Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTUSVIMÍULÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. JUU 1991 29 Viðbrögð ferðafólks við leigufluginu góð Flugferðir-Sólarflug hefur í sum- ar boðið ódýrar flugferðir til London og Kaupmannahafnar og hefur nokkur styr staðið um þessar ferðir að undanförnu. Guðni sagði að við- brögð ferðafólks við þessu leigu- flugi hafi verið mjög góð. „Frá því í maíbyrjun höfum við flutt um Alþjóðafyrirtæki 4.000 farþega og sætanýting er í heildina yfir 90%. Það þafa að jafn- aði verið um 250-300 íslendingar á okkar vegum í London og verður svo fram til septemberloka. Við bjóðum gistingu eftir efnum og aðstæðum hvers og eins, allt frá svefnpokaplássi upp í fímm stjörnu Hilton hótel. Það hefur verið gott samstarf við Atlantsflug og höfum Morgunblaðio/MKS FERÐASKRIFSTOFAN — Fyrir utan ferðaskrifstofuna í London daginn sem opnunin var, talið frá vinstri: Þórður Sigurðsson, Guðni Þórðarson, Ólafur Steinar Valdimarsson og Birgir Þorgilsson. við farið þijú flug í viku til London og Kaupmannahafnar. Það verður framhald á þessum ferðum næsta sumar enda hef ég ekki trú á öðru en að leiguflugsreglurnar verði rýmkaðar. Þannig hefur þróunin verið um allan heim. Ég get ekki skilið að stjórnvöld hafi hag í því að banna fólki að kaupa þjónustu eins ódýrt og hægt er.“ Söluherferð Coca Cola íEvrópu Fyrirtækið hefur varið um 400 milljónum dollara til að koma sér upp nýjum átöppunarverksmiðjum SÖLUAUKNING —■ 23% söluaukning varð í Frakklandi, þegar Coca Cola fór sjálft að sjá um að kynna vöru sína í stórmörkuð- um. Heildarvelta fyrirtækisins jókst um 19%, en hagnaður aðeins um 1%. RÍFLEGA 40% allra gosdrykkja sem seldir eru á mörkuðum heims utan kommúnistaríkjanna er Cóca Cola. Þótt þetta mark- aðshlutfall sé hátt, er nú þegar hafin herferð til að auka það enn. I fljótu bragði virðist sú hugmynd langsótt þegar tekið er tillit til alls þess fjölda teg- unda gosdrykkja sem á markaðn- um eru. En í samanburði við sölu- hæstu markaðina kemur annað í ljós. í Bandaríkjunum drakk hver íbúi að jafnaði 67 lítra af Coca Cola árið 1989, og voru þá aðeins íslend- ingar duglegri við kókþambið, en þeir drukku að jafnaði 76 lítra á mann. Þegar litið er til stærri þjóða í Evrópu er kók-drykkjan mun minni. Hver Þjóðverji drakk þannig 39 lítra árið 1989, í Englandi var meðalneyzlan 22 lítrar á mann, og Frakkar voru neðstir með 9 lítra á hvern íbúa. I lok síðasta áratugar hófst und- irbúningur að því að tryggja að- stöðu Coca Cola á innri markaði ríkja Evrópu og losna við umboðs- menn sem ekki náðu viðunandi ár- angri í sölu á þessum mest selda gosdrykk heims. Herferðin hófst í Bretlandi. Þar önnuðust tvö fyrirtæki, Beechan og Grand Metropolitan, söluna á Coca Cola og var samvinna þeirra erfið. Coca Cola tók þá upp samvinnu við Cadbury Schweppes um átöppun og markaðssetningu Coca Cola í Englandi, og tókst að tvöfalda söl- una þar á þremur árum. Næst kom Frakkland. Þar hafði Pemod-Ricard fyrirtækið séð um átöppun og dreifingu Coca Cola í fjörutíu ár, en ekki orðið nógu vel ágengt. Eftir málssókn, þar sem Coca Cola hélt því fram að Pernod- Ricard seldi kók á of háu verði til verzlana til að vernda eigin fram- leiðslu á Orangina gosdrykknum, tókst Coca Cola að ógilda sam- starfssamning fyrirtækjanna. Varð úr að Coca Cola kom sér upp eigin sölukerfi í Frakklandi. Sölumenn heimsóttu stórmarkaði og buðu sérkjör auk þess sem þeir reyndu að fá kaupmenn til að stilla upp Coca Cola á áberandi stöðum. Árangurinn varð 23% söluaukning strax á árinu 1989. Auk þessa hefur Coca Cola varið rúmlega 400 milljónum dollara til að koma sér upp nýjum átöppunar- verksmiðjum í Bretlandi, Frakk- landi, Belgíu, Hollandi og (Vestur) Þýzkalandi. I austurhluta Þýzka- lands, þar sem Coca Cola minntist falls Berlínarmúrsins með ókeypis kóki fyrir fagnandi