Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 39
heilsubresturinn hindraði oft áform og gjörðir, kom í veg fyrir íslands- ferðir og einnig að hún gæti farið til Frakklands til að nema þar og starfa þegar henni bauðst það. En hún hafði síðar komið sér fyrir á Fanö, eyjunni fögru við vesturströnd Jótlands þar sem mildir vindar blása af hafi og oft er einkar veðursælt og þrifist þar vel. Húsin þar gömlu með strá- þökunum og steinlögðu göturnar voru eins og klippt úr ævintýrum H.C. Andersens og gerðu byggðina sérlega aðlaðandi og friðsæla en þó höfðu íbúarnir sem margir hveijir voru sjómenn og sjómanna- fjölskyldur kynnst náið lífsháskan- um sem sjósókninni fylgir. Þórunn náði sérlega góðum takti við mann- lífið á Fanö í byggðunum báðum á eynni. Hún fann í því trausta strengi sem hún þekkti að heiman og varð þýðingarmikill hluti þess og mótaði það einnig með skap- andi hugsun sinni og athöfn. Kjóla- saumurinn kom á kynnum og við- skiptavinir hennar löðuðust að þýðu viðmóti hennar og öruggu fasi. Hún þekkti brátt hvern mann á eynni og allir þekktu hana að góðu. Hún setti sig vel inn í siðvenjur og hætti eyjarskeggja. Hún hreifst af „þjóðbúningum“ þeirra og varð algjör sérfræðingur í þeim, saum- aði þá fyrir unga sem aldna í öllum sínum mörgu blæbriðgum og saumaði stáss- og brúðarkjóla sem báru orðspor hennar víða. Og hún kenndi í námsflokkunum og í ungl- ingaskólunum. Hún hafði sérstakt lag á unglingum, hafði föst tök en hlý, vakti traust og tiltrú þeirra og laðaði fram sjálfstraust, áhuga og ábyrgðarkenndj í litla rauða stráþaks húsið hennar á Aðalgötunni sem skagar út í götuna eins og til að bjóða gesti velkomna komu háir sem lág- ir, börn sem gamalmenni, heilir og sjúkir og sóttu til Þórunnar uppörv- un, lífstrú og gleði. Hún var jafnan með verk í höndum en gaf sér þó tíma til að sinna vinum sínum vel og gat auðveldlega slegið á marga strengi í einu og náð fögrum sam- hijómi. Hún kunni að hlusta og setja sig inn í mismunandi aðstæð- ur og kjör, leit lífið frá háum sjón- arhóli þess sem virðir það og el- skar það, frá því sjálfgleymi sem veitir innsæi og visku og nýtt fær hveija reynslu til einhveija heilla og varð því sálusorgari svo æði margra. Presturinn Sören Hvas sem nú er prófastur í Haderslev fann í henni samstarfsmann sem með sínum hætti breiddi út Guðs- ríkið, gleði þess og frið. Og þau urðu trúnaðarvinir og hann fékk mikinn áhuga á ættlandi hennar, sögu þess og menningu. Þórunn fékk sendar bækur og blöð að heiman og fylgdist grannt með tíð- indum héðan og menningarlífi og var einnig vel heima í því sem gerðist í Danmörku. Norrænir rit- höfundar og fræðimenn sem dvöld- ust í einhvern tíma á Fanö kynnt- ust að sjálfsögðu frú Wíum og hún sýndi viðfangsefnum þeirra áhuga og fræddi þá um íslenska list. Þess þurfti ekki væru þeir íslenskir eða færeyskir en þeim sagði hún frá Fanö og teygaði að sér ferskum andblæ sem fylgdi þeim frá eyjun- um í norðri og þeim sjómönnum ekki síður sem þaðan komu á skip- um sínum til Esbjerg og brugðu sér iðulega til Þórunnar og oft þá með fisk í soðið og fengu þær móttökur sem minntu þá á fjöl- skyldur og vini heima. Þórunn kom reglulega heim til Islands seinni árin og hitti hér fyr- ir vandamenn og vini og þeir komu margir til hennar á Fanö og nutu þess að vera með henni þar. Fyrir fjórum árum kom hún hingað til lands í síðasta sinni og þá bar fund- um okkar saman. Hún hafði endilega viljað hitta þennan frænda sinn sem hafði kynnst Sören Hvas á ráðstefnu í Skotlandi enda var hann nú með í för og fjölskylda hans öll til þess að skoða