Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 23
MÖRGUNBLÁÐÍÐ ÞRIÐJLÍDÁbUft 23! JÚLÍ lððl 23 Armenski ráðherrann Rudolf E. Karapetían: Þróunin í átt að sjálf- stæði hófst í Reykjavík RUDOLF E. Karapetían, ráðherra jarðfræði í ríkisstjórn Armeníu, var staddur hér á landi í síðustu viku. Hann var hluti af sendinefnd armenskra jarðvísindamanna sem var hér í boði Jarðfræðafélags Islands. Komu þeir hingað til að endurgjalda heimsókn íslenskra jarðfræðinga til Armeníu í september í fyrra. Þing Armenía lýsti yfir sjálfstæði lýðveldisins á síðasta ári. Morgunblaðið/Sverrir Ashot Karapetían, prófessor við háskólann í Jerevan, og Rudolf E. Karapetían, jarðfræðiráðherra í Armeníu. Karapetían sagði það ferli sem endaði í sjálfstæðisyfirlýsingunni hafa hafist á fundi Ronalds Reag- ans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, í Reykjavík haustið 1986. Armenar hefðu ávallt „gengið með sjálfstæð- ið í maganum" og sú opnun sem hefði átt sér stað á Reykjavíkur- fundinum varð til þess að þeir létu af því verða. „Það er enginn tilvilj- un að þetta gerðist á þessum tíma í Armeníu, þetta var þróun sem hófst samtímis á fleiri stöðum í Sovétríkjunum t.d. í Eystrasalts- ríkjunum," sagði Karapetían. Árið 1988 sagði hann mikið hafa verið um kröfugöngur þar sem fólk krafðist sjálfstæðis og í ágúst í fyrra hefðu svo loks verið haldnar kosningar þar sem nýtt þing Arm- eníu var kosið. Fyreta málið sem lagt var fyrir þingið var sjálfstæðis- yfirlýsing. Hún var samþykkt á þinginu og var einnig ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fer hún fram þann 21. sept- ember nk. Þá verður forseti Arm- eníu kosinn í október. „Stærsta vandamálið sem komið hefur upp er deilan milli Armena og Asera um landsvæðið Nagorno- Karabakh. Því máli hefur marg- sinnis verið vísað til stjórnarinnar í Moskvu en hingað til hefur ekkert verið gert,“ sagði ráðherrann. Aðspurður um hvort hann teldi að hægt yrði að finna lausn á því máli sagði Karapetían þetta ekki vera neitt einstætt mál. Það væru fjölmargar áþekkar deilur uppi í Sovétríkjunum þessa stundina. Þeg- ar leitað væri að lausn yrði að horfa á hið stóra samhengi. „Við Armen- ar vonum að hinn nýja stjórn Sov- étríkjanna muni gera eitthvað í þessu máli. í okkar huga er enginn vafi á að við eigum réttmætt til- kall til Nagorno-Karabakh þar sem 88% íbúa þar eru Armenar. Það er mjög eðlileg krafa að þeir fái að sameinast föðurlandi sínu. Ríkis- stjórn Azerbajdzhan hefur hins veg- ar gripið til ofbeldisaðgerða og hlot- ið stuðning Kremlarstjórnarinnar. Það er verið að reyna að hrekja Armena burt af svæðinu þannig að þetta verði ekki eins brennandi spuming. Það sama hefur verið gert fyrr á þessari öld á öðrum landssvæðum. Það virðist vera í gangi samsæri um að. láta Asera taka yfir Nagorno-Karabakh,“ sagði Karapetían. Þegar hann var spurður um hveija hann teldi útkomuna úr þjóð- aratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði eiga eftir að verða sagði hann að hún yrði tvímælalaust sú að leið sjálfstæðis hlyti meirihluta. Það myndi þó taka einhvern tíma áður en Armenía yrði algjörlega sjálf- stæð. Væm margar ástæður fyrir því, ekki síst sú að lýðveldi Sov- étríkjanna hefðu verið gerð mjög háð hvort öðmm efnahagslega. Það væri því ekki hægt að ijúfa öll efna- hagsleg tengsl fyrirvaralaust af hálfu Armeníu. Það sama ætti við um önnur lýðveldi. Samkvæmt lög- um Sovétríkjanna ætti það að taka fimm ár fyrir lýðveldi að koma á sjálfstæði. „Þetta verður erfitt en við erum staðráðin í að brjótast úr þessu ríkjasambandi. Þannig erum við nú að reyna að taka upp tvíhliða samskipti við erlend ríki, t.d. á sviði viðskipta. Má nefna Bandaríkin, Frakkland, Tyrkland og íran.“ Aðspurður um hvort einhveijar líku'r væri á því að sovésk stjórn- völd myndu reyna að koma í veg fyrir sjálfstæði Armeníu sagði hann að lög Sovétríkjanna væru mjög óljós varðandi það hvernig lýðveldi ættu að segja sig úr lögum við ríkja- sambandið. Á þetta yrði að láta reyna og sjá til hvaða kröfur Sovét- menn myndu gera. Hugsanlega væru það kröfur sem hægt væri að ganga að. Hernaðarlega íhlutun sagðist hann ekki óttast. „Það sem Sovétmenn hafa gert gegn Litháum hafa Armenar þegar þurft að þola. Ég trúi því ekki heldur að Rauði herinn muni skjóta á saklaust fólk. í þessari opnu og menntuðu veröld sem við búum í gæti slíkt ekki við- gengist. Umheimurinn myndi ekki sætta sig við það. En ef þeir reyna að hneppa okkur í þrældóm munum við beijast." Varðandi framtíð Sovétríkjanna sagði Karapetían að hugsanlega yrði þau til áfram sem táknrænt ríkjasamband. Hvert lýðveldi myndi