Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 Heilsudagar eldri borgara í Kópavogi Eldri borgarar í Sundlaug Kópavogs. eftir Guðrúnu J. Vigfúsdóttur Eins og alþjóð veit hefur Kópa- vogsbær verið í fremstu röð bæja hvað snertir málefni aðhlynningu aldraðra öðrum til eftirbreytni. Má þar t.d. nefna gönguklúbbinn „Hana-nú“ og allt það menningar- lega og skemmtilega sem honum fylgir og stendur öllum til boða, 50 ára og eldri. Það er því ekki út í bláinn að segja að orðspor þessara mannlegu þátta bæjarlífsins veki áhuga útfyr- ir landsteinana og jafnvel uppfyrir þá. Heilsudagar 13.-15. maí í Félags- heimili stóð skráð í dagskrá F-rétta- blaðs um málefni aldraðra, sem kemur inn á hvert heimili 67 ára og eldri borgara Kópavogs. Ég krossaði við þennan lið eins og ég gjarnan geri þegar eitthvað vekur sérstaklega forvitni mína í því ágæta blaði, labbaði því upp í félagsmálastofnun og þar fékk ég afhent myndarlega þriggja daga dagskrá Heilsudaga. Það stóð að Öldrunarþjónustudeild félagsmála- stofnunar og Heilsugæslustöð Kópavogs stæðu fyrir átakinu, en félagsstarf aldraðra kom einnig inn með þjálfað starfsfólk. Tilgangurínn var að bjóða upp á heilsusamlega útiveru, holiustu- fæði, fræðslu, umræðu, íþróttir og síðast en ekki síst uppbyggjandi samverustundir. „Þá á nú að hrista duglega upp í okkur gamlingjunum“ hugsaði ég og beið átekta eftir að hafa skráð mig í leikinn. Og 13. maí rann upp. Veðurguð- irnir sem örugglega hafa hugsað sér að bregða á leik og taka þátt í aðförinni að gamla fóikinu, vökv- uðu okkur samviskusamlega alla daga meðan á útiveru stóð. Til þess að við ofþornuðum ekki í sól og vindi, gat ég mér til. Deyfðin og værðarmókið skolaðist því fljótlega af okkur eins og dögg fyrir sóiu. Eins og vænta ber þar sem lækn- ar og hjúkrunarfólk kemur við sögu er hreinlætið í fyrirrúmi. Heilsu- „Tilgangurinn var að bjóða upp á heilsusam- lega útiveru, hollustu- fæði, fræðslu, umræðu, íþróttir og síðast en ekki síst uppbyggjandi sam verustundir. “ átakið bytjaði því með að láta baða mannskapinn og liðka í hinni nýju sundlaug Kópavogs undir öruggri handleiðslu Elísabetar Hannesdótt- ur. Síðan hellti fólk sér í heilsufæði á matstofu aldraðra. Ég kann vel að meta náttúrulækningafæði og þetta var með afbrigðum girnilegt og fjölbreytt, enda sérfræðingar við framleiðslu þess, Þær Gunnhildur Emilsdóttir og Pálína Kjartansdótt- ir. Þó bar við að einstökum fasta- gestum matstofunnar ofbiði heilsu- semin, skryppu heim og elduðu sinn mat sjálfir og biðu með óþreyju eftir kjötsúpunni hennar Margrétar Jónsdóttur á miðvikudag. Það væri of langt mál að gera grein fyrir öllu því heilsusamlega sem á okkur dundi þessa daga, en öðrum til fróðleiks og umhugsunar mun ég þó gera grein fyrir því helsta. Kristjana Kjartansdóttir yfir- læknir Heilsugæslustöðvar Kópa- vogs flutti hvetjandi erindi um gildi hreyfingamg Björn Guðmundsson iæknir um svefn oghvíld. Var þess- ari fræðslu mjög vel tekið og stjórn- uðu læknarnir umræðum og svör- uðu fyrirspurnum. I umræðum kom fram að þeir sem sofa á daginn geti vart ætiast til að sofa þess utan sætum svefni-um nætur. Með því að draga stórlega úr dagsvefni aukast líkur á djúpum og góðum svefni næturlangt án hjálparmiðla. Ekki kæmi mér á óvart þó lyfjabúð- ir biðu alvarlegan hnekki á næstu vikum og mánuðum vegna dvínandi töflukaupa eldri borgara í Kópa- vogi. Kristín Pétursdóttir stjórnaði fjöldasöng með mikilli röggsemi til þess að slípa stöðnuð raddböndin. Þá losaði Elísabet Hannesdóttir um