Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 199 1 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Sj ávarútvegiirinn og Háskólinn Húseigendur og hagsmunir þeirra Háskólarektor, Sigmundur Guðbjarnarson, fékk fyrir nokkru til liðs við Háskólann nokkurn hóp manna til að leggja fram tillögur eða hugmyndir um nýskipan í stjórnun og kennslu- háttum skólans. Hafa nefndir þessa hóps starfað undanfarið og háskólamenn leitt starfið, sem væntanlega verður til gagns og leiðbeiningar. Er gert ráð fyrir því að álitsgerðir liggi fyrir með haustinu. Meðal annars er fjallað um tengsl Háskólans við atvinnu- vegina og nú liggja fyrir drög eins hópsins að tillögum um samstarf Háskólans við sjávarútveginn. Það er fagnaðarefni. Tillögurnar eru á þann veg að brýnt sé að komið verði á fót embætti prófessors í fiskifræði við Líffræðistofnun Háskólans. Jafnframt leggur hóp- urinn til mjög aukin samskipti Háskólans og atvinnuvegarins, einkum Rannsóknastofnunar fisk- iðanaðarins og Hafrannsókna- stofnunar. Það vekur vissulega athygli, að staða prófessors í fiski- fræði skuli ekki vera til við æðstu menntastofnun þjóðar, sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi. Horn- steinn sjávarútvegsins er skyn- samleg nýting fiskistofnanna og til að meta hana höfum við leitað til fískifræðinga og munum gera svo_ áfram. Áhugi ungs fólks, sem hefur á undanförnum árum farið í lang- skólanám, á fiskifræði hefur ekki verið í nokkrum tengslum við mikilvægi þessarar fræðigreinar fyrir þjóðina. Árum saman hefur enginn íslendingur verið við nám í fiskifræði, en nýlega hófu tveir nám í faginu í Noregi. Þá hefur verið afar lítið um, að frá Líffræði- stofnun Háskólans komi fóik til starfa við vísindastofnanir sjávar- útvegsins eða í atvinnugreininni sjálfri. í einstaka tilfellum hefur því orðið að grípa til þess ráðs að ráða útlendinga til þeirra starfa. Öðru gegnir hins vegar um matvælafræði. Nám í henni var tekið upp við Hásakólann fyrir nokkrum árum og hafa matvæla- fræðingar skilað sér í töluverðum mæli út í fiskiðnaðinn svo dæmi séu nefnd. Menntun sjómannna er hins vegar með ágætum hér á landi og námskeið fyrir fískverkafólk, sem hrundið var úr vör fyrir nokkrum misserum, mörkuðu tímamót á sviði starfsmenntunar í sjávarútvegi. Fiskvinnsluskólinn fór vel af stað og meðal þeirra, sem fyrst útskrifuðust úr þeim skóla, eru margir, sem hafa skipað sér i forystusveit þeirra, sem vinna að hagræðingu og framförum í sjávarútvegi. Á æðri stigum menntunar virðist hins vegar afar takmarkaður áhugi fyrir menntun á sviði sjávarútvegs. Á þriðja tug íslendinga hefur þó lokið prófí í sjávarútvegsfræðum frá Háskól- anum í Tromsö í Noregi og ná- lægt 20 eru þar við nám nú. Sam- bærilegu námi var komið á fyrir rúmu ári með stofnun sjávarút- vegsdeildar Háskólans á Ákureyri og er þar um mikið framfaraspor að ræða. Á hinn bóginn virðist stundum bregða fyrir þeirri bábilju, að menntunar sé síður þörf við sjáv- arútveginn en ýmsar aðrar at- vinnugreinar. Þess er skammt að minnast að kennurum var tamt að dæma þá nemendur, er slógu slöku við, til vinnu á togara eða í fiski og verra gat það ekki ver- ið. Þessu viðhorfi þarf að