Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
17
Ég ek, þess vegna er ég
eftir Halldóru
Thoroddsen
Á því herrans á'ri 1991 blasir við
okkur heimsögulegt vandamál, sem
kallast mengun. Það er þó ekki að
finna á borgarstjórnarmeirihluta
eða stjórn SVR að þeir hafi frétt
um þessa óværu.
Tilefni þessara skrifa er sú
ákvörðun yfirvalda borgarinnar, að
minnka þjónustu strætisvagna
Reykjavíkur. Sú ákvörðun er röng.
Himinhrópandi röng. En hún á sér
sögu og skýringar. Hún á sér harm-
sögu, sem hefst einhvers staðar á
Eisenhower-tímabilinu, þegar
framtíðin var borðleggjandi, neysl-
an trúaratriði, auðlindirnar óþijót-
andi, og nógu þægilega fáir um
hituna. Þá varð einkabíllinn að birt-
ingarmynd ameríska draumsins.
Hvítur karlmaður á kraftmiklu stál-
dýri keyrði hratt, fór öruggum
höndum _um stýrisútbúnaðinn og
hugsaði: Eg keyri, þess vegna er ég.
Nú er svo komið að einkabílinn
er að leggja borgir Evrópu og
Ameríku í rúst. Evrópuráðið hefur
úthrópað þennan aldna draum höf-
uðóvin borga, honum beri að út-
rýma úr borgum fyrir árið 1995
„Þegar minnst er á
kostnað við strætis-
vagnakerfið er alltaf
talað um tap og styrki.
En sé minnst á marg-
faldan kostnað við
einkabílinn er talað um
framkvæmdir.“
ella verði hann okkur dýrasti alda-
mótablús. Borgarskipuleggjendur
um allan heim eru að vakna við
vondan draum, og spyrna nú við
af alefli. Hafnar eru dýrar fram-
kvæmdir til að bæta aímennings-
samgöngur. Sú stefna hefur al-
mennt orðið ofan á, að hefta för
einkabílsins í borgum. Allt er gert
til að tefja hann á kostnað almenn-
ingssamgangna. í nýlegu hefti
Spiegel, las ég um árangur þessar-
ar stefnu í Ziirichborg. Greinin
nefnist: Borgarbúar kjósa greiðari
leiðina.
Önnur mikilvæg viðleitni í nú-
tímanum er að skera niður hlutverk
bílsins í daglegu lífi borgarans. Svo
að hann verði smám saman eins
Halldóra Thoroddsen
og smalahundurinn, óþarfur nema
til að gæla við. Aðferðin er augljós,
þjónusta í hverfunum er aukin.
En hvað gerum við? Við Bakka-
bræður reisum verslunarhallir svo
viðamiklar að undrum sætir. Samf-
ara þeirri þróun leggjum við niður
þjónustu í hverfum. Nú þarf hver
og einn að djöflast á sínum einkabíl
út á hraðbraut eftir mjólkurpotti,
svo ekki sé minnst á nál og tvinna.
Lækað vöruverð er dýru verði
keypt, hvort sem miðað er við þjóð-
ar- eða einkahag. í annan stað
minnkum við þjónustu strætisvagna
Reykjavíkur.
Þjónusta strætisvagnanna hefur
lengi verið ófullnægjandi og á það
stóran þátt í hvernig komið er. Það
er eins og stjórn SVR hafi aldrei
áttað pig á því, að strætó á í sam-
keppm við einkabílinn. Þessu til
vitnis má t.d. geta þess að vinnu
minni lýkur kl. 22.00 á kvöldin, en
í þvi hverfi sem ég vinn hætta
strætisvagnar ferðum kl. 19.00.
Það hverfi hýsir m.a.. Stöð 2,
Tímann og fleiri fyrirtæki þar sem
kvöldvinna er stunduð.
Sem ég rita þetta grunar mig
að hér muni einhver muldra . . .
Hefur kjáninn aldrei heyrt um bága
fjárhagsstöðu SVR? Út úr hvaða
hóli kemur hún? Víst hef eg heyrt
harmatöluna. En ég hef heyrt fleira
og það sker í eyrun. Þegar minnst
er á kostnað við strætisvagnakerfið
er alltaf talað um tap og styrki.
En sé minnst á margfaldan kostnað
við einkabílinn er talað um fram-
kvæmdir. Framkvæmdir við bíla-
geymsluhúsin í miðbænum, fram-
kvæmdir til að greiða veg einkabíls-
ins um gatnakerfi borgarinnar.
Bregðum okkur nú aftur yfir
bæjarlækinn. í nokkrum borgum
Bandaríkjanna hefur þróunin orðið
sú sama og hér í Reykjavík, nema
hvað þar hefur iokatakmarkinu ver-
ið náð, almenningssamgöngukerfið
verið lagt niður. Að öllum umhverf-
isspjöllum gleymdum, hveijar hafa
afleiðingarnar orðið fyrir hagkerfið?
í þessum borgum neyðist einhver
fjölskyldumeðlima til að starfa nær
eingöngu við ákaflega óhagstæðar
almenningssamgöngur þjóðhags-
lega séð. í okkar tilfelli yrði það
væntanlega húsmóðirin. Hún fengi
þann starfa að skutla börnum og
gamalmennum út um borg og bý.
Það sýnir a.m.k. reynslan af þessum
skrípóborgum vestra, enda vilja yf-
irvöld þar á bæjum óð og uppvæg
snúa við blaði. Meira að segja er
verið að byggja up fullkomið
strætókerfi í Los Angeles, sjálfri
paradís einkabílsins. Almennings-
samgöngur eru nefnilega mjög
hvetjandi hagvaxtartæki.
Kæri borgarstjórnarmeirihluti.
Væri nú ekki ráð að nota allt það
fé sem á að fara í bílageymslur til
þess að stórbæta þjónustu SVR?
Höfundur starfar sem
útlitsteiknari.
Sigling með
skemmtiferðaskipi
Sigling með skemmtiferðaskipum er einn af þeim ferðamátum, sem hafa skipað
sér fastan sess hjá íslendingum. Margir hafa á þessu ári farið með
NORWEGIAN CRUISE LINE skipunum (sem eru í eigu norska
útgerðarmannsins Knut Kloster) og notið þess í hvívetna.
SAGA mun efna til sérstakra hópferða í haust með SKYWARP, sem siglir frá
Puerto Rico til Aruba, Curacao, St. Thomas og Virgin Gorda.
Flogið verður til Orlando, gist þar í 5 nætur, síðan farið með flugi til Puerto Rico
og silgt í viku með SKYWARD um Karíbahafið.
Að lokum er dvalið í 3 nætur í Puerto Rico áöur en haldið er heim.
Brottför 7. október Verö pr. mann í tvíbýli kr. 209.900,-
Heimkoma 23. október Flugvallarskattur kr. 2.230,-
Innifalið: Flugferðir, akstur milli flugvalla og gististað erlendis.
Gisting í Orlando með morgunmat í 5 nætur.
Sigling í viku með fullu fæði og gisting á Puerto Rico í 3 nætur án fæðis.
Starfsmaður Sögu verður með hópnum meðan á ferðinni stendur.
Þessi feró er án efa besti kosturinn til aö stytta skammdegið
og njóta lúxusþjónustu og þæginda alla leiö.