Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 30.05.1991, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 NEYTENDAMAL Matarolía sælkera Olífuolía - framleiðsla og flokkun Á undanförnum árum hafa neytendur orðið sér betur meðvit- aðri en áður um eigin matarvenjur og hollustu mataræðis. Matarol- íur eru í vaxandi mæli notaðar í matargerð í stað smjörlíkis, t.d. við steikingu o.fl. Fjölmargar tegundir af matarolíum hafa verið á markaðnum og nú síðustu árin hefur olifuolían notið vaxandi vinsælda hér á landi sem og í öðrum vestrænum löndum. Olífuolían er mismunandi eftir framleiðslulöndum Níutíu og átta prósent af þeirri olífuolíu sem er á heimsmarkaðn- um kemur frá Miðjarðarhafslönd- um, þar sem olífutré hafa verið ræktuð í þúsundir ára. Fjögur helstu framleiðslulöndin eru Italía, Frakkland, Grikkland og Spánn. ítalska olífuolían er af mörgum talin bera af í gæðum, sérstaklega sú olía sem framleidd er í héruðun- um Tuscany, Liguria og Umbria. Þessi olía hefur mikið olífubragð og nánast smaragða grænan lit. Franska olífuolían hefur mildara bragð og ljósan gullin-gulan lit og er þekkt fyrir sætt bragð ávaxtar- ins. Margir telja að í Provence-hér- aði í Suður-Frakklandi sé fram- leidd ein mildasta olífuolían í heim- inum í dag. Spænska olífuolían er þykk og með sterku olífubragði. Gríska olífuolían er einnig þykk en með léttara olífubragði. Spænska og gríska olían er einnig ódýrari en sú ítalska og franska. Helstu flokkar olífuolíu Á olífuollu er stigsmunur og Mæður eru varaðar við að láta talkumpúður koma nálægt andliti barna á meðan verið er að skipta á þeim. Aðvörunin kemur í kjölfar áfalls sem 12 vikna barn varð fyr- ir í Southampton er það andaði að sér talkumpúðri sem af slysni hafði fallið á andlit þess við bleiu- skipti og hafði næstum kostað það lífíð. Áhrifín sem barnið varð fyrir af talkumpúðrinu, sem er fínmalað magnesíum silicate, voru þau að það byijaði að hósta og kúgast, neitaði að nærast og fékk upp- köst. Ondunarerfíðleikar fylgdu og þegar komið var á sjúkrahús kom hefur hún verið flokkuð af „Inter- national Olive Oil Counc.il“ sem staðsett er í Madrid á Spáni. Skil- greining ráðsins er þessi: Olive oil er olía sem eingöngu er unnin úr ávöxtum olífutrésins án þess að notuð séu leysiefni, ester- ar, eða hún blönduð öðrum olíum. Virgin olive oil er olía sem er pressuð og sett á flöskur, án ann- arrar meðhöndlunar en þvottar, áfyllingar á flösku, skiljun í skil- vindu og síunar. Aðeins má kalla olífuolíu „virgin" sem kemur við fyrstu pressun á olífunum - ef fitu- sýrur eru undir 3 prósentum. Extra virgin olive oil er „virgin" olía ef fítusýrur eru undir 1 pró- senti og hún hefur rétt og fullkom- ið bragð og lykt. Það er sú olía sem kemur allra fyrst úr olífunum við pressun. En eftir því sem press- unin heldur áfram verður sýran í olíunni meiri. Það er þessi „extra virgin“ olífuolía sem er hin raun- verulega sælkeraolía. Refined olive oil eða hreinsuð olífuolía er „virgin" olía sem kemur við áframhaldandi pressun og inni- heldur 3 prósent sýru eða meira, og er síðan hreinsuð. Við hreinsun- í Ijós að annað lungað hafði fallið saman. Læknar gáfu barninu stera og fjórum mánuðum síðar var það úrskurðað heilbrigt, þrátt fyrir merki um mæði. I greininni segir að vitað sé um 8 dauðsföll barna eftir að þau höfðu andað að sér talkumpúðri. Læknar hafa meðhöndlað fleiri en 30 slík tilfelli þar sem um hefur verið að ræða ungbörn og börn á forskólaaldri. Af þeim hafa a.m.k. tvö átt við langvarandi öndunarerf- iðleika að stríða. Læknar leggja til að talkúm- púður sé ekki notað á börn, þar sem venjulega nægi að þerra þau ina er notað alkalí til að draga úr sýrustigi. Aflitun og lyktareyðing fer fram með kísilgúr og vatnsmeð- ferð undir þrýstingi. Olive oil, þekkt sem „Pure olive oil“ var fyrir 1. jan. 1991 blanda af virgin og refined olive oil með 3 prósent sýru fyrir hreinsun olíunnar. Olive pomace oil er olía sem unn- in er úr kvoðumauki (pomace) sem eftir er við pressun á olífunum og síðan er blönduð með virgin olífuol- íu. Olífumaukið inniheldur 4-10 prósent af olíu, fer það eftir hvaða aðferðir hafa verið notaðar við vinnslu á virgin-olíunni. Bragðmeiri matarolíur - minni neysla Áhugi fyrir sælkeraolíu ein- sog„extra virgin" olíu og öðrum slíkum hefur aukist mjög jafnhliða áhuga fólks fyrir fínni