Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 41 FLEXON SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT Bandaríkjamenn fundu upp fjallahjólió og eru því leiðandi afl í fjallahjólum. Við bjóðum upp á topp merkin frá Bandaríkjunum í miklu úrvali, með 2 7 gír, krómólí-stelli, öflugum átaksbremsum og breiðum dekkjum. Oll með ævilangri ábyrgð, ókeypis endurstillingu og skoðun. Reidhjolaverslunm I OPIÐ ^ LAUGARDAGA RAÐGREIÐSLUR KL10 -16 SKEIFUNNI I I VERSLUN SIMI 679890 VERKSTÆÐI SIMI 679891 SPÍTALASTÍG 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661 Vlð veitum þér allar tœknilegar upplýsingar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SIMI (91) 20680- FAX (91) 19199 Ragnar Þ. Guðlaugs- son - Minning Fæddur 14. nóvember 1911 Dáinn 12. maí 1991 í dag, fimmtudaginn 30. maí, verður borinn til hinstu hvílu frá Fossvogskirkju tengdafaðir minn, Ragnar Þorsteinsson Guðlaugsson. Ragnar fæddist í Iiafnarfirði 14. nóvember 1911. Hann var einn sex barna hjónanna Guðlaugs Jónas- sonar sjómanns (1878-1918) og Halldóru G. Magnúsdóttur (1884- 1934). Árið 1918 dóu Guðlaugur faðir Ragnars og einnig yngsta systir hans úr Spönsku veikinni svoköll- uðu. Við þetta áfall í ljölskyldunni varð Halldóra að láta frá sér þijú yngstu börnin. Ragnar va,r þá tek- inn í fóstur af hjónunum Kristínu Gestsdóttur og Þorsteini Guð- mundssyni yfirfiskmatsmanni í Reykjavík og ólst hann þar upp. Systkinin sex eru nú öll látin. Á sínum yngri árum stundaði Ragnar verslunarstörf, vann t.d. um árabil í veiðarfæraversluninni Geysi. Árið 1942 hóf Ragnar að læra blikksmíði og starfaði hann við þá iðn að mestu upp frá því, lengst af í Blikksmiðju Reykjavíkur. Ragnar kvæntist árið 1935 eftirlifandi konu sinni, Kristínu Laufeyju Guðjóns- dóttur, f. 11. október 1912. Foreldr- ar Kristínar voru Hannesína Guð- rún Hannesdóttir og Guðjón Jóns- son. Kristín og Ragnar eignuðust íjögur börn en þrjú komust á legg. Elstur er Guðjón (1940) kvæntur Kolbrúnu Zóphoníasardóttur, Hanna Guðrún (1946) gift Jóni Kr. Stefánssyni og Halldóra Guðlaug (1952) gift Gunnari Loftssyni. Fyr- ir átti Ragnar eina dóttur, Júlíönu (1933), gift Guðna Þorsteinssyni. Barnabörn Kristínar og Ragnars eru ljögur og barnabarnabörn tvö. Þegar ég kynntist Ragnari fyrir um það bil tuttugu árum, bjó fjöl- skylda hans í Lönguhlíð 21 í Reykjavík. Þá þegar var farið að gæta lungnasjúkdóms þess er seinna leiddi til dauða hans. Barátt- an við stigana upp á fjórðu hæð var oft ströng og æ oftar þurfti fleiri en eina lotu til að sigrast á þeim. Það varð því að ráði 1982 að þau Ragnar og Kristín fluttu úr íbúðinni í Lönguhlíð í hús Öryrkja- bandalagsins í Hátúni 10 þar sem aðkoman var auðveldari. Ibúðin í Lönguhlíðinni var ekki ýkja stór, en þar var samt nóg pláss þegar dóttur og tengdason vantaði þak yfir höfuðið, jafnvel þótt frumburð- urinn bættist í hópinn á þeim tíma. Ragnari var mjög annt um hag sinna nánustu og var hann ávallt tilbúinn með útrétta hjálparhönd til þeirra sem á þurftu að halda. Hann var bjartsýnn og kappsamur, en kappið bar þrekið stundum ofurliði síðustu árin. Ragnar var mjög handlaginn og hugmyndaríkur og hafði mjög gam- an af að hanna og smíða hluti úr blikki og eflaust bjó í honum lísta- maður. Ég minnistt.d. jólabæjanna, sem eru litlir upplýstir burstabæir, en Ragnar bjó til marga slíka. Barnabörnunum þótti gott að koma til afa og ömmu og spjalla við þau. Afi fylgdist vel með fram- göngu þeirra innan skóla sem utan og var óþreytandi við að hvetja þau til dáða og gladdist með þeim þegar velgekk. Ég minnist Ragnars með virð- ingu og þakklæti. Tengdamóður minni og öllum ástvinum Ragnars færi ég samúðarkveðjur. Jón Kr. Stefánsson Fyrir stuttu lést ástkær afi minn, Ragnar Þorsteinsson Guðlaugsson. Afi var alltaf mjög góður vinur okkar systkinanna og fylgdist með skólagöngu okkai' og frístundum og hvatti okkur óspart til dáða og þegar vel gekk var hann alveg að springa úr stolti. Afi hafði þó nokk- urn áhuga á íþróttum og fylgdumst við oft saman með íþróttum um helgar. Á yngri árum hafði afi mjög gaman af stangaveiði en veiðiferð- um fór fækkandi, þó fórum við nokkrum sinnum saman að veiða og voru manni þá sýndar allar breli- ur og brögð, sem gömul aflakló kunni til að koma fiski á færið. Margar sögur sagði afi mér frá sín- um yngri árum, einkum af skondn- um atvikum úr skólagöngu og einn- ig af frönskum sjómönnum sem hann afgreiddi þegar hann vann við verslunarstörf, þó að frönskukunn- áttan hafi verið af skornum skammti. Afi var alltaf léttur í lund og voru brandararnir margir sem hann lét frá sér fara. Gott var að spjalla við hann um hitt og þetta og gott var líka að leita ráða hjá honum. Áttum við afi margar skemmtilegar stundir saman. Hans verður sárt saknað og mun minning hans lifa alla tíð. Stefán Ragnar SPEUAUZED TREK USA VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR DRIF- OG FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.