Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Jón F. Kjartans- son - Minning Fæddur 10. júní 1973 Dáin 10. júlí 1991 Eitt fegursta sumar í Reykjavík er nú í fullum blóma, en því miður njóta þess ekki allir sem skyldi. Ekki ná öll blóm fullum þroska. Eitt þeirra, kær vinur fjölskyldunnar Jón Finnur eða Jobbi, eins og hann var kallaður, er látinn, hans lífsblóm fölnað. Hann var náinn vinur elsta sonar okkar og var því mikið á heim- ilinu, sannkallaður heimilisvinur. «- Fyrstu kynni okkar af honum voru þegar skólafélagamir stofnuðu hljómsveit og fengu leyfi til að nota bílskúrinn fyrir æfíngahúsnæði, þá 14 ára gamlir. Úr skúmum barst mikið tónaregn en þróttmikil og til- finningarík söngrödd vakti athygli okkar. Við spurðum son okkar hver syngi með svo miklum tilþrifum. Þá kom í ljós að það var Jobbi. Flest okkar. eiga sér margar hlið- ar, eins var um Jobba. Hann var grallaralegur, hress og græskulaust ungmenni, þar sem saman fór kraft- ur og áhugi á íþróttum og tónlist. Á hinn bóginn var hann hægur, hlé- drægur og dulur. Hann hætti í hljómsveitinni og J.æddist að manni sá grunur að hann sæi sig ekki í hlutverki rokksöngv- arans þó svo hann hefði alla burði til að verða góður söngvari. En vin- áttan hélst og fylgdust hann og son- ur okkar að á skólagöngu sinni. Yngri synir okkar löðuðust að honum sökum nærgætni hans og ljúf- mennsku. Hann hafði tekið ákvörðun um að fara í iðnnám, en leit ekki á það sem lokatakmark heldur eitt- hvað sem gott gæti reynst að grípa til, gæti veitt honum öryggi. Við fjölskyldan kveðjum góðan ^dreng eftir alltof skömm kynni. Móður hans, Kristínu Guðjónsdóttur, og föður hans, Kjartani Magnús- syni, sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur svo og systkinum hans og vinum. Axel og Stefanía Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) í febrúar kom Jón Finnur Kjart- ansson, eða Jobbi eins og hann var oftast kallaður, til starfa með okkur í Gerðubergi og gekk í starf húsvarð- _»ar sem er fjölþætt og ábyrgðarmikið starf, jafnframt því að vera ákafiega erilssamt. í fyrstu vorum við nokkuð efins um að svo ungur maður gæti axlað þá ábyrgð sem starfinu fylgdi. Þær efasemdir reyndust þó ástæðu- lausar, því allt frá fyrsta degi sýndi Jobbi að hann var óvenju þroskaður ungur maður. Með fasi sínu og dugn- aði vann hann traust og virðingu allra þeirra sem hér vinna, sem og þeirra sem til hans þurftu að leita. Hann prýddi flest það sem prýða má ungan mann. Hann var sterkur persónuleiki og það var einstakt af hvaða dugnaði og alúð hann gekk í öll verk og var stöðugt að. Athygli hans og umhyggja fyrir húsinu og þeirri flölþættu starfsemi sem hér fer fram var einstök. Gott dæmi um það er frammistaða hans við undir- búning Listahátíðar æskunnar, en þar sýndi hann svo sannarlega hvað í honum bjó. Ekki síður eru okkur minnisstæð mörg viðvikin við þá sem hér sækja félagsstarf eldri borgara. Því fólki sýndi hann fádæma virð- ingu og hlýju sem aldrei gleymist, né fæst full þökkuð. Jobbi hafði ákveðið að hefja nám í múrverki og vissum við því að hann væri á förum frá okkur. En að skilnaðurinn yrði svo algjör sem raun er er okkur mikið áfall og reyndar ósættanleg staðreynd. Við erum þakklát forsjóninni að hafa fengið að kynnast svo vel gerð- um ungum