þó sjá um sig sjálft og samskipti og samvinna lýðveldanna á milli yrði á fijálsum grundvelli. „Við munum ekki sætta okkur við að Moskva ætli að hlutast til um alla hluti enda reynslan af því hörmu- leg. Má nefna sem dæmi þegar fyr- irskipan kom um það að hefja ætti bómullarrækt í Armeníu þrátt fyrir að hér væri hvorki loftslag né jarð- vegur fyrir slíkt. Það var líka al- dagömul hefð fyrir brandý-fram- leiðslu í Armeníu. Dag einn fékk hins vegar stjórnin í Moskvu þá hugmynd í kollinn að beijast gegn alkóhólisma og bannaði Ármenum að búa til brandý. Þetta drap niður alla vínbeijarækt í Armeníu en gagnaði ekki neitt í baráttunni gegn alkóhólisma,“ sagði Karapetían að lokum. Eins og áður sagði var Rudolf E. Karapetían einn af sex armensk- um jarðvísindamönnum sem hér voru staddir í síðustu viku í boði Jarðfræðafélags íslands. Einnig var í hópnum Ashot Karapetían, sem starfar hjá Vísindaakademíunni í Armeníu og sem prófessor í jarð- fræði við háskólann í Jerevan. Hann sagði dvölina á íslandi hafa verið ENGLANDSBANKI lagði fram beiðni fyrir dómstól í gær um að bankinn BCCI (Bank of Credit and Commerce International), sem hefur höfuðstöðvar í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæ- munum, yrði tekinn til gjaldþrota- meðferðar vegna þess að víðtækt svindl hefði átt sér stað við rekst- ur hans. Lögfræðingar Englands- banka sögðu að BCCI væri „tækni- lega gjaldþrota" og það ætti að gera hann upp strax til að hægt yrði að bæta sparifjáreigendum tap þeirra. Rétturinn ákvað að fresta lokun bankans í átta daga en fyrir því höfðu stærstu hluthaf- ar og viðskiptavinir bankans mjög barist. BCCI er einn stærsti einka- banki heims og hefur útibú í 69 þjóðlöndum. Um helgina komu fram ásakanir í fjölmiðlum í Bretlandi um að pal- estínski skæruliðinn Abu Nidal, leið- togi Fatah-uppreisnarhreyfingarinn- ar, hefði átt reikninga í útibúum bankans í London. I kjölfar þeirra fór leiðtogi stjómarandstöðunnar, Neil Kinnock, formaður Verka- mannaflokksins, fram á að John lærdómsríka enda væru menn á íslandi og Armeníu um margt að fást við sömu hlutina á sviði jarð- vísinda. Gætu menn því lært margt af hvor öðrum varðandi, eldfjalla- virkni og jarðskjálfta en einnig jarð- málma. Það væri t.d. athyglisvert fyrir Armena hvernig íslendingar hefðu nýtt jarðvarma á hagnýtan hátt. í Ármeníu væri hins vegar til mikil þekking á sviði jarðmálma og gæti hún komið íslendingum að Major forsætisráðherra gæfí út yfír- lýsingu vegna málsins. Bresk bankayfírvöld lokuðu bank- anum mjög skyndilega 5. júlí sl. í samvinnu við bankayfirvöld í nokkr- um öðrum löndum á þeim forsendum að þau hefðu sannanir fyrir víðtæku svindli innan bankans. Major og aðr- ir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa verið sakaðir um að hafa vitað um fjárhagserfiðleika BCCI um alln- ODDRUN Pettersen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, vill, að Norðmenn gangi í Evrópubanda- lagið en styður einnig samninga- viðræðurnar um Evrópska efna- hagssvæðið. Kom þetta fram í við- tali við hana í Arbeiderbladet á laugardag. Meðráðherrar Pettersens vilja góðu gagni að hans mati. „Við telj- um okkur geta aðstoðað íslenska starfsbræður okkar við að finna hér málma í jörðu,“ sagði Karapetían. Hann sagðist telja að hér væri tölu- vert um málma og einnig væru miklar líkur á að finna gas eða olíu á Islandi. Vonaðist hann til að sam- skipti jarðfræðinga í löndunum myndu eflast og að hægt yrði að skiptast á hópum vísindamanna um lengri tíma. okkurn tíma og heitar umræður urðu um málið í breska þinginu í gær. John Major sagði við það tækifæri að gerð yrði opinber rannsókn á bankalokuninni og þá yrði um leið gerð grein fyrir aðild hans og ann- arra stjómarliða að málinu. Hann sagðist ekkert hafa vitað um stöðu bankans fyrr en 28. júní sl. en Eng- landsbanki hafði haft sérstakt eftir- lit með honum í meira en tvö ár. ekkert um yfirlýsingu hennar segja enda hefur Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra farið fram á, að þeir þegi sem fastast fram yfir kosn- ingar og þar til botn hefur fengist í viðræðurnar um Evrópska efnahags- svæðið. í þjóðaratkvæðagreiðslunni um EB-aðild 1972 var Oddrunn Pett- ersen á móti en nú hefur henni snú- ist hugur. Dómstóll ákvað að fresta lokun BCCI um átta daga London. Reuter. Pettersen vill aðild Norðmanna að EB Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SKEIFUNN117 ■ REYKJAVIK ■ SIMI688 850 17.226 kr..(með vöxtmn). Alls 521.112 kr. með stimpilgjaldi og lántökukostnaði. Bensíneyðsla 4,3- 6,4 1/100 km ESSEMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.