Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. EFTA-EB-viðræður Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri: Vanhæft Þj óðleikhúsráð Yiðræður aðildarríkja Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópu- bandalagsins um myndun hins svonefnda Evrópska efnahagssvæðis eru nú að komast á úrslitastig. Tvennt hefur gerzt að undanförnu, sem skiptir okkur íslendinga máli. Annars vegar sú ákvörðun Norðmanna og ís- lendinga að eiga sérstakar viðræður um stöðu mála nk. laugardag og hins vegar til- boð samningamanna EB um að taka upp tvíhliða viðræð- ur við okkur íslendinga. Norðmenn og íslendingar eiga ekki sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi sjávarútveginn í þessum við- ræðum. Augljóst er, að við íslendingar eigum margfalt meiri hagsmuna að gæta en þeir, af þeirri einföldu ástæðu, að sjávarútvegurinn skiptir sköpum um afkomu okkar en ekki þeirra. Um þetta sagði Davíð Oddsson,. forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær: „Á hinn bóginn sjá allir, að ef það á að ná jafnvægi, eins og varð niðurstaða fundar- ins 13. maí síðastliðinn, þá hljóta Norðmenn auðvitað að leggja meira af mörkum í þessum efnum en við.“ Mikilvægi þessara við- ræðna milli Norðmanna og íslendinga kemur bezt fram í því, að til þeirra fara þrír íslenzkir ráðherrar, þeir Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, og Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra. Kjarni þessara viðræðna er sá, sem utanríkisráðherra lýsti í samtali við Morgunblaðið í gær er hann sagði: „... við þurfum að fara í þessar við- ræður til þess að reyna að tryggja það, að kröfur Norð- manna um sama rétt og ávinning og íslendingar fái komi ekki fram á lokadögum samninganna til þess að spilla samningsniðurstöð- unni.“ Hér heima fyrir hafa á undanförnum misserum ver- ið skiptar skoðanir og raun- ar á köflum harðar deilur um, hvort óska ætti eftir tvíhliða viðræðum við Evr- ópubandalagið. Þótt menn hafi ekki verið á einu máli um það á fyrri stigum voru þó flestir, ef ekki allir, sam- mála um, að til slíkra við- ræðna gæti komið á seinni stigum málsins. Nú hafa samningamenn Evrópu- bandalagsins hvatt til, að slíkar viðræður verði teknar upp um sérmál íslendinga. Eins og Jón Baldvin Hannib- alsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær koma þær ekki í staðinn fyrir að- ild okkar að EES-viðræðum heldur hljóta þær að fara fram jafnhliða þeim. Á undanförnum mánuð- um og misserum hefur það hvað eftir annað komið fram hjá ýmsum forystumönnum helztu aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, að þeir hefðu fullan skilning á sérstöðu okkar íslendinga. Þannig hafa forystumenn Þjóðveija, Frakka og ítala talað og raunar einnig Breta. Við hljótum að gera okkur mjög ákveðnar vonir um, að þau sjónarmið, sem helztu ráða- menn þessara þjóða hafa ítrekað lýst í samtölum við íslenzka ráðamenn á undan- förnum misserum komi fram í tvíhliða viðræðum milli okkar og EB. Það er erfitt að halda uppi skipulegri kynningu á efnisatriðum samninga fyrr en þeir hafa verið gerðir. Þótt margt hafi vissulega verið gert af hálfu stjórn- valda til þess að kynna fyrir íslenzkum almenningi um hvað er verið að semja í við- ræðum EB og EFTA skiptir miklu máli, að þegar og ef þessir samningar komast í höfn verði gert sérstakt átak í að kynna efni þeirra fyrir þjóðinni á aðgengilegan og einfaldan máta, þannig að þorri landsmanna viti hvað um er að tefla. Það'er nefni- lega ekki hægt að taka af- stöðu til þessara samninga fyrr en bæði stjórnmála- menn og allur almenningur vita hvað í þeim felst. Þá og þá fyrst er hægt að taka efnislegá afstöðu til þeirra. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gisla Alfreðssyni, þjóðleikhússtjóra Þjóðleikhúsráð finnur hjá sér ein- hverja hvöt að bera undirritaðan þungum sökum varðandi afstöðu eða afstöðuleysi í hinu svokallaða „uppsagnarmáli". Þau átta ár sem ég hef starfað sem leikhússtjóri hef ég átt mjög góða samvinnu við ráð- ið og þakka hana, en núna er eitt- hvað annað upp á teningnum. Það er eins og andskotinn hafi hlaupið í ráðið gagnvart mér eftir að ég lýsti skoðunum mínum á þessum ■uppsögnum. Það beitir fyrir sig rangfærslum og túlkar orð mín og gerðir á hinn versta veg fyrir mig, enda er þeim kannski vorkunn, því ég hef lýst ráðið vanhæft í þessu máli. „Leita skal tillagna Þjóðleikhús- ráðs varðandi allar fastráðningar listamanna" stendur í lögunum og þá auðvitað varðandi uppsagnir líka. En Þjóðleikhúsráð kaus að fjalla ekki um þetta mál á lögboðinn hátt og brást þar með skyldu sinni. Ástæðan er augljós. Þeir fjórir meðlimir ráðsins sem um þetta mál hafa fjallað eru allir fastráðnir starfsmenn Þjóðleikhússins: Þuríð- ur Pálsdóttir, formaður, er tónlist- arráðunautur, tilnefnd af Sjálfstæð- isflokki, var ekki sagt upp; Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, tilnefnd af Alþýðubandalagi, var ekki sagt upp; Pálmi Gestsson, leikari, til- nefndur af Alþýðuflokki, var ekki sagt upp og Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkona, tilnefnd af Félagi íslenskra leikara, var ekki sagt upp. — Haraldur Ólafsson, tilnefndur af Framsóknarflokki, er sá eini í ráð- inu, sem ekki er á föstum launum hjá Þjóðleikhúsinu, því miður var hann erlendis og sótti því ekki fundi um þessi mál fyrr en 15. maí sl. . Ráðið bregst Á fyrstu tveimur fundum ráðsins var fjallað um uppsagnimar senni- lega í minna en tvær mínútur sam- tals og skýrt frá því að „eðlilegt væri að gera áherslubreytingar í mannahaldi við leikhússtjóraskipti". Engin nöfn nefnd, enginn Ijöldi. Enginn, ég meðtalinn, vefengdi heimild Stefáns til uppsagnanna. Hins vegar er Þjóðleikhúsráð lög- formlegur umsagnaraðili um emb- ættisfærslur Þjóðleikhússtjóra, en ekki ég, enda hafði ég einsett mér að. leikhússtjóraskiptin gengju átakalaust og prúðmannlega fyrir sig. Þjóðleikhúsráð bað aldrei um nöfnin, eins og því bar að gera. Ég hafði ráðlagt Stefáni að ganga á fund ríkislögmanns og fá hjá honum ráð og fara eftir þeim. Það gerði hann og kom síðan til mín og sagði að ríkislögmaður teldi hann hafa fulla heimild til uppsagn- anna og að hann geti krafist þess af mér að ég undirritaði þær með honum, án þess að hafa um þær fjallað. Hafði ég þá samband við Sigurð Líndal, prófessor, og bar þetta undir hann. Hann taldi ekki að hægt væri að krefjast af mér að undirrita uppsagnirnar, en kvaðst mundu skoða hvort það stæðist að Stefán skrifaði einn und- ir og hringja til mín daginn eftir. Neita að undirrita Morguninn eftir tilkynnti ég Stefáni að ég myndi ekki undirrita uppsagnirnar og