breyta. Embætti prófessors í fiskifræði við Háskólann er mikilvægt skref fram á við. Svo er einnig hin nýja sjávarútvegsdeild á Akureyri. Hins vegar þjónar það litlum til- gangi að bjóða upp á slíkt nám, séu viðhorfin neikvæð frá upp- hafi. Það hlýtur að vera eitt af meginmarkmiðum íslenzks menntakerfís að mennta fólk á þeim sviðum atvinnulífs og menn- ingar, sem mestu máli skipta þjóð- ina. Tengsl menntakerfisins og sjávarútvegsins eru dæmi um mikil mistök. Fyrir nokkrum árum kom það fram í skoðanakönnum, sem gerð var fyrir atvinnurekend- ur í sjávarútvegi, að þekkingu sína af sjávarútvegi höfðu landsmenn fyrst og fremst frá ættingjum og úr fjölmiðlum. Skólakerfið kom þar lítið við sögu. Sjávarútvegur- inn hefur ætíð þurft á vel mennt- uðu fólki að halda í öllum grein- um. Á því hefur engin breyting orðið, en það er ljóst að á næstu misserum er þörf á harðsnúnu liði vel menntaðs fólks, sem þorir að takast á við vandamálin með öðr- um hætti en gert hefur verið. Án þess næst seint fram sú hagræð- ing, sem nauðsynleg er til að há- marka afrakstur og arð af taka- markaðri en verðmætri auðlind. Við höfum fyrir okkur ýmis dæmi um það, sem unnt er að gera, sé rétt að hlutunum staðið. Slysavarnaskóli sjómanna hóf störf fyrir nokkrum árum. Á starfstíma hans hafa um 5.000 sjómenn sótt námskeið í öryggis- málum og slysavömum, þar af um 500 í sumar. Megnið af starf- andi sjómönnum hafa því þegar sótt þessi námskeið og dæmi eru um það að hver einasti sjómaður í einstaka byggðarlögum hafí sótt námskeiðin. Undir forystu SVFÍ hefur þama verið unnið þrekvirki. Þórir Gunnarsson, skólastjóri Slysavarnaskólans, fullyrðir í samtali við sérrit Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, að miklum sjóslysum hafí fækkað eftir að Slysavarnaskólinn tók til starfa en vinnuslysum um borð í skipunum hafi hins vegar íjölgað undanfarið og leggja þyrfti aukna áherslu á að koma í veg fyrir þau. eftirMagnús Axelsson Yfir 80 af hundraði íslendinga ku búa í eigin húsnæði. Þetta mun vera eitthvert hæsta hlutfall sjálfseignar- bænda, hjá einni þjóð, sem til er í heiminum. Það eru ríkir hagsmunir sem gæta þarf þegar stór hluti veraldlegra eigna fólks er bundinn í húsnæði. Hagsmunir sem rétt er að hugleiða nánar. Sumt er öllum húseigendum sam- eiginlegt, annað á við afmarkaða hópa þeirra sem eiga fasteignir. Hér verður drepið á nokkur atriði. Eigendur fasteigna bera ábyrgð á eignum sínum gagnvart sjálfum sér, öðrum einstaklingum og samfélaginu í heild Ábyrgðin gagnvart sjálfum sér felst í því að varðveita verðgildi eignarinnar með góðu viðhaldi sér- eignar og sameignar, en auk þess í öllu öðru sem stuðlar að stöðugri eftirspurn eftir viðkomandi eign. Skipulags- og umhverfísmál hafa hér áhrif auk fjölda annarra þátta. Ábyrgðin gagnvart öðrum ein- staklingum felst m.a. í, að eignin valdi ekki tjóni á öðrum eða eigum annarra, t.d. vegna þess þakplötur fjúka í óveðri og þ.u.l. Ábyrgðin gagnvart samfélaginu felst í að varðveita eignirnar í hvívetna sbr. hér að framan um ábyrgðina gagnvart sjálfum sér. Allar eignir, veraldlegar og þær sem ekki hafa verið metnar til fjár, eru hluti þjóðarauðs. Þær sem leggja má undir mælistiku