Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 33
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1991 33 U * Islenskt og indverskt flatbrauð á grillið 'tigrillið er til margra hluta nyt- samlegt. Hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug að búa til flat- brauð á því? Það er upplagt enda var hið upprunalega íslenska flatbrauð bak- að við glóð eða opinn eld, og enn eru þjóð- ir sem daglega baka brauð sitt þannig, t.d. Indverjar með sitt chapatti, phulka og na- an, þó þeir noti líka leirofna sem þeir klessa brauðinu inn á, og svo Mexíkóar með tor- . tilla og ýmsar aðrar þjóðir með enn fleiri tegundir. Allar þessar þjóðir borða mikið brauð með mat og þann sið ættum við að taka eftir þeim, þar sem mjög hollt er að gera það. Ur brauðinu fáum við kolvetni, protín, trefjaefni, ýmis vítamín og stein- efni. Hér er uppskrift af indversku chap- atti og phulka, sem er búið til úr sama deig- inu og svo tvær tegundir af íslensku flat- brauði. Gott er að leggja álpappír ofan á grindina á grillinu. Eg reyndi að baka brauðið á kökugrind, en álið í grindinni bráðnaði og fór saman við brauðið. Við getum notað alls konar gróft mjöl í íslenska flatbrauðið, takið bara það sem hendi er næst, en í hið indverska þarf að hafa mjög fínmalað heilhveiti og helst óbleikt hveiti. Það fæst hvort tveggja í heilsufæðisbúðum. Ég hefi dvalist í hálfbyggðu húsi undanfarn- _ ar vikur og er eldunaraðstaða ekki góð í því. Ég er með gasgrill og nota það geysimikið bæði til baksturs og alls konar matargerðar. Flatbrauðið legg ég í strax að morgni, hvolfi skál yfir það og baka það síðan um leið og ég bý til matinn. Sjóða má n\jög ljúffenga pottrétti í wok-pönnu á grillinu og baka brauð í leirílátum, jafnvel í leirblómsturpottum. Já margt má gera, ef við gefum okkur tíma til þess og höfum svolítið hugmyndarflug. Ef við höfum ekki kökukefli við hendina, getum við notað fulla stóra áldós með gosdrykk eða bjór. IVyög svipað deig er notað í phulka og chapatti, en ekki er alltaf notuð feiti í chapatti en oftast í phulka. Þið getið að sjálfsögðu sleppt olíunni í brauðin. En phulka er stærra um sig og oft mjög þunnt. Phulka á að vera um 20 sm í þvermál en chapatti um 12-15 sm og mun þykkara en phulka. íslenskt flatbrauð nr. 1 4 dl heilhveiti 2 dl haframjöl 3 dl heilhveiti 1 dl rúgmjöl 1 tsk salt 4 dl sjóðandi vatn íslenskt flatbrauð nr. 2 4 dl heilhveiti 2 dl hveitiklíð 4 dl heilhveiti 1 tsk salt 4 dl sjóðandi vatn Aðferð við bæði brauðin: 1. Látið vatnið sjóða. 2. Setjið allt mjölið og saltið í skál og blandið saman. 3. Hellið sjóðandi vatni út í og hrærið vel saman. Hnoðið eða geymið í skálinni og bakið síðar eða mótið strax. 4. Skiptið deiginu í 4 hluta. Fletj- ið út í aflangan bút um 3 mm á þykkt. Skerið undan disk, 2 kökur úr hveijum bút. 5. Hitið grillið. Leggið álpappír ofan á grindina, leggið brauðin á hann, þegar pappírinn er orðinn vel heitur. Látið grindina vera ná- lægt glóðinni eða hafið hæsta straum á gasgrilli. Misjafnt er hversu lengi þarf að baka brauðið, fer það eftir hita og fjarlægð frá glóð. Fylgist með því. 6. Leggið flatkökurnar í plast- poka jafnóðum og þær bakast svo þær haldist mjúkar. Deig í phulka og chapatti 5. dl mjög fínt heilhveiti 5 dl óbleikt hveiti 1 tsk salt 2 msk matarolía 4 dl ylvolgt vatn 1. Setjið heilhveiti, hveiti og salt í skál og blandið saman. 2. Setjið */j af vatninu út í og hrærið með sleif, setjið síðan aftur 'h og hrærið áfram og loks síðasta þriðja hlutann. Leggið disk eða stykki yfir skálina og látið deigið standa í 20-30 mínútur. 