Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 47
^QPqypLAÐIÐ. FiMMT'UPAPUR, 30, ,MAU991
47-
MADONNA
Deilir ekki sælgæti með neinum
Madonna og leikstjórinn Alek Keshishian.
Poppsönggoðið Madonna hrifs-
aði bróðurpartinn af athygli
fréttamanna á kvikmyndahátíðinni
í Cannes á dögunum þó svo að
kvikmynd hennar, sem fjallar um
hana sjálfa, hafi ekki unnið til
neinna verðlauna. Athygli vakti
hún samt vegna hispurslausra lýs-
inga Madonnu á uppvexti sínum
og almennum kynórum sem teljast
vart til einkamála hennar lengur.
Þá minnkaði ekki æsingurinn út
af myndinni er það spurðist að hin
rándýru og fjallfrægu bijóst popp-
goðsins væru til sýnis klæðalaus í
litlu atriði myndarinnar. En þrátt
fyrir allt umstangið og fölbláma
myndarinnar kom allt fyrir ekki
og aðrar kvikmyndir hrepptu verð-
launin.
Samvinna Madonnu og Aleks
Keshishian leikstjóra var og nokk-
uð umtöluð. Keshishian er aðeins
26 ára gamall og eins og vænta
mátti voru uppi raddir um að þar
færi nýjasta viðhaldið, en bæði
báru þau á móti því þó Keshishian
sagðist gjarnan vilja að satt væri.
Þegar Keshishian var spurður
hvort Madonna væri ekki frekju-
hundur og frenja hin versta í allri
samvinnu sagði hann svo ekki vera,
þvert á móti væri hún svo gefandi
í allri samvinnu að við lægi að hún
myndi gefa fötin sem hún stæði
í. „Eitt verður þó að segja, að ef
hún á sælgæti í poka þá breytist
þessi annars ljúfa og góða stúlka
í eigingjarna tík. Við lögðum mikla
vinnu í kvikmyndina, en það kom
fyrir að hún kom í lok langs vinnu-
dags til að líta á afrakstur dagsins
og dró þá gjarnan upp sælgætis-
poka. Ef manni varð á að sníkja
mola umturnaðist hún gersamlega
og snéri upp á sig eins og sjö ára
gamalt barn. Hún gefur engum
sælgæti með sér,“ segir Keshishi-
an.
SÉRLEYFISBIFREIÐAR KEFLAVÍKUR
Gamall - en góður kvaddur
Keflavík.
Tískusýning
í Naustkjallaranum
„ÞESSI bíll hefur reynst af-
bragðsvel og ég kveð hann með
söknuði," sagði Jón Stígsson eft-
irlitsmaður hjá Sérleyfisbifreið-
um Keflavíkur um elsta bíl fyrir-
tækisins, Ö-104, sem nú hefur
verið seldur til Hólmavíkur.
Bíllinn er af tegundinni Scania
Kutter árgerð 1974 og tekur 53
farþega í sæti. Fyrstu árin var
Ö-104 aðallega notaður í áætlun á
milli Reykjavíkur og Keflavíkur og
29. desember 1987 rúllaði kíló-
metrateljarinn yfir eina milljón. Síð-
ustu árin hefur Ö-104 aðallega ver-
ið notaður sem varabíll og á að
baki 1 milljón og 300 þúsund kíló-
metra á vegum landsins. Hann er
enn með upprunalegu vélinni sem
hefur verið endurnýjuð að hluta og
á enn mikið eftir að sögn Jóns.