peninga er oft auðveldara að skilgreina en hinar. Allar eignir einstaklinga eru hluti þessara verðmæta þjóðfélagsins þótt ráðstöfunarréttur einstakra eigna sé á hendi ákveðinna einstakl- inga, tímabundið eða varanlega. Þjóðarauður er mælikvarði á stöðu þjóðar meðal þjóða. Það þarf að halda þessum eignum sínum við Viðhald er ýmist framkvæmd af eftir Gylfa Þ. Gíslason •• Onnur grein i I fyrri grein var minnzt á þijú atriði varðandi umræðuna um fisk- veiðistefnuna: Hvaða ályktanir eigi að draga af tillögum Hafrannsókn- arstofnunar um minnkaða veiði, hvort sömu rök hnígi að því að greiða gjald fyrir hagnýtingu fossa og jarðhita og veiðigjaldi fyrir hag- nýtingu fiskistofnanna, og hvort í hugmyndinni um veiðigjald felist vanmat á gildi einkaeignarréttar í efnahagslífinu. Nú skal farið nánari orðum um þessi atriði. Auðvitað er einkaeignarréttur á framleiðslutækjum mikilvægur þáttur í hvers konar markaðsbú- skap. En þannig getur staðið á, að ekki sé hægt að beita viðurkenndum reglum um einkaeignarrétt. Þótt jarðnæði hafi í fyrndinni verið og sé kannske einhvers staðar enn sameiginleg auðlind, sem skaðlaust hafi verið, að allir gætu hagnýtt án endurgjalds, er jarðnæði alls staðar í löndum, sem byggja á vest- rænum búskaparháttum, komið í einkaeign, að afréttum frátöldum. húseigendum sjálfum eða aðkeypt. Flestir þurfa að kaupa þjónustu fagmanna til að annast viðhald, að meira eða minna leyti. Það eru oft flókin samskipti, sem nauðsynlegt er að eiga í, við þessa fagmenn og aðra þjónustuaðila. Fagmennirnir þurfa að fá sanngjörn laun fyrir sitt fagverk, en á móti eiga þeir líka að skila vandaðri og galla- lausri vinnu. Ef eitthvað ber útaf er mikilvægt að vita hvernig best er að bera sig að, til að greiða úr þeim málum, sem þörf er á, hveiju sinni. Ollum húseigendum er það sameiginlegt að þeir þurfa að greiða fasteignagjöld og önnur gjöld sem fasteignum geta tilheyrt Allir greiða brunatryggingarið- gjald og margir greiða af öðrum tryggingum. Sumir greiða eigna- skatt og þjóðarbókhlöðuskatt auk fasteignagjalda. Það er verulegt hagsmunamál að öll skattlagning á fasteignir sé sanngjörn og miðist við raunverulega arðsemi þeirra. Það er einnig eitt stærsta hags- munamál þeirra sem leigja út auka- íbúðir í húsum sínum að skattlagn- ing á húsaleigutekjur verði sam- ræmd skattlagningu tekna af öðr- um sparnaði. Þetta á til að mynda við um vaxtatekjur sem eru tekju- skattsfijálsar á meðan húsaleiga er að fullu tekjuskattsskyld. Á sama hátt er það verulegt hagsmunamál að fá hagkvæm iðgjöld af trygging- um. Flestir kaupa fleiri tryggingar en skylt er skv. lögum og iðgjöldum sem unnt væri að spara mætti verja í viðhald og þannig auka verðmæti fasteignar. Allir húseigendur verða að þola að lög séu sett af Alþingi sem hafa veruleg áhrif á hagsmuni húseigenda Þess vegna er það afar áríðandi að fylgjast vel með allri slíkri laga- og reglugerðarsetningu. Þess eru mörg dæmi að lög hafa „lekið í gegn“ á Alþingi án þess að nokkur væri sammála þeim nema kannski Það er framkvæmanlegt að greina eina jörð frá annarri. Að því er snertir veiði í ám og vötnum er hægt að koma við einkaeignarrétti. En auðlindum hafsins er