Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 27

Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991 Indland: Kongress fær nýjan leiðtoga Nýju Delhí. Reuter. ÆÐSTA valdastofnun Kongress- flokksins á Indlandi tilnefndi í gær 69 ára gamlan fyrrverandi ráð- herra, Narasimha Rao, sem leið- toga flokksins til bráðabirgða fram yfir síðari liluta þingkosn- inganna í landinu 12. og 15. júní. Rao verður ekki kynntur sem for- sætisráðherraefni í kosningabarátt- unni, sem hófst að nýju í gær eftir vikulanga þjóðarsorg í landinu vegna morðsins á Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga flokks- ins. Rao verður leiðtogi flokksins þar til efnt verður til landsfundar flokks- ins innan sex mánaða. Rao þykir of aldraður og heilsu- veill til að gegna embættinu í lengri tíma, auk þess sem hann nýtur ekki nægilegs fylgis utan heimaríkis síns, Andhra Pradesh. Hann var utanríkis- ráðherra í stjórn Indiru Gandhi og fór með húsnæðis- og síðan varnar- mál í stjórn Rajivs, sönar hennar. Fréttaskýrendur segja að hinar ýmsu fylkingar innan flokksins hafi getað sætt sig við Rao sem leiðtoga fram yfir kosningar vegna óumdeildra starfa hans sem ráðherra og hollustu hans við Rajiv og Indiru Gandhi. Mons í Belgíu. Auk herfylkisins í Þýskaland munu Bretar, að sögn breska dagsblaðsins The Daily Te- legraph, halda úti öðru herfylki í suðausturhluta Englands og mun það falla undir varaliðs- eða stuðn- ingssveitir. Þá er og ráð fyrir því gert að 24. stórdeild (brigade) Breta verði um þriðjungur af því herfylki hraðliðsins sem flutt verð- ur með þyrlum og flugvélum. Auk Breta munu Þjóðveijar annars veg- ar og Hollendingar og Belgar hins vegar leggja til liðsafla í herfylkið. Að sögn The Daily Telegraph verð- ur fjórða herfylki (division) hrað- liðsins ætlað að vera í viðbragðs- stöðu á suðui-væng varnarsvæðis- ins og mun ítalskur herforingi að öllum líkindum verða æðsti yfir- maður þess. Reynist nauðsynlegt að beita liðsafla þessum er gert ráð fyrir því að fyrstar á vettvang verði fjölþjóðlegar sveitir er nefnast ACE. Þær skiptast í tvennt eftir því hvort viðbúnaður þeirra miðast við flutninga á landi eða í lofti. Átta stórfylki á meginlandinu Hvað aðalvarnarsveitirnar varð- ar mun vera gert ráð fyrir því að þær skiptist upp í átta stórfylki (Corps) á meginlandinu. Tvö þeirra verða trúlega frá Þýskalandi og munu lúta stjórn þýsks hershöfð- ingja og þá kveður áætlunin einnig á um að austur-þýskt stórfylki verði fellt undir herstjórn NATO er Sovétmenn hafa lokið brottflutn- ingi herliðs síns þar árið 1994. Eitt stórfylkið mun lúta stjórn Þjóð- veija og Dana, æðsti yfirmaður annars verður Belgi og Hollending- ur mun stjórna einu slíku. Banda- ríkjamenn, sem hyggjast halda eft- ir um 100.000 manna liði í Evrópu í stað 305.000 áður, munu stjórna einu stórfylki til viðbótar. .27 Nýkjörinn formaður þýskra jafnaðarmanna: Geðþekkur lífsnautnamaður ÞAÐ er sagt um Björn Engholm nýkjörinn formann þýska Jafnaðar- mannaflokksins að hann kjósi fremur að totta pípuna í listsölum en ræða klækjabrögð í reykmettuðum flokksskrifstofum. Björn Engholm fæddist í Lubeck árið 1939. Hann er lærður setjari en nam síðar stjórnmálafræði. Arið 1969 var hann kjörinn á þing fyr- ir jafnaðarmenn. Síðar gegndi hann embætti menntamálaráð- herra í ríkisstjórn undir forsæti Helmuts Schmidts kansiara. Ekki gustaði mjög að honum í embætti en hann lagðist þó gegn áformum kanslarans um að skera niður námslán og hafði sitt fram. Um tíma var hann einnig landbúnaðar- ráðherra. Þegar stjórnarsamstarf jafnaðarmanna og fijálslyndra fór út um þúfur 1982 sneri Engholm sér að stjórnmálaþátttöku á heima- slóðum í Slésvík-Holtsetalandi. Þar leiddi hann stjórnarandstöðuna gegn sambandsstjórn kristilegra demókrata sem höfðu farið með völd í Kiel allt frá stríðslokum og þóttu eiga þar eitt sitt sterkasta vígi. Engholm komst í heimsfréttirn- ar í kosningabaráttunni 1987 þeg- ar andstæðingur hans Uwe Barschel stóð fyrir ófrægingarher- ferð á hendur Engholm sem hafði það að markmiði að draga upp mynd af Engholm sem homma, skattsvikara og alnæmissjúklingi í þokkabót. Vopnin snerust þó í höndunum á Barschel og flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosning- unum í september 1987. Mánuði síðar fannst Barschel látinn í bað- keri á hótelherbergi í Genf í Sviss og er talið að hann hafi svipt sig lífí. Enn var kosið í Slésvík-Holt- setalandi vorið 1988 og þá fengu jafnaðarmenn hreinan meirihluta og Engholm varð forsætisráðherra fylkisins. I viðtali við Morgunblað- ið sumarið 1988 lýsti ráðherrann stjórnmálahugsjónum sínum svo: „Eg er þess nokkuð viss að við munum koma nýrri pólitískri sið- menningu á fót. Það merkir að stjórn og almenningur verða í nán- ari og óþvingaðri tengslum. Meira Björn Engholm fijálslyndi, þ.e.a.s. við treystum því að almenningur viti að jafnaði betur en stjórnmálamenn hvað er rétt.“ Engholm er vinsæll í heimalandi sínu og er sagður njóta talsverðrar kvenhylli. Pípan er aðalsmerki hans sem gefur honum rólyndislegt og yfírvegað yfirbragð. Sem for- sætisráðherra í Kiel hefur hann sýnt mildi fyrst og fremst og vin- gjarnlegt viðmót. Hann vill ekki sýnast vinnusjúkur eins og stjórn- málamennirnir í Bonn heldur gerir sér far um að njóta lystisemda lífs- ins, eins og vikuritið Der Spiegel orðar það. Hann venur komur sín- ar á tónleika og listsýningar, klæð- ist áberandi vönduðum fötum og hefur birst almenningi á spjalli við skáld og hugsuði með hvítvínsglas í hendi. Forsaga þess að Engholm var valinn formaður jafnaðarmanna í gær er sú að Oskar Lafontaine, sem talinn var líklegastur tii að taka við því embætti, lýsti því yfír í vetur að hann ætlaði ekki að sækjast eftir formennskunni. Ástæðurnar sem hann tiltók voru ósigurinn í þingkosningunum í desember er jafnaðarmenn fengu einungis 33,5% atkvæða og enn- fremur að morðtilræðið við sig á síðasta ári hefði dregið úr starfs- þreki sínu. IMOPDMEIMDE Sjónvarpsmyndavélin frá Nordmende er létt og meöfærileg. Hún smellur í lófann, er handhæg og alltaf tilbúin til myndatöku. Hún er m.a. meö: Lokarahraba allt að 1/4000 sek. VHS-C spólur (Passa í heimatæki) CCD-hágæðaupplausn 7 luxa liosnæmi 4 myndhausa HQ-myndgæði Sexfalda aðdráttarlinsu Myndtexta Sjálfvirka skerpu og litstillingu og fjölmargt fleira. Útsöluverö abeins Í4.90Í) 'y^r./stgr. Afborganaverð áður var-9£90(V Staðgreiðsluverð áður var-94r9007- Afborganaverð núna er 89.900,- r w* 1— Æ'isr IStIFjI EUROCARO c ■ J V/SA ÆLm munXlán mmmm Smnkwt greiðslukjör við allra hæfi til allt að 30 mán. SKIPHOLT119 SIMI29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.