sagði honum frá samtalinu við Sigurð Líndal. Síðar um daginn hringdi Sigurður og sagði að hann teldi stætt á því að Stefán undirritaði uppsagnirnar einn. Þetta sagði ég Stefáni, en benti honum á að hafa aftur sam- band við ríkislögmann. Daginn eftir byijaði hann að afhenda uppsagn- arbréfin. Á Þjóðleikhúsráðsfundi 27. febr- úar, tveimur dögum eftir að ég neitaði að skrifa undir, skýrir Stef- án frá nöfnum þeirra, sem hann hafði þegar afhent uppsagnarbréf. Mér varð illa við, þetta var flest allt fólk sem hefur starfað áratug- um saman hjá Þjóðleikhúsinu og unnið gott starf og ég álitið fastráð- ið og yrði ekki sagt upp nema ein- hveijar ávirðingar væru. Stefán taldi þetta allt löglegt, hann hefði skoðað samninga og sagði frá áliti ríkislögmanns og Sigurðar Líndals. En ég varð undrandi á framkomu Þjóðleikhúsráðs, sem taldi þetta allt eðlilegt og sjálfsagt, þar sem ætti að ráða aftur í allar þessar stöður. Minntist ég fundar í fyrra þegar framkvæmdastjóri kom með hóp- uppsagnartillögur í sparnaðarskyni, en framlag til leikhússins var þá skorið niður um 107 milljónir, en þá ætlaði allt vitlaust að verða og að minnsta kosti einn ráðsmaður hótaði að segja af sér. — En nú var öldin önnur. Allt saman eðlilegt. — Ég kaus að mótmæla ekki á þessum fundi, enda uppsagnirnar þegar afhentar flestum og ég vildi einnig meta málið og undirbúa mig, því mest kom mér á óvart afstaða ráðs- ins. Kannski voru það mín mistök að mótmæla ekki strax á þessum fundi, en ég taldi þá staðreynd að ég hafði neitað að skrifa undir bréf- in nægja í bili. Bréfi stungið undir stól Á fundi 13. mars sagði ég hins vegar mitt álit. Ég kallaði uppsagn- irnar ofbeldisverk, sagði að með þeim væri vegið að atvinnuleiklist í landinu, þar sem t.d. enginn fjöl- skyldumaður gæti leyft sér að starfa í leikhúsi við hin lágu ríkis- laun, ef atvinnuörygginu yrði kippt burt. Ég sagði, að ekkert leikhús gæti kvatt sína listamenn með þess- um hætti eftir áratuga starf. Og með slíku öryggisleysi væri verið að koma á ógnarstjórn í Þjóðleik- húsinu. Fyrir fundinum lá bréf frá Gunn- ari Eyjólfssyni með tilmælum um að uppsagnirnar yrðu endurskoðað- ar. Þessu bréfi hefur verið stungið undir stól og því aldrei svarað. Eg lauk ræðu minni á því að taka und- ir þau sjónarmið sem fram komu í bréfi Gunnars og lagði síðan fram svofellda bókun: „Ég vil að fram komi að ég hef hvorki skilning né samúð með þeim uppsögnum sem fram hafa komið nú og er hneyksl- aður á aðgerðarleysi Þjóðleikhús- ráðs í þessu máli.“ — Og það er ég enn, því halelújaræðurnar sem hver einstakur meðlimur ráðsins hélt um Stefán og uppsagnir hans klingja enn í eyrum mér. — Á þess- um tíma var ég enn sannfærður um að uppsagnirnar væru lögmæt- ar eins og Stefán hafði skýrt frá. Með þessum fundi hófust deilur milli okkar Stefáns um þessar upp- sagnir, sem þó fóru nær aðeins fram á Þjóðleikhúsráðsfundum. Næst gerist það að tveimur dög- um eftir þennan fund skrifa ég bréf til þeirra sem var sagt upp og seg- ist harma uppsagnirnar. Éitt þess- ara bréfa rataði i DV og þar las ríkislögmaður það og varð þá Ijóst að ég hafði ekki undirritað upp- Pll------ Gísli Alfreðsson „Það er eins og ánd- skotinn hafi hlaupið í ráðið gagnvart mér eft- ir að ég lýsti skoðunum mínum á þessum upp- sögnum. Það beitir fyr- ir sig rangfærslum og túlkar orð mín og gerð- ir á hinn versta veg fyrir mig, enda er þeim kannski vorkunn, því ég hef lýst ráðið van- hæft í þessu máli.