manni sem Jobbi var, þakklát honum fyrir lipurð og vinátt- una, húsið er tómlegt án hans. Fjölskyldu hans vinum og vanda- mönnum vottum við okkar dýpstu samúð. En meðan árin þreyta hjðrtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) F.h. samstarfsmanna í Gerðu- bergi, Elísabet B. Þórisdóttir Af hveiju hann? Það er erfitt að sætta sig við þegar dauðinn kveður dyra. Hann sem var svo ungur og hress með sitt fallega bros. Minning- arnar streyma fram í hugann ein af annarri. Jón Finnur var ellefta barn móður sinnar, Kristínar S. Guðjónsdóttur, en eina barn föður síns Kjartans Magnússonar. Hún er sár sorg þeirra. . Jón Finnur ólst upp í nánum tengslum við systkinabörn sín og var hann þeim hinn besti félagi alla tíð og eiga þau eftir að sakna hans mikið. Nú er bamið sofnað og brosir í draumi kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn er pll sitt barhið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinsta þögnin einhverntíma. Ég losa kreppta fmgur um lífið mitt og dey. (Jón úr Vör.) Við þökkum fyrir að hafa fengið að hafa Jón Finn hjá okkur. Megi Guð styrkja mömmu og Kjartan í þeirra miklu sorg. Fjölskyldan Elliðavöllum 4, Keflavík. Þegar pabbi sagði okkur að Jobbi frændi væri dáinn, þá vildum við ekki trúa því. Það getur ekki verið satt. Hann var alltaf svo góður við okkur og lék sér í fótbolta, fór með okkur í bíltúr á nýja bílnum sínum og við gerðum svo margt skemmti- legt saman. Jobba söknum við mikið. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt, og vaxið hveijum vanda, sé vilja beitt. Þó prlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nomahöndum, sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þijú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, fiður - mitt faðirvor. '(Kristján frá Djúpalæk.) Gaui, Stebbi og Sammi. Þú hvarfst á braut með fangið fullt af blómum að fagna jörð, er virtist björt að sjá, en gættir ei að myrkum manna dómum, er meiða saklaus bros á ungri brá. í marz síðastliðnum hitti ég Óla og Villu, þau voru á leið til Þýska- lands í viðskiptaerindum hress og kát eins og alltaf þegar maður hitti þau. Þá var rætt um að drífa í því að hittast fljótlega, það hafði farist fyrir alltof lengi vegna anna. Ekkert varð úr því, Oli lagðist helsjúkur á spítala skömmu síðar. Ég hef verið á ferðalögum, þegar ég kom heim frétti ég að þessi góði vinur minn væri faj'inn. Við Óli kynntumst í Gagnfræða- skóla Austurbæjar og lágu leiðir okkar mikið saman eftir það, við vorum samferða í gegnum Iðnskól- ann, unnum saman hjá ÍSAL, störf- uðum saman í Rafiðnaðarsamband- inu, reistum okkur hesthús saman fyrst í Kardimommubæ og síðan í Víðidal, við vorum nágrannar í Foss- vogsdalnum í mörg ár og áttum margt sameiginlegra vina og kunn- ingja. Fljótt bar á félagslegum áhuga Óla og góðum skipulagshæfileikum hans. Hann var mikiil félagshyggju- maður, átti mjög gott með að færa rök fyrir sínu máli, flutti það af festu og á skipulegan hátt og átti auðvelt með að fá menn til liðs við skoðanir sínar. Óli átti ekki langt að sækja félagslegan áhuga sinn, foreldrar hans, Guðmunda Lilja Ólafsdóttir REYKIALUNPUR Því var það svo, að veröldin þig grætti, þó víst þú kysir bros í tára stað. En hugur þinn, er ávallt góðs eins gætti, gat ei komið brosum sinum