3. Takið deigið úr skálinni og hnoðið vel. Umsjón: KKISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Phulka. Skiptið deiginu í 15 hluta, búið til kúlur, dýfið þeim í hveiti og fletjið örþunnt út hring- laga. Stráið ögn af hveiti á hverja deigþynnu. Leggið á stórt fat eða bökunarplötu. Látið ekki liggja saman. Leggið þurrundið stýkki yfir. Þessar kökur eiga að vera um 20 sm í þvermál. Chapatti. Skiptið deiginu í 10 hluta, búið til kúlur, fletjið frekar þykkt út hringlaga, 12-15 sm í þvermál. Gatið kökumar. Farið eins að og með phulka. 5. Hitið grillið. Leggið brauðið beint á grindina á grillinu. Bakið á 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til brauðið tekur lit og fær á sig brúna bletti. Phulka á að bakast við miðlungshita fyrst, en síðan á • að hafa meiri hita þ.e. nær glóð- inni, og þá eiga brauðin að blása > út. Gott getur verið að setja það fyrst á stór álmót, en flytja það síðan yfir á grindina. Chapati á að bakast við háan hita, á ekki að blása út, ef það gerist, þarf að ýta ofan á það með spaða eða hlemm. Best er að baka það beint á grind- inni. Notið grillhanska og langan spaða. Setjið brauðið strax að bakstri loknum í plastpoka og setj- ið viskustykki utan um. Brauðin eiga að vera nýbökuð og mjúk. í Indlandi er það húsmóðirin, sem bakar brauðin um leið og fjölskyld- an er sest til málsverðar, en við íslenskar húsmæður viljum borða með fjölskyldunni og bökum brauð- in því áður og höldum heitum og mjúkum í plastpoka. Jón Guðmundsson, Skiphyl - Kveðja Fæddur 26. apríl 1920 Dáinn 30. júní 1991 Laugardaginn 6. júlí skartaði sveitin okkar sínu fegursta, austan andvari, sólskin og hiti. Þann dag fór fram á Ökrum útför frænda míns og vinar Jóns Guðmundssonar bónda á Skipliyl í Hraunhreppi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. júní eftir erfiða sjúkdómslegu. Jón fæddist 26. apríl 1920, yngsta bam foreldra sinna, Guðmundar Jónssonar bónda á Skiphyl og konu hans Kristjönu Jóhannsdóttur. Ólst hann upp í foreldrahúsum við mikið ástríki foreldra og systra. Bústörf voru honum snemma hugleikin og urðu þau hans ævistarf. Hann tók við búi foreldra sinna 1962 ásamt Elísabetu systur sinni og hóf þá ræktun og uppbyggingu jarðar sinn- ar. Jón var félagsmálamaður mikill, hreifst mjög af ungmennafélags- hreyfingunni, gekk ungur í UMF Björn Hítdælakappa og var formaður félagsins alllengi. Hann valdist einn- ig til fjölda annarra trúnaðarstarfa, sat í hreppsnefnd um árabil og í byggingamefnd félagsheimilisins Lyngbrekku, var formaður Búnaðar- félags Hraunhrepps, aðalhvatamað- ur að stofnun Veiðifélags Hítarár og í stjórn þess frá upphafi. Haglæti. var einkenni Jóns og flíkaði hann Iítt tilfinningum sínum. Var hann þó fastur fyrir og rökfast- ur og fór gjarnan sínar eigin leiðir.' Hann var bókhneigður með afbrigð- um og víðlesinn og kunni af þeim sökum góð skil á mönnum og málefn- um. Málefni dreifbýlisins vora Jóni mjög hugleikin. Vildi hann hag þess sem mestan og hafði þungar áhyggj- \ ur af fólksflótta úr sveitum. Er Guð- mundur systursonur hans og Lilja kona hans ákváðu að flytja að Skip- hyl gladdist Jón mjög er hann sá framtíð jarðarinnar tryggða. Milli heimilinna á Skiphyl og Krossholts var mikil vinátta og samgangur sem aldrei var skugga á. Oft ræddum við frændurnir ýmis mál áður en þeim var hrundið í framkvæmd og var gott að sækja ráð til Jóns. «. Fátt eitt hefur hér verið sagt um Jón þó af nógu sé að taka. En nú er fræmdi horfinn yfir móðuna miklu og mun verða tekið vel á móti hon- um. Megi hann fara vel og hafi þökk fyrir samverana hér í heimi. Fjölskyldan í Krossholti vottar ástvinum öllum innilega samúð. Hallbjörn Sigurðsson FÉLAGSÚF ESútivist GRÓHNNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14604 Um næstu helgi • Hólmsárlón - Brytalækir Gist í húsi. Gengið frá Mælifelli um Veðurháls í Strútslaug. Það- an austur með Hólmsárlóni í Rauöabotn sem er hluti af Eldgjá og áfram í Brytalæki. • Básar á Goðalandi Tilvalin staður til þess að slappa af eftir annir vinnuvikunnar. • Fimmvörðuháls - Básar Hin vinsæla gönguleiö milli Bása og Skóga. Gangan tekur 8-9 klst. Gist í Básum. Sumarleyfi með Útivist Holl hreyfing - góður félagsskapur. Hornstrandir Kynnist stórbrotinni náttúru þessarar eyðibyggðar. Síðustu ferðirnar i ár: 31/7-6/8: Hornvík Tjaldbækistöð. Tilvalin ferð fyrir þá sem eru að fara í fyrsta sinn á Hornstrandir. Gengið á Horn- bjarg, farið í Látravík, Rekavík o.fl. Nokkur sæti laus. Farar- stjóri: Gísli Hjartarson. 