Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 4

Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 4
4 -fflhu&lftÆÆfö fím.Imáí'íM1 Endurskoðun laga um stjórn fiskveiða: Sjávarútvegsráðherra skip- ar formann nefndarinnar „ÞAÐ var ákveðið við þessa stjórnarmyndun að setja nefnd á fót til endurskoðunar laga um stjórnun fiskveiða, í samræmi við ákvæði laga. Um það er enginn ágreiningur. Það er eðlilegt og sjálfsagt að sljórnarflokkar leitist við að hafa sem nánast samráð við slíkt verk,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagðist fljótlega mundu skipa nefnd þá sem vinna á að endurskoðun laganna. Þorsteinn sagði að í lögunum væri tekið fram að þessi athugun ætti að fara þannig fram að allir kostir sem til álita kæmu væru metnir. Það væri ákvörðun fyrri ríkisstjómar, sem hefði borið ábyrgð á þeirri lagasetningu og því færi víðsfjarri að verið væri að draga fleiri þætti inn í þessa athugun en fyrri ríkisstjóm hefði ákveðið. „Það er tekið mjög skýrt fram í lögunum að það eigi að hafa sam- ráð við hagsmunaaðila við þessa endurskoðun og sjávarútvegs- nefndir Alþingis. Ég mun að sjálf- sögðu framkvæma þessa endur- skoðun þannig að þessa ákvæðis verði gætt til hins ýtrasta og því verður fullt samráð bæði við hags- munaaðila og við stjórnarandstöð- una í gegnum sjávarútvegsnefndir þingsins," sagði sjávarútvegsráð- herra. Þorsteinn kvaðst vel geta hugs- að sér að sjö manna aðalnefnd hefði yfirumsjón með endurskoð- uninni, en jafnframt starfaði stærri undimefnd, þar sem hagsmunaað- ilar og fulltrúar stjómmálaflokka, þar með talið fulltrúar stjórnarand- stöðu kæmu að þessu verki. „Þetta yrði nefnd með svipuðu sniði og vann að undirbúningi laganna um stjómun fískveiða á sínum tíma. Samkvæmt lögunum þá er það sjávarútvegsráðherra sem sér um þessa endurskoðun og skipar þessa nefnd. Sjávarútvegsráðherra skip- ar eðlilega formann þessarar nefndar, en ég legg á það áherslu að það er mín ætlan að hafa ekki einasta hið besta samstarf við okk- ar samstarfsaðila í ríkisstjóm, heldur líka að leita eftir sem víðtækustu samstarfi úti í þjóðfé- laginu. Ég mun í samræmi við samkomulag stjómarflokkanna leita eftir tilnefnmgu samstarfs- flokksins í þá nefná, en hún verður vitaskuld undir forræði ráðuneytis- ins,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra. VEÐURHORFUR í DAG, 30. MAÍ YFIRLIT: Skammt suður af Reykjanesi er 1.034 mb hæð sem þok- ast norður en minnkandi lægðardrag norðaustur af landinu. SPÁ: Hæg breytileg átt. Víða þokuloft við norður- og austurströnd- ina en suðvestan- og vestanlands léttir til. í innsveitum á Norður- og Austurlandi verður skýjað með köflum. Heldur kólnar norðan- og austanlands en hlýnar á Suðvestur- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAO OG LAUGARDAG: Hæg breytileg átt. Víða þokubakkar við ströndina, en yfírleitt bjart til landsins. Hitti 7 til 20 stig, hlýjast inn til sveita. Svarsími Veðurstofu ísiands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V H = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 1B skýjað Reykjavík 11 þokumóða Bergen 14 léttskýjað Helsinki 11 skúr Kaupmannahöfn 13 skýjað Narssarssuaq 1B skýjað Nuuk 3 skýjað Óstó 24 léttskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Aigarve 19 alskýjaö Amsterdam 13 mistur Barcelona 19 heiðskírt Berifn 19 iéttskýjað Chicago 33 léttskýjað Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 19 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað Hamborg 10 skýjað London 14 hálfskýjað