Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1991
47
Morgunblaðið/KGA
Sr. Jakob Rolland (t.h.), Thonny Groth og Kristín Guðmundsdóttir,
formaður Píló, fylgjast með þegar Jóhann Pétur Harðason, bensínaf-
greiðslumaður, settur bensín á tankinn að akstri loknum.
Kaþólska ungmennafélagið Píló:
Oskað eftir upplýsingnm
vegna hækkana á lyfjum
SVAVAR Gestsson alþingismaður og fulltrúi Alþýðubandalagsins í
heilbrigðis- og tryggingarmálanefnd Alþingis hefur farið þess á
leit við Sighvat Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingarmálaiáð-
herra að hann afli fyrir næsta fund nefndarinnar ýmissa upplýsinga
í tengslum við það hvernig hækkanir á lyfjaverði að undanförnu
komi við ýmsa hópa sjúklinga.
I bréfi sem Svavar Gestsson hef-
ur sent heilbrigðisráðherra er óskað
svara við því hvernig hækkun á
lyfjaverði kemur við aldraða, við
þá sem eiga við langvinna sjúk-
dóma að ræða og við barnafjöl-
skyldur. Jafnframt er spurt að því
hveiju hækkunin skili í auknar tekj-
ur í ríkissjóð, hverju álagning á lyf
nemi hér alls á heilu ári og hvort
■ KRAMHÚSJð heldur námskeið
fyrir leiðbeinendur, fóstrur, kenn-
ara og aðra þá sem vilja stuðla að
tónlistar-, hreyfíngar- og leiklistar-
uppeldi, dagana 26.-30. ágúst.
Markmið námskeiðsins er að kynna
uppeldis- og kennsluaðferðir, sem
gætu auðveldað þátttakendum að
virkja sköpunarkraft nemenda í leik
og starfi og tengja námsgreinar
leiklist, tónlist og hreyfingu. Gesta-
kennari námskeiðsins, Jan Gear,
kemur frá Englandi. Hún er í
fremstu röð breskra kennara sem
nota aðferðir Rudolfs Labans. Hún
kennir m.a. við kennaradeild Rud-
olf Laban Institute í London og
er formaður félags breskra Laban-
kennara. Auk hennar kennir á
það sé ætlun ráðuneytisins að
leggja sérstakan skatt til viðbótar
á það fólk sem þarf að leggjast inn
á sjúkrahús og loks ef svo sé, þá
með hvaða hætti sé gert ráð fyrir
að þeirri skattlagningu verði hátt-
að.
Fundur í heilbrigðis- og trygg-
ingarmálanefnd Alþingis verður í
byijun næsta mánaðar.
námskeiðinu fjöldi innlendra kenn-
ara sem allir hafa unnið við og
mótað skapandi kennsluaðferðir.
Þeir eru: Anna Jeppesen, kennari,
Anna Richardsdóttir, íþróttafræð-
ingur og danshöfundur, Bara
Lyngdal, leikari, Guðbjörg Arnar-
dóttir, danskennari, Hafdís Arna-
dóttir, íþróttakennari, Harpa Arn-
ardóttir, leikari, Sigriður Eyþórs-
dóttir, leikari, Sigurjón B. Sig-
urðsson (Sjón),rithöfundur, og
Örn Jónsson nuddari. Áætlaður
stundaijöldi er 45 kennslustundir.
Vakin er athygli á því að mennta-
málaráðuneytið hefur metið námið
til stiga.
(Úr frcttatilkynningu.)
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Hluti þeirra sem þátt tóku í Heilsudeginum við upphaf hans við íþróttamiðstöðina.
Sparakstur til þess
að safna áheitum
Heilsudagur í Ejjum
PÍLÓ, ungmennafélag Kaþólsku kirkjunnar, safnaði áheitum sl. laug-
ardag með því að bifreið var ekið frá Reykjavík til Akureyrar og
aftur til baka á einum tanki. Tilgangur söfnunarinnar var að styrkja
sendingu gáms með notuðum fötum til fátækra í Zimbabwe og til
þess að efla ungmennastarfsemi innan kaþólska safnaðarins en fé-
lagsmenn ætla í pílagrímsför til Rómar á næsta ári.
Sr. Jakob Rolland er ók bifreið-
inni, Citroen AX 11 er Globus hf.
lánaði til fararinnar, ásamt Thonny
Groth sagði að bíllinn hefði eytt að
meðaltali 4,1 1 á hundrað kflómetra
í ferðinni. Hann bætti því við að
nóg bensín hefði verið eftir í tankin-
um til þess að aka 150 - 200 km
í viðbót þegar komið var á leiðar-
enda. Á meðan aksturinn fór fram
dvöldu félagar Píló í Landakoti þar
sem þeir héldu bænastund í þágu
æsku landsins og tóku á mófi áheit-
um. Safnaðist um 100.000 krónur
ásamt fatagjöfum og sagði Kristín
Guðmundsdóttir, formaður Píló, að
félagsmenn vildu þakka öllum sem
veitt hefðu söfnuninni stuðning.