“ sagnarbréfin. Hann kallaði Stefán til sín og sagði honum að bréfin væru ólögleg og honum bæri að draga þau til baka, þar eð hann færi ekki með fullt vald Þjóðleikhús- stjóra fyrr en eftir 1. september. Ráðið styður ólögmætar aðgerðir Nokkrum dögum síðar er Þjóð- ieikhúsráðsfundur. Þar lagði for- maðurinn fram tvær bókanir ráðs- ins. Sú fyrri eindreginn stuðningur við Stefán, hin síðari harðorðar ákúrur á mig. Þær komu fram í greinargerðinni frá í gær. Ég vísaði henni að sjálfsögðu á bug. Miklar deilur urðu milli mín annars vegar og Stefáns og ráðsins hins vegar og lauk þeim með því, að hver ráðs- maður hélt enn eina halelújaræðuna um uppsagnirnar og Stefán. Þetta allt lét Stefán gerast án þess að skýra frá fundi sínum með ríkislög- manni. Bæði ráðið og ég stóðum enn í þeirri trú að allt væri löglegt. Það var skömmu eftir þennan fund að mér barst til eyrna, að skoðun ríkislögmanns væri allt önn- ur en Stefán hafði skýrt frá. Hringdi ég í hann og sagði hann mér frá samskiptum sínum við Stef- án. Hann hafði allt frá upphafi sagt Stefáni að hann hefði ekki vald til að segja neinum upp. — Með þessa vitneskju hafði ég samband við formann ráðsins og skýrði frá mála- vöxtum. Formaður hafði þá sjálfur samband við ríkislögmann og fékk staðfest það sem ég sagði, hún hafði sömuleiðis samband við fleiri lögmenn. En — samt sem áður kaus ráðið að standa ennþá með Stefáni, þrátt fyrir að leikhúsið horfði framan í ólöglegar uppsagnir og hugsanlega áralöng málaferli. Á þessum fundi fór ég þess enn á leit við Stefán að hann drægi uppsagnirnar til baka, í ljósi þess vafa sem léki á um lögmæti þeirra. Hann fór þess hins vegar á leit við mig að ég ítrek- aði uppsagnirnar, því þá léki enginn vafi á því að þær væru gildar. Þessu neitaði ég að sjálfsögðu, en kvaðst mundu leita eftir skriflegu áliti ríkislögmanns og að því fengnu kæmi til greina að draga uppsagn- irnar til baka. Fulltrúi leikara í ráðinu stakk þá upp á því að ég segði af mér, því þá léki enginn vafi á því hver færi með völdin. Og aftur hófust skjallræðurnar. Ég leitaði eftir skriflegu áliti ríkislögmanns með bréfi til mennta- málaráðherra. En svar við því hafði hins vegar ekki borist þegar fundur var haldinn í ráðinu 15. maí sl., en þá var Haraldur Ólafsson mættur til fundar. Hann lýsti því yfir, að ef einhver vafi léki á um lögmæti uppsagnanna bæri að draga þær til baka, því að stofnun sem væri vönd að virðingu sinni gæti ekki staðið að ólöglegu athæfi. Og viti menn, formaður ráðsins tók undir þessi orð. Og ég fagnaði. Hinir ráðs- mennirnir héldu hins vegar upp- teknum hætti að lofa „stefnu“ Stef- áns. Stuðningur formanns stóð hins vegar ekki lengi eins og fram kem- ur í greinargerð ráðsins. Allan þennan tíma hef ég forðast að gefa kost á því að þetta mál sé rætt við mig í fjölmiðlum eða þar tii daginn sem ég staðfesti að upp- sagnirnar væru ógildar. En eftir þetta er ég mjög fús til allra um- ræðna um þessi mál. Hver er svo staða Þjóðleikhús- ráðs eftir að hafa lýst fullum stuðn- ingi við ólöglegar aðgerðir? í hnotskurn er hún þessi. Þjóðleikhúsráð styður „stefnu" Stefáns Baldurssonar, en hver er hún, hún hefur aldrei komið fram, aldrei verið rædd af neinum mér vitanlega. Ef lesa má stefnu hans úr þessum uppsögnum, þá er hún þessi: 1. Það á að sparka fólki út úr leik- húsinu, sem hefur unnið þar ára- tugum saman gott starf. 