Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 44
MOIjlGUNBþADll^ FlMMIUl)A,G.yK. 3p, .1?^ ^, ‘Mu + Dóttir okkar og systir, HULDA BIRGISDÓTTIR, lést af slysförum i Luxemborg 28. þessa mánaðar. Sæunn Grendal Magnúsdóttir, Birgir Traustason, Hrönn Birgisdóttir. + Fósturfaðir minn, GUÐMUNDUR VALDIMARSSON, lést í Landspítalanum 29. maí. Guðrún Sóley Karlsdóttir og systkini hins látna. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUNNLAUG JÓHANNSDÓTTIR, HátúnMOb, lést 18. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Ólafía Ásbjarnardóttir, Björn Guðmundsson og börn. + Ástkær faðir minn, fóstursonur og sonur, JÓN STEINAR GUÐBJÖRNSSON frá Borg í Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 1. júní kl. 13.30. Anna Steinarsdóttir, Anna Margrét Sumarliðadóttir, Birna Jónsdóttir. + Við þökkum af alhug samúð og vináttukveðjur við andlát og útför FRIÐRIKS H. GUÐJÓNSSONAR fv. útgerðarmanns. Ástríður Guðmundsdóttir, Bragi Friðriksson, Katrín Eyjólfsdóttir, Kristín Á. Friðriksdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Gréta Friðriksdóttir, Sigmar Ólason, Steinunn Friðriksdóttir, Jón Árnason, Gunnur Friðriksdóttir, Fjóla G. Friðriksdóttir, Haraldur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐFINNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Finnbogastöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, fyrir einstaka elskusemi og umönnun síðustu æviárin og sveitunga hennar fyrir vináttu og virðingu á kveðjustund. Hulda Þórarinsdóttir, Halldór Arason, Gyða Þ. Halldórsdóttir, Ari Halldórsson. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall föður okkar og afa, STEFÁNS KARLSSONAR rafvirkja, Víðihvammi 14. Börn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÞORGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Háaleitisbraut 16. Hólmsteinn Hallgrímsson, Sigrún Hólmsteinsdóttir, Richard Appleby, Guðmundur Hólmsteinsson, María Kristín Thoroddsen, Hallgrimur Hólmsteinsson, Guðrún Hólmsteinsdóttir, Einar Erlingsson og barnabörn. Minning: * Armann Jakobsson frá Tálknafirði Fæddur 30. júní 1906 Dáinn 22. maí 1991 Hann afi Ármann er dáinn. Við söknum þess að eiga aldrei aftur eftir að heyra stríðnislegan hlátur- inn hans eða fara með honum í gönguferðir, samt erum við fegin því að nú skuli hann ekki þjást leng- ur. Afi gat verið stríðinn. Stundum gerði hann okkur saklausan grikk og ef vel tókst til hjá honum stóð hann og skellihló að okkur. Honum tókst að láta okkur sjá spaugilegu hliðina á hrekkjabragðinu líka svo að við gátum aldrei verið fýld út í hann lengi. Afa þótti gaman að ganga úti og það eru ófáar gönguferðirnar sem við fórum með honum, annað hvort upp í sveit að skoða lömbin og kindurnar eða niður á Langa- sand að tína skeljar og byggja sand- kastala. Þegar heim var komið sýndi hann okkur hvernig hann hafði leikið sér að skeljum þegar hann var lítill drengur. Afa fannst ekki gaman að sjón- varpinu og því kom það oftast í hans hlut að sitja við rúmin okkar þar til við vorum sofnuð. Þá raulaði hann skrýtin lög fyrir okkur eða sagði sögur frá því hann var ung- ur. Hann afi gerði bernskuárin okk- ar auðugri. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu okkar í sorginni og passa hann afa. Blessuð sé minning hans. Asdís, Hjörleifur og Kristín Þórarinsbörn. í ferðina löngu afi minn farinn er. Hamingja og gæfa fylgi honum inn í nýjan og óþekktan heim. Megi drottinn vernda hann. Svo langt aftur sem ég man var afi þar og alltaf var hann reiðubú- inn til að liðsinna, hugga og gleðja okkur systkinin. Hann var mér af- skaplega kær. Drottinri mun nú fá hann í faðm sinn til að vefja hann örmum með ástúð og hlýju sem við getum ei lengur veitt né þegið, nema í minningunum. Margt gott lét hann af sér leiða á sinni löngu ævi. Ég mun minnast hans með yl í hjarta, því hann veitti mér svo margt. Lífið verður tómlegt án hans. Ég bið guð að veita ömmu styrk og huggun til að hjálpa henni yfir missi þessa góða manns, sem hann afi var og trú á því að þau hittist á ný í betri heimi. Á þessum tímamótum þökkum við ástvinir hans þann tíma sem okkur var gefinn með honum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdemar Briem) Kristrún Einarsdóttir í dag, hinn 30. maí, kveður eigin- kona, ættfólk, tengdafólk og vinir Ármann Jakobsson bónda og verka- mann frá Tálknafirði, en hann lést hinn 20. maí sl. af innvortis sjúk- dómi. Ármann var fæddur 30. júní 1906 á Vindhóli í Vatnskrók í Pat- reksfjarðarkauptúni. Foreldrar hans voru Vigdís Gísladóttir, fædd 24. september 1870 að Ytri-Mula á Barðaströnd, dáin 11. nóvember 1924, og Jakob Kristjánsson, fædd- ur 5. september 1869 að Barmi í Gufudalssveit, dáinn 6. maí 1926. Vigdís átti ættir að rekja í Aust- ur-Barðastrandarsýslu og Breiða- fjarðareyjar, svo og Jakob, en ætt- stofnar hans voru þó enn austar í sýslunni, m.a. í Geiradal. Á fyrstu búskaparárum sínum fluttu Jakob og Vigdís í Vestur-Barðastrandar- sýslu og hófu búskap á Rima í Sel- árdal um 1890. Þaðan fluttu þau í Patreksfjarðarkauptún og áttu Jiar flest af átta börnum sínum. Árið 1912 keyptu þau jörðina Ytri- Bakka í Tálknafirði þar sem þau bjuggu til dauðadags. Elst af systk- inum Ármanns var Jakobína Mál- fríður er fæddist 1891 að Rima í Selárdal, þá Soffía Gíslína, er fædd- ist þar 11. febrúar 1893, Vigfús Kristján, fæddur 7. maí 1898 á Patreksfirði, Helgi Kristinn, fæddur 2. janúar 1908, en Una Svava er fædd 10. ágúst 1912 að Ytri-Bakka. Öll systkinin nema Helgi og Una eru nú dáin en Jakobína og drengur að nafni Leó dóu á barnsaldri. Öll systkinin byijuðu ung að vinna fyr- ir sér og skiluðu mikilsverðu starfi til húsbænda sinna því heiðarleiki og dyggð sátu hjá þeim í fyrir- rúmi. Kristófer var um allmörg ár einn af starfsmönnum fósturfor- eldra minna á Fífustöðum í Arnar- fírði, missti hins vegar heilsuna á besta aldri og lést af berklum um fimmtugsaldur. Þó 20 ár aðskildu okkur að aldri var hann bernskuvin- ur minn. Hann var fljúgandi fær fjallamaður, ötull í starfi og við- mótsþýður. Mér er enn ferskt í minni er hann, einkum á kyrrlátum vetrarkvöldum, söng löng kvæði með hljómfagurri' rödd um ástina, gleðina og sorgina, og þegar honum tókst best upp viknuðum við báðir, ekki síður yfir gleðisöngvunum en sorgarljóðunum. Ármann ólst upp í foreldrahúsum á Ytri-Bakka við bústörf og sjó- sókn. Vegna líkamlegs atgervis og andlegs þroska var hann snemma fær um að ganga í öll störf, oft við erfíðar aðstæður, á sjó og landi. Ármanni féll þó einna best að sinna bústörfum og hafði mikið yndi af fjárbúskap. A síðari árum mat hann að jafnaði fegurð lands í ljósi þess hve hagar virtust þar góðir til beit- ar. Hinn 19. október 1933 kvæntist Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Ármann ungri blómarós á æsku- stöðvunum í Tálknafirði, Jóndísi Einarsdóttur, fædd 18. apríl 1903 á Sveinseyri í Tálknafirði. Foreldrar hennar voru Einar Jóhannsson, fæddur 19. september 1886 á Skál- anesi, Barðastrandarsýslu, dáinn árið 1934, og Jónína Jónsdóttir, fædd 28. ágúst 1880 á prestsetrinu Álftamýri í Arnarfírði, dáin árið 1944. Ættir Einars rekjast til A- Barðastrandarsýslu og Breiðafjarð- areyja, en Jónínu til Skutulsfjarðar og Isafjarðarbyggða. Fyrstu árin bjuggu þau með fjölskyldu Jóndísar í Mið-Tungu í Tálknafirði, en fluttu síðar tímabundið um set að Innri- Bakka og að Skógum á Rauðas- andi. En römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til og Jóndís og Ármann sneru aftur til Tálknafjarð- ar og hófu búskap í Mið-Tungu. Jafnframt því að, sinna bústörfum stundaði Ármann öll störf er til féllu við vaxandi útgerð og upp- byggingu framleiðslufyrirtækja er hófst í Tálknafírði upp úr 1940. Um alllangt skeið var hann fastur starfsmaður frystihússins á staðn- um, en breytti oft tímabundið um störf. Ármanni og Jóndísi fæddust þtjú börn. Þau eru: Jónína Vigdís, fædd 26. ágúst 1933, gift Einari Brands- syni, fæddur 1. janúar 1931, búa í Reykjavík og eiga fjögur börn. Jak- ob Éinar, fæddur 28. desember 1936, kvæntur Guðjónu Óláfsdótt- ur, fædd 6. mars 1937, eiga sjö börn og búa í Reykjavík. Erla Svandís, fædd 13. júní 1945, gift Þórarni Kristinssyni, fæddur 26. nóvember 1942. Þau eiga fjögur börn og búa á Akranesi. Eftir að Einar sonur Ármanns hafði komið upp tveggja íbúða húsi, Skrúðhömrum í Talknafirði, fluttu Ármann og Jóndís í aðra íbúðina og undu hag sínum vel, og höfðu yndi af að fylgjast með barnabörn- um sínum vaxa úr grasi. En tímarnir breytast. Einar flutti með fjölskyldu sína á höfuðborgar- svæðið 1979. Ármann og Jóndís fluttu þá til Akraness í hús dóttur sinnar og tengdasonar, Þórarins. Þó Ármann væri þá orðinn 74 ára hóf hann störf hjá Haraldi Böðvars- syni og Co. við fiskvinnslu og vann þar meðan heilsan leyfði. Ármann var mikill göngumaður og tii marks um léttleika hans til gangs tók hann sér stundum sunnudagsgöngu kringum Akrafjall. Á síðari árum heimsóttu Jóndís og Ármann Tálknafjörð á hveiju ári og nutu þess að hitta frændur og vini að máli. Nú síðustu árin hafa þau verið til heimilis hjá dótt- ur sinni, Jónínu, í Reykjavík. Ármann var góður meðalmaður að hæð, dökkur á hár eins og flest- ir Barðstrendingar, svipmikill og sviphreinn, teinréttur og hafði jafn- an gamanmál á vörum í kunningja- hóp. Handtök hans í starfi voru traust enda aufúsustarfsmaður hjá öllum er nutu verka hans. Fjölskylda mín og ég þökkum Ármanni og fjölskyldu hans löng og góð kynni og við sendum Jónd- ísi, börnum þeirra Ármanns og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Sigurjón Davíðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.