LosAngetes 18 alskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Madríd 25 skýjað Malaga 21 mistur Mailorca 25 hálfskýjað Montreal 26 alskýjað NewYork vantar Oriando vantar París 21 léttskýjað Madeira 20 léttskýjað Róm 18 haiðskirt V/n 16 léttskýjað Washington vantar Winnipeg 24 alskýjað Reykjavíkurhöfn: Rússar gera reyfarakaup ÞEIR sátu ekki auðum höndum togarasjómennirnir af þessum rússneska verksmiðjutogara meðan að fleyið lá í höfn og gerðu margir hvéijir reyfarakaup á ódýrum bílum. Bílana kaupa þeir á 10 til 30 þúsund Islenskar krónur og flytja til heimahafnar togarans þar sem þeir eru gerðir upp og notaðir. Á bílasölu í borginni fengust þær upplýsingar að algengt væri að áhafnir af sovéskum rann- sóknarskipum föluðust eftir ódýrum bílum í borginni en tog- arasjómenn hafa ekki áður kom- ið þessara erinda á bílasölur. Fram kom að áður hefði aðallega verið falast eftir Lödubifreiðum en í seinni tíð væri einnig beðið um aðrar bílategundir. Áhafnimar hafa yfirleitt litla peninga milli handanna og sjaldnast fara bílamir á yfir 50 þúsund íslenskar krónur. Ekki fara kaupin alltaf fram á bílasöl- um. Algengt er að kaupendurnir banki upp á hjá fólki, sem geym- ir gamla bíla við hús sín, og vilji kaupa þá. Ekki er heldur óal- gengt að fólk afli sér upplýsinga um hvenær von sé á rússnesku skipi og fari með bíla til sölu niður á höfn. Togarinn heitir Suloy og er heimahöfn hans í Murmansk. Niðurskurður fjárveitinga til vegamála: Nauðsynlegt að afla heim- ildar í lánsfjárlögum fyrir hluta niðurskurðarins - segir Halldór Blöndal samg-öngu- ráðherra „ÞAÐ má þröngt sagt segja að nauðsynlegt sé að afla heimildar í lánsfjárlögum fyrir hluta af þessum niðurskurði, en það er alveg ljóst að ég þarf ekki heim- ild Alþingis til að fella niðiu- snjómokstur sem ekki var þörf á i vetur, og einnig er alveg ljóst að ég þarf ekki sérstaka heimild Alþingis til þess að semja um greiðslutilhögun svo lengi sem ég fer ekki fram yfir þær greiðslu- heimildir sem eru í fjárlögum," sagði Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra, en í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Matthiasi Bjarnasyni alþingismanni að hann teldi ráðherra vera að fara út fyrir verksvið sitt með því að skera niður framlög til vegagerð- ar. „Þá eru eftir 150 milljónir, en á móti kemur að mörg verkanna voru boðin út og þar sparast verulegt fé, eða kannski 80-100 milljónir þegar upp verður staðið. Það fer þannig að minnka um hinn raunverulega niðurskurð frá þeim framkvæmdum sem ákveðnar höfðu verið í vegaáætl- un,“ sagði Halldór í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að verksamningur um jarðgöng á Vestfjörðum yrði undir- skrifaður von bráðar, og hann mundi fela það í sér að framkvæmdir hefð- ust í sumar eða haust og verkinu lyki á sama tíma og áður hefði verið ákveðið. „Þannig að það þótt greiðsl- ur færist eitthvað til þá hefur það ekki áhrif á gang verksins. Sumum greiðslum er kannski flýtt og aðrar koma aðeins seinna, en um þetta hefur þegar verið gert samkomulag og er verið að gera samkomulag um,“ sagði hann. „Að öðru leyti þá skil ég vel að Matthías Bjamason skuli vera sár yfír því að framlög til almennrar vegagerðar skuli nokkuð skorin nið- ur, en hann hefur þingmanna mest beitt sér fyrir vega- og samgöngu- málum, og veit betur en aðrir hversu þörf á slíkum framkvæmdum er brýn. Á hinn bóginn var þetta óhjá- kvæmilegt vegna þeirrar óreiðu sem fjármál ríkisins voru komin í,“ sagði Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.