Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1991 19 Kærleikurinn fell- ur aldrei úr gildi fyrsta lagi að huga vel að varð- veislu fiskveiðiauðlindarinnar og í öðru lagi að vera vakandi fyrir tengslunum milli sjávarútvegsins og annarra atvinnugreina. Fram að þessu höfum við átt auðvelt með að dreifa ávinningnum af hagstæð- um sjávarútvegi til annarra þátta atvinnulífsins og hefur raunar oft verið gengið of langt í því efni. Til þess hefur ekki þurft veiðigjald og þarf varla í framtíðinni. Bestu framleiðsluskilyrðin Um skeið hefur sú skoðun verið ríkjandi meðal þeirra sem mest áhrif hafa haft á efnahagsmál heimsins að stuðla beri að því að gæði séu framleidd þar sem skilyrð- in eru hagstæðust. Sé það gert megi vænta þess að lífskjör í heim- inum batni. Reynt hefur verið að vinna þessari skoðun fylgi og eru sennilega flestir þeirrar skoðunar að þetta sér rétt. En það hefur samt átt erfitt uppdráttar í framkvæmd. Flestar þjóðir vernda sína atvinnu- starfsemi að einhveiju marki og leggja til þess fjármuni. Hins vegar leggja þjóðir ógjarnan á sérstakt gjald til þess að gera samkeppnis- stöðu sína erfiðari. Islandsmið og fleiri auðug fiski- mið hafa yfirburði við framleiðslu sjávarafurða. Til' þess að mæta þessum yfirburðum hafa margar þjóðir gripið til þess ráðs að styrkja sjávarútveg sinn og gera hann sam- keppnishæfan á þann hátt. Sunnan- verð Suður-Ameríka, austanverð Afríka, Ástralía og Nyja-Sjáland henta betur til kjötframleiðslu en margir aðrir staðir. Til þess að mæta samkeppni þaðan hafa fjöl- margar þjóðir gripið til gífurlegra ríkisstyrkja. Þetta hefur gengið svo langt að eyðileggja efnahag heilla þjóða, sem þó hafa betri framleiðsl- umöguleika en flestir aðrir. Nægir þar að nefna Argentínu og Urugu- ay. Reynt er að koma í veg fyrir þetta, t.d. með GATT-viðræðunum sem nú standa yfir, þar sem leitast er við að ná samkomulagi um að draga úr niðurgreiðslum og vernd, þannig að raunverúleg hagkvæmni fái notið sín. Það væri satt að segja dálítið hlálegt ef einhver þjóð, t.d. íslendingar, færi nú að leggja sér- stakt gjald á hagkvæma útflutn- ingsframleiðslu og gera hana óhag- kvæmari á alþjóðamarkaði. Það hefur engri þjóð dottið í hug fram til dagsins í dag að snúa þróuninni við og skemma samkeppnisstöðu sína á þann hátt. íslenskur sjávarútvegur er hag- kvæmur miðað við sjávarútveg flestra annarra þjóða. Það er auð- velt að benda á að hægt er að ná meiri hagkvæmni. Það er ekkert sérstakt um íslenskan sjávarútveg, þannig háttar víða til. Það á einnig við um íjölmargar atvinnugreinar víðast hvar í heiminum að fram- leiðsluþættir nýtast ekki að fullu. Það er fremur regla en undantekn- ing og hefur reyndar sína kosti þó að gallarnir séu að jafnaði fleiri. Hér á landi erum við ákveðnir í. að auka hagkvæmnina eins og framast er kostur. Til þess að ná því fram geta núgildandi lög um fiskveiði- stjórnun reynst dijúg, þó að finna megi á þeim galla sem nauðsynlegt er að sníða af. Það er ljóst að ýmsar aðrar fram- leiðslugreinar munu eiga erfitt upp- dráttar, að öðru jöfnu, ef fyllsta hagkvæmni næst í sjávarútvegi. Þetta hafa menn löngu gert sér ljóst og því hefur verið leitast við að finna nýjar hátekjugreinar til þess að starfa við hliðina á sjávarútveg- inum. Hugmyndir um stóriðju byggjast á því að líklegt sé að ýmiss konar stóriðja geti staðist sjávarútveginum snúning. Vænt- ingar