Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 164. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Baker á ferð um Mið-Austurlönd: Glaðlegir strákar á Manhattan í New York kæla sig hér í bunu frá brunahana á sunnudag. Hitinn komst þá i 39 gráður og var það fimmti dagurinn í röð sem hitabylgja heijaði á borgina. Vongóður um að Israelar fallist brátt á friðarráðstefnu Kærkomin kæling Jerúsalom, Amman. Reuter, The Daily Telegraph. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær vona að Israelar myndu bráðlega fallast á tillögu Bandaríkjastjórnar varð- andi ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum. Útvarpið í ísrael sagði að Yitzhak Shamir, forsætisráðherra landsins, hefði sagt á ríkis- stjórnarfundi eftir viðræður við Baker að Bandaríkjamenn teldu að svörnustu óvinir Israela, Sýrlendingar, hefðu gjörbreytt afstöðu sinni til viðræðna og að friðarráðstefna gæti farið fram fyrir október. Arye Deri, innanríkisráðherra ísraels, sagði eftir ríkisstjómar- fundinn að Shamir hefði verið óvenju bjartsýnn. „Forsætisráð- herrann §r í góðu skapi í dag. Hann lagði sjálfur áherslu á að grundvallarbreyting hefði orðið á afstöðu Sýrlendinga," bætti hann við. Baker lét svo um mælt eftir að hafa rætt við Shamir og fleiri ísra- elska ráðherra að þeir hefðu lofað að svara tillögu Bandaríkjamanna um friðarráðstefnu bráðlega. „Ég er ánægður með að forsætisráð- herrann og samstarfsmenn hans hyggjast íhuga stöðuna og tillögu okkar og ég bind miklar vonir við svar þeirra,“ sagði utanríkisráð- herrann við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Bandaríkj- anna eftir fimmtu friðarför sína til Mið-Austurlanda. „Ég tel að við stöndum frammi fyrir sögulegu tækifæri. ísraelar hafa í 43 ár reynt að koma á beinum viðræðum við nágrannaríkin. Og nú fáum við raunverulegt tækifæri til tryggja slíkar viðræður." Baker sagði við Shamir að arabaríkin styddu tillögu Banda- ríkjastjórnar um friðarráðstefnu og tvíhliða viðræður að henni lok- inni. Tímamót urðu þegar Sýrlend- ingar féllust á tillögu Bandaríkja- stjórnar. Baker sagði að Shamir hefði hins vegar hafnað tillögu Saudi- Araba, Egypta og Jórdana um að viðskiptabanni arabaríkjanna á ísrael yrði aflétt að því tilskildu að ísraelar hættu við frekara land- nám á hernumdu svæðunum. Brent Snowcraft, öryggismála- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði að George Bush vænti svars frá ísraelum áður en hann færi til Moskvu í næstu viku til fundar við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta. Fundur miðsljórnar sovéska kommúnistaflokksins: Gorbatsjov vill að flokk- urinn falli frá marxisma Búist er við hörðum viðbrögðum harðlínumanna við tillögu flokksleiðtogans Moskvu. Reuter. SKÝRT var frá því í gær að Mík- haíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna og leiðtogi sovéskra kommúnista, hygðist leggja til á fundi miðstjórnar kommúnista- flokksins á fimmtudag að flokk- urinn félli frá marx- og lenínism- anum, sem hann hefur haft á stefnuskrá sinni í 74 ár. Þess í stað tæki flokkurinn upp „mann- úðlegan lýðræðissósíalisma" og tileinkaði sér hugmyndir kapítal- ista um einkaeignarrétt. Reynist þetta rétt má búast við hörðum viðbrögðum harðlínukomm- únista á fundinum. sérstakt flokksþing. Ef marka má frétt dagblaðsins benda drög Gorbatsjovs til að hann sé