Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 26

Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 26
[(!(?! ÍAM .Oí; flUOAQUTMMI'í UIQA.ia'/UOflOJ/. ---26-------------------V-------------------------------------MOR&UNBfcAÐIÐ- FIMMTUÐAGURr SOritfAÍ-1991---------------------------------------- Reuter Lögreglan kveður niður friðsöm mótmæli í Tirana Tirana. Reuter. ALBANSKA Iögreglan skaut viðvörunarskotum upp í loftið og beitti slökkvidælum til að dreifa meira en 10.000 friðsömum mótmælendum í miðborg Tirana í gær. Nokkrir urðu fyrir meiðslum. Mótmælendurn- ir lýstu yfir stuðningi við kröfur hundrað námamanna, sem hafa verið í mótmælasvelti í fimm daga, og kröfðust afsagnar stjórnarinnar. Eftir að lögreglan hafði látið til skarar skríða kveiktu mótmælend- urnir í þremur liðsflutningabflum lögreglunnar og slökkvibifreið. Mótmælin stóðu í þrjá tíma og læknir á sjúkrahúsi í Tirana stað- festi að nokkrir hefðu orðið fyrir meiðslum en gat ekki gefíð upplýs- ingar um hvort þeir hefðu orðið fyrir byssuskotum lögreglunnar eða troðist undir er hópurinn reyndi að koma sér í burtu. Fundurinn leyst- ist upp eftir þijá tíma. hvers kyns mótmæli í borginni. Samtök óháðra verkalýðsfélaga efndu til fundarins til stuðnings námamönnunum, sem hafa lokað sig inni í námagöngum skammt frá höfuðborginni. Ætlunin var að ganga til námunnar. Að sögn lækna eru námamennirnir að þrotum komnir vegna mótmælasveltisins en þeir segjast ætla að halda því áfram þar til gengið verði að kröfum þeirra og annarra verkfallsmanna í landinu. Utn 350.000 Albanir, eða 70% af vinnuafli landsins, hafa ver- ið í verkfalli undanfarnar tvær vik- ur. Þeir krefjast bættra lífskjara, afsagnar stjórnarinnar og rann- sóknar á skotárás lögreglunnar á stjórnarandstæðinga á mótmæla- fundi gegn stjórn kommúnista í borginni Shkoder í apríl. Fjórir stjórnarandstæðingar voru þá skotnir til bana. Forystumenn stjónarandstöð- unnar á albanska þinginu sögðust ætla að krefjast afsagnar stjórnar- innar, myndunar bráðabirgða- stjórnar og þingkosninga fyrir árs- lok. Ættingjar þeirra 223 sem fórust er austurrísk þota splundraðist á flugi og hrapaði á fja.ll í Tælandi á sunnudagskvöld komu til Bang- Talsmaður innanríkisráðuneytis- kok í gær til að bera kennsl á fórnarlömbin. Margir þeirra brustu >ns hafði kvöldið áður varað við því á grát er þeir sáu myndir af líkunum eins og þessar stúlkur frá að lögreglan myndi kveða niður Hong Kong. __________________________________ Flugslysið yfir Tælandi: Deilt um öryggiseftir- litið á Bangkok-flugvelli Bangkok. Reuter. ^ ^ DEILT var í gær um öryggiseftirlitið á Don Muang-flugvelli í Bang- kok, þar sem austurrísk þota af gerðinni Boeing 767-300, sem fórst yfir Tælandi á sunnudagskvöld, hafði millilent. Tælensk dagblöð skýrðu frá því að starfsmenn öryggiseftirlitsins á flugveilinum hefðu nýlega hætt að rannsaka farangur farþega nokk- urra flugfélaga með röntgengeisl- um eins og venja er að gera til að leita að sprengjum. „Við leituðum ekki í farangrinum vegna þess að Austurríkismenn eiga ekki í pólit- ískum deilum við aðrar þjóðir,“ hafði eitt dagblaðanna eftir starfs- manni öryggisgæslunnar. Annað blað hafði eftir starfsmanni flugfé- lagsins, sem átti þotuna, Lauda- Air, að hertar öryggisreglur, sem ákveðnar