Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 54
-54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA / 1. DEILDARKEPPNIN Valur-Víkingur: „Þetta verð- ur hörku- leikur“ - segirGuðmundurSteinsson, markakóngurúrVíkingi. Stjarnan mætir Fram og Víðir leikur í Eyjum „VALSMENN eru sterkir, en við erum ákveðnir að standa okkur. Þetta verður hörkuleik- ur,“ sagði Guðmundur Steins- son, miðherji Víkingsliðsins, sem skoraði tvö mörk fyrir Víkinga þegar þeir lögðu FH- inga að velli, 4:2, í fyrstu um- ferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu. Þrír leikir verða leikir í deildinni f kvöld; Valur : Víkingur, Stjarnan - Fram og ÍBV - Víðir. Allir leikirnir byrja kl. 20. Það er hugur í mönnum. Við vitum að við verðum að beijast fyrir hlutunum og það ætlum við okkur að gera,“ sagði Guðmundur. Óvíst er hvort að Þorsteinn Þor- steinsson, sem er meiddur á hné, og Helgi Björgvinsson, sem er meiddur á læri, geti leikið með Víkingsliðinu. Ingi Björn Albertsson, þjálfari Valsmanna, sagði að hann væri sammála Guðmundi um að leikurinn verði jafn og fjörugur. „Bæði liðin skoruðu mörg mörk í fyrstu um- ferð. Það er mjög mikilvægt fyrir öil lið að byija vel. Valur og Víking- ur gerðu jafntefli í báðum leikjum liðanna í fyrra, en ég er þó viss um að það verður ekki jafntefli nú,“ sagði Ingi Björn Albertsson. Stjarnan leikur gegn Fram á grasvellinum í Garðabæ. ,;Við erum ekki búnir að gleyma leiknum gegn Val, sem við töpuðum, 0:3. Strák- arnir geta gert betur," sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Stjörn- unnar. Kristinn R. Jónsson mun að öllum líkindum leika með Fram gegn Stjörnunni. „Hann er að verða góð- ur,“ sagði Asgeir Elíasson, þjálfari Fram. „Leikurinn verður erfiður. Stjörnumenn töpuðu sínum fyrsta leik, 0:3, og koma því ákveðnir til leiks og verða harðir í horn að taka. Við ætlum ekki að færa þeim mörk á silfurfati, eins og við gerðum gegn Blikunum. Strákamir eru ekki búnir að gleyma mistökunum í þeim leik,“ sagði Ásgeir. Opna Diletto- kvennamótib verbur haldib á Grafarholtsvelli 2. |úní Vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti meö forgjöf og án. Aukaverölaun fyrir næst holu á 2. braut og fyrir holu í höggi. Þátttöku skal tilkynna í síma 82815 fyrir kl. 14:00 laugard. 1. júní. Byrjaö veröur aö ræsa út kl. 9:00 sunnudaginn 2. júní. Kaffiveitingar í boöi Ó. Johnson & Kaaber. „Kastklúbburínn“ Guðmundur Steinsson sækir að marki FH-inga í fyrstu umferð. Morgunblaðið/Einar Falur FRJALSAR IÞROTTIR færstyrk fra VISA 500 þúsund krónuriyrirsigurá Ólympíuleikunum VISA íslands og fjögur fyrirtæki hafa bundist samtökum um að veita líklegum ólympíuförum íslands í kastgreinum þjálfun- ar- og afreksstyrki fram að Ólympíuleikum í Barcelona á næsta ári. Þeir íþróttamenn sem hér um ræðir eru: Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einars- son og Sigurður Matthíasson spjótkastarar, Pétur Guð- mundsson kúluvarpari og Vé- steinn Hafsteinsson kringlu- kastari. Gerður hefur verið sérstakur samningur milli þessara aðila um auglýsingasamstarf fram að leikunum. Markmiðið með samn- ingnum er að gera viðkomandi íþróttamönnum kleift að helga sig alfarið íþrótt sinni og stuðla þannig að því að árangur þeirra verði sem allra bestur á Olympíuleikunum. Fyrirtækin fimm , Visa ísland, Flugleiðir, Landsbankinn, Sportval og Utilíf, munu tryggj kösturunum reglubundna ólympíustyrki á tíma- bilinu maí 1991 til ágúst 1992, eða í 16 mánuði. Styrkirnir verða m.a. lagðir fram í formi 50 þúsund króna úttektarheimilda á Visa-kortum viðkomandi íþróttamanna. Jafn- framt hefur verið samið um að 0,5% af viðskiptum með Visa hjá sport- vöruverslunum Sportvals í Kringl- unni og Útilífi í Glæsibæ renni í Pétur sérstakan sjóð á vegum Ólympíu- nefndar Islands og Visa, sem styrk- ir ólympíufara íslands. Þá mun umræddum íþróttamönn- um veittir sérstakir afreksstyrkir eftir árangri þeirra á mótum og ef þeir setja met. Fyrir að vinna til gullverðlauna á Ölympíuleikunum verða veittar 500 þúsund krónur, silfur 300 þúsund, brons 150 þús- und og 100 þúsund fyrir að komast í úrslit. Fyrir sigur á HM í Tókýo verða veittar 300 þúsund, 200 þús- und fyrir silfur, 150 þúsund fyrir brons og 100 þúsund fym að kom- ast í úrslit. Fyrir gullverðlaun á alþjóðlegum stórmótum eru greidd- ar 100 þúsund krónur. Ennfremur Vésteinn verða greiddar 300 þúsund fyrir heimsmet og eitthvað minna fyrir Norðurlandamet og Islandsmet. Á fundi með blaðamönnum þar sem samningurinn var kynntur þakkaði Einar Vilhjálmsson fyrir hönd íþróttamannanna og sagði þetta rausnarlegt framlag. „Mark- miðið með þessum styrk er að gefa okkur kost á að búa við svipaðar aðstæður og gerist hjá afreksmönn- um annarra þjóða. Þetta er ómetan- legt,“ sagði Einar. Það má því segja að kastararnir séu nokkuð vel settir þar sem þeir fá einnig 60 þúsund krónur á mán- uði úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fram að Ólympíuleikum. Ó. Johnson & Kaaber hf Sigurður Einar Sigurður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.