og kynnast ævintýralandi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 39 vinkonu sinnar. Þórunn hafði re- kist á mynd í blaðagrein sem fjall- aði um ráðstefnuna og sýndi okkur Sören saman í skrúðgöngu presta. Og það var sem við hefðum alltaf þekkst. Hún faðmaði mig að sér sem týndan son sem var fundinn fyrir framan Dómkirkjuna í Reykjavík þar sem Sören hafði prédikað og eftir það vorum við nákomnir vinir. Hún kom austur til Mjóafjarðar með Sören, sýndi honum, konu hans og börnum átt- hagana sem voru henni svo hjart- fólgnir, og þau ferðuðust um Aust- firði og Norðurland og fóru víða í sólbjörtu veðri. Og þessir vinir Þórunnar hrifust af landinu hennar glæsta og tignarlega og fólkinu, systkinum hennar og venslafólki öðru sem greiddi götu þeirra og gerði þeim ferðina að ógleyman- legri ævintýraferð. Þórunn var alvarlega sjúk þegar hún sneri aftur til Danmerkur. Hana hefur eflaust grunað það áður en hún kom hingað að nú væri heilsan að gefa sig aftur og því viljað endilega fara til íslands enn á ný. Hún fór í gegnum mikl- ar læknisaðgerðir og henni var vart hugað líf en hún náði sér þó furðuvel á strik. Hún var enda óvílin og tók því sem að höndum bar með algjöru æðruleysi og bjó að undraverðum innri styrk og krafti og hún hvatti mig til þess að koma í heimsókn til sín. Og því var það að ég, vetrardag, nokkrum mánuðum seinna, fór úr feijunni í Norðurbæ og gekk með Jónu systur Þórunnar frá ströndinni eft- ir þröngum steinlögðum götum og svo inn í rauða húsið hennar Þó- runnar sem var svo lítið en þó svo rúmgott og var svo danskt að sjá en jafnframt svo íslenskt vegna þeirra íslensku mynda og bóka sem þar voru á veggjum og hillum og tungunnar tæru sem hljómaði þar. Þórunn tók þar fagnandi á móti mér með bros á vör og blík í auga og spurði tíðinda af mér og mínum og gerði lítið úr veikindum sínum. Þegar fundum okkar bar saman síðar er ég dvaldi um skeið í Dan- mörku í námsleyfi var það enn minn hagur og líðan sem hún gaf gaum fremur en að harma sinn hag. Hún var sæl og sátt, þakkaði hvern dag sem henni gafst og hún fékk notið, var þakklát fyrir vini sína sem hugsuðu til hennar og heimsóttu hana og hlúðu að henni og jafnan gat hún miðlað þeim gestrisni, alúð og elsku. En það var fullljóst síðasta mis- serið að hveiju dró. Þá reyndi mjög á sálarþrek og -styrk og kom vel fram að líf hennar var ekki byggt á jarðneskum grunni einum en átti sér andlegar stoðir og festu í fagnaðarerindi trúar. Það var sem friður og lífsgleði geislaði frá henni allt til hinstu stundar svo það var jafnvel uppörvandi fyrir hjúkruna- rfólk að annast hana. Það veitti henni og ómetanlegan styrk og gleði að systkini hennar vom svo oft hjá henni í veikindastríðinu oftast þó Jóna, fórnfús og trygg- lynd. Og á helgri andlátsstundu voru þau systkinin Jóna, Ólafur og Gísli henni nærri og kona hans Sigurlína og einnig Helena vinkon- an hennar trygga á Fanö. Og öll vom þau í kirkjunni í Norðurbæ, og líka Jón bróðir hennar og Jó- hanna kona hans, þegar Þórann var þar kvödd. Orð Sörens vinarins góða á þeirri kveðjustundu voru hlý og innileg og þjóðsöngurinn „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð“, „Vor hjemlands Gud. Vor hjem- lands Gud“ hljómaði fagurlega í lok athafnarinnar og var sunginn bæði á dönsku og íslensku. Mannijöldinn í kirkjunni og vin- ir hennar á Fanö hefðu getað svar- að þessari spurningu sem Þórann þekkti vel: A meðan brimið þvær hin skreipu sker/ og skýjaflotar sigla yfir lönd þá spyija dægrin:/ Hvers vegna ertu hér/ hafrekið sprek á annarlegri strönd? Og svar þeirra hefði