Morgunblaðið - 23.07.1991, Page 2

Morgunblaðið - 23.07.1991, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Náði að lenda með báða hreyfla bilaða ERLEND hjón á tveggja hreyfla flugvél á leið austur um haf lentu í erfiðleikum djúpt vestur af landinu um klukkan sex síðdegis í gær. Flugmaðurinn tilkynnti þá að hann ætti við vélarbilun að stríða, annar hreyfillinn skilaði aðeins 10% afli og flugvélin missti hæð. Björgunarflugvélar fóru til móts við fetjuvélina og fylgdu henni til Keflavíkurflugvallar, þar sem Ougmanni tókst að lenda heilu og höldnu upp úr klukkan hálf níu i gærkvöldi. Tilkynning barst frá flugvél á leið til íslands frá Grænlandi klukk- an 17.58 í gær um að afls væri vant á öðrum hreyfli og erfitt að halda hæð. Flugvélin er af gerðinni Piper Twin Comanche. Kallaðar voru út björgunarflug- vélar og fóru flugvél Flugmála- Réttargeðdeild: Meira öryggi en í fangelsi Selfossi. HLUTI íbúa í Ölfusi óttast að eignir falli í verði og að þeir þurfi að búa við ótta við geðsjúka sakamenn verði réttargeðdeild á Sogni að veruleika. Þetta kom meðal annars fram í máli nokk- urra íbúa í Ölfusi sem tóku til máls á fundi í Básum í Ölfusi sem haldinn var að tilhlutan hrepps- nefndar vegna óska þar um. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra lagði í. máli sínu áherslu á að fyrirhuguð réttargeð- deild á Sogni væri fyrsta skrefið til þess að veita vistunarmöguleika fyrir ósakhæfa afbrotamenn. Hann sagði að sækja mætti þjónustu fyr- ir Sogn til annarra heilbrigðisstofn- ana í nágrenninu. Ennfremur að öryggisráðstafanir yrðu meiri á Sogni en í nokkru fangelsi á land- inu. Hann sagði að ef fara ætti eftir ýtrustu kröfum um byggingu réttargeðdeildar myndi það kosta 300 miiljónir í framkvæmdum og 150 milljónir á ári í rekstri. Lára Halla Maack sagði að ekki væri mögulegt að reka réttargeð- deild á Sogni einkum vegna þess að fagfólk fengist ekki til þess að vinna þar. Hún lagði áherslu á að öryggi á slíkum stað skapaðist af þekkingu starfsmanna á starfi sínu og umönnun vistmanna. Ágreiningur milli ráðuneytis- manna og Láru Höllu varðandi rétt- argeðdeild á Sogni kom greinilega fram á fundinum. Á Sogfni er mögulegt að útbúa húsnæðið fyrir vistun 7 einstaklinga sem ekki þurfa ströngustu öryggis- gæslu og ráðherra kveðst tilbúinn að gefa út reglugerð um skráningu vistmanna sem gefur yfírlækni fulla heimild til að ráða skráningu. Sig. Jóns. stjórnar, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, þyrla frá varnarliðinu og Herkúl- es eldsneytisflutningavél til móts við hina nauðstöddu vél. Þá kom einnig á vettvang Orion kafbátaleit- arvél, sem fann biluðu vélina og leiðbeindi hinum að henni. Þegar vélin átti um fímm mílur í Keflavík- urflugvöll fór hinn hreyfíll hennar að gefa sig, en þrátt fyrir það tókst flugmanni að lenda heilu oghöldnu. Tvennt var um borð í vélinni, ung hjón. Við komuna kváðust þau vera dösuð eftir erfíða ferð, en þau höfðu þá verið hálfan sjöunda tíma á leið- inni frá Grænlandi. Þau kváðust þó vera himinsæl yfír að svo giftusam- lega hafði til tekist að ná landi. Morgunblaðið/Júlíus/Margrét Blöndal. Flugvélin lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugveili. Á inn- felldu myndinni sjást hjónin Claus og Brunella Boggild sem voru í flugvélinni. Allar gjörgæsludeildir sjúkrahúsa fullar: Komið á tæpasta vað með að gjör- gæsludeildir anni verkefnum Þyrfti að fjölga gjörgæslurúmum um 10, að mati yfirlækna deildanna ÖLL rúm á gjörgæsludeiidum sjúkrahúsanna, 27 talsins, eru nú gjör- nýtt í kjölfar margra alvarlegra slysa undanfarið og er talið að fjölga þurfi gjörgæslurúmum á