íbúana, eru fyr- irhugaðar fjárfestingar í nýjum átöppunarverksmfðjum upp á meira en 140 milljónir dollara, ogbráðlega hefst vinna við nýja átöppunarverk- smiðju í Póllandi sem kostar 30 milljónir. Ekki er ljóst hver árangur verður af öllu þessu starfi. Drykkjarvenjur í Evrópu eru aðrar en í Banda- ríkjunum. í Bandaríkjunum eru gosdrykkir algengasti drykkur landsmanna, en í Evrópu eru þeir í ljórða sæti á eftir kaffi, mjólk og öli. Hvað sem öðru líður þá varð 19% aukning í heildarveltunni hjá Coca Cola á síðasta ári, og nam hún 10,2 milljörðum dollara (um 750 milljörðum króna). Hagnaður jókst hinsvegar aðeins um 1% í 2,7 millj- arða dollara (nærri 170 milljarða króna). Heimild: Börsen. ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Simar624631 / 624699 Svíþjóð Orkuvinnslustofnunin Vatt- enfallgerð að hlutafélagi ORKUVINNSLUSTOFNUN Svíþjóðar, Statens Vattensfallsverk, var gert að hiutafélaginu Vattenfall AB þann 1. júlí sl. og er það alfarið í eigu sænska ríkisins. Þann 29. maí sl. samþykkti sænska þingið að gera Vattenfall að hlutafélagi í framhaldi af tillögum um nýja efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í október á sl. ári. Ákvörðun sænska þingsins hefur í för með sér að orkuvinnslu- fyrirtækið Vattenfall verður nú rekið í formi hlutafélags. Háspenn- ulínurnar svo og samtenging við útlönd verður þó áfram í orkustofn- uninni þangað til annað verður ákveðið. Samkvæmt -upplýsingum frá Vattenfall — „Landsvirkjun Svíþjóðai'" — var meginástæða þess að fyrirtækið var gert að hlutafé- lagi sú að vænta má mikilla breyt- inga í efnahagslífi Evrópu á næstu árum. Orkuvinnsla og orkudreifing innan einstakra Evrópulanda munu gjörbreytast. Þar mun markaðurinn fyrir raforku opnast eins og flest annað. Qrkuvinnslufyrirtæki munu sameinast í stærri einingar til að auðvelda samkeppni. Þarfir við- skiptavinarins verða meir og meir afgerandi og þurfa fyrirtækin að aðlaga sig að þörfum atvinnulífsins og aukinni samkeppni bæði milli fyrirtækja svo og mismunandi orku- vinnslu. Svíar telja því nauðsynlegt að hafa mjög sterkt orkufyrirtæki sem geti starfað á sama viðskiptalega grundvelli eins og keppinautarnir í Evrópu. Vattenfall AB verður þetta sterka orkufyrirtæki, sem verður samtímis sjöunda stærsta orkufyr- irtæki Evrópu með öll sín vatns- orkú- og kjarnorkuver. Með því að gera Vattenfall AB að hlutafélagi auðveldar það einnig möguleika á samstarfí við alþjóðleg orkufyrirtæki. Á síðastliðnu ári voru verkfræði- og viðskiptadeildir Vattenfall gerð- ar að sérstökum hlutafélögum, Vattenfall Engineering AB sem er 100% í eigu Vattenfall. Vattenfall Engineering AB er hluthafi í íslenska fyrirtækinu Norræn verk- tækni hf., sem hefur það markmið að vinna að orkuvinnslu og mann- virkjagerð á íslandi og erlendis. Stjórnarformaður Norrænnar vet'k- tækni hf. er Jón Hjaltalín Magnús- son, verkfræðingur. Vattenfall AB hefur einna mesta reynslu erlendra orkufyrirtækja í lagningu sjókapla og hefur það þegar sýnt áhuga á viðræðum við Landsvirkjun um samstarf um stofnun alþjóðlegs fyrirtækis á ís- iandi sem tæki að sér að undirbúa, fjármagna og byggja orkuver, leggja sjókapla og selja raforku til Evrópu. Golfverur i úrvali Iþróttabúöin Borgartúni 20, sími 620011. □ Golfkerrur frá 6.800,- □ Pokastandar kr. 3.200,- □ Nike og Foot Joy golfskór □ Dunlop 8“ pokar kr. 6.800,- □ Kylfugrip m/tape kr. 320,- □ Boltatína kr. 690,- □ Hlífar f. járn kr. 1.865,- □ Hlífar f. tré kr. 510, □ V? Spalding sett m/Putter kr. 10.700,- □ Stök tré frá kr. 2.990,- □ Stök járn frá kr. 2.200,- □ Skorkortahaldari kr. 470,- □ Rör í poka kr. 105,- □ Bolti í bandi frá kr. 1.250,- □ Golfboltar frá kr. 55,- □ Plastboltar (6) kr. 210,- □ Höggteljarar kr. 450,- □ 18 gerðir af golfboltum. LandsmótstHboó: 20% afsláttur af öllum golfboltum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.