Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Út úr kreppunni eftir Vilhjálm Egilsson íslenskt atvinnulíf hefur verið að festast í vítahring stöðnunar á sama tima og miklar framfarir eru meðal helstu viðskiptaþjóða okkar sem við miðum okkur mest við í lífskjara- samanburði. Sé litið áratug aftur í tímann kemur í ljós að framleiðni hefur lítið sem ekkert aukist í ís- lensku atvinnulífi í það heila tekið meðan meðalaukning á framleiðni í OECD-ríkjunum nálgast 20% á hvem vinnandi mann. Rýmandi afli á íslandsmiðum á hér hlut að máli en í raun aðeins lítinn hlut. Þrátt fyrir samdrátt í afla hefur verðmæti útfluttra sjáv- arafurða verið að aukast. Vandinn er sá að íslenskt atvinnulíf hefur ekki náð að þróast með sama hætti og atvinnulíf annarra þjóða. Fyrst og fremst hefur mistekist að auka útflutningshæfni atvinnu- lífsins en áukin utanríkisviðskipti hafa verið ein af meginforsendun- um fyrir. framfömm meðal við- skiptaþjóða okkar. Ekkert hefur gerst í stóriðjumálum síðan járn- blendiverksmiðjan á Gmndartanga var byggð. Fiskeldi og loðdýrarækt hafa vægast sagt bragðist vonum manna og ullariðnaðurinn er ekki svipur hjá sjón miðað við þegar best lét. Útþensla ríkisins er önnur meg- inástæða stöðnunarinnar. Oft hefur verið deilt um hversu hátt hlutfall opinberir aðiiar tækju til sín af tekj- tím landsmanna eða hver umsvifin væm í hlutfalli af landsframleiðslu. Aðalmálið er þó það að íslendingar hafa síðasta áratuginn verið að færa sig úr hópi lágskatta þjóða upp í hóp meðalskatta þjóða og em á leiðinni í hóp háskatta þjóða með sama áframhaldi. Öll viljum við hafa myndarlegt velferðarkerfi enda er það óijúfanlegur þáttur í þeim lífskjöram sem við búum við. PRÍMUSAR 0G POTTAR PRÍMU§AR VERÐ FRA 1.600 POTTASjETT VERÐ FRA 1.670 MIKIÐ ÚRVAL! SKÁTABÚDIN fWMtíK SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045 Undirstaðan undir velferðinni hefur hins vegar verið að bila. Verðbólgan er þriðja helsta ástæðan fyrir stöðnuninni en hún hefur gert okkur lífið leitt: Verð- bólgan á íslandi var 33% að meðal- tali á síðasta áratug meðan hún var innan við 5% í ríkjum OECD. Verð- bólgan gerir alla ákvarðanatöku hjá heimilum og fýrirtækjum ómark- vissa og hefur því í för með sér mikinn kostnað fyrir alla aðila. Aukin útflutningshæfni Nauðsynlegt er að taka upp gjör- breyttan hugsunarhátt í atvinnu- málum ef takast á að auka útflutn- ingshæfni atvinnulífsins. Sam- keppni stóreykst á öllum sviðum hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar í kjölfar fijálslegri utanríkisviðskipta enda.er það eitt aðaltækið til þess að ná framfömm í atvinnulífi. Islenskt atvinnulíf mun verða að taka þátt í samkeppni við atvinnu- líf annarra þjóða um hæft starfs- fólk vegna þess að íslendingar munu í auknum mæli eiga kost á því að velja að búa erlendis. ís- lenska þjóðin mun ennfremur eiga í sífellt harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir um að búa atvinnulífí sínu hvetjandi starfsskilyrði vegna þess að annars flyst atvinnustarf- semin úr landi. Hingað til hefur útflutningur okkar um of byggst á aukinni nýt- ingu náttúmauðlinda. Þetta hefur