nú reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að halda völdunum inn- an flokksins og hætta á að harðlínu- menn kljúfi sig úr honum. Alexander Rútskoj, leiðtogi „Lýðræðissinnaðra kommúnista", nýrrar hreyfingar innan flokksins, kvaðst búast við hörðum deilum á fundi miðstjómarinnar. „Nú er svo komið að ekki verður hjá því kom- ist að við skiptumst í fylkingar eft- ir hugmyndafræði," sagði hann. Sjá „Starfsemi kommúnista í fyrirtækjum bönnu “ á bls. 22. Keuter Colin Powell í Sovétríkjunum Colin Powell, forseti bandaríska herráðins, kom í gær í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna þar sem hann hittir ýmsa háttsetta emb- ættismenn að máli. í gær ræddi hann við sovéska starfsbróður sinn, Míkhaíl Mojsejev, og að sögn Powells snerust umræðurnar einkum um hvernig breyta mætti framleiðslu sovéskra hergagnaverksmiðja þannig að þær framleiddu neysluvörur. Á myndinni sjást þeir Mojs- ejev (t.v.) og Powell (t.h.) heilsa heiðursverði við komu Powells til Moskvu. 20 falla í bardögnm í Króatíu: Hörðustu átökin frá stríðsárunum Belgrad. Reuter. TUTTUGU manns féllu í Króatíu í gær í mestu átökum milli Serba og Króata frá því í heimsstyrjöldinni siðari. Vonir manna um að friður komist á hafa nú dofnað og óttinn við að borgarastyrjöld brjótist út í Júgóslavíu aukist til muna. Sovéska dagblaðið Nezavísímaja Gazeta birtir frétt þessa efnis í dag en fréttastofan Reuter fékk afrit af henni í gær. Þar er því haldið fram að Gorbatsjov hafí hafnað drögum að nýrri stefnuskrá, sem stríðandi fylkingar umbótasinna og harðlínumanna vildu að yrðu kynnt á fundi miðstjórnarinnar. Hann ætli aðeins að leggja fram eigin drög, þar sem gert sé ráð fyrir að marxisminn verði aðeins hluti af mörgum sjónarmiðum, sem hafí áhrif á stefnu flokksins. í fréttinni segir einnig að Gorbatsjov vilji að flokkurinn tileinki sér kapítalískar hugmyndir um einkaeignarrétt. 412 menn eiga sæti í miðstjórn- inni og dagblaðið segir að þar af séu um 100 stuðningsmenn Gorb- atsjovs reiðubúnir að styðja drög hans hvernig sem harðlínumenn bregðist við þeim. Búist er við að harðlínukommúnistar taki ekki í mál að flokkurinn hverfí frá marx- og lenínisma og tileinki sér hug- myndir kapítalista um fijálst fram- tak einstaklinga. Samþykki miðstjórnin drögin verður efnt til umræðna um þau innan hinna ýmsu deilda flokksins. Síðan verður að leggja þau fyrir Króatískir lögregluþjónar og þjóðvarðliðar börðust við serbneska skæruliða frá því í dagrenningu í og við bæinn Mirkovci í Austur-Kró- atíu með sprengjuvörpum og vél- byssum. Fjórtán þjóðvarðliðar, einn lög- reglumaður og fímm óbreyttir borg- arar féllu og 21 maður særðist, að sögn útvarps í Zagreb. Serbar, sem tilheyra grísku rétt- trúnaðarkirkjunni, og Króatar, sem eru rómversk-kaþólskir, eru stærstu þjóðernishópar Júgóslavíu. Mikill fjöldi Serba hefur um langan aldur búið í Króatíu og hafa þeir lengi eldað grátt silfur við Króata. Átök þeirra í milii hafa þó stór- aukist síðan lýst var yfír sjálfstæði Króatíu 25. júní sl. og féllu meira en 30 manns frá sl. föstudegi til sunnudags. Forsætisráð Júgóslavíu fyrirskip- aði Króötum að leysa upp allar ólög- legar skæruliðasveitir sínar og sagði að ef það yrði gert myndu júgóslavneskar hersveitir í lýðveld- inu halda til búða sinna. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.