„Húsgrindin er úr valdri eik sem
ekki tíðkast lengur en hefur samt
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Steindór Sigurðsson framkvæmdastjóri til vinstri og Jón Stígsson
eftirlitsmaður til hægri fyrir framan Ö-104 sem nú hefur verið seld-
ur til Hólmavíkur.
reynst ákaflega vel,“ sagði Jón
Stígsson ennfremur. BB
Morgunblaðið/KGA
TIZKA
fimmtudaginn 30. maí
Fjölsóttar sýningar
í Naustkjallaranum
Naustkjallarinn hefur bryddað upp á þéirri nýbreitni í starfsemi
sinni að bjóða upp á tízkusýningar á fimmtudagskvöldum og
hafa þær verið mjög vel sóttar.. Síðata fimmtudag sýndu stúlkur
úr Modelamtökunum það nýjasta í Triumph undirfatatízkunni frá
London í Austurstræti. í kvöld sýna Modelsamtökin það nýjasta frá
herrafataverzlun Birgis og dömutízkuna frá Fjarðartízkunni í Hafn-
arfirði
Sýnd verða föt frá
Herrafataverslun Birgis, Fákafeni og
Fjarðartískunni, Hafnarfirði.
Módelsamtökin sýna kl. 21.30.
FJADÐAQTÍSKAJN
HERRflFRTRVER/LUn
BIRSLf
HmWallaríim
ENN AUKUM VID VÖRUURVALID:
• Mikið úrval af reykelsi, nýjar gerðir.
• Handunnin ensk ilmkerti fyrir hugleiðsluna. Kerti fyrir stjörnum-
erkin, orkustöðvarnar, pláneturnar o.fl.
NY BOKASENDING
Bækur um meðvirkni (co-depend-
ency), t.d. THE FAMILY, HEAL-
ING THE SHAME THAT BINDE
YOU, HOME COMING o.fl.
Bækur um sjálfsrækt, t.d. WOMEN
WHO LOVE TOO MUCH, YOU
CAN HEAL YOUR LIFE, THE
LANGUAGE OG LETTING GO,
LOVE IS LETTING GO OF FEAR
o.fl.
Bækur um nudd, heilbrigði og
heilsufæði, t.d. FEET FIRST,
MASSAGE CURES, CHI SELF-
MASSAGE, MACROBIOTIC WAY
o.fl.
Bækur um candida sveppasýkingu
ásamt matreiðslubókum, t.d.
BACK TO EDEN OG BACK TO
EDEN COOKBOOK, YEAST
CONNECTION OG YEAST
CONNECTION COOKBOOK,
BACK TO HEALTH.
► Bækur um dulræn málefni, t.d. OUT
OF BODY EXPERIECE, LIFE BET-
WEEN LIFE, THE SUPERBEINGS,
THE BOOK OG DRIVING MAGIC
o.fl.
t Allar bækur Shirley McLaine, bæk-
ur Edgar Cayce, Frank Waters,
Calos Castaneda, Joan Grant,
Yogananda og fleiri.
I Bækur um heimspeki indíána, t.d.
AMERICAN INDIAN MAGIC,
BLACK ELK, INDIAN MEDICINE
POWER, MOTHER EARTH SPIR-
ITUALITY, CRYING FOR A DRE-
AM, KEEPERS OFTHE FIRE o.fl.
• DANCES WITH WOLVES.
MONDIAL ARMBANDIÐ SEM REYNST HEFUR
FRÁBÆRLEGA VEL
ÞAÐ ER STAÐREYND - ÞAU VIRKA
Þúsundir íslendinga nota MONDIAL-árm-
bandið daglega og eykst fjöldi þeirra stöðugt.
Virkni MONDIAL-armbandsins felst í pólum,
sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu, og talið
er að hafi áhrif á plús- og mínusorku líkamans
í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan.
Hollensk gæði og frábært verð.
Mondial-armbandið fæst í 5 stærðum
XS - 13 - 14 cm ummál
S - 4 - 16 cm ummál
M - 17 - 18 cm ummál
L - .9-20 cm ummál
yer£. XK 21 - 22 cm ummál
Silfurhúðað................kr. 2.990,-
Silfurhúðað með gullhúðuðum kúlum kr. 2.990,-
Húðað með 18k gullhúð........3.990,-
PERSÓNULEG RÁÐGJÖF - FAGLEG RÁÐGJÖF
VERSLUN í ANDA
NÝRRAR
ALDAR
Laugavegi (
Reykjavik'
'símar (91 >623336- 626265
Póstkröfuþjónusta - greiðslukortaþjónusta
Pantanasímar: (91) 623336 og 626265