Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 11 Ferðalag krefst undirbúnings. Ef þú ætlar að ferðast um landið skaltu skipuleggja ferðina áður en þú ferð af stað. Kort og ferðabækur geta auðveldað þér að gera skemmti- lega áætlun um fyrirhugaða ferð. Þegar þú hefur gert ferðaáætlun er létt að gera sér grein fyrir hvaða búnaður þarf að vera með. Sjúkrakassinn er nauðsynlegur í allar ferðir. Ef ferðinni ér heitið á fjöll þá verður að hafa með góða skó og hlíðfarfatnað. Vasaljós kemur oft í góðar þarfir en ef á að skoða hella er nauðsyn- legt að hafa þau a.m.k. tvö. Skipulagning ferðar með þessu hugarfari gefur fyrirheit um ánægjulega ferð og heila heimkomu. Víða eru merkt náttúruvætti og að þeim merktar gönguleiðir. Ef leiðbeiningar og merkingar eru virtar skaðast hvorki land né lýður. KOMUM HEIL HEIM er unnið í samvinnu við: Lög- reglu, Slökkvilið, Umferðarráð, Áfengisvarnarráð og Vinnueftirlit ríkisins. Frá afliendingu viðurkenninganna fyrir snyrtilega garða og um- hverfi á Selfossi. Selfoss: Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilega garða GARÐARNIR á Laufhaga 7 og Rauðholti 9 fengu viðurkenningu umhverfisnefndar Selfoss sem afhenti eigendunum viðurkenn- ingarskjöl á fundi sínum 11. júlí. Vöruhús KÁ fékk viðurkenningu nefndarinnar fyrir snyrtilegt umhverfi. Ellefu ár eru frá því byijað var að veita viðurkenningu fyrir fallega garða og snyrtilegt umhverfí fyrir- tækja. Alls hafa 30 garðar fengið viðurkenningu. Garðarnir sem nú fengu viðurkenningu er sérlega snyrtilegir og vel hirtir. Garðurinn á Laufhaga 7 er í eigu hjónanna Sveins Þórarinssonar og Guðnýjar J. Eyjólfsdóttur. Hann er vel skipu- lagður og lóðin mjög vel nýtt og öll umhirða til fyrirmyndar. í garðinum í Rauðholti 9, sem er í eigu Helgu R. Einarsdóttur og Sigurdórs Karlsonar, eru 50 tijá- tegundir og eru sumar þeirra mjög sjaldgæfar. Mikið blómskrúð ein- kennir garðinn, er þar um að ræða skrautblóm og blómstrandi tré og runna. Vöruhús KÁ fékk viðurkenningu sem veitt er lýrir snyrtilegt um- hverfi fyrirtækja. Við innganga hússins er runnagróður og gætt er að góðri umhirðu allt í kringum húsið. Auk viðurkenningarskjala fengu verðlaunahafar eina tijáplöntu hver sem táknræna viðurkenningu frá garðyrkjustjóra bæjarins. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Sveinn Þórarinsson og Guðný J. Eyjólfsdóttir í garði sínum á Laufhaga 7. Umhverfis- Eldtefjandi verndandi Rakahelt spðnaparket kr. /. 7%Of—fm. Baðkör 170x70 vx.f/,6OOf— m3lTOiArclL Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, símar 91-672545/676840. Sigurdór Karlsson og Helga R. Einarsdóttir framan við blómum skrýdda verönd hússins. WG með haröri setu kr 13.900,- Handlaug á fæti kr. S.300,- 5? Þolir Þolir vatn og fitu vindlingaglóð Létt að þrífa Rispast ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.