Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 42
á2 MOR^NBLAÐLÐ ff^HyffUDAG,Uff. ,J9?1 Mæðginaminning: Guðrún Schiöth Lárusdóttir Elvar Schiöth Haraldsson Fædd 9. október 1904 Dáin 23. apríl 1991 Fæddur 19. apríl 1933 Dáinn 22. apríl 1991 Með 43 klukkustunda millibili slokknuðu tvö lífsljós í tengdafjöl- skyldu minni, ljós móður og sonar. Hún 86 ára, södd lífdaga, en hann enn á besta aldri, 58 ára, en haldinn sjúkdómi þeim sem læknavísindin enn ekki kunna svar né lækningu við. Við sem stóðum við dánarbeð þeirra upplifðum stundir sem aldrei gleymast og á séra Sigfinnur Þor- leifsson sjúkrahúsprestur þar stóran þátt. Dauðinn getur á stundum ver- ið kærkominn þegar engin önnur leið er fær, og jafnvel fallegur þegar ellin er orðin fjötur um fót. Sagt er að naflastrengur milli móður og bams slitni aldrei í andleg- um skilningi. Þetta fannst mér ég skynja þær klukkustundir sem skildu þau mæðginin að, hans ljós slokkn- aði á undan en hennar dofnaði ört frá þeirri stundu. Þegar ég nú reyni að koma á blað tilfinningum mínum til þeirra beggja er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það sem þau hafa gefið mér í þau 27 ár sem ég hef verið í návist þeirra. Hún soninn sem hún ól, hann bróðurinn sem var honum svo kær. Ég á eftir að sakna hennar tengd- amóður minnar sem ávallt kom til dyranna eins og hún var klædd, hrein og bein svo stundum þótti mér nóg um, en með þroska mínum lærði ég að meta þennan eiginleika hennar og hafa gaman af, og alltaf var stutt í glettnina og góða skapið. Engan hef ég á lífsleiðinni hitt sem var jafnmikill dýravinur og hún var, jafnvel flugurnar í gluggakist- unni fengu sykurmola hjá henni. Skarðið er stórt sem mágur minn skilur nú eftir sig, aldrei aftur fæ ég hann í kaffisopa á laugardags- morgunum á meðan hann bíður eft- ir að geta sótt hana Eygló sína í vinnuna, ekki fleiri símtöl þar sem við skröfuðum saman um daginn og veginn og ekki fleiri stríðnisglott sem ég fékk frá honum sem' eru mér svo Ijóslifandi og kær. Þetta og ótal margt fleira þakka ég á kveðjustund, stundir þegar öll stórfjölskyldan var samankomin í gleði og gáska, afinn, amman, feð- ur, mæður og börn og síðar bama- börn, þar sem erfiðleikar og dauði voru víðsfjarri. En allt á sinn tíma, gleðin, sorgin og dauðinn. Elsku Eygló, þú sem hefur staðið við hlið Elvars, stutt hann og styrkt í öllu hans stríði, bömunum ykkar, tengda- og bamabörnum, Elsu og Harrý, ykkur öllum bið ég Guðs blessunar. Ég á þá trú að minningin um all- ar góðu stundirnar okkar verði okk- ur öllum ljós á sorgarstund og styrki okkur í þeirri víssu að á Drottins degi hittumst við öll aftur í ljósanna hásal. Þér ástvinir eyðið nú hðrmum og afþerrið tárin af hvörmum við endalok útlegðar nauða hið algjöra líf vinnst í dauða. Þessi orð skáldsins fínnast mér ljúf og læt ég þau því verða mín lokaorð í þessari litlu hugleiðingu minni um elskulega tengdamóður og mág. Megi sá sem öllu ræður taka þau mæðgin í faðm sinn og leiða þau á ljóssins braut. Erna Ludvigsdóttir Ekki er hægt að segja að dánar- fregn Elfars hafi komið okkur vinnu- félögum hans á óvart en hann hafði verið veikur í tvö ár. Þótt hann hafi getað stundað vinnu mestan tímann Friðrik Runólfsson Hólmavík - Minning Fæddur 26. júní 1922 Dáinn 22. maí 1991 Sú fregn barst til Hólmavíkur miðvikudaginn 22. maí að Friggi væri dáinn. Það er höggvið skarð í mannlífsmyndina hér á Hólmavík. Friggi, eins og hann var jafnan kall- aður, fór til Reykjavíkur í lækn- isrannsókn í bytjun ferbrúarmánaðar sl. og hefði engan grunað að hann ætti ekki afturkvæmt til Hólmavíkur. Hann gekk á móti örlögum sínum með einstöku æðruleysi og hugarfari hins trúaða manns. I dag er útför hans gerð frá Lang- holtskirkju. Friggi fæddist að Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi, sonur hjónanna Vigdísar Aðalsteinsdóttur og Runólfs Jónatanssonar. Hann var elstur þriggja systkina. Systur hans eru Magna og Vigdís búsettar í Reykja- vík. Vigdís móðir þeirra lést er Friggi var 6 ára gamall, en þá bjuggu þau á Heiðarbæ í Kirkjubólshreppi. Hann ólst síðan upp hjá föðurfólki sínu í Naustavík í sömu sveit. Hann var vinnumaður hjá afa mínum og ömmu á Kirkjubóli í nokkur ár sem ungling- ur. Suður á Akranes fór hann til sjós og síðar á Suðurnesjum nokkur ár. Eftir það keypti hann vörubfl og stundaði vegavinnu nokkur sumur. Það var á þeim árum sem fyrstu vörubílarnir komu hingað í sýsluna. Síðan lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann fór að nema málaraiðn. Lauk hann meistaraprófi 1964. Eftir það settist hann að á Hólmavík og stundaði þá iðn allt til loka sl. árs. Hann bjó alla tíð einn, var lítillát- liúffengu knifefli semereiitsogþe mamma gerði ali Unnið úr ekta kartöflui ur og hlédrægur maður og gerði aldr- ei miklar kröfur sjálfum sértil handa. Friggi hafði óskaplega gaman af bömum og hændust þau að honum. Hann var einn af þremur stofnfélög- um Tafl- og bridgefélags Hólmavíkur og var fyrsti formaður þess og gegndi því starfi í mörg ár og vann markvisst að vegferð þess og upp- gangi. Hann hefur verið einn af burðar- ásum í Leikfélagi Hólmavíkur um margra ára skeið og leikið í flestum uppfærslum félagsins, enda var hann frábær leikari. Föstudaginn 17. maí sl. hélt Leikfélag Hólmavíkur upp á 10 ára endurreisnarafmæli sitt. Á þeirri samkomu var hann gerður að heiðursfélaga. Frigga hef ég þekkt frá því ég var krakki og þótti mér gaman þegar hann kom að Kirkjubóli í heimsókn. Hann gaf sér tíma til að spjalla og var léttur og skemmtilegur. Ekki óraði mig fyrir því þá, að við ættum eftir að vinna saman um árabil, en þannig var að ég hóf nám í málara- iðn og fór ég á samning hjá honum. Hann var mjög þægilegur húsbóndi og alltaf var stutt í grínið hjá hon- um, átti jafnan til að herma eftir kynlegum kvistum í samfélaginu. Ég fór til Reykjavíkur um hvíta- sunnuna og heimsótti Frigga þar sem hann bjó á heimili Möggu systur sinnar sem annaðist bróður sinn af alúð ásamt manni sínum. Var mér þá ljóst að komið væri að leiðarlokum hjá honum. Hann talaði um það og var fullkomlega sáttur. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík mið- vikudaginn 22. maí. Mér er efst í huga á þessum tíma- mótum þakklæti fyrir vináttu og samstarf í gegnum árin. Votta ég og fjölskylda mín aðstandendum innilega samúð okkar. Guð blessi minningu hans. Gunnar Grímsson var það þó meira af vilja en mætti undir það síðasta. Okkur tók það sárt að sjá hve veikindin léku hann grátt þennan annars heilsuhrausta mann. Leiðir okkar Elfars lágu fyrst saman árið 1966 er við stunduðum báðir leigubílaakstur á bifreiðastöð- inni Hreyfli. Fyrsta minning mín um hann er hve mér fannst sérstakt að Elfar hafði ákaflega gaman af smá græskulausum hrekkjum og óvana- legt að hann hafði ennþá meira gam- an af ef hann varð fyrir slíkum hrekkjum sjálfur. Síðan skildu leiðir um margra ára skeið en lágu aftur saman vorið 1980 þegar ég hóf vinnu hjá Steypustöð B M. Vallá en Elfar hóf störf hjá því fyrirtæki árið 1978 og starfaði -þar meðan kraftar leyfðu. Hann var leiðbeinandi minn fyrstu spor mín í steypunni og er mér minnisstætt þegar ég gerði skyssur, þá tottaði hann pípuna og sagði af sínu kunna æðruleysi: „Þetta kemur allt með kalda vatn- inu.“ Elfar var ákaflega bóngóður og leysti hiklaust þau ólíku verkefni sem honum voru falin. Hann var mjög farsæll í sínu starfi og bar hag fyrirtækisins ætíð fyrir brjósti. Án- Geirþrúður dóttir Kúld Fædd 23. mars 1904 Dáin 23. maí 1991 Þegar ég frétti að hún Dúdda væri dáin vakti það með mér blendn- ar tilfinningar. Annars vegar djúpa sorg og söknuð yfir því að þessi elsk- ulega kona væri kölluð burt og hins vegar vissan létti að erfiðu veikinda- stríði hennar væri lokið. Allt frá því Dúdda varð fyrir alvarlegu áfalli í janúar síðastliðnum var ljóst að hveiju stefndi, lífsviljinn var ekki sá sami og áður og þótt hún reyndi að bera sig vel og kvartaði ekki fremur en vant var, leyndist okkur ekki að hveiju stefndi. Geirþrúður Jóhanna Ásgeirsdóttir var fædd að Arngerðareyri í Norður- ísafjarðarsýslu 23. mars árið 1904. Foreldrar hennar voru Ásgeir Guð- mundsson, bóndi og hreppstjóri, og Aðalbjörg Jónsdóttir. Dúdda var yngst fjögurra alsystkina, þeirra Margrétar, fædd 1898, Jochums, fæddur 1900, og Jóns, fæddur 1902. Jón dó ungur og hefur hann verið Dúddu afskaplega kær, því hún minntist hans mjög oft í samtölum við mig og rifjaði upp margar ánægjustundir sem þau áttu saman, en Jón var mjög tónelskur og lék vel á hljóðfæri og varðveitti Dúdda alla tíð nótur sem hann lét eftir sig. Joc- hum fluttist ungur til Kanada, sem og margir aðrir Islendingar á þessum árum, giftist þar konu sinni, Ingi- björgu, og lést þar aldraður maður. Margrét lifir systur sína og býr nú á elliheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Mjög kært var með þeim systrum og náið samband allt til hinsta dags og er harmur Margrétar mikill. Dúdda dreif sig suður til Reykja- víkur og lagði stund á nám í Kvenna- skólanum, þaðan sem hún lauk prófi árið 1923. Dúdda vann ýmis störf á þessum árum, meðal annars í Lands- banká íslands, og kunni margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. En hugur hennar stefndi annað. Hún ægður viðskiptavinur þýddi ánægður Elfar. Hann var prýðis starfsmaður, ósérhlífinn og lá ekki á liði sínu ef starfsmannafélagið þurfti á kröftum hans að halda við vinnu í kringum sumarbústaðinn. Ekki er síst eftir- minnilegt þegar hann kom þangað helsjúkur síðastliðið haust og vann með okkur í hellulögn að bústaðnum. Ég vil fyrir hönd samstarfsmanna hans þakka fyrir þann tíma sem leið- ir lágu saman. Við vottum eigin- konu, bömum og öðrum aðstandend- um, sem nú sjá einnig á eftir Guð- rúnu móður Élfars sem lést aðeins tveimur dögum á eftir syni sínum, okkar dýpstu samúð. Ég veit að þau hafa misst mikið og sorg þeirra er sár enda er missirinn mestur þeim sem átt hafa mikið. Kveðja frá samstarfsmönnum. Gunnar Þorkelsson í dag, 30. maí, verður lagður til hinstu hvíldar Elfar Sch. Haralds- son, bifreiðastjóri. Elfar heitinn lézt hinn 22. maí síðastliðinn eftir margra ára stranga baráttu við krabbamein. Þá baráttu háði Elfar af óhemju kjarki og með Ásgeirs- — Minning hóf nám í hjúkrun við Hjúkruna- rskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1935. Ekki lét hún staðar num- ið, fór utan og starfaði fyrst sem hjúkrunarkona við The General Hospital í Birmingham á Englandi árið 1935, hélt til Danmerkur í fram- haldsnám í geðveikrahjúkrun og fæð- ingarhjálp og lauk þaðan prófi árið 1936. Er heim kom starfaði hún við Vífilstaðaspítala 1936-1938, vann hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn í Reykja- vík 1938-1954 og við Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur 1954-1965. Eins og sjá má af þessu hefur Dúdda víða komið við, alltaf reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd og látið velferð annarra sitja í fyrirrúmi. Dvölin ytra og frumheijastarf hennar hér heima við ungbarnaeftirlit, oft við afar erf- iðar aðstæður og sára fátækt, hefur án efa mótað lífsviðhorf hennar. Umhyggjan fyrir þeim sem minna mega sín, nægjusemi, takmarkalaus góðvild og lítillæti vöktu athygli þeirra sem umgengust Dúddu. Aldrei hefur mér fundist nein hvunndags- hetja eiga betur skilið viðurkenningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.