Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1991 5 Fjölmenni á Skálholts- hátíð í blíðskaparveðri ÁRLEG Skálholtshátíð var haldin á sunnudag og hófst með messu þar sem síra Tómas Guð- mundsson prófastur í Hvera- gerði predikaði. Þeir sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, sr. Tóm- as Guðmundsson, sr. Guðmund- ur Oli Olafsson og sr. Sigurður Sigurðarson þjónuðu fyrir alt- ari. Organleikur í kirkjunni hófst að venju upp úr hálf tvö. Prestar gengu síðan til kirkju. í messunni söng Skálholtskórinn undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og organisti var Örn Falkner. Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson léku á trompet. Að lokinni messu var kirkju- gestum boðið upp á kaffisölu í Skálholtsskóla en að henni lokinni hófst dagskrá í kirkjunni. Þar flutti séra Sigurður Sigurðarson hátíðarræðu dagsins. Aðrir dag- skrárliðir voru þeir að Guðrún Óskarsdóttir lék á sembal prelúdíu í a-moll eftir Louis Couperin og ásamt Kolbeini Bjarnasyni sónötu í e-moll fyrir flautu og sembal eftir Hándel. Skálholtshátíðin var ágætlega sótt en hún er orðin fastur liður hjá mörgum um sumartímann að koma við í Skálholti. Um hlöðin þar fara margir gestir á hverju sumri, eiga stund í kirkjunni og njóta þeirrar helgi sem staðurinn býður uppá. — Sig. Jóns. Þeir létu fara vel um sig á kirkjutröppunum og lásu Lukku Láka. Skálholtskirkja Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Voyager frá Chrysler er óneitanlega nijög áberandi bíll; sérstakur í útliti og glæsilegur á velli. Voyager kom fyrstur á markaðinn af svokölluðum „fjölnota Qölskyldu- bílum“, sein náð hafa miklum vin- sældum erlendis. Enn heldur Voyager forustunni og er leiöandi fyrir þá er eftir fylgdu. Notagildi þessara bíla er mjög fjölbreytilegt og aksturseiginleikar einstakir. Hvort sem þú þarft að standa í flutningum, ert á leið í ferðalag með stóran hóp eða hvaðeina, þá er Voyager frábær kostur sem framúrskarandi fjöl- skyldubíll, óvenju rúmgóður og jíægilegur -með farþegarými fyrir allt að sjö manns og möguleika á ótrúlega stóru farangursrými. Voyager er engan veginn ein- faldur bíll, heldur eins og amerískir bílar gerast bestir, íburðarmikill og traustur. VOYAGER ER ÚTBÚINN MEÐ: • Framhjóladrifi • Fjögurra þrepa sjálfskiptingu • V6 3.3 lítrá vél • Rafdrifnum, upphituðum útispeglum • Rafdrifnum rúðuin • Veltistýri • Rafdrifnum ökumannsstól • Aksturstölvu o.m.fl. VERD KR. 2.250.000,- Nú einnig fáanlegur með sídrifi VOYAGER ALL WHEEL DRIVE auk sama útbúnaðar VERÐ KR. 2.626.900,- &CHRYSLER JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • S: 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.