2. Atvinnuöryggi listamanna á að leggja af og ógnarstjórn á að ríkja. Og fleira er það nú varla. Vesalings Þjóðleikhúsráð! Stjórnvöld í Kanada vilja aukið samstarf ríkja á norðurslóðum Rætt við Graham Mitchell, sendiherra Kanada á íslandi GRAHAM Mitchell, sendiherra Kanada á íslandi, vill stuðla að aukn- um samskiptum ríkjanna, t.d. í þá veru að fleiri Islendingar sæki framhaldsmenntun til Kanada. Einnig nefnir hann hugmynd Brians Mulroneys, forsætisráðherra Kanada, um að ríki sem eiga lendur á norðurhjara veraldar auki alhliða samstarf sitt verulega en nú þegar hafa þessi lönd samráð um rannsóknir á Norðurheimskautinu og mengunarvarnir. Morgunblaðið ræddi við sendiherrann sem staddur er hérlendis þessa dagana. Graham Mitchell er stærðfræð- ingur að mennt. Eftir að hafa unn- ið hjá olíufyrirtæki hóf hann störf hjá kanadíska utanríkisráðuneyt- inu. Hann starfaði í Kamerún, París og Bonn áður en hann var skipaður sendiherra íslands og Noregs með aðsetur í Ósló. Það var haustið 1988. Mitchell leggur áherslu á hversu góð samskipti Kanada og íslands séu. í fyrsta skipti tengdust löndin við siglingu Leifs heppna til Vínlands. Sendiherrann getur þess að 17. júní næstkomandi komi hing- að til Islands víkingaskipið Gaia sem siglir frá Noregi til Nýfundna- lands til að minnast siglingar Leifs Eiríkssonar vestur um haf. Einnig stendur til að Vigdís Finnbogadótt- ir forseti íslands fari til Kanada í sumar. í öðru lagi má að sögn Mitchells nefna samfélag íslendinga í Kanada, hinna svokölluðu Vestur- íslendinga, sem er hið stærsta utan Islands. Islendingar hafa stuðlað mjög að vexti og viðgangi byggðar í Manitoba, eins og sendiherrann orðar það. Kanadamenn og íslendingar hafa í þriðja lagi átt samstarf í Atlants- hafsbandalaginu, innan vébanda Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, hjá Sameinuðu þjóðunum og víðar. Mitchell segist hafa reynt að auka samskipti ríkjanna á þann hátt að stutt hafi verið við bakið á ræðismannsskrif- stofunni hér. Jón H. Bergs er aðal- ræðismaður Kanada á íslandi en á skrifstofunni starfar auk þess Krist- björg Ágústsdóttir. Mitchell segist hafa einsett sér að hafa diplómatísk samskipti ríkjanna eins mikil og hægt er án þess að hér sé stofnað sendiráð. í fjórða lagi nefnir sendiherrann aukin viðskipti landanna einkum hvað varðar útflutning frá íslandi. Hann getur þess sérstaklega að Marel hf hafi opnað skrifstofu í Halifax og Eimskip í St. Johri’s á Nýfundnalandi. Samgöngur á sjó séu því greiðar en því miður sé ekki beint flug á milli Kanada og íslands. Menningar- og menntatengslin eru fimmta atriðið sem Mitchell Morgunblaðið/Júlíus Graham Mitchell, sendiherra Kanada á Islandi. nefnir er hann lýsir samskiptum íslands og Kanada. Sendiherrann lýsir áhuga á því að fleiri íslending- ar fari í framhaldsnám til Kanada. Nú séu um sextíu íslendingar við nám í Kanada sem sé hlutfallslega mikið miðað við aðrar Evrópuþjóðir en þó finnist sér, sem kynningu á þeim möguleikum sem Kanada hef- ur upp á að bjóða, skorti á Islandi. Háskólarnir