Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 25
MORGUtyBLAÐIÐ FIMMTUDAG.UR 30. MAÍ 19i?l 25 Morgunblaðið/KGA Bústaðavegur breikkaður Við Bústaðaveg er verið að breikka gatnamótin við Hörgsland og Réttarholtsveg og á því verki að ljúka í sumar. Þá hefur verið ákveðið að breikka gatnamót Bústaðavegar og Óslands og einnig við Reykjanes- braut. Áætlaður kostnaður er um 15 milljónir króna og á verkinu að vera lokið fyrir 1. september. Rúmt ár frá síðustu hækk- un á gjaldskrá sundstaða GJALDSKRÁ sundstaða í Reykjavík liækkaði 23. maí síðastliðinn um 10%. Að sögn Ómars Einarssonar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, hækkaði gjaldskráin síðast 1. janúar 1990. Þorlákshafnarbúar minnast 40 ára búsetu ^ Þorlákshöfn ÁRIÐ 1951 voru reist þrjú fyrstu húsin í núvrandi Þorlákshöfn og það ár voru 14 íbúar skráðir heimilisfastir. Þorlákshafnarbúar ætla að minn- ast þessara tímamóta með samkomuhaldi og sýningum, sem hefjast laug- ardaginn 1. júní og standa til sunnudagsins þess 9. Að sögn Ómars, er gert ráð fyrir að aðgangseyrir sundstað- anna standi undir um 80% til 85% af útgjöldum þeirra að frádreignu umfangsmiklu viðhaldi. Með þess- ari síðustu hækkun munu tekjurn- ar standa undir 70% af rekstrar- kostnaði. Benti hann á að gjald fyrir hvern einstakan miða fullorðinna hefði hækkað um 37% frá 5. júli 1988 til 23. maí 1991 en á sama tíma hefði verðlag hækkað um 41%. Sagði Ómar að í fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar hefði verið gert ráð fyrir mun meiri hækkun á gjaldskránni en að ákvörðun hefði verið tekin um að af henni yrði ekki á þessu ári. Hátíðin verður sett í íþróttaþúsinu kl. 14.00 en þá mun forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir ganga í salinn. Einar Sigurðsson oddviti setur hátíðina og Gunnar Markússon flytur hátíðaræðu. Sign'ður Ella Magnús- dóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Lúðrasveit Þor- lákshafnar leikur og skólakórinn syngur. Sveitastjórn býður kaffiveit- ingar. Klukkan 16.30 gróðursetur Forseti íslands tré í skrúðgarðinum og opnar sýningu í Grunnskóla Þorlákshafnar einnig mun hún heimsækja kirkju, nýju heilsugæsluna og hús björgunar- sveitarinnar. Sjómannadagsráð mun síðan sjá um dagsrkána sem lýkur um kvöldið á hátíðardansleik í félagsheimilinu. Sunnudagur 2. júní, Sjómannadag- ur. Kl. 10.30: Sjómannamessa. Sr. Tómas Guðmundsson prófastur setur sr. Svavar Stefánsson inn í hið nýja Þorlákshafnarprestakall. Kl. 12.45: Skemmtisigling. Kl. 14.00: Útiskemmtun í skrúð- garði. Kl. 16.00: Vígsla húss Mannbjarg- ar. Þriðjudagur 4. júní. Héraðsmót í sundi og jasstónleikar um kvöldið. Miðvikudagur 5. júní. Dorgveiði- keppni á Suðui-varabryggju í umsjón Stangveiðifélagsins Árblik. Fimmtudagur 6. júní. íslandsmót knattspyrna 3. flokkur. Laugardagur 8. júní. Hin löngu landskunna Þorláksvaka Lúðrasveit- ar Þorlákshafnar hefst kl. 13.00 og þar mun tónlistin duna í öllumsínum myndum alveg þar til kl. 2.00 daginn eftir. Sunnudagur 9. júní hefst kl. 13.00 með hópreið félaga úr hestamannafé- laginu Háfeta, einnig verður boðið upp á gæðingasýningu, boðhlaup, parareið og teymt verður undir börn- um. Kl. 17.00 munu A og B landslið íslands í handknattleik leika æfinga- leik í íþróttahúsinu. Hátíðinni lýkur svo um kvöldið með grillveislu í skrúðgarðinum þar verður mikið grín og mikið gaman og endað á flugelda- sýningu. Sýningin í Grunnskólanum verður opin alla dagana frá 16-22 en þar verður boðið upp á sýningu sem rek- ur sögu staðarins langt aftur fyrir 1951 til dagsins í dag. - J.H.S. Ljóðalestur í Neskirkju INGIBJÖRG Haraldsdóttir og Matthías Johannessen flytja ljóð eftir ýmsa íslenska höfunda í Neskirkju í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Einnig mun Pétur Jónasson leika á gítar. Að loknum fyrrnefndum flutningi í kirkjunni verða kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu. ® SKOR tákn um gæð/ mm ■ ■ , - " ■ Toppskór á gras. VerÓ kr. 8.750, -. S/. 38-46. Toppskór á möl og gras. Verö kr. 8.490,-. 5/. 37-46. Fallegir skór úr ledri. Verd kr. 3.995,-. St. 37-41. Toppskór Irá PUMA í hlaupin. Verd kr. 8.995,-. Sl. 39-46. Góðir skór á frábæru verði kr. 2.750,-. St. 36-47. UífSm . Sterkir skór m/frönskum lás. Verð kr. 2.850,-. St. 25-40. Á Akureyri: Sporthúyd Hafnarstræti 94, Akureyri, simi 96-24350. I Reykjavík: »hummél^P SPORTBÚÐIN Gervisgrasskór. Finnig góðir malar- og æfingaskór. Verð kr. 5.880,-. St. 38-46. Ármúla 40, sími 83555 Góðir fótbolta- og æfingaskór. Verð kr. 2.390,-. St. 28-35.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.