Félagið tekur enn við bæði pening-
um og fötum þannig að ef fólk
hefur áhuga að styrkja þessa söfn-
un er hægt að leggja inn á spari-
sjóðsbók nr. 300309 í íslandsbanka
í Lækjargötu.
Keflavíkur-
ganga í ágúst
við íþróttamiðstöðina eftir hádegi
á laugardag. Þar mætti hópur
fólks og eftir upphitun var iagt
af stað í trimmið. Skipulagðar
höfðu verið nokkrar leiðir, mis-
jafnlega langar, til hlaups, göngu
og hjólreiða og einnig var sund-
laugin opin öllum þeim sem áhuga
höfðu á að fá sér sundsprett. All-
ar trimmleiðirnar enduðu við Ráð-
hús bæjarins þar sem slegið var
upp grillveislu og trimmurunum
boðið upp á grillaðar pylsur og
svaladrykki. Sáu bæjarfulltrúar
ásamt bæjarstjóra og stjórnar-
mönnum úr handknattleiksdeild
ÍBV um að grilla pylsurnar í
trimmarana. Um 300 manns tóku
þátt í dagskrá Heilsudagsins sem
tókst vel og vonast forsvarsmenn
Heilsudagsins til að hann verði í
framtíðinni árviss atburður í bæj-
arlífinu í Eyjum.
Grímur
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
hafa ákveðið að boða til KeflavíT*-
urgöngu 10. ágúst næstkomandi,
segir í fréttatilkynningu frá Sam-
tökum herstöðvaandstæðinga.
„Með göngunni vilja samtökin
vekja athygli á kröfunni um herlaust
hlutlaust Island og þeirri staðreynd
að ef við íslendingar viljum teijast
friðarins fólk verðum við að beita
okkur fyrir því að herstöðinni á Mið-
nesheiði verði lokað. Því verður þeg-
ar að hefjast handa við undirbúning
þess, .m.a. með því að skapa ný at-
vinnutækifæri fyrir það fólk sem
vinnur hjá hemum. Sú mengun
bæði jarðvegs og andrúmslofts sem
fylgir veru hersins hér gerir það að
verkum að lokun herstöðvariima.1
yrði stórt skref til umhverfisvemd-
ar. Um allan heim er nú verið að
draga úr vígbúnaði og loka herstöðv-
um. Sú þróun þarf líka að ná hingað
til lands. Yfirskrift göngunnar nú
verður því „í átt til afvopnunar“,
segir ennfremur í fréttatilkynningu.
Á miðnefndarfundi samtakanna
þann 28. júní sl. var samþykkt eftirf-
arandi ályktun:
„I síðustu viku lauk hersetu Sov-
étríkjanna í Tékkóslóvakíu og Ung-
veijalandi. Herstöðvaandstæðingar
samfagna þjóðum þessara landa.
Afnám sovésku herstöðvanna í þees-
um löndum markar merkileg tíma-
mót og er skerfur til þeirrar þróunar
í Evrópu að þar verði engar erlendar
herstöðvar. íslendingar hljóta að
taka mið af þessum áfanga. Þeim
ber að leggja sinn skerf til hinnar
friðsamlegu þróunar með því að
krefjast endurskoðunar og uppsagn-
ar á herstöðvasamningnum við
Bandaríkin. Allt annað væri tíma-
skekkja.“
Vestmannaeyjum.
VERKALÝÐSFÉLÖGIN í Eyj-
um efndu til heilsudags í Vest-
mannaeyjum fyrir _ skömmu.
Handknattleiksdeild ÍBV sá um
framkvæmd heilsudagsins sem
fólst í hvatningu til hvers konar
hreyfingar og voru skipulagðar
göngur, hlaup, hjólreiðar og
sund fyrir almenning.
Dagskrá Heilsudagsins hófst
Eitt verka Renötu Blodow.
Hlaðvarpinn:
Opnuð sýning á silki-
málverkum Blodow
ÞRIÐJUDAGINN 23. júlí verður
opnuð sýning á silkimálverkum
eftir Renötu Blodow í Hlaðvarp-
anum við Vesturgötu.
Renata sækir fyrirmyndir sínar
víða að, bæði úr sögum og ævintýr-
um og náttúrunni sjálfri. Á sýning-
unni gefur að líta margbreytilegar
skilkislæður og landslagsmyndir,
en öll verkin eru til sölu. Sýning-
unni lýkur 27. júlí.
Renata Blodow er fædd í Eist-
la'ndi, en er nú þýskur ríkisborgari,
búsett í Eichenau. Hún er virkur
félagi í kvennasamtökum Federat-
ion of Business and Professional
Women og hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir þau í heima-
landi sínu og á alþjóðlegum vett-
vangi.
Hér á landi dvelur hún í eina
viku og mun nota tækifærið að
heilsa upp á stallsystur sínar í
BPW-klúbbnum í Reykjavík.
Þeir sáu um grillið við Ráðhúsið.