séu yfirleitt góðir en ekki eins dýrir og í Bandaríkjunum. Einnig nefnir Mitchell áætlun á vegum kanadískra menntamálayfir- valda sem miði að því að kynna kanadíska menningu erlendis (Canadian Studies Program) og ís- lendingar hafi þegar notið góðs af. Styrkjum sé úthlutað til háskóla- deilda bæði í því augnamiði að þær hafi kanadískt efni á námsskrá t.d. bókmenntaverk og einnig til þess að stundaðar séu rannsóknir er tengist Kanada. I sjötta lagi nefnir sendiherrann samskipti sem helgast af legu land- anna, þ.e. að bæði eiga hagsmuna að gæta á norðurslóðum. ísland og Kanada taka bæði þátt í vísinda- samstarfi á vegum Norðurskauts- vísindanefndarinnar. Einnig nefnir hann Finnska frumkvæðið svokall- aða en það beinist einkum gegn efnamengun á norðurhjara verald- ar. Loks getur Mitchell þess að for- sætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, hafi fyrir skemmstu end- urvakið þá hugmynd að þau ríki sem liggja að hluta til norðan heim- skautsbaugs ættu að hefja nánara samstarf á breiðum grundvelli. Þau ríki og lönd sem hér um ræðir eru Kanada, Bandaríkin, Grænland, ís- land, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Sovétríkin. 2 Niðurstöður nefndar um málefni geðsjúkra: Gert ráð fyrir 16 sam- býlum á fjórum árum STARFSHÓPUR á vegum Félagsmálaráðuncytisins, sem unnið hefur að tillögum um úrbætur í húsnæðis- og félagsmálum alvarlega geð- sjúkra, leggur til að komið verði á fót að minnsta kosti 16 sambýlum fyrir geðsjúka á næstu fjórum árum. Af þeim verði 11 sambýli í Reykjavík og á Reykjanesi, 3 á Norðurlandi, 1 á Vestfjörðum og 1 á Austfjörðum. Þá leggur starfshópurinn til að gert verði átak í útvegun félagslegra íbúða fyrir þá sem þarfnast rcglubundins stuðnings og heima- þjónustu. Er þessum þætti sérstaklega beint til sveitarfélaga. í niðurstöð- um starfshópsins er einnig gert ráð fyrir að aukin áhersla verði lögð á starfsráðgjöf og starfsþjálfun geðsjúkra. Gert. er ráð fyrir að komið verði á fót samráðsnefnd um málefni geðsjúkra sem starfi næstu fjögur árin. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp til að gera tillögur um úr- bætur í húsnæðis- og félagsmálum alvarlega geðsjúkra sem eru útskrif- aðir af geðdeildum og búa við óviðun- andi aðstæður í janúar á þessu ári. I hópinn voru meðal annars skipaðir fulltrúar frá Geðhjálp, Geðverndarfé- laginu og Öryrkjabandalaginu auk fagfóiks úr félags- og heilbrigðis- þjónustunni. Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra skýrslu um niður- stöður sínar en þar kemur meðal annars fram að 124 einstaklingar séu í brýnni þörf fyrir úrræði í hús- næðis- og vistunarmálum. Um er að ræða 87 karla og 37 konur. Af þess- um hópi eru 100 á höfuðborgarsvæð- inu en um 30 einstaklingar eru utan þess svæðis. Aldurskipting hópsins leiðir í ljós að flestir eru 30 til 40 ára. Starfshópurinn skiigreindi þrenns konar úrræði varðandi búsetu/vistun og þjónustustörf eftir því hveijar þarfir einstaklinganna eru. Fyrsta úrræðið gerir ráð fyrir sambýlum fyrir þá einstaklinga sem þurfa mest- an stuðning og eftirlit. Á sambýlun- um þyrftu að vera starfsmenn allan sólarhringinn. Uin er að ræða ein- staklinga sem oft hafa verið lagðir inn á geðdeildir þar sem gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til meðferðar og endurhæfingar án varanlegs árangurs. í öðru úrræði er gert ráð fyrir sambýlum fyrir þá einstaklinga sem þurfa minni stuðning og eftirlit. Starfsmenn þyrfti frá morgni til kvölds í þessum sambýlum. Þriðja úrræðið gerir ráð fyrir íbúðum af ýmsu tagi, bæði einstaklingsíbúðum og íbúðum þar sem fleiri gætu búið saman. Þeir sem þarnast úrræðis af þessu tagi eru tiltölulega vel sjálf- bjarga með daglegar athafnir en þarfnast þó reglubundins stuðnings og heimþjónustu. 