hljóðað svo: „Til þess að lifa með okkur, vera okkur til gleði og gagns, víkka út sjónhring okkar og miðla okkur af tilverusýn þinni og djúpum lífsskilningi, kjarki og kærleika. Við Sören vor- um saman á Fanö fyrir stuttu á hlýjum sólardegi. Það var bjart yfir húsinu rauða sem skagar út í Aðalgötuna og okkur leið vel í kirkjunni er við tylltum okkur þar þó við fyndum til saknaðar og trega því við áttum margs að minn- ast og þakka. Og það var sem geislaflóðið sem barst gegnum kirkjugluggana segði frá því að fagurbjart myndi vera yfir minn- ingu Þórunnar á Fanö. Og því var kveðjustundin í Mjóa- jjarðarkirkju líka björt og fagnað- arrík að margs var að minnast í þökk. Þórunn var dýrmæt sínum og verður það. Hún var upprunnin í Mjóafirði og vildi að jarðarduft sitt rynni að lyktum saman við mjófirska mold. En andi hennar og líf er frelsaranum falið, því trú- in varir sem Kristi binst. Vonin varir sem honum tengist. Kærleik- urinn varir sem vitnar um hann. GunnþórIngason Lokað Menningarmiðstöðin Gerðuberg er lokuð í dag, þriðjudag, vegna útfarar JÓNS FINNS KJARTANS- SONAR. Einnig er útibú Borgarbókasafnsins í Gerðubergi lokað frá kl. 13.00-17.00. t Þökkum ástúð og hlýhug við fráfall dóttur okkar, DÓRU THORBERG ÞORSTEINSDÓTTUR, Álakvísl 102. Þorsteinn Þorsteinsson, Edith Thorberg T raustadóttir, Sigurður Brynjólfsson. t Sendum öllum ættingjum og vinum hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför JÓNS JÓNSSONAR, Bogabraut 24, Skagaströnd. Guð blessi ykkur öll. María Magnúsdóttir og fjölskylda. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVB3148 SIMI76677 Blómastofa Friöfmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvötd til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öii tilefni. Gjafavörur. + Útför sambýlismanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföð- ur, afa og bróður, ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR skrifstofumanns, Barmahlíð 42, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 15.00. Svanlaug Daníelsdóttir, Helgi J. Óskarsson, Bjarngerður Björnsdóttir, Stefán B. Óskarsson, Rósa H. Óskarsdóttir, Arnar Steinþórsson, Friðrik Guðmundsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkúr samúð og vinar- hug við andlát föður míns, tengdaföður, afa og langafa, GRÍMS ÖGMUNDSSONAR bónda, Syðri-Reykjum, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til Ingibjargar Jóhannsdóttur, Blesastöðum, og starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Grétar Grfmsson, Lára Jakobsdóttir. Grímur Þór Grétarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Ó. Grétarsson, Gyða Halldórsdóttir, Guðmundur H. Grétarsson, Áslaug Sigurbjargardóttir, Ingibjörg R. Grétarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Dagný Rut Grétarsdóttir og langafabörn. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, DR. ODDS GUÐJÓNSSONAR, Flókagötu 55. Einlægar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 1-A á Landakots- spitala fyrir hlýlega umönnun. Lieselotte Guðjónsson, María Bertrand, Lieselotte Singer, HeinzSinger, Þórir Oddsson, Jóhanna Ottesen og barnabörn. LEGSTEMIAR SG@8íIl(3® Groníl s/C? HELLUHRAUN114 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 652707 OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-3 Erfidrykkjur í hlýlegu og notzlegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfidrykkjur fyrir a//c a<3 300 manns. í boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELLI. 101 R E Y K / A V I K SIM1: 9 1-1 2 3 2 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.