ekki hægt að skipta í afmörkuð svæði eins og jarðnæði. Þá takmörkun á hagnýt-' ingu þeirra sem nauðsynleg er — og einkaeignarréttur á jörðum tryggir að því er snertir jarðnæði — verður að framkvæma með því að verðleggja auðlindirnar og sjá svo um, að þeir, sem hagnýta þær, greiði afgjald í samræmi við þau verðmæti, sem eru hagnýtt. Nú kann einhver að segja, að þótt sjálf auðlindin, fiskistofnarnir í sjónum, geti ekki lotið reglum einkaeignarréttar, geti slíkar reglur gilt um veiðiheimildarnar, kvótana. I Nýja-Sjálandi er kvótum'úthlutað sem eign og síðan lagður á þá skatt- ur, sem getur breyzt frá ári til árs. en hér á íslandi hefur Alþingi hins vegar samþykkt, að einmitt þannig skuli ekki farið að varðandi eignar- réttinn að nytjastofnunum við land- ið. í gildandi lögum stendur skýrum stöfum, að nytjastofnarnir á ísland- smiðum, séu sameign íslenzku þjóð- arinnar og veiðiheimildir geti aldrei orðið grundvöllur einkaeignarrétt- ar. Alþingi hefur því að mínum flutningsmaðurinn. Jafnvel er hugs- anlegt hann sé búinn að skipta um skoðun áður en hans eigið frumvarp er orðið að lögum, svona eins og hálfsjálfvirkt. Frægt dæmi um það er ekknaskatturinn. Þrátt fyrir að á síðustu stundu hafi tekist að fá því skotið inn í lögin að eftirlifandi maki nyti 5 ára aðlögunar áður en skatturinn leggst á af fullum þunga eru eignaskattslögin enn afar óréttlát. Dr. Pétur Blöndal hefur sýnt fram á að eignaskattur er mun hærri hér á landi en t.d. á hinum Norðurlöndunum. Verum minnug þess að þrátt fyrir geysiljölmennan borgarafund á Hótel Borg, sem vakti mikla athygli, varð frumvarp- ið um ekknaskattinnn að lögum. Allir fasteignaeigendur eiga granna Því er áríðandi að samskipti við þá séu góð og einkennist af gagn- kvæmri tillitssemi. Kunnugt er að nágrannakrytur hefur oft skotið upp kollinum og þá er brýnt að finna lausnir sem unnt er að sætta sig við, eigi bróðerni að haldast. Fátt er erfiðara og eins slítandi í þessu stutta jarðlífi, en að standa í illdeil- um við nágranna okkar hvort sem er innanhúss eða í nærliggjandi húsum. Ætli manneskjan veiji ekki um helmingi ævinnar á eða í nánd við heimili sitt? Það er óbærilegt að geta ekki notið þess án þess að vera stöðugt á varðbergi gagnvart grönnum sínum. Sumir eiga íbúðir í fjölbýlishúsum Þeim er það áríðandi að húsfélag hússins sé virkt og lifandi. Ekki síður er áríðandi að samskipti séu lipur í smærri flölbýlishúsum þar sem ekki er formlegt húsfélag. Deilur eru því miður of algengar í ijölbýlishúsum. Þær bitna á öllu því sem snertir búsetu í fy'ölbýlishúsi; samskiptum, daglegri umgengni, viðhaldi, rekstri og svo mætti lengi telja. Það má oft sjá á viðhaldi húss hvort þar ríkir samlyndi og friður. Ef gagnkvæma tillitsemi dómi réttilega ekki viljað fara sömu' leið og Ný-Sjálendingar í þessu efni. Það hefur hins vegar ekki borið gæfu til þess enn að verðleggja veiðiheimildirnar, eins og Ný-Sjá- lendingar hafa gert til þess að stuðla að sem hagkvæmastri hag- nýtingu þeirra. II Þeirri spurningu hefur verið varpað fram, hvers vegna við, sem leggjum til, að greitt sé veiðigjald fyrir afnot fiskimiðanna, stingum ekki upp á því, að greitt verði hlið- stætt gjald fyrir