43 þyrftu á fyrsta úrræðinu að halda. Sami fjöldi þyrfti á öðru úrræðinu að halda og 38 á því þriðja. Tillögur starfshópsins um úrbætur eru í fjórum liðum. Reiknað er með að minnsta kosti 16 sambýlum verði komið á fót og verði það forgangs- verkefni í málefnum fatlaðra. G er ráð fyrir átaki í útvegun íbúð samræmi við þriðja úrræðið en eii ig er lögð áhersla á starfsráðgjöf starfsþjálfun. í niðurstöðum stai' hópsins er einnig gert ráð fyrir komið verði á fót samráðsnefnd i málefni geðsjúkra sem starfi næ: fjögur árin. Samráðsnefnd þe verði meðal annars ráðgefandi í uj byggingu á félagslegri þjónustu fy geðsjúka og verði skipuð fulltrúu meðal annars frá Sambandi íslensl sveitarfélaga, Geðhjálp og Gi læknafélagi Islands. Á blaðamannafundi þar sem niði stöður hópsins voru kynntar k< fram að frumvarpsdrög að nýji lögum um málefni fatlaðra lægju fyrir. í þeim eru tekin af öll tvím; um rétt geðsjúkra til þjónustu s< veitt er fötluðum. Þá er í frumvarj drögunum gert ráð fyrir því að i þingi skuli næstu 5 árin frá gild töku laganna ákveða sérstakt fra lag ríkisjóðs til uppbyggingar þjc ustu í þágu geðsjúkra. Tvö samb fyrir geðsjúka verða opnuð á þes ári. I máli Jóhönnu Sigurðardótt félagsmálaráðherra, kom fram stofnkostnaður við 16 sambýli fy geðsjúka yrði um 400 miljónir en 1 til 200 miljónir færu í rekstrarkosi að sambýlanna á hveiju ári. H sagðist vona að Alþingi hefði skilni á þessu máli en það kemur til u ræðu í haust. luuiguiiuiauiui ujai m Á myndinni eru talið frá vinstri: Jón Magnússon, lögmaður Landhelgisgæslunnar, Hjörleifur Ólafsso yfirvegaeftirlitsmaður, Sigurður Hauksson, vegaeftirlitsmaður, Halldór Nellet, siglingafræðingur, Helj Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, Páll Halldórsson, yfirflugstjóri og Þóroddur Þóroddssoi framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, en í bakgrunni er þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Samvinna um aukið eftirlit með umferð á hálendinu FULLTRÚAR Landhelgisgæsl- unnar, Vegagerðarinnar og Nátt- úruverndarráðs komu saman síðastliðinn þriðjudag í bækistöð fluggæslu Landhelgisgæslunnar, en samvinna stofnananna hefur nú verið aukin varðandi eftirlit á hálendinu. Þegar flugmenn Landhelgisgæsl- unnar verða framvegis varir við að auglýst fyrirmæli frá Vegagerðinni um lokun fjallvega eru brotin eða ill meðferð á hálendinu á sér stað af ökutækjum, þá verður slíkt tilkynnt til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunn- ar, sem síðan sendir upplýsingarnar áfram til viðkomandi lögregluemb- ættis og Vegagerðarinnar. Jafnframt sendir fluggæslan forstjóra Land- helgisgæslunnar skriflega skýrslu um viðkomandi atburð, en afrit af skýrslunni verður sent til viðkomandi lögreglustjóra þar sem málið verður tekið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.