Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991 Honda *91 Civic 3ja dyra 16 ventía NATO AÐ NA ÁTTUM (AFTUR) Verð frá 815 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SlMI 689900 eftir Andrés Pétursson Atlantshafsbandalagið hefur gengið í gegnum mikla sálarkreppu á undanförnum misserum. Breyt- ingamar í Austur-Evrópu, brott- flutningur sovéskra hersveita til síns heima og úrelding Varsjár- bandalagsins setti forráðamenn NATO í mikla klípu. Skyndilega stóð stofnunin uppi án óvinar, án markmiðs og allar hernaðaráætlan- ir orðnar úreltar. Það voru því jafn- vel uppi raddir um að leggja ætti NATO niður. Nú tæpum þremur árum eftir fall Berlínarmúrsins ligg- ur hins vegar ljóst fyrir að allar 16 NATO-þjóðirnar vilja áframhald- andi samstarf. Það er hins vegar á hreinu að mikilla breytinga er að vænta í herbúðum bandalagsins og því mikilvægt fyrir okkur íslend- inga að fylgjast vel með hváð er að gerast innan veggja NATO. Lít- ið hefur verið ijallað um þessi mál í íslenskum fjölmiðlum enda hefur umræðan um Evrópubandalagið skyggt á annað í íslenskri utanríkis- stefnu. Staða íslands hefur undar- ^f/SVR^ NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAD ÁNÆGJULEGRA EN ÐRÁTTARVEXTI Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. MAÍ 1. JÚNÍ________ leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 lega lítið breyst á þessum örlaga- tímum því þrátt fyrir mikinn sam- drátt í hefðbundnum herafla stór- veldanna er ekki enn komið að af- vopnun í höfunum. Ætlun mín er að fjalla um breytingarnar hjá Atl- antshafsbandalaginu í þessari grein en taka síðan ísland fyrir í annarri grein sem birtast mun í Morgun- blaðinu síðar. Greinarhöfundur var staddur í höfuðstöðvum bandalags- ins fyrir skömmu og það var kveikj- an að þessari grein. Fyrsta spurningin sem hlýtur að koma upp í huga almennings er hvers vegna þörf sé á hernaðar- bandalagi nú þegar friðvænlegra er í Evrópu en nokkurn tíma síðan eftir lok síðari heimsstytjaldarinn- ar. Er ekki hægt að segja að búið sé að draga allar tennur úr rússn- eska birninum og því ekki þörf á varnarbandalaginu gegn honum lengur? í hinum fullkomna heimi væri e.t.v. hægt að varpa öndinni léttar og leggja niður alla heri hver sem þeir væru. I heimi staðreynd- anna er hins vegar að mörgu að hyggja og það eru einkum fjórar ástæður sem valda því að langt sé frá því að NATO sé orðin úrelt stofnun. i fyrsta lagi eru Sovétríkin enn voldugasta herveldi í álfunni. i öðru lagi er NATO eina stofnunin í Vestur-Evrópu sem_ Bandaríkin eru beinir aðilar að. í þriðja lagi er það gamla spurningin um Þýska- land og áhrif þess í álfunni. í fjórða lagi eru það öryggismál sem eru enn mikilvægur hluti af utanríkis- stefnu Evrópuríkja eins og innrás íraka í Kuveit berlega leiddi í ljós. Lítum á þesar ástæður nánar. Rússland verður öfiugt hernaðarveldi áfram Sovétríkin enj í miklu uppnámi um þessar mundir. Hin einstöku lýðveldi krefjast sjálfstjórnar eða jafnvel sjálfstæðis frá Moskvuvald- inu. Efnahagurinn er í kaldakoli og Eduard Shevardnaze, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, varar við því að harðlínumenn kunni að ná völdum í landinu á nýjan leik. Hver svo sem útkoman verður ligg- ur ljóst fyrir að Sovétríkin í núver- andi mynd eru búin að vera. En Sovét eða ekki Sovét þá er móðir Rússland á sínum stað og verður um fyrirsjáanlega framtíð öflugasta herveldið í Evrópu. Ef við gefum okkur þá ólíklegu framtíðarsýn að Sovétríkin muni liðast upp í 15 sjálf- í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG ÁRÁÐHÚSTORGI stæð lýðveldi þá mun Rússland árið 2000 samt áður vera heimili 155 milljóna manna. (Sama og saman- lagður íbúafjöldi Þýskalands, Bret- lands og Hollands) Landið mun geta teflt fram nærri tvöfalt fleiri hermönnum en nú eru staðsettir af hálfu NATO-landanna í Þýska- landi og Rússland verður um fyrir- sjáanlega framtíð öflugasta kjarn- orkuveldið í Evrópu. Ovissan um framtíð Sovétríkjanna gerir það að verkum að lýðræðislöndin í Evrópu vilja bída og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í sambandi við pólítíska þróun í landinu áður en einhverjar ákvarðanir verða teknar um fram- haldið. „Vil ekki hugsa til þess að Bandaríkin fari“ Bandaríkin komu Bandamönnum til hjálpar í bædi fyrri og seinni heimsstyijöldinni eftir þó nokkuð mikið jaml, japl og fuður vegna andstöðu heima fyrir. Á Yalta-fund- inum lýsti Roosevelt Bandaríkjafor- seti því yfir við Stalín að banda- rískir hermenn yrðu kallaðir heim frá Evrópu innan tveggja ára frá stríðslokum. En vegna þrýstings frá áhrifamönnum í Vestur-Evrópu, t.a.m. frá Bevin utanríkisráðherra Breta, og vegna vaxandi spennu í samskiptum stórveldanna dróst að hersveitir Bandaríkjanna yrðu kall- aðar heim. Enn eru því bandarískir hermenn staðsettir í Evrópu og í samtölum við evrópska embættis- menn NATO, bæði hernaðar- og stjórnmálalega, er greinilegt að þeir telja að Bandaríkjamenn muni í fyrirsjáanlegri framtíð áfram gegna mikilvægu hlutverki í varn- ar- og_ öryggismálasamvinnu Evr- ópu. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um hvað gerist ef Bandaríkjamenn- irnir fara,“ sagði breskur hershöfð- ingi við undirritaðan. Greinilegt er að Bandaríkjamenn eru á svipaðri línu. Robert Zoellick, helsti aðstoðarmaður James Bakers utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í blaðaviðtali nýlega að NATO væri gott dæmi hvernig lýðræðis- þjóðir gætu unnið saman að örygg- ismálum. Hann klykkti síðan út með því að segja: „Ég vona að Evrópubúar vilji halda samstarfinu áfram.“ Bæði Bretar og Hollending- ar hafa ætíð verið ákveðnir tals- menn þess að halda sterkum tengsl- um við Bandaríkin. Eftir samein- ingu Þýskalands hafa Frakkar fikr- að sig nær bandalaginu. Við mun- um ijalla nánar um þá hlið mála síðar en það liggur nokkuð ljóst fyrir að Evrópubúar eru mjög háðir kjarnorkuhlíf Bandaríkjanna. Ef Bandaríkjamenn myndu draga heri sína frá Évrópu yrðu Þjóðveijar að treysta á kjarnorkuvopn Breta eða Frakka. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að hvorug þjóðin er nægjan- lega öflug til að veita Þjóðveijum nægjanlegan skjöld. Þá myndu Þjóðvetjar e.t.v. sjá sig tilneydda til að framleiða eigin kjarnorkuvopn en slík hugsun hleypir köldum svita á milli skinns og hörunds Breta og Frökkum. Þetta tengist sjálfsagt því sem breski hershöfðinginn sagði áðan um að hann vildi alls ekki sjá Bandaríkjamennina fara. Reyndar brást þýskur embættismaður NATO frekar illa við þessari spurn- ingu. Sagði hann að spurningin væri fræðileg og að hann sæi engar líkur á því að Þjóðverjar myndu nokkurn tíma eignast eigin kjarn- orkuvopn. Síðan í lokin má ekki gleyma þeim gífurlega kostnaði sem Evrópuríkin yrðu að bera ef þau þyrftu sjálf að fara að sjá um varhir álfunnar sjálfar. Það liggur því ljóst fyrir að lítill áhugi er hjá stjórnmálaleiðtogum í Evrópu að sjá á eftir Bandaríkjamönnum heim yfir hafið. Andrés Pétursson „Það liggur því ljóst fyrir að Atlantshafs- bandalagið mun í ná- inni framtíð vera sú stofnun sem áfram sér um öryggis- og varnar- mál fyrir Evrópubúa. Það er ekki þar með sagt að ekki muni verða miklar breytingar á starfseminni. Einkum er það á hernaðarsvið- inu sem róttækar breyt- ingar verða gerðar.“ Þýska vandamálið Bretinn Ismail Jávarður, fyrsti framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði einu sinni í upphafi kalda stríðsins að markmið NATO væri að halda Rússunum úti, Bandaríkjamönnum inni og Þjóðveijum niðri. Þrátt fyrir að þetta hafi verið sagt í háfkæringi var sannleikskorn í þessum orðum lávarðarins. Hin erfiða spurning um stöðu Þýskalands hefur fylgt stofn- uninni frá upphafi þrátt fyrir að menn vilji helst stinga því vanda- máli undir stól. Eitt af óskrifuðum markmiðum NATO var að tengja Þýskaland svo óijúfanlegum bönd- um inn í samfélag vestrænna þjóða að landið urði aldrei aftur ógnun við heimsfriðinn. Það tókst vonum framar og þrátt fyrir að bandalag- inu væri að hluta til beint gegn þeim þá voru Vestur-Þjóðveijar ætíð mjög ákveðnir fylgismenn sterkrar vestrænnar samvinnu. Adenauer, hinn öflugi kanslari Vestur-Þýskalands, gerði sér grein fyrir að þetta væri það gjald sem landið yrði að greiða til að fá aftur viðurkenningn á alþjóðavettvangi. Hann hafnaði því m.a. boði Sovét- manna um að Austur og Vestur- Þýskalands yrðu sameinuð því skil- yrði Moskvu var að hið sameinaða Þýskaland yrði hlutlaust. Gerhard Stoltenberg, varnamálaráðherra Þýskalands, sagði nýlega í blaðavið- tali að NATO væri óijúfanlegur þáttur í samstarfi Evrópuríkja og að „án þáttöku N-Ameríku væri ekkert jafnvægi í Evrópu." Þrátt fyrir þessi orð, sem endur- spegla vilja mikils meirihluta þýskra stjórnmálamanna, og sterka stöðu NATO í skoðanakönnunum í Þýska- landi eru leiðtogar annarra Evrópu- ríkja ætíð á varðbergi. Vitað er að bæði Thatcher, þáverandi forsætis- ráðherra Breta, og Mitterrand Frakklandsforseta voru óhress með hve fljótt sameining Austur- og Vestur-Þýskalands gekk fyrir sig. Bandaríkjamenn mátu stöðuna hins vegar þannig að ekkert gæti komið í veg fyrir sameiningu og studdu því Kohl kanslara einarðlega í sam- skiptum hans við Sovétmenn. Það var því lítið sem Mitterrand og Thatcher gátu gert annað en malda örlítið í móinn en sætta sig síðan við orðinn hlut. Öryggismálin og framtíðin Innrás í Kúveit gerði áhrifa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.