bragðgæð- um matar og þróaðri matarmenn- ingu. Það þykir ekki skaða að þess- ar gæðaolíur eru pressaðar undir þrýstingi, fremur en að fara í gegn- um vinnslu með leysiefnum, og þykir mörgum að minna hreinsuð olía varðveiti betur þau bragðefni sem eru sérkenni olífuolíunnar. Olífuolían, þ.e. hágæðaolían, hefur það fram yfír aðrar matarol- íur að bragefnin jafna bragðgæði matarins án þess að verða ráð- andi. Bent hefur verið á að þeir sem nota bragðmeiri olíur eins og olífu- og valhnetuolíur noti minna af þeim, vegna þess að þeir hafí á tilfinningunni að hafa borðað eitt- vel með hlýju handklæði. Einnig séu til viðunandi varnarkrem sem séu heppilegri. Framleiðendur eru ekki full sátt- ir við skoðanir lækna og benda á að notendur talkumpúðurs þurfí að fylgja viðvörun sem sett hafí veríð á pakkningarnar. Johnson og Johnson fyrirtækið vekur at- hygli á að notendur eigi að strá talkumpúðrinu á hendur sínar og nota síðan. Einnig verði að gæta þess vel að púðurstaukurinn sé alltaf þétt lokaður. M. Þorv. hvað sem gefur fyllingu. Það ætti að vera áhugavert fyrir þá sem eru að reyna að draga úr fituneyslu. Framleiðsluferill olífuolíu Við Miðjarðarhafið eru olífurnar teknar skömmu áður en þær eru fullþroskaðar, í nóvember og des- ember. Hágæða „extra virgin" olífuolía er oft framleidd í litlum fjölskyldufyrirtækjum sem aðeins framleiða takmarkað magn. Olífur eru mjög viðkvæmir ávextir og til að tryggja hágæði eru olífurnar oft tíndar með höndum til að koma í veg fyrir sprungur í hýði ávaxtar- ins. Onnur aðferð er að nota sér- stakar stangir við að hrista olífurn- ar varlega úr tijánum í sérsök net sem sett eru undir trén. Olífurnar eru síðan geymdar allt frá nokkr- um klukkustundum upp í tvo til þrjá daga áður en þær eru þvegn- ar, malaðar og pressaðar. Þeim mun skemmri tíma sem olífurnar bíða fyrir pressun því meiri verða gæði lokaafurðarinnar. Olífurnar eru malaðar heilar með steini og er sá ferill mjög mikilvægur, hann opnar frumur ávaxtarins og losar um olíuna. Eftir mölunina heldur ferillinn áfram: Olíumaukið er hrært hægt í sérstökum kerjum með þar til gerðum spöðum til að tryggja að kvoðumaukið verði jafnt og mjúkt. Sú aðferð sem notuð er við að ná olíunni frá maukinu er pressunin. Maukið er sett í sérstaka poka (25-50) sem síðan er staflað einum ofan á annan og er plata látin á milli fímmta hvers poka til að við- halda jafnvægi og jafna þrýsting- inn. Olían sem rennur frá pokunum fer síðan í gegnum skilvindu og er síuð í gegnum sellulósa og er kísilgúrinn notaður m.a. til að fjar- lægja allt vatn sem valdið getur breytingum á bragði í olíunni. Nýjar vinnsluaðferðir hafa verið þróaðar til að meðhöndla meira magn í einu. Græni litur olífuolíu kemur úr hýði og kvoðumauki Nokkur hluti af „extra virgin" olífuolíunni er látinn á flöskur strax eftir pressun. Þessi olía inni- heldur eitthvað af leyfum hýðis og kvoðumauks, sem gerir olíuna þykka og gefur henni skýjaða áferð en gott, ferskt, ákveðið bragð. Jafnframt því er olífuolía einnig sett í stór leirker í sex mánuði og er látið setjast til þeim. Sumir framleiðendur sía olíuna, strax eft- ir pressun, í gegnum þykkar bóm- ullarmottur til að fá olíuna hreina og tæra. Létt ljós olífuolía getur því hafa verið sett á flöskur gtrax eftir pressun, eða eftir síun; eða komið úr leirkeijum eftir að sest hafði til í þeim. Margar bestu tegundir „extra virgin" olífuolíu eru framleiddar hjá litlu fjölskyldufyrirtækjunum. Fýrirtækin leggja mikið upp úr hágæðum og er sagt að þessir framleiðendur meðhöndli olífuol- íuna á sama hátt og vínframleið- endur vínin. Verðið er einnig í sam- ræmi við það, „extra virgin olía“ getur kostað allt frá 420-1.800 krónum á lítra. M Þorv. Samantekt úr „Inform“, alþjóðariti um fitu, olíur og skyld efni. Talkum getur verið hættulegt ungbömum Viðvörun í kjölfar dauðsfalla átta barna í breska dagblaðinu „Daily Telegraph“ birtist laugardaginn 18. maí grein eftir starfsmann bresku heilbrigðisþjónustunnar „He- alth Service" þar sem segir að átta ungbörn hafi dáið eftir að hafa andað að sér talkumpúðri er skipt var á þeim. FLUGLEIÐIR /HT Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. “■Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í c-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára) . 3SQU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.