hagnýtingu ork- unnar, fossum landsins og jarðhit- anum. Að því mun eflaust koma, að slíkt verði bæði nauðsynlegt og eðlilegt. En sem betur fer er ennþá grundvallarmunur á þessum auð- lindum og auðlindum sjávarins. Orkan í fossunum og jarðhitinn eru ekki ennþá orðnar takmarkaðar auðlindir. Um það er hins vegar ekki ágreiningur, að fiskistofnarnir í hafinu eru fullnýttir. Það er ein- mitt þess vegna sem nauðsynlegt og réttlátt er, að greitt sé fyrir þá, eins og sjálfsagt verður að gera varðandi fossaorku og jarðhita um leið og að fullri nýtingu þessara auðlinda kemur. Fossarnir eru og Magnús Axelsson vantar er sjaldnast góð samvinna um viðhald og þess vegna hafa deilur í fjölbýlishúsum bein áhrif á verðmæti eignar hvers og eins og eiganda. Sumir eiga atvinnuhúsnæði Hluti þeirra eru leigusalar, aðrir nýta sitt eigið húsnæði sjálfir. Þeir sem eiga atvinnuhúsnæði í flokkn- um „skrifstofu og verslunarhús- næði“ þekkja „sérstakan skatt“ sem á það leggst. Þessi tímabundni skattur er orðinn mjög varanlegur. Ekki er vitað til að arðsemi hús- næðis, sem hann er lagður á, sé sérstaklega mikil þannig að sann- girni hafi ráðið tilurð hans. Líklegra er að hann sé afleiðing vonar um pólitískan ávinning. Undanfarið hefur raunverð húsaleigu lækkað verulega á meðan fasteignamat hefur þokast upp á við. Þessi skatt- ur og aðrir, sem grundvallaðir eru á fasteignamati hækka því umfram arðsemi húsnæðisins. Flestir fasteignaeigendur þurfa að eiga samskipti við fasteignasala Þegar húseigandi kaupir eða sel- ur fasteign er mikið í húfi. Öll sam- skipti við fasteignasala verða að vera heil og byggð á gagnkvæmu trausti. Fasteignasalinn má ekki vera háður neinu öðru en að gæta hagsmuna húseigandans. Það gildir það sama um fasteignasala og aðra sem eigendur fasteigna skipta við að þeir eiga að fá sanngjarna þókn- un, en skila vönduðu verki og gæta hafa verið sameign þjóðarinnar og nýttir sem slíkir, þar er ekki þörf á gjaldi til þess að stýra hag- kvæmri nýtingu þeirra, enda eru á því sviði engir einkaaðilar, sem keppa um not auðlindarinnar. Einu atriði er samt rétt að bæta hér við. Segja má, að misjöfn að- staða til þess að hagnýta þessar auðlindir, sérstaklega jarðhitann, valdi vissu misrétti milli staða og héraða. Væri það athugunarefni, hvort hægt væri að bæta úr slíku misrétti með einhvers konar gjaldi. En þar væri eingöngu um réttlætis- sjónarmið að ræða, ekki nauðsyn út frá hagkvæmnissjónarmiði. III Enn tala andstæðingar veiði- gjalds um það sem álögur á útgerð- ina, sem skatt á sjávarútveginn. Auðvitað yrði veiðigjald útgjöld fyr- ir þann, ,sem vill stunda fiskveiðar. En jafngildir það því, að um álög- ur, skatt sé að ræða? Útgerðarmenn stofna nú, af fús- um og ftjálsum vilja, til mikilla út- gjalda til þess að auka veiðiheimild- ir sínar. Það gera þeir vegna þess að með því móti bæta þeir hag sinn, ný verðmæti skapast, sem útgerð- arfyrirtæki hafa fært sér til eignar. ÞRÖNGIR HAGSMUNIR EÐA ÞJÓÐARHEILL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 25 Hafnarborg: Söngtónleikar við gítarundirleik Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran og Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari halda tónleika í Hafnarborg fimmtudaginn 25. júlí. Tákn fyrir óbleiktan pappír öryggis fasteignaeigenda. Greinar- höfundi er málið nokkuð skylt ver- andi starfandi fasteignasali sjálfur. Á undanförnum árum hafa kröfur þjóðfélagsins, laga og reglna aukist í garð fasteignasala. Það er af hinu góða. Sennilega eru allir sammála um að þjónusta, upplýsingagjöf og tryggingar fasteignasala hafa batn- að verulega. Þrátt fyrir auknar kröfur hefur þóknun til fasteigna- sala staðið í stað. Ein stétta hafa fasteignasalar orðið að sæta því að lög takmarka laun þeirra. Fasteignasali má ekki verða háð- ur því, sölulaunanna vegna, að við- skipti komist á. Ef hver einstök sala ber sig tæplega eða ekki fjár- hagslega, er fasteignasalinn ekki lengur fær um að veita húseigend- anum ráð sem byggjast eingöngu á hagsmunagæslu húseigandans sjálfs. Húseigendafélagið Eitt er það, sem er ekki öllum' húseigendum sameiginlegt, en gæti verið það. Allir húseigendur gætu átt Húseigendafélagið. Húseigendafélagið er landsfélag og því eiga allir húseigendur erindi í það hvar á landinu sem þeir búa. Húseigendafélagið leggur áherslu á að fylgjast með sameiginlegum hagsmunamálum húseigenda og íbúðareigenda, vinnur að þeim, veit- ir ráðgjöf og þjónustu sem húseig- endum má að gagni koma. Húseigendafélagið fær gjarnan lagafrumvörp til umsagnar áður en þau verða að lögum. Félagið hefur einnig unnið að frumsmíði laga- frumvarpa og komið þeim fram á Alþingi. Félagið rekur skrifstofu með sérþjálfuðu starfsfólki og framkvæmdastjóri félagsins hefur jafnan verið og er lögfræðingur. Margs konar ráðgjöf er veitt á skrifstofu félagsins og má þar nefna um allt það sem að framan er get- ið. S.s. samskipti við verktaka, leigumál, rekstur húsfélaga, sam- skipti í Ijölbýlishúsum, gallamál, tryggingamál almenn réttindi og skyldur, lögfræðileg og réttarfars- leg málefni og svo mætti lengi telja. Fólk hefur oft bundist samtökum um ómerkilegri hagsmuni en þá sem tengjast stærstum hluta veraldlegra eigna flestra fjölskyldna í landinu. Það ætti því að vera sjálfsagt að hver og einn húseigandi sé félagi í Húseigendafélaginu, samtökum sem vinna með hagsmuni húseig- enda í huga. Höfundur situr í varastjórn Húseigendafélaersins. ANNA Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran og Þórarinn Sigur- bergsson gítarleikari halda tón- leika í Hafnarborg fimmtudag- inn 25. júlí klukkan 20.30. Tónleikarnir tengjast málverka- sýningu Sólveigar Eggerz Péturs- dóttur, sem nú stendur yfir í Hafn- arborg. Margar myndanna eru nokkurskonar lýsing á ljóðatextun- um er Anná Júlíana mun syngja og tilraun til þess að skapa bak- grunn fyrir suðræna og íslenska söngva við gítarundirleik. Flutt verða sönglög eftir tón- skáldin Enriquez de Valderrábano, Carl Maria von Weber, Atla Heimi Sveinsson, Joaquin Rodrigo, Enrique Granados og Manuel de Falla. Anna Júlíana er nýkomin úr tón- leikaferðalagi til Þýskalands, þar sem hún hélt ljóðatónleika í boði borgaryfirvalda í Cuxhaven. Þórarinn Sigurbergsson stundaði nám í gítarleik undir handleiðslu Eyþórs Þorlákssonar og hélt síðan til Spánar og stundaði þar fram- haldsnám hjá hinum þekkta gítar- leikara Luis