Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAl 1991 17 Því til viðbótar koma svo 120 m.kr. vegna framkvænida við Horna- fjarðarós sem samþykktar voru við afgreiðslu lánsfjárlaga úr efri deild Alþingis í lok desember. Stærstu liðirnir á fyrirheitalista stjórnvalda voru 250 m.kr. vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið, 130 m.kr. vegna rekstraruppgjörs Ríkisspítalanna fyrir árið 1990, 70 m.kr. vegna aðstoðar við flóttafólk í Irak og 25 m.kr. vegna kynningar á landafundum Leifs Eiríkssonar. Við afgreiðslu fjáraukalaga getur Alþingi auðvitað hafnað þessum út- gjaldatilefnum að einhverju eða öllu leyti. Því er ekki hægt að slá því -föstu að þessi útgjöld muni bætast við halla ársins. En jafnvel þótt það yrði gert að fullu nægir það engan veginn til að fá 8 milljarða króna halla eða meira. Ef þessum fyrirheit- um er bætt við útgjaldaauka í láns- Ijárlögum eykst hallinn frá fjárlög- um um samtals tæpa 1,7 milljarða króna og stefnir í 5,8 milljarða eða 1,6% af landsframleiðslu. Sérstök útgjaldavandamál Það sem aðallega skýrir það mat íjármálaráðuneytis og Ríkisendur- skoðunar að halli ríkissjóðs stefni í 8-10 milljarða króna eru sérstök útgjaldavandamál sem ekki hafði verið fjailað sérstaklega um, hvorki af Alþingi, ríkisstjóm eða þáverandi ijármálaráðherra. Það liggur því ekki fyrir nein vissa um að til út- gjalda komi af þessum sökum. Fjármálaráðuneytið telur í þessu sambandi upp útgjöld að upphæð l. 150 m.kr. Hér er m.a. 400 m.kr. vegna sparnaðar í almannatrygging- um og í innflutningi og dreifingu lyíja, sem gert var ráð fyrir í fjárlög- um, en nauðsynlegar lagabreytingar í þessu skyni hafa enn ekki verið samþykktar. Einnig er um að ræða 400 m.kr. viðbótaíjárþörf hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna og 250 m. kr. í auknar útflutningsbætur landbúnaðarvara. Af þessum liðum er aðeins sá seinasti óhjákvæmileg- ur, þar sem upphæð útflutningsbóta byggist ekki á ákvörðunum fjár- málaráðuneytisins heldur eru þær bundnar af samningi ríkisins og bænda frá vorinu 1987 sem gerður var á grundveili búvörulaga frá 1985. Enn er hins vegar svigrúm til að ná einhveiju af þeim sparnaði sem stefnt var að í lyijadreifingu og það stóð til að taka reglur LÍN til endur- skoðunar á miðju sumri til að stuðia að sparnaði. Ríkisendurskoðun bætir við lista Ijármálaráðuneytisins um útgjalda- tilefni. Stærsti liðurinn í því sam- bandi er 1.000 m.kr. framlag til Byggingarsjóð ríkisins, en í áætlun- um fjármálaráðuneytisins og í fréttatilkynningu þess er gert ráð fyrir að hér verði um skammtíma- lánveitingu að ræða vegna tíma- bundinna greiðsluerfiðleika Bygg- ingarsjóðs ríkisins. Erfitt er að skiija hvers vegna Ríkisendurskoðun slær því föstu að hér verði um framlag að ræða þegar engin ákvörðun ligg- ur fyrir í því efni. Ríkisendurskoðun telur að meira íjármagn vanti í sjúkra- og slysa- tryggingar og í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð, samtals um 1 milljarð króna. Um þessa liði hefur hins veg- ar engin ákvörðun verið tekin og ókannað var í lok apríl hvort aðrar lausnir voru á þessum málum. í til- felli Atvinnuleysistryggingasjóðs virðist ríkissjóður geta keypt skulda- bréf sem eru í eigu sjóðsins og því verði um lánveitingu að ræða. Að lokum telur Ríkisendurskoðun að fasteignakaup ríkisins sem gerð eru á grundvelli heimilda Alþingis fari næni 400 m.kr. umfram áætlun fjárlaga. Þetta virðist þó byggja að verulegu leyti á því að Ríkisendur- skoðun fæi'ir öll eignakaup til gjalda og eignasölu til tekna, eins og eðli- legt er í endanlegu uppgjöri ríkis- reiknings, en í greiðsluyfirlitum ljár- laga er vani að færa aðeins til gjalda nettókaup á fasteignum. Horfur 1991 Áætlun sú sem birtist í fréttatil- kynningu fjármálaráðuneytisins 29. apríl sl. byggðist á því að meta hver af þeim útgjaldatilefnum sem rakin hafa verið hér að framan væru óhjá- kvæmileg og hver hallinn. yrði ef tekið væri tillit til þeirra en ekki gripið til neinna aðgerða sem breyttu tekjum eða gjöldum samkvæmt fjár- lögum. Niðurstaðan af því mati var áætlaður halli sem nam 6,4 milljörð- um króna. Munurinn á þessari töiu og 8 milljarða króna halla sem fram kom í greinargerð fjánnálaráðuneyt- isins 27. apríl sl. liggur í eftirfarandi. * Þeim 500 m.kr. í sérstakri tekju- öflun sem gert var ráð fyrir í fjárlög- um. * Sparnaði í heilbrigðiskerfinu upp á 400 m.kr. sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. . * Fjárvöntun að óbreyttu hjá LÍN að upphæð 400 m.kr. * Um 200 m.kr. af þeim útgjöldum sem heimiluð voru í lánsíjárlögum og voru á fyrirheitalista stjórnvaida, en þar var m.a. um að ræða 25 m.kr. vegna fraktflutninga og 100 m.kr. útborgun vegna þyrlukaupa. Þessir þættir komu hins vegar allir fram í fréttatilkjmningu fjár- málaráðuneytisins frá 29. apríl sl. og voru ekki faldir eins og gefið hefur verið í skyn. Upplýsingarnar voru því nákvæmlega þær sömu en flokkunin var önnur. I greinargerð fjármálaráðuneytisins frá 27. apríl voru öll vandamál tekin saman og bent á að verði ekki neitt gert í þeim stefni hallinn á árinu að óbreyttu í 8 milljarða króna. í frétta- tilkynningunni frá 29. apríl var búið að flokka þessi vandamál og greina á milli þeirra sem hægt er að leysa án þess að taka upp fjárlögin og hinna sem talið er að muni óhjá- kvæmilega bætast við halla ársins. í fréttatilkynningunni frá 29. apríl var síðan bent á að það þurfl með fjáraukalögum að taka upp sjálf fjár- lögin til að lækka halla ríkissjóðs úr þeim 6,4 milljarði króna sem hann stefndi óhjákvæmilega í ella. Viðbrögð? í fyrri grein minni fullyrti ég að hvaða ríkisstjórn sem hefði tekið við eftir kosningar hefði gripið til að- gerða til að draga úr halla og lánsfjá- reftirspurn ríkissjóðs og örva inn- lenda lánsfjáröflun hans. Það er hins vegar ljóst að sú spenna sem verið hefur á lánsfjármarkaðnum að und- anförnu á mun víðtækari rætur en í halla ríkissjóðs og þá sérstaklega í mikilli eftirspurn eftir fjármagni af hálfu húsnæðiskerfísins. Aðgerðir til að draga úr þessari spennu hljóta því að ná til fleiri þátta en tekju- halia ríkissjóðs. Augljóslega þarf að koma í veg fyrir að horfur um tekjuhalla ríkis- sjóðs á bilinu 8—10 milljarðar króna verði að veruleika. í því skyni þarf að halda aftur af nýjum útgjaldatil- efnum, skera niður eitthvað af þegar veittum útgjaldaheimildum og tryggja að þær tekjur sem stefnt var að í fjárlögum náist. Það vekur hins vegar töluverðar áhyggjur í þessu sambandi að til- hneiging er til að ýkja horfur um halla ríkissjóðs á árinu. Slíkt ýtir enn frekar undir væntingar um vaxta- hækkanir og gerir stjórnvöldum því í raun erfíðara fyrir. Það vekur einn- ig áhyggjur að rætt er um horfur um halla ríkissjóðs að óbreyttu eins og um raunveruleika sé að ræða. Sagt er að hallinn sé hinn og þessi, hvernig svo sem það gengur rök- rænt upp að tala þannig um óorðna tíð. Þetta vekur þá spurningu hvort menn ætli virkilega að láta hallann verða 8—10 milljarða króna. Það er þá orðin ástæða til að bæta nýjum kafla við kenningar um kosningaár sem óhappaár í hagstjórn. Það er þá ekki einungis þannig að hagstjórn hafi tilhneigingu til að slakna fyrir kosningar, heldur á það sama við eftir kosningar, því ný ríkisstjórn flnnur ekki sömu knýjandi þörf á að halda aftur af halla ríkissjóðs á því ári sem kosningar eiga sér stað þar sem hægt sé að kenna gömlu ríkisstjórninni um útkomuna. Von- andi er þetta ekki svo. Höfundur erfyrrverandi efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra. Frá Myndlistaskólanum í Reykjavík Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Umsóknir um skólavist fyrir veturinn 1991- 1992 verða að berast skriflega til skólans fyrir 1. júlí næstkomandi. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um deildir fást í Pennanum, Hallarmúla, (myndlistar- deild) og Austurstræti 18, (kjallara). Skólastjóri. A © FÉIAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA KAUPMANNASAMTÖK iSLANDS Sama lága verðið er á vörunum í öllum verslununum. Notið tækifœrið og komið í þessar verslanir á meðan góða verðið helst: Plúsmarkaður Vesturbergi Kársneskjör Melabúðin Kjörbúð Hraunbæjar Kjöthöllin Vogaver Stórmarkaður Keflavíkur Rangá Nóatúnsbúðirnar Austurver Plúsmarkaður Grímsbæ Breiðholtskjör Hamrakjör Sunnukjör Kjötstöðin Plúsmarkaður Álfaskeiði 23. maí — 1. júní Við flytjum vorið inn í nokkrar hverfaverslanir. sendur út á Bylgjunni, vöruúttekt í verðlaun alia Þar eru á boðstólum íslenskar vörur á sérstöku dagana og happdrœtti, vinningur: Helgarferð vorverði, vörukynningar daglega, getraunaleikur fyrir 2 til Amsterdam með Ratvís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.