Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 54
-54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA / 1. DEILDARKEPPNIN Valur-Víkingur: „Þetta verð- ur hörku- leikur“ - segirGuðmundurSteinsson, markakóngurúrVíkingi. Stjarnan mætir Fram og Víðir leikur í Eyjum „VALSMENN eru sterkir, en við erum ákveðnir að standa okkur. Þetta verður hörkuleik- ur,“ sagði Guðmundur Steins- son, miðherji Víkingsliðsins, sem skoraði tvö mörk fyrir Víkinga þegar þeir lögðu FH- inga að velli, 4:2, í fyrstu um- ferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu. Þrír leikir verða leikir í deildinni f kvöld; Valur : Víkingur, Stjarnan - Fram og ÍBV - Víðir. Allir leikirnir byrja kl. 20. Það er hugur í mönnum. Við vitum að við verðum að beijast fyrir hlutunum og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Guðmundur. Óvíst er hvort að Þorsteinn Þor- steinsson, sem er meiddur á hné, og Helgi Björgvinsson, sem er meiddur á læri, geti leikið með Víkingsliðinu. Ingi Björn Albertsson, þjálfari Valsmanna, sagði að hann væri sammála Guðmundi um að leikurinn verði jafn og fjörugur. „Bæði liðin skoruðu mörg mörk í fyrstu um- ferð. Það er mjög mikilvægt fyrir öil lið að byija vel. Valur og Víking- ur gerðu jafntefli í báðum leikjum liðanna í fyrra, en ég er þó viss um að það verður ekki jafntefli nú,“ sagði Ingi Björn Albertsson. Stjarnan leikur gegn Fram á grasvellinum í Garðabæ. ,;Við erum ekki búnir að gleyma leiknum gegn Val, sem við töpuðum, 0:3. Strák- arnir geta gert betur," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörn- unnar. Kristinn R. Jónsson mun að öllum líkindum leika með Fram gegn Stjörnunni. „Hann er að verða góð- ur,“ sagði Asgeir Elíasson, þjálfari Fram. „Leikurinn verður erfiður. Stjörnumenn töpuðu sínum fyrsta leik, 0:3, og koma því ákveðnir til leiks og verða harðir í horn að taka. Við ætlum ekki að færa þeim mörk á silfurfati, eins og við gerðum gegn Blikunum. Strákamir eru ekki búnir að gleyma mistökunum í þeim leik,“ sagði Ásgeir. Opna Diletto- kvennamótib verbur haldib á Grafarholtsvelli 2. |úní Vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti meö forgjöf og án. Aukaverölaun fyrir næst holu á 2. braut og fyrir holu í höggi. Þátttöku skal tilkynna í síma 82815 fyrir kl. 14:00 laugard. 1. júní. Byrjaö veröur aö ræsa út kl. 9:00 sunnudaginn 2. júní. Kaffiveitingar í boöi Ó. Johnson & Kaaber. „Kastklúbburínn“ Guðmundur Steinsson sækir að marki FH-inga í fyrstu umferð. Morgunblaðið/Einar Falur FRJALSAR IÞROTTIR færstyrk fra VISA 500 þúsund krónuriyrirsigurá Ólympíuleikunum VISA íslands og fjögur fyrirtæki hafa bundist samtökum um að veita líklegum ólympíuförum íslands í kastgreinum þjálfun- ar- og afreksstyrki fram að Ólympíuleikum í Barcelona á næsta ári. Þeir íþróttamenn sem hér um ræðir eru: Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einars- son og Sigurður Matthíasson spjótkastarar, Pétur Guð- mundsson kúluvarpari og Vé- steinn Hafsteinsson kringlu- kastari. Gerður hefur verið sérstakur samningur milli þessara aðila um auglýsingasamstarf fram að leikunum. Markmiðið með samn- ingnum er að gera viðkomandi íþróttamönnum kleift að helga sig alfarið íþrótt sinni og stuðla þannig að því að árangur þeirra verði sem allra bestur á Olympíuleikunum. Fyrirtækin fimm , Visa ísland, Flugleiðir, Landsbankinn, Sportval og Utilíf, munu tryggj kösturunum reglubundna ólympíustyrki á tíma- bilinu maí 1991 til ágúst 1992, eða í 16 mánuði. Styrkirnir verða m.a. lagðir fram í formi 50 þúsund króna úttektarheimilda á Visa-kortum viðkomandi íþróttamanna. Jafn- framt hefur verið samið um að 0,5% af viðskiptum með Visa hjá sport- vöruverslunum Sportvals í Kringl- unni og Útilífi í Glæsibæ renni í Pétur sérstakan sjóð á vegum Ólympíu- nefndar Islands og Visa, sem styrk- ir ólympíufara íslands. Þá mun umræddum íþróttamönn- um veittir sérstakir afreksstyrkir eftir árangri þeirra á mótum og ef þeir setja met. Fyrir að vinna til gullverðlauna á Ölympíuleikunum verða veittar 500 þúsund krónur, silfur 300 þúsund, brons 150 þús- und og 100 þúsund fyrir að komast í úrslit. Fyrir sigur á HM í Tókýo verða veittar 300 þúsund, 200 þús- und fyrir silfur, 150 þúsund fyrir brons og 100 þúsund fym að kom- ast í úrslit. Fyrir gullverðlaun á alþjóðlegum stórmótum eru greidd- ar 100 þúsund krónur. Ennfremur Vésteinn verða greiddar 300 þúsund fyrir heimsmet og eitthvað minna fyrir Norðurlandamet og Islandsmet. Á fundi með blaðamönnum þar sem samningurinn var kynntur þakkaði Einar Vilhjálmsson fyrir hönd íþróttamannanna og sagði þetta rausnarlegt framlag. „Mark- miðið með þessum styrk er að gefa okkur kost á að búa við svipaðar aðstæður og gerist hjá afreksmönn- um annarra þjóða. Þetta er ómetan- legt,“ sagði Einar. Það má því segja að kastararnir séu nokkuð vel settir þar sem þeir fá einnig 60 þúsund krónur á mán- uði úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fram að Ólympíuleikum. Ó. Johnson & Kaaber hf Sigurður Einar Sigurður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.