José Gonzales. Hann hefur tekið þátt í samtónleikum og leikið inn á hljómplötu hér á landi. ÍSLANDSBANKI hefur frá því seint á síðastliðnu ári notað umslög sem unnin eru úr óbleikt- um (klórfríum) pappír. Með því að nota óbleiktan pappír vill Is- landsbanki leggja sitt af mörkum til náttúruverndar. Á umslögun- um er sérstakt merki til þess að ■vekja athygli á notkun óbleikts pappírs. Merkið tengist þó íslandsbanka ekki sérstaklega og er fyrirtækjum og öðrum aðilum, sem nota óbleikt- an pappír, heimilt að nota merkið að vild. Það er hugsað sem tákn pappírs.án klórs og skipar nú þegar slíkan sess í hugum viðskiptavina íslandsbanka. Klór þykir mikill skaðvaldur lífríkinu þar sem það nær að menga vatn. Það hefur áhrif á efnahvörf og hvarfast auðveldlega sjálft. Æ fleiri pappírsverksmiðjur eru nú hættar að bleikja pappír með klór og notast nú við „hreinni tækni“. Pappírinn verður að vísu ekki eins drifhvítur og áður en náttúran nýt- ur góðs af. íslandsbanki áformar að draga enn úr notkun á bleiktum pappír í viðskiptum sínum og verða næstu skref þar að lútandi stigin á næstunni. Nefna má, að íslands- banki gefur út þrjú mismunandi fréttabréf og verða öll næstu tölu- blöð prentuð á óbleiktan pappír. (Fréttatilkynning) Gylfi Þ. Gíslason En hvers vegna kvarta þeir ekki yfir þessum útgjöldum sem álögum? Ástæðan ei' sú, að þau eru greidd öðrum útgerðarmönnum. Auðvitað er í sjálfu sér engin ástæða til þess að finna að því að útgerðarmenn hagnist á kvótaviðskiptum. Ef því fylgdi eihungis aukið hagræði, væri það öllum til góðs. Slík viðskipti mega hins vegar ekki verða til þess að skaða aðra. En það á sér ein- mitt stað, eins og fiskveiðistefnan er nú. Meðan veiðigj aldið, sem útgerð- armenn greiða nú, rennur til ann- arra útgerðarmanna er ekki tiygg- ing fyrir því að þessir fjármunir verði ekki nýttir áfram til að hálda úti of stórum flota. Það tefur alvar- lega fyrir því, að það markmið fisk- veiðistjórnarinnar náist, að flotinn minnki sem fyrst og örast. Það er þjóðarbúinu auðvitað skaðlegt, að óþarflega lengi sé haldið áfram að veiða með alltof stórum flota. Og veiðigjald þeirra, sem það greiða, rennur til rangra aðila. Það sam- rýmist hvorki heilbrigðri réttarvit- und né siðgæðisvitund, að sá, sem fær rétt til fiskveiða án þess að greiða fyrir hann, geti eignazt fé við að selja hann, meðan réttmætur eigandi auðlindarinnar, sem verið er að heimila afnot af, fær ekkert í sinn hlut. En með þessu er samt ekki nema hálf sagan sögð. Meðan það veiði- gjald, sem útgerðarmenn greiða, rennur til annarra útgerðarmanna, greiðir sjávarútvegurinn sem heild ekkert fyrir einkarétt sinn til að hagnýta verðmætustu auðlind þjóð- arheildarinnar. Allir aðrir atvinnu- vegir landsmanna verða að greiða fyrir öll sín aðföng. í núgildandi fiskveiðistefnu felst óviðunandi mis- rétti. Hún ívilnar sjávarútveginum með því að hlífa honum við gjaldi, sem allar aðrar atvinnugreinar verða að greiða, afgjaldi fyrir hag- nýtingu verðmætra auðlinda. Veiði- gjald er því ekki skattur á sjávarút- veginn. Með því væri þvert á móti aðeins verið að breyta ívilnun hon- um til handa í jafna stöðu við aðrar atvinnugreinar. Nú má auðvitað búast