að. (Rúnar Hafdal Halldórsson, „Sólris".) Hann var ekki lengi að vinna mig á sitt band hann litli bróðir minn er hann kom í heiminn fyrir 18 árum. Eg, þá tvítug að aldri, var ekkert yfir mig hrifin að eignast fleiri systk- ini. En hann fór brátt að brosa sínu ljúfa brosi og vafði okkur um fingur sér. Hann var bæði yngstur og elstur í hópnum okkar. Hann var litli bróð- irinn okkar systkinanna og hann var elstur í hópi systkinabarnanna, en hann var vinur okkar allra. Frænd- systkini hans litu upp til hans og hann varð þeim fyrirmynd. Þegar Jón Finnur var um fermingu uppgöt- vaði yngri sonur minn að Jón Finnur væri orðinn unglingur og tjáði mér það með skelfingarsvip en Jón Finn- ur brást ekki frændum sínum og hafði áfram tíma til að leika við þá sem jafningja. Hann Jón Finnur var ljúfur í lund og dagfarsprúður og átti svo auð- velt með að umgangast bæði unga sem aldna. Hann var svo glaður með okkur á ættarmóti vestur á ijörðum fyrir aðeins hálfum mánuði. Hann virtist áhugasamur og ánægður með það sem hann var að fást við, sérs- taklega byggja upp nýja heimilið þeirra mömmu. Hann á mörg handtökin í nýja húsinu okkar og gleymi ég ekki hve áhugasamur hann var á Þorláks- messu að koma upp fataskápum í húsinu okkar fyrir jólin. Ekki mátti á milli sjá hvor var stoltari hann eða húsbóndinn þegar það tókst. Hann var vinmargur og vinsæll. Því er það að við sitjum hnípin, sorgin kremur hjarta okkar eins og risastór krumla og við leitum svara. Hvað varð honum svo ofviða? Er framtíð sú sem við bjóðum börnuin okkar upp á svo ógnvekjandi, iífíð og Þorsteinn Pjetursson, tóku mik- inn þátt í störfum verkalýðshreyf- ingarinnar. Þorsteinn var starfsmað- ur Fulltrúaráðs verkajýðsfélaganna í mörg ár, þar hitti Óli kjarnann í verkalýðshreyfingunni og gekk á beinan og óbeinan hátt í gegnum fyrsta flokks félagsmálaskóla. I Gaggó Aust myndaðist sterkur vinahópur kraftmikilla stráka, var margt brallað og víða komið við. Þessi hópur stóð að stofnun og rekstri á mjög virkum unglinga- klúbb, Mánaklúbbnum, Óli var form- aður þar. Hann var virkur félagi hjá ungum jafnaðarmönnum. Óli hóf nám í útvarpsvirkjun hjá Eggert Benónýssyni, hann vann ekki mikið við fagið, en sá um innflutning og rekstur verslunar Eggerts sem var mjög umfangsmikil á þessum árum. Á námstíma sínum var Óli í forystu- sveit rafiðnaðarnema og fulltrúi þeirra í stjórn iðnnemasambandsins. Að námi loknu, 1968, hóf hann störf hjá Álfélaginu. Hann dreif upp Félag útvarpsvirkja og varð formað- ur þar. Rafiðnaðarsamband íslands er stofnað 1970, þar er Óli í forystu- sveit, er í miðstjórn á stofnfundi og er kosinn ritari RSÍ á framhalds- stofnfundi. Hann er kosinn vara- formaður RSÍ 1972 og er það til 1974, þá dregur hann sig út úr verk- alýðsmálum. Þann tíma sem Óli starfaði hjá ÍSAL var hann trúnaðar- maður rafiðnaðarmanna á svæðinu og tók mikinn þátt í samningagerð. Á þessum árum komu fram í ÍSAL- samningum margar nýjungar í kjara- og ekki síður félagslegum réttindamálum launþega, sem síðar voru teknar upp í kjarasamningum ’ ' 1----------- Tlutcuicv Heílsuvörur nútímafólks © Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendurl 6.-9. ágúst kl. 16-19:30 og 19.