Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUtyBLAÐIÐ FIMMTUDAG.UR 30. MAÍ 19i?l 25 Morgunblaðið/KGA Bústaðavegur breikkaður Við Bústaðaveg er verið að breikka gatnamótin við Hörgsland og Réttarholtsveg og á því verki að ljúka í sumar. Þá hefur verið ákveðið að breikka gatnamót Bústaðavegar og Óslands og einnig við Reykjanes- braut. Áætlaður kostnaður er um 15 milljónir króna og á verkinu að vera lokið fyrir 1. september. Rúmt ár frá síðustu hækk- un á gjaldskrá sundstaða GJALDSKRÁ sundstaða í Reykjavík liækkaði 23. maí síðastliðinn um 10%. Að sögn Ómars Einarssonar framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, hækkaði gjaldskráin síðast 1. janúar 1990. Þorlákshafnarbúar minnast 40 ára búsetu ^ Þorlákshöfn ÁRIÐ 1951 voru reist þrjú fyrstu húsin í núvrandi Þorlákshöfn og það ár voru 14 íbúar skráðir heimilisfastir. Þorlákshafnarbúar ætla að minn- ast þessara tímamóta með samkomuhaldi og sýningum, sem hefjast laug- ardaginn 1. júní og standa til sunnudagsins þess 9. Að sögn Ómars, er gert ráð fyrir að aðgangseyrir sundstað- anna standi undir um 80% til 85% af útgjöldum þeirra að frádreignu umfangsmiklu viðhaldi. Með þess- ari síðustu hækkun munu tekjurn- ar standa undir 70% af rekstrar- kostnaði. Benti hann á að gjald fyrir hvern einstakan miða fullorðinna hefði hækkað um 37% frá 5. júli 1988 til 23. maí 1991 en á sama tíma hefði verðlag hækkað um 41%. Sagði Ómar að í fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar hefði verið gert ráð fyrir mun meiri hækkun á gjaldskránni en að ákvörðun hefði verið tekin um að af henni yrði ekki á þessu ári. Hátíðin verður sett í íþróttaþúsinu kl. 14.00 en þá mun forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir ganga í salinn. Einar Sigurðsson oddviti setur hátíðina og Gunnar Markússon flytur hátíðaræðu. Sign'ður Ella Magnús- dóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Lúðrasveit Þor- lákshafnar leikur og skólakórinn syngur. Sveitastjórn býður kaffiveit- ingar. Klukkan 16.30 gróðursetur Forseti íslands tré í skrúðgarðinum og opnar sýningu í Grunnskóla Þorlákshafnar einnig mun hún heimsækja kirkju, nýju heilsugæsluna og hús björgunar- sveitarinnar. Sjómannadagsráð mun síðan sjá um dagsrkána sem lýkur um kvöldið á hátíðardansleik í félagsheimilinu. Sunnudagur 2. júní, Sjómannadag- ur. Kl. 10.30: Sjómannamessa. Sr. Tómas Guðmundsson prófastur setur sr. Svavar Stefánsson inn í hið nýja Þorlákshafnarprestakall. Kl. 12.45: Skemmtisigling. Kl. 14.00: Útiskemmtun í skrúð- garði. Kl. 16.00: Vígsla húss Mannbjarg- ar. Þriðjudagur 4. júní. Héraðsmót í sundi og jasstónleikar um kvöldið. Miðvikudagur 5. júní. Dorgveiði- keppni á Suðui-varabryggju í umsjón Stangveiðifélagsins Árblik. Fimmtudagur 6. júní. íslandsmót knattspyrna 3. flokkur. Laugardagur 8. júní. Hin löngu landskunna Þorláksvaka Lúðrasveit- ar Þorlákshafnar hefst kl. 13.00 og þar mun tónlistin duna í öllumsínum myndum alveg þar til kl. 2.00 daginn eftir. Sunnudagur 9. júní hefst kl. 13.00 með hópreið félaga úr hestamannafé- laginu Háfeta, einnig verður boðið upp á gæðingasýningu, boðhlaup, parareið og teymt verður undir börn- um. Kl. 17.00 munu A og B landslið íslands í handknattleik leika æfinga- leik í íþróttahúsinu. Hátíðinni lýkur svo um kvöldið með grillveislu í skrúðgarðinum þar verður mikið grín og mikið gaman og endað á flugelda- sýningu. Sýningin í Grunnskólanum verður opin alla dagana frá 16-22 en þar verður boðið upp á sýningu sem rek- ur sögu staðarins langt aftur fyrir 1951 til dagsins í dag. - J.H.S. Ljóðalestur í Neskirkju INGIBJÖRG Haraldsdóttir og Matthías Johannessen flytja ljóð eftir ýmsa íslenska höfunda í Neskirkju í dag, fimmtudag, kl. 20.30. Einnig mun Pétur Jónasson leika á gítar. Að loknum fyrrnefndum flutningi í kirkjunni verða kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu. ® SKOR tákn um gæð/ mm ■ ■ , - " ■ Toppskór á gras. VerÓ kr. 8.750, -. S/. 38-46. Toppskór á möl og gras. Verö kr. 8.490,-. 5/. 37-46. Fallegir skór úr ledri. Verd kr. 3.995,-. St. 37-41. Toppskór Irá PUMA í hlaupin. Verd kr. 8.995,-. Sl. 39-46. Góðir skór á frábæru verði kr. 2.750,-. St. 36-47. UífSm . Sterkir skór m/frönskum lás. Verð kr. 2.850,-. St. 25-40. Á Akureyri: Sporthúyd Hafnarstræti 94, Akureyri, simi 96-24350. I Reykjavík: »hummél^P SPORTBÚÐIN Gervisgrasskór. Finnig góðir malar- og æfingaskór. Verð kr. 5.880,-. St. 38-46. Ármúla 40, sími 83555 Góðir fótbolta- og æfingaskór. Verð kr. 2.390,-. St. 28-35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.