um fískeldi voru þær sömu. Sama er að segja um þann vísi að hátækniiðnaði, sem reynt hefur ver- ið að koma á. Ef litið er til þeirra hugmynda, sem menn hafa sett fram um framleiðsluatvinnuvegi framtíðarinnar, má sjá að þær miða flestar að því að þeir geti keppt við sjávarútveginn og bætt lífskjör landsmanna. Auðvitað er heppilegast að sjáv- arútvegurinn fái notið sín og ekki sé dregið úr hagkvæmni hans með sérstöku gjaldi, sem óvíða tíðkast. Fari hins vegar svo að ekki takist að koma á fót og viðhalda atvinnu- greinum sem geti keppt við hann og við neyðumst til að stofna í aukn- um mæli til nýrra lágtekjustarfa til þess að halda þolanlegu atvinnu- stigi, má vel vera að rétt geti verið að leggja veiðigjald á sjávarútveg- inn til þess að jafna aðstöðuna. En þar með verðum við ekki lengur í hópi þeirra tíu þjóða sem við best lífskjör búa. Lokaorð Þó að íslenskur sjávarútvegur hafi öll skilyrði til að vera hag- kvæmur, og hafi að undanförnu lyft íslensku þjóðfélagi upp á það stig að vel má við una, hefur löng- um verið of mikið á hann lagt og of lítið skilið eftir hjá honum sjálfum og mörgum sem við hann starfa. Fjárhagsstaða fyrirtækja í sjávarút- vegi hefur oft verið veik. Árið 1988 keyrði um þverbak. Orsakir þess voru margar en verða ekki raktar hér. Þó að frá þeim tíma hafi verið reynt að bæta stöðuna og síðasta ár hafi verið það besta fyrir sjávar- útveginn í langan tíma er staða hans ennþá mjög veik og hann þarf mörg ár til þess að ná eðlilegum fjárhagslegum styrk. Það má lítið útaf bera hjá fjölda fyrirtækja að ekki fari illa. Og ekki yrði veiði- gjald til að bæta stöðuna. Það hlýtur því að setja að manni ugg ef ekki á lengur að hlúa að atvinnulífínu eins og gert hefur veið í áratugi og hefur lyft okkur úr örbirgð til þeirra lífsgæða, sem hér að framan hafa verið nefnd og flestir þekkja. Við getum orðið fá- tækasta landið innan OECD um næstu aldamót ef það er einlægur ásetningur okkar að haga málum þannig. Höfundur gætir hagsmuna hluthafa í Islenskum sjávarafurðum hf. eftir Þóreyju H. Kolbeins Undanfarið hafa verið fréttir í fjölmiðlum af nágrannakritum við Sæbraut. Þessar fréttir hafa vakið af dvala endurminningar um ýmis atvik úr eigin lífi. Ég hef alið upp fjögur börn og fæ nú tækifæri til að leggja mitt af mörkum við uppeldi barnabarn- anna. Oft hefur mikið gengið á og stundum hafa leikir barnanna farið út fyrir þau mörk sem talin eru viðeigandi í samfélagi okkar. Mér er í fersku minni eitt sólríkt kvöld. Ég var að þvo upp og varð þá litið út um gluggann. Kom ég þá auga á eitt barnabarnið mitt að leik — allsbert í uppblásinni gúmmílaug í garði nágrannans. Ég var ekki sein á mér að hlaupa út og útskýra fyr- ir barninu að svona nokkuð mætti alls ekki gera, hvorki að stelast í UNDIRBÚNINGUR fyrir Lands- lagið 1991 er um þessar mundir í fullum gangi. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, en þessi keppni er sú þriðja í röðinni. Tónlistarmönnum er bent á að skilafrestur laga er til 10. ágúst 1991. Lögum skal skila á kassettu ásamt textablaði og skal fylgja með lokað umslag með nafni höfundar lags og texta. Tekið skal fram að hámarkslengd laga í úrslitakeppn- inni eru 4 mínútur, en það skiptir þó ekki höfuðmáli í undanúrslitum keppninnar. Umslagið með ofan- greindum gögnum sendist í póst- hólf 1331, 121 Reykjavík, merkt Stöðin — Landslagið 1991. Dómnefnd velur 10 