við, að sagt verði: Meðan veiðigjaldið, sem nú er greitt, helzt innan sjávarútvegsins, er ekki hægt að tala um álögur á hann. En ef allir, sem veiða, greiða veiðigjald, eru það nýjar álögur. Hér er komið að kjarnaatriði í allri umræðunni um veiðigjald. Öll- um, sem mælt hafa með veiði- gjaldi, er ljóst, að framkvæmd hug- myndarinnar um veiðigjald er ná- tengd gengisskráningunni. Engum hefur dottið í hug að taka upp fullt veiðigjald í einu vetfangi. Allir eru sammála um, að það eigi að gerast í áföngum, á 5-10 árum. Aðlögun- artímann á að nota til þess að fylgj- ast með afkomu útgerðarinnar og hver hagnaður hlýzt af þeirri hag- ræðingu, sem m.a. veiðgjaldið mundi leiða til. Ef í Ijós kæmi á einhveiju stigi, að hagkvæm útgerð þyldi ekki veiðigjaldið, bæri það einfaldlega vitni um, að gengið væri rangt skráð og þyrfti að lækka. Sparnaður af auknu hagræði í út- gerðinni gæti hins vegar orðið svo mikill, að nauðsynleg gengislækkun þyrfti ekki að valda auknum fram- færslukostnaði Kjarninn í þessu máli er sá, að meðan útgerðin greiðir ekkert fyrir hagnýtingu fiskistofnanna og geng- isskráningin er fyrst og fremst mið- uð við afkomu útgerðarinnar, svo sem verið hefui' frá upphafi, er hallað á allar aðrar útflutnings- greinar en sjávarútveginn. Þegar haft er í huga, að sjávarútvegurinn aflar um helmings útflutningstekn- anna, en margar greinar iðnaðar og hvers konar þjónustu hins helm- ingsins, ætti að vera augljóst, um hvílíkt stórmál hér er að ræða. Nugildandi fiskveiðistefna ásamt þeirri gengisstefnu, sem henni fylg- ir, er baggi á öðrum útflutnings- greinum en sjávarútveginum og um leið dragbítur á eflingu nýrra út- flutningsgreina, einmitt þeirrar nýj- ungar, sem nú er mest þörf á í íslensku efnahagslífí. Um þetta hefur Þorkell Helgason skrifað mjög athyglisverða ritgerð. Hún birtist í bókinni Hagsæld í húfi, sem Háskólaforlagið gaf út í fyrra. Því miður virðist mikið skorta á, að nægur skilningur sé á þessum staðreyndum. í sjálfu sér er óþarfí að undrast, að samtök útvegs- manna skuli beita sér af alefli gegn veiðigjaldi, þau beijast auðvitað með oddi og egg fyrir hagsmunum sínum. Það kemur hins vegar á óvart, að formaður Verzlunarráðs íslands skuli vera eindreginn and- stæðingur veiðigjalds. Aðilar að hans samtökum eru þó ýmsir út- flytjendur mikilvægrar þjónustu, sem verður mjög fyrir barðinu á rlkjandi fiskveiðistefnu og þeirri gengisstefnu, sem tengist henni. Þeir eiga sér ekki málsvara í Verzl- unarráðinu. Þá hlýtur það og að vekja athygli, hversu lítið samtök iðnrekenda hafa látið sig þessi mál skipta. Það eru þó beinlínis lífshags- munir íslenzks iðnaðar, sérstaklega útflutningsiðnaðarins, að hann fái að sitja við sama borð og sjávarút- vegurinn, þ.e. að ekki sé hallað á hann, en sjávarútveginum ívilnað. Vaxtarbroddurinn í íslenzku efna- hagslífi á næstu árum og áratugum verður eflaust á sviði ýmiss konar iðnaðar og margs konar þjónustu. Þá er komið að síðustu spurning- unni, sem varpað var fram í fyrri grein: Hvernig á að bregðast við tillögum Hafrannsóknastofnunar um minnkun fiskveiðanna? Höfundur er prófessor og fyrrverandi ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.