31/7-9/8: Hornvík - Aðalvík Bakpokaferö. Fyrstu fjórum dög- unum veröur varið í að skoða umhverfi Hornvíkur, Hornbjarg, Látravik, Rekavík o.fl. Síðan verður gengið með allan viðlegu- útbúnað til Hlöðuvíkur um Kjar- ansvíkurskarð að Hesteyri og áfram til Aðalvikur. Nokkur sæti laus. Fararstjóri: Gisli Hjartarson. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTL) 3 S11798 19533 Miðvikudagur 24. júlí Kl. 08 Þórsmörk, dagsferð og til sumardvalar. Sumardvöl í Skagfjörðsskála Langadal nýtur sivaxandi vinsælda. Dagsferð kr. 2.300,- (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Uppl. og pantanir á skrifst. Öldugötu 3. Kl. 20 Skógarstígar f Heiðmörk. Létt og skemmtileg ganga í Vífilsstaðahlíð. Trjásýnireiturinn skoðaður. Afsláttarverð kr. 500,-. Frítt f. börn m. fullorðnum. Fjölbreyttar helgarferðir 26.-28. júlí. 1. Miðsumarsferö í Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Skagfjörðs- skála Langadal. Gönguferðir. 2. Landmannalaugar-Eldgjá. Gist í sæluhúsinu í Laugum. Ekið í Eldgjá. Gönguferðir. 3. Hvítárnes-Kerlingarfjöll- Hveravellir. Ekið og gengiö. Gist i skálum F.í. 4. Þverbrekknamúli-Hrútfell. Gengið i skálann í Þverbrekkna- múla og gist þar. Dagsganga á Hrútfell (1410 m.y.s.). Helgarferð 27.-28. júlí: Emstrur-Þórsmörk. Gengið af Emstrum til Þórsmerkur á laug- ardeginum (um 6 klst. ganga). Gist í Þórsmörk. Munið ferðir um verslunar- mannahelgina: 1. Landmanna- laugar-Eldgjá. 2. Dalir-Breiða- fjarðareyjar-Dagverðarnes. 3. Lakagígar (Eldborgarraðir)- Blágil-Leiðólfsfell. 4. Höfða- brekkufjöll (sannkallað Þórs- merkurlandslag). 5. Þórsmörk. Ferðafélag íslands. H ÚTIVIST GRÓHNNII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Létt kvöldganga miðvikudag 24. júlí. Bláfjallaleiöin. Skoðaður hluti hinnar skemmtilegu Bláfjalla- leiðar. Gengið verður frá Rauðu- hnúkum, um Sandfell og útsýnis notið af Selfjalli. Göngunni lýkur í Lækjarbotnum. Brottför frá Umferðarmiðstööinni að vestan kl. 20.00, komið við hjá Árbæjar- safni. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Ferðist innanlands með Ferðafélaginu í sumar 26/7-1/8 (7 dagar): Borgar- fjörður eystri - Loðmundar- fjörður. Gist í húsum. Skoðunar- og gönguferðir um þetta fjöl- skrúðuga landsvæði. 26/7-1/8 (7 dagar): Seyðis- fjörður - Borgarfjörður eystri. Bakpokaferð um Loðmundar- fjörð og Víkurnar. 2.-5. ágúst (4 dagar): Þórisdal- ur - Hlöðuvellir. Bakpokaferð um verslunarmannahelgina. 2.-11. ágúst (10 dagar): Vonar- skarð - Kverkfjöil. Bakpokaferö. 2.-8. ágúst (7 dagar): Lóns- öræfi. Mögulegt að gista í nýja skálanum. Stórbrotið og litrikt svæði. 8.-13. ágúst (6 dagar): Ár- bókarferð - ökuferð. Gerist fé- lagar og eignist nýútkomna ár-^ bók Ferðafélagsins. Fjalllendi" Eyjafjarðar að vestanverðu II. 8.-13. ágúst (6 dagar): Ár- bókarferð - Tungnahryggsleið. Gönguferðir um „Laugaveginn" i allt sumar. Gengið á fjórum dögum milli gönguskála Ferða- félagsins í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og á Emstrum. Gönguferð um Jötunheima í Noregi 17.-26. ágúst. Þekktasta fjallasvæði Noregs. Ferð í sam- vinnu við Norska ferðafélagið. Nánari uppl. á skrifstofunni, Öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Ferðafélag íslands. TIL-SÖLU Til sölu húseignin Stekkjarbrekka 4, Reyðarfirði. Húsið er timburein- ingahús 130 fm frá 1983. Allar nánari upplýsingar veitar í síma 97-41160 eftir klukkan 19.00, (Kjartan).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.