lög sem kom- ast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á Hótel íslandi þann 25. október 1991. Þau lög sem komast í úrslit verða öll hljóðrituð í hljóðver- inu Stöðinni hf. og gefin út á sér- stakri landslagsplötu sem gefin verður út af Stöðinni hf. í samvinnu við P.S. Músík, fyrirtæki Péturs Kristjánssonar. Þá verða gerð myndbönd með lögunum sem í úr- slitakeppnina komast og lögin kynnt vel í útvarps- og sjónvarps- stöðvunum fyrir keppnina. Vegleg verðlaun verða að vanda fyrir fyrstu fimm sæti keppninnar. Þá má geta þess að á úrslitakvöld- inu verður veitt gullfjöðrin, sem er „Hagsmunir stangast á varðandi umgengni, hávaða, skemmtana- venjur, varðandi allt mögulegt. Þessar deil- ur verður fólk að leysa sín á milli.“ sundlaug nágrannans né striplast á almannafæri. Ég var svo heppin að nágrannar mínir tóku þessu atviki af skilningi. Sú tilhugsun raskar hugarró minni, að ef barnabarnið mitt hefði verið nokkrum árum eldra og ein- hverft, þá hefðu viðbrögðin hugsan- lega orðið öðruvísi. í stað þess að brosa góðlátlega og leiðbeina barn- inu um rétta hegðun hefði kannski legið spenna í loftinu — jafnvel hótanir og illindi eins og virðist vera raunin við Sæbraut. Hvernig viðurkenning til tónlistarmanns sem unnið hefur að framgangi dægurtónlistar um árabil. Fjöldi fyrirtækja stendur að keppninni með Stöðinni hf. og eru nánari upp- lýsingar veittar hjá Stöðinni. (Fréttatilkynning) hefði barnabarninu mínu þá orðið um? Hvað hefði það lært? Hefði barnið lært að það væri minna virði en annað fólk — að annað fólk fyrir- líti það vegna fötlunar sinnar? Eins og eðlilegt er í lífinu reyna samskipti milli nágranna oft á um- burðarlyndið. Einnig ég hef þurft að bregðast við börnum sem gengu lengra en rétt er. Á tímabili þurfti ég, svo dæmi sé tekið, að læsa jafn- an geymslunni minni þar sem ég áttaði mig á því að drengir úr ná- grenninu vöndu þangað komur sín- ar og gæddu sér á jólasælgæti og smákökum. Ég leysti þetta mál þannig að ég talaði einslega við drengina og tók frá þeim freisting- una með því að læsa. í samfélagi manna reynir á um- burðarlyndi og gagnkvæma virð- ingu. Gera verður sanngjarnar kröf- ur til fólks og bregðast við vandræð- um á þann veg að allir aðilar læri af. Ágreiningur milli nágranna er jafn gamall og mannkynið sjálft. Oft eru deiluaðilar ekki síður full- orðið fólk en börn. Hagsmunir stangast á varðandi umgengni, háv- aða, "skemmtanavenjur, varðandi allt mögulegt. Þessar deilur verður fólk að leysa sín á milli. Ég trúi því að bestu leiðirnar til þess hljóti að eiga sér stoð í kærleika og um- burðarlyndi. Þetta á við um mig og nágranna mína og þetta á jafnt við þegar fatlað fólk á í hlut. Kærleik- urinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er kennari og húsmóðir. GRÆNLAND I NARSARSUAQ: | 1 DAGUR KR. 15.000,- 3 DAGAR KR. 29.530,- KULUSUK: 1 DAGUR KR. 23.100,- Ferðaskrifstofan sacp ALLAR IMÁIMARI UPPLÝSINGAR UM FERÐIRNAR FÁST Á Suðurgötu 7 Sími 624040 SKRIFSTOFUNNI Undirbúningur haf- inn að Landslaginu '1 MITSUBISHI MOTORS HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN m HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 A Ó ■ ■ m m c UÐVELDUR í ENDURSÖL DÝR í REKSTRI Handskiptur / Sjálfskiptur Aflstýri og veltistýrishjól Framdrif Hvarfakútur Þriggja ára ábyrgð Verð frá kr. 795.840.- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.