sjúkrahúsunum um 10, að því er yfirlæknar gjörgæsludeildanna sögðu á blaðamannafundi með landlækni í gær. Að sögn Steins Jónssonar yfirlæknis á gjörgæsludeild Landakotsspít- ala er ástandið slíkt að óvíst er að gjörgæsludeildirnar geti veitt þá þjónustu sem þeim er ætlað verði framhald á slysaöldunni. Að sögn Þórarins Ólafssonar yfirlæknis svæfinga- og gjörgæsludeilda Landspít- ala er að jafnaði erlendis miðað við að gjörgæslurúm séu 4-5% sjúkra- rúma en hér á landi eru þau um 3% sjúkrarúma. Á blaðamannafundinum kom fram að umönnun ákveðins sjúkl- ings, sem nú liggur á einni gjör- gæsludeildanna, krefðist 6 starfs- manna allan sólarhringinn, þar af tveggja lækna og tveggja hjúkr- unarfræðinga. Fram kom að fresta hefði þurft hjartaaðgerðum vegna álags á gjörgæsludeildir. Að sögn Ólafs S. Ólafssonar svæfíngalæknis á Borgarspítalan- um hefur sú breyting orðið á með bættum sjúkraflutningum undan- farin 10-15 ár, þar sem munar mest um þátt þyrlu Landhelgis- gæslunnar, að mun fleiri þeirra sem slasast alvarlega í hvers konar slys- um komast undir læknishendur. Þama sé um að ræða fólk sem sé mikið slasað og þurfí mikla að- hlynningu og langa legu á gjör- gæslu. Uppbygging á aðstöðu, mannafla og tækjum gjörgæslu- deildanna hafi engan veginn haldist í hendur við þessa þróun. Með fram- förum í lækningum ykist einnig oft þörfin fyrir gjörgæslupláss. Fram kom hjá læknunum að víða á gjörgæsludeildum væru í notkun 15-20 ára gömul tæki, sem fram- leiðendur hefðu ekki talið að ættu sér nema 10 ára líftíma. Komið sé að þeim tímamörkum að endurnýja þurfí tækjakost. í máli læknanna kom fram að við núverandi aðstæð- ur, sem skýrðust fyrst og fremst af hinum tíðu slysum en væru verri en ella vegna sumarleyfa, þyrftu stjórnendur deildanna að hafa allar klær úti til að afla nauðsynlegra lækningatækja um skamman tíma frá öðrum sjúkrahúsum og jafnvel erlendum framleiðendum. Meðal annars hefur Borgarspítali fengið að láni öndunarvél frá Landakots- spítala í kjölfar slysaöldunnar. I máli yfirlæknanna kom fram mikil áhersla á forvamir og hvers konar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slysum. Brynjólfur Mogensen yfir- læknir bæklunardeildar Borgarspít- alans sagði að þjóðhagsleg arðsemi í heilbrigðisþjónustu væri hvergi meiri en í slysalækningum. Með hveijum Íslendingi sem létist af slysförum um tvitugt töpuðust 80-100 milljónir króna í þjóðartekj- um og kostnaður þjóðfélagsins vegna slysa næmi um 10 milljöðrum króna á ári. Ólafur Ólafsson land- læknir sagði að árangur áróðurs- starfs gegn umferðarslysum hefði til dæmis berlega komið í Ijós á árunum 1968 og 1983. Bæði árin hefði verið haldið uppi miklum áróðri fyrir bættum akstri og hefði það skilað vemlegum árangri með mikilli fækkun slysa. Flugfax biður um greiðslustöðvun Finnar og Hollendingar vinna að málamiðlun í Evrópusamningunum: Utanríkisráðherra ræðir við fulltrúa EB í Brussel í dag Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkissráðherra og Perrti Salolain- en, utanríkisráðherra Finnlands og forseti ráðherranefndar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), munu 1 dag 1 Brussel hitta að máli fulltrúa Hollendinga, sem nú eru í forsæti ráðherraráðs Evrópubandalagsins (EB). Finnar og Hollendingar hafa undanfar- ið unnið saman að málamiðlun sem líkleg þykir til að leysa þann hnút sem samningarnir um evrópska efnahagssvæðið hafa Ient í. Jón Baldvin Hannibalsson sagði ópska efnahagssvæðið við Morgunblaðið í gær, að til- gangurinn með ferð sinni til Bmssel væri að fá það á hreint hvort Lúxemborgarsamkomulag- ið svokallaða stæði, en EB og EFTA hefur mjög greint