-23. águst kl. 16-19 'Jp’ &O Tölvu- og verkfræðiþjónustan &0 Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu '•& VARMO SNJOBRÆÐSLA Olafur Þorsteins- son — Kveðjuorð Fæddur 9. apríl 1945 Dáinn 6. júlí 1991 svo flókið og kröfumar svo miklar að unglingarnir okkar treysta sér ekki að takast á við það? Við fínnum engin svör. Ljúfí drengurinn okkar er horfinn úr lífi okkar en hann gaf okkur ljúf- ar minningar sem hverfa ekki. Hann var hluti af lífí okkar síðastliðin átj- án ár og nú reynum við'að sætta okkur við að hann strái ekki framar blómum sínum á veg okkar. Við fjölskyldan í Dalhúsum 78 kveðjum hann með sárum trega og trúum að væntumþykja okkar á hon- um nái til hans og hjálpi. Fari hann í friði. Gunna Ótrúlegt. Það var það fyrsta sem kom upp í hugann á okkur þegar við fréttum að Jobbi, gamall bekkj- arfélagi okkar og vinur, væri látinn. Við kynntumst Jobba fyrst í Laug- arnesskóla og var það byijunin á löngum vinskap og mörgum góðum og ánægjulegum skólaárum saman. Við fyrstu kynni var Jobbi hlédræg- ur og feiminn, en eftir nánari kynni kom í ljós að þetta var glaðlyndur og hlýr drengur. Jobbi var einn af þeim fáu sem alltaf voru tilbúnir að rétta fram hjálparhönd ef einhveij- um leið illa. Við gleymum aldrei ánægjulegum útilegum sem farið var í þegar við vorum í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Ferðalög þessi hefðu aldrei verið þau sömu ef Jobba hefði ekki notið við, því hann gegndi stóru hlutverki í félagslífinu. Leiðir okkar Jobba skildu er níunda bekk lauk. Við hittum hann ekki eins oft og við hefðum viljað síðastliðin tvö ár. Þó megum við vera þakklátar fyrir að hafa þekkt þennan yndislega dreng þessi ár sem við nutum með honum. Já það er ótrúlegt að svona ungur og fallegur drengur í blóma lífsins skuli vera farinn frá okkur. Það er komið stórt skarð í stóran vinahóp sem aldrei verður bætt. En eins og sagt er með sanni þá deyja þeir annarra. Það var eftirtektarvert hve mikið Óli lagði upp úr félagslegum réttindum, hann hafði mjög næmt auga fyrir stöðunni í kjarasamning- um og kom oft fram með hugmynd- ir um aukin félagsleg réttindi á hár- réttum augnablikum og lagði jafnvel meir upp úr þeim en beinum kaup- hækkunum. Við rafiðnaðarmenn vorum óhressir þegar Óli ákvað að hætta störfum sem útvarpsvirki og snúa sér alfarið að yerslunarstörfum fyrst hjá Gunnari Ásgeirssyni og þá Landvélum. Hann var vinsæll leið- togi, réttsýnn og með mikla yfirsýn. Þegar hann hættir hjá Landvélum, stofnar hann sitt eigið fyrirtæki, Barka, ásamt félaga sínum. 1988 dregur hann sig úr því fyrirtæki og stofnar Gassa sem hann rak ásamt konu sinni til dauðadags. Óli kvæntist Vilhelmínu Þor- steinsdóttur 1974, þau eignuðust fjögur börn. Þau urðu fyrir þeirri hörmulegu lífsreynslu að missa elsta drenginn sinn 7 ára_ gamlan í bíl- slysi. Þá sýndu þau Óli og Villa að- dáunarverðan styrk. Óli var alltaf mikill fjölskyldumaður, hann var vakinn og sofinn yfir velferð heimil- isins. Þau hjónin reistu sér fallegt heimili í Fossvogsdalnum, þar var alltaf gott að koma. Ég lenti í per- sónulegum hrakningum fyrir nokkr- um árum og kom þá oft til þeirra og sótti þar alltaf hjartahlýju og styrk. Ef ég kom ekki, þá hringdi Óli reglulega og fylgdist með því hvernig mér leið. Hjá honum fann ég hversu mikið ríkidæmi það er að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.