voru vegna stríðsins fyrir botni Persaflóa, hefðu verið numdar úr gildi 5. maí. Tælensk flugmálayfírvöld vörðu öryggisgæsluna og starfsmenn flugvallarins kváðust ekki telja að sprengja hefði verið sett í þotuna. Eigandi þotunnar, Niki Lauda, fyrr- verandi heimsmeistari í kappakstri, vísaði því á bug að öryggiseftirlitið á Bangkok-flugvelli væri verra en á öðrum alþjóðaflugvöllum. Austurrískur sérfræðingur í flug- öryggismálum, Alfred Rupf, sagði að rannsóknin hefði leitt í ljós að útilokað væri að þotan hefði farist vegna eldingar eða mistaka flug- manna. Þrennt væri nú talið koma til greina; sprenging í hreyfli, sprengjutilræði eða flugskeytaárás frá jörðu. Síðast nefndu tilgátuna taldi hann ólíklega. Ný lög sett um leið- sögufólk innan EB Evrópudómstóllinn í Haag er nýlega búinn að gefa út svohljóðandi dómsúrskurð varðandi störf leiðsögumanna í löndum innan EB. „Ollum erlendum leiðsögumönnum er nú frjálst að ferðast, hömlu- laust, með sína ferðamannahópa í löndum innan EB.“ Talið er að þessi nýju lög verði fordæmi fyrir flest Evrópulönd, jafnvel þó þau séu utan Evrópubandalagsins. Áður voru erlendir leiðsögumenn oft sterklega hindraðir í störfum sínum af þarlendu leiðsögufólki, sem verður nú að gefa eftir. Má þar nefna lönd eins og Frakkland, Italíu og Grikkland. Og hér á landi hafa íslenskir leiðsögumenn verið harðir við erlenda starfsbræður sína. Þessi dómsúrskurður birtist m.a. í dagblaðinu „Suddeutche Zeitung" í tölublaðinu 16.4.’91. ■ MOSKVA - Litháar hafa lýst veru hersveita sovéska innanríkis- ráðuneytisins á litháísku landsvæði ólöglega, að sögn sovésku frétta- stofunnar TASS á þriðjudag. Yfír- lýsingin kemur í kjölfar samþykkta sem gerðar voru í Eystrasaltsríkj- unum í síðustu viku þar sem sov- éskar hersveitir og sérstakar „svarthúfu“-sveitir lögreglumanna eru sakaðar um að hafa ráðist á a.m.k. 12 landamærastöðvar í Lit- háen og Lettlandi og að hafa beitt landamæraverði ofbeldi. Litháíska þingið fól ríkisstjórninni að efla verulega varnir við landamæri Lit- háens og að byggja upp og styrkja þær landamærastöðvar sem ráðist var á. A.m.k. 20 manns létu lífið í Lettlandi og Litháen í janúar í átök- um við sovéskar hersveitir og „svarthúfu“-sveitir. Fundur varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins: Viðbúnaði og samsetningn her- aflans breytt í grundvallaratriðmn VARNARMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins (NATO) samþykktu á fundi sínum, sem lauk í Brussel í gær, að gera bæri umfangsmestu breytingar á skipulagi og viðbúnaði herafla bandalagsins allt frá stofnun þess árið 1949. Breytingar þessar eru liður í allsheijar endurskoðun sem nú fer fram á vett- vangi NATO í ljósi þess að kalda stríðinu er lokið og Varsjárbanda- lagið heyrir sögunni til. Breytingar þær sem ráðherrarnir sam- þykktu fela í sér fráhvarf frá viðbúnaði kaldastriðsáranna, sem miðaðist við stórfellda innrás Sovétmanna í Evrópu. Þess í stað er nú stefnt að því að herir bandalagsins geti brugðist við skjótt með viðeigandi liðsflutningum og öðrum varnaviðbúnaði skapist óvissu- eða hernaðarástand er ógnar öryggishagsmunum aðildarríkjanna. I lokayfirlýsingu ráðherranna er ítrekuð sú grundvallarskoðun bandalagsríkjanna að öryggishagsmunir þeirra fari saman í einu og öllu og sérstaklega tekið fram að vera herliðs frá Bandaríkjun- um í Evrópu verði áfram ómissandi liður í vörnum NATO. Áætlun sú sem ráðherrarnir samþykktu felur í sér að gerðar verða meiriháttar breytingar á samsetningu herliðs NATO. Herlið- inu verður í raun skipt upp í þrennt; aðalvarnarsveitir (Main Defence Forces), viðbragðssveitir, (Reaction Forces) og viðbótarsveitir (Aug- mentation Forces). Þetta þýðir að stefnt er að því að skera niður fjölda hermanna í sveitum banda- lagsins en jafnframt er markmiðið það að auka hreyfanleika herliðsins og getu þess til að bregðast við ógnunum með mjög skömmum fyr- irvara. Persaflóastyrjöldin í lokayfirlýsingu ráðherranna er vikið að því að þeim hafi verið gerð grein fyrir hvaða ályktanir draga megi í herfræðilegu tilliti af stríðinu fyrir botni Persaflóa. Bandarískir herforingjar hafa eink- um lagt áherslu á að Persaflóa- stríðið hafi sýnt fram á nauðsyn þess að geta brugðist við hættu- ástandi með litlum sem engum fyr- irvara.og það hversu mikilvægt það sé að geta framfylgt hernaðará- ætlunum með miklum hraða. Horfa menn annars vegar til þeirra tveggja vikna er Saudi-Arabar stóðu varnarlausir frammi fyrir hersveitum Saddams Husseins eftir innrásina í Kúveit og hins vegar til innrásar bandamanna í írak en þar náðu t.d. foringjar 24. herfylk- isins frá Fort Stewart í Georgíu að flytja um 25.000 manna herlið Sovéskir skriðdrekar fluttir frá austurhluta Þýskalands. Hrun komm- únismans, endalok kalda stríðsins og Varsjárbandalagsins, auk reynslunnar úr Persaflóastyijöldinni, hafa nú kallað fram grundvall- arbreytingar á varnarviðbúnaði Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. rúma 400 kílómetra inn í landið og vinna fullnaðarsigur á úrvals- sveitum Saddams, Lýðveldisverðin- um, á aðeins þremur sólarhringum. Hraðliðs-stórfylki Samþykkt ráðherranna mun hafa það í för með sér að mikil- vægi landhersveita Bandaríkja- manna í vörnum Evrópu mun minnka og er það í samræmi við áætlanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum um 25% niðurskurð á sviði öryggis- og varnannála á næstu fimm árum. Aukin áhersla verður lögð á fjölþjóða hersveitir, sem einnig vísar til Persaflóastyij- aldarinnar, en ef til vill vekur mesta athygli sú ákvörðun að koma beri á fót hraðliðs-stórfylki (Rapid Re- action Corps) sem lúta mun stjórn bresks herforingja. Þetta herlið, sem telja mun um 70.000 menn, verður unnt að senda með skömm- um fyrirvara hvert sem er innan varnarsvæðis NATO skapist hættu- eða stríðsástand. Hafa menn þá einkum í huga þá óvissu sem einkennir stjórnmálaástandið í Sovétríkjunum nú um stundir og þann möguleika að spennuástand skapist í ríkjum Austur-Evrópu auk þess sem Tyrkjum var sem kunn- ugt er ógnað í styijöldinni við Persaflóa. Kjarninn í þessum liðsafla verður breskt herfylki, sem ræður yfir brynvögnum og skriðdrekum í Þýskalandi. Vitað er að Þjóðverjar voru í upphafi ekki sérlega hrifnir af þeirri hugmynd að herlið þetta lyti stjórn bresks hershöfðingja en áætlunin gerir ráð fyrir að Þjóð- veijar eigi líkt og margar aðrar þjóðir fulltrúa í starfsliði því sem ætlað er að skipuleggja starfsemi hraðfylkisins. Það starf mun fara fram í SHAPE, höfuðstöðvum Ev rópuherstjórnarinnar skammt frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.