á um niðurstöður ráðherrafundar í Lúx- emborg í júní. Þá sagði utanríkis- ráðherra að einnig ætti að reyna að fá botn í viðbrögð EB við norska tilboðinu, en Norðmenn buðu ákveðna tilhliðmn í veiði- heimildum í lögsögu sinni til að liðka fyrir samningum um evr- Jón Baldvin mun fara aftur til íslands í fyrramálið en Salolainen dvelur í Brussel fram eftir vik- unni. Erindi ráðherranna er að freista þess að finna lausn á ágreiningnum um sjávarafurðir, landbúnað og þróunarsjóð í við- ræðunum um EES. Reiknað er með því að mála- miðlunartillaga Finna og Hollend- inga verði lögð fyrir utanríkisráð- herra EB á fundi 29. og 30. ágúst í Brussel. Undanfarna daga hafa finnskir og hollenskir embættis- menn átt viðræður við fulltrúa aðildarríkja hvors bandalags fyrir sig til þess að kanna viðhorf þeirra til mögulegrar málamiðlunar, sem mun, samkvæmt heimildum í Brussel, ná til sjávarafurða, þró- unaijóðs og landbúnaðarafurða. Finnar áttu fundi með Norðmönn- um og Svíum í Stokkhólmi en rætt var við íslendinga í Brussel í síðustu viku. Tilgangur fundanna er að kanna hversu mikið einstakar þjóðir eru tilbúnar til að gefa eft- ir til að ná samkomulagi um EES fyrir lok mánaðarins. Ovíst er tal- ið að utanríkisráðherrar EB fallist á málamiðlun afhugasemdalaust. Þess vegna er talið eins víst að samningaviðræður dragist fram á haust. STJÓRN Flugfax hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun til þriggja mánaða hjá skiptaráð- andanum í Reykjavík. Úrskurður hefur ekki verið kveðinn upp. Að sögn Guðmundar Óla Guð- mundssonar sljórnarformanns er ætlunin að reyna að bjarga rekstri félagsins með skuldbreyt- ingum, auknu hlutafé og fjár- hagslegri endurskipulagningu en takist það ekki blasi gjaldþrot við félaginu. Að sögn Guðmundar nema inn- lendar skuldir Flugfax um 10 millj- ónum króna en langstærsti lánar- drottinn félagsins er bandaríska flugfélagið Pan Am sem á um 24 milljóna króna kröfu á félagið. Að sögn Guðmundar Óla er vonast til að Pan Am fallist á að breyta að einhveiju leyti kröfum sínum í hlutafé. Eignir félagsins eru litlar, helst skrifstofubúnaður, auk við- skiptavildar hjá Pan Am og Federal Express, að sögn stjórnarformanns- ins. Guðmundur sagði að innan fé- lagsins lægi þegar fyrir heimild til að auka hlutafé félagsins um 30 milljónir króna og þegar hafa feng- ist skilyrt hlutafjárloforð frá nokkr- um hluthafa upp á 21 milljón króna. Þessi hlutaíjárloforð eru bundin því skilyrði að samþykkt Alþingis um heimild til 25 milljóna króna styrk- veitingar til vöruflugs gangi eftir en að sögn Guðmundar hefur ekk- ert svar borist við fyrirspumum til ríkisstjórnar um hvað úr því máli verði. Takist að koma nýrri skipan á fjárhag Flugfax er ætlun félags- ins að hefja á ný í september flutn- inga á sjávarafurðum á markað í Austurlöndum. Tilsjónarmaður með rekstri Flug- fax, fáist greiðslustöðvun, verður Björgvin Þorsteinsson hrl. ísafjörður: Frestað að brenna sorp BÆJARSTJÓRARNIR á ísafirði og í Bolungarvík og Eiður Guðna- son, umhverfisráðherra, gerðu í gær með sér samkomulag um að fresta því fram eftir vikunni að hefja brennslu sorps að nýju í sorpbrennslustöðinni á Skarfa- skeri. Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarstjóri á ísafirði, segist vænta þess að þá muni Iiggja fyr- ir ákvörðun ráðherra um framtíð stöðvarinnar. íbúar í Hnífsdal fóru í vor fram á opinbera rannsókn á starfsemi stöðvarinnar og er málið nú hjá ríkis- saksóknara. Undanfamar vikur hef- ur sorpbrennslan í stöðinni legið niðri. I gær var farið að brenna sorp en því var hætt eftir fundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.