lítið verð TILBOÐ Stór flauelsblóm í potti H Ú S v Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.