hálfryðgaðar líkamsfestingar með sinni alkunnu snilld í slökun, trimmi og annarri þjálfun svo við gætum hreyft okkur án þess að brakaði í öllum liðum. Undirstaða hreyfi- færni svo sem fætur og heilsusam- legir skór var líka til umræðu, en eins og allir vita er vellíðan líkam- ans meðal annars undir skótauinu komin. Þetta var þörf áminning fyrir okkur og gott innlegg hjá fag- manninum Steinari Waage. Og fyrir öllu höfðu stjórnendur heilsudaganna séð. Þeim hefur sýnst að ekki veitti að að lappa upp á toppstykkið og þarna voru komn- ir tveir snyrtifræðingar frá Bylgj- unni með snyrtikynningu og ilm- andi krem. Éftir að hafa nuddað nokkrum farða á andlit og hendur fannst okkur við yngjast um nokkra tugi ára og fórum að gefa herrunum sem þarna voru hýrt auga. Þeir fengu líka sinn þátt í snyrtingunni og ilmuðu eins og rósaknúppar. ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Sveit Málningarlagersins sigraði Vestfjarðamót í sveitakeppni í brids var haldið í Félagsheimilinu á Þingeyri helgina 25.-26. maí. Sveitirnar sem tóku þátt í keppn- inni komu frá Bolungarvík, ísafirði, Þingeyri og Tálknafirði. Sveit Málningarlagersins frá Bol- ungarvík sigraði keppnina. Guð- mundur Þorkelsson var fyrirliði sveitarinnar, en hann er formaður Bridssambands Vestijarða. Aðrir í sigursveitinni voru Jóhann Ævars- son, Jón Gunnarsson, Júníus Sigur- jónsson og Kristinn Kristjánsson. í öðru sæti var sveit frá Ísafírði sem Guðmundur M. Jónsson var fyrirliði fyrir. Sveitina skipuðu einn- ig Arnar G. Hinriksson, Asa Lofts- dóttir og Páll Áskelsson. Undir lok þriðja dagsins var færni og ynging þátttakenda orðin slík að stjórnendur ákváðu að ekki mætti lengra ganga í þeim efnum, ef ekki ætti illa að fara og þeir missa vellaunuð störf. Það var Verslunin Gullbrá sem valdi föt við hæfi og nú hófst fatasýning. Yfir áttatíu ára og yngri, karlar sem konur, svifu léttfætt um sali skrýdd heilsusamlegum, glæsilegum tísku- fatnaði, allt frá náttfötum til sloppa °g jogginggalla. Það hefði mátt ætla að þar færu Módelsamtökin. Þá voru þessir sæludagar á enda og tel ég að vel hafi tekist og ég veit að aðrir þátttakendur eru sama í þriðja sæti lenti sveit Gunnars Jóhannessonar frá Þingeyri. Auk Gunnars skipuðu sveitina Guð- sinnis, einnig þeir sem hreyfðu sig minna en tóku þátt í léttari dag- skrá og samverustundunum. „Þetta er tilraunaverkefni," sagði Erla Friðriksdóttir, öldrunarfulltrúi, en hún og Una Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur unnu samstiga að heilsudögunum ásamt öðru starfs- fólki viðkomandi stofnana. Ég vil fyrir hönd þátttakenda þakka þeim aðilum og stofnunum sem settu í gang heilsuræktarátakið og því fólki sem fylgdi okkur til aðstoðar í gegnum þykkt og þunnt með bros á vör. Hafið hjartans þakkir. Höfundur er vefnadarkennari. mundur Friðgeir Magnússon, Helgi M. Gunnarsson og Jóhannes Sig- marsson. Morgunblaðið/Arnór Það er ekki að sjá að það sé þvingað andrúmsloft hjá þessum glæsi- legu konum þar sem þær keppa hjá Bridsfélagi byrjenda á dögunum. VORLÍNAN o> í i Sérhæfir sig í br]óstahöldurum í stórum númerum HÁRPRÝÐI - FATAPRÝÐI HÁALEITISBRAUT 58 - 60. ÖG BORGARKRINGLUNNI ISgerðir íslenskar leiðbeiningar. r TOSHIBA örbylgjuofnar Kvöldnámskeið í matreiðslu án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkenn ara, sérmenntaðri ímatreiðslu í örbylgjuofnum. Gott verð - greiðslukjör Elrtar Farestvelt&Co.hf. BOROMTÚNI28, SÍMI622901. L*W 4 stoppar wW dynwr mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.