gert okkur allt of kæmlaus og við höfum látið mikið af því nýja sem hefur verið að gerast í heiminum í atvinnumálum á síðasta áratug fram hjá okkur fara. Framfarir á síðustu ámm meðal annarra þjóða hafa fyrst og fremst falist í því þær hafa nýtt betur stærstu auðlind sína sem er fólkið. Markaðshagkerfíð hefur verið nýtt betur til þess að virkja þá krafta sem í fólkinu býr. Vemdarstefna hefur verið á undanhaldi í utanríkis- viðskiptum. Ríkisforsjá í atvinnulíf- inu hefur snarminnkað en ríkisvald- ið hefur orðið mun næmara fýrir þörfum atvinnulífsins um hag- kvæmni í viðskiptum og hvers kyns samskiptum milli opinberra aðila og fyrirtækja. Til þess að ná árangri þurfum við að skilja að okkur liggur á. Helstu viðskiptaþjóðir okkar reikna með svipuðum framföram í atvinnu- lífínu á tíunda áratugnum eins og vom á þeim níunda. Þetta þýðir að þær munu heilsa nýrri öld með 40% framleiðniaukningu á hveija vinn- andi hönd í atvinnulífinu síðustu tvo áratugi þessarar aldar. Hvar verður ísland statt um aldamót ef atvinnu- líf landsins verður í sömu spomm á sama tíma? Helstu sóknarfæri okkar í at- vinnulífínu á næstu ámm liggja í því að auka framleiðni í viðskiptum eða að ná niður viðskiptakostnaði. Hér koma stjórnvöld til með að leika stórt hlutverk og ættu í raun að vera í fararbroddi með því að miða kröfur til fyrirtækjanna í samskipt- um við það sem framtíðin mun bera í skauti sér en ekki reyna að við- halda fortíðinni eins lengi og stætt er. Forráðamenn íslensks atvinnu- lífs verða ennfremur sjálfír að vera móttækilegir fyrir breytingum því að á þeim hvílir mesta ábyrgðin á því að vel takist til. Ennfremur verða íslendingar að vera móttækilegir fyrir samstarfi við erlenda aðila og reyna að laða þá að til þátttöku í atvinnulífi hér á landi. Með auknum utanríkisvið- skiptum í heiminum eykst þörfin Tölvusumarskólinn fyrir börn og unglinga 10*16 ára © Tvær sperwandi vikur í Reykjavík í ágúst: ^ 6.-16. ágúst kl. 9-12 og 19.-30. ágúst kl. 9-12 .^ v\ Tölvu- og verkfræöiþjónustan ^ “e? Grensásvegi 16 - fimm ár f forystu ^ fyrir slíkt samstarf og marga mögu- leika til framfara er einungis unnt að nýta með þátttöku erlendra aðila í atvinnurekstrinum. íslensk fýrir- tæki munu með sama hætti þurfa að hasla sér völl erlendis í auknum mæli. Evrópska efnahagssvæðið gefur mikla möguleika í þessum efnum sem við megum ekki láta fram hjá okkur fara. Ríkið í takt Þessa dagana er hinn hefðbundni tími fjárlagagerðar og stórra ákvarðana í búskap hins opinbera. Stöðnunin í atvinnulífínu hefur hins vegar breytt viðfangsefninu úr því hefðbundna starfí að halda aftur af kröfum um aukin útgjöld í það erfíða verkefni að þurfa beinlínis að draga saman seglin á mörgum sviðum. Þetta verkefni er nauðsynlegt að vinna vegna þess að peningarnir eru hreinlega ekki til fýrir öllu því sem við vildum gjaman hafa efni á og höfum leyft okkur. Hvernig sem seglin em dregin saman munu af- leiðingamar koma niður á almenn- ingi og fyrirtækjum. Kaupmáttur almennings mun lækka með þjón- ustugjöldum eða lægri niðurgreiðsl- um og hagur ýmissa fyrirtækja mun versna með auknum greiðslum fyrir kostnað opinberra þjónustustofn- ana. Minni þjónusta þýðir að sjálf- sögðu lakari lífskjör. Þetta er hins vegar alveg óhjá- kvæmilegt því að á sama hátt og öflugra atvinnulíf getur staðið und- ir öflugra velferðarkerfí veldur stöðnun í atvinnulífí stöðnun í vel- ferðarkerfi. Vandi okkar er sá að atvinnulífíð er ekki í venjulegri lægð sem við getum treyst á að lagist af sjálfu sér með stórauknum sjáv- arafla þannig að óhætt sé að safna skuldum sem borga á í næsta góð- æri. Við horfum fram á rýran sjáv- arafla nokkur næstu ár og það þarf nýjar leiðir til þess að rífa atvinnu- lífíð í gang. Þjóðarsátt varanlegt ástand Fólk og fyrirtæki hafa notið stöð- ugra verðlags í þijú misseri en meirihluti íslendinga sjálfsagt man eftir. Þetta hefur hjálpað mjög til við að veijast þeim áföllum sem orðið hafa. Ljóst er að engum er greiði gerður með því að raska því jafnvægi sem náðst hefur í verð- lagsmálunum. Nú em kjarasamningar framund- an í haust og þeir verða mikil þrek- raun fyrir samningsaðilana. Óraun- hæfar væntingar vom spilaðar upp fyrir þingkosningarnar í apríl og síðan kemur reiðarslagið með sárs- aukafullum en nauðsynlegum sam- drætti í sjávarafla. Aðilar vinnu- markaðarins em hins vegar búnir að brenna sig svo oft á því að semja um launahækkanir sem teknar hafa verið til baka í verðbólgunni að það eykur líkurnar á því að þeir munu vinna sitt verk af fullri ábyrgð. En kjarasamningar verða aðeins að hluta til ráðandi um framvindu verðbólgunnar. Ekki síður skiptir máli forganga nkisins í því að sníða Leiðrétting í grein Gylfa Þ. Gíslasonar á laugardaginn féll niður hluti af setningu. í heild átti setningin að vera svona: í umræðum um fískveiðistefnuna hefur undanfarið nokkram sinnum verið vikið að því, að undarlegt sé, að formælendur veiðigjalds skuli ekki hafa lagt til, að greitt sé gjald fyrir hagnýtingu orku í fossum og jarðhita, og spurt, hvort bændur ættu þá einnig að greiða fyrir hag- nýtingu afrétta. Auðvitað ættu bændur að greiða fyrir hagnýtingu afrétta, ekki aðeins vegna þess, að sú hagnýting er verðmæt, heldur einnig vegna þess, að hún er þjóðar- búinu skaðleg. Vilhjálmur Egilsson „Hingað til hefur út- flutningnr okkar um of byggst á aukinni nýt- ingu náttúruauðlinda. Þetta hefur gert okkur allt of kærulaus og við höfum látið mikið af því nýja sem hefur verið að gerast í heiminum í atvinnumálum á síðasta áratug fram hjá okkur fara.“ kemur ekki síst í ljós á sviði pen- ingamálanna. Þunginn af hag- stjóminni færist meira yfír á ríkis- fjármálin eftir að frelsi til fjár- magnsflutninga verður æ meira'. Erlendum aðilum er nú í sjálfsvald sett hvort þeir koma inn á fjár- magnsmarkaðinn hér á landi og fjárfesta í íslenskum verðbréfum. Því er ekki lengur þægilegt að gera greinarmun á því hvort opinberir aðilar em að taka innlend eða er- lend lán. Spurningin mun einungis fara að snúast um lán eða ekki lán. Nýr aldamótaandi Sögubækurnar kenna okkur að mikill kraftur hafí losnað úr læðingi hjá íslendingum um síðustu alda- mót. Við lesum um aldamótaand- ann, um skáldin og athafnamennina sem af stórhug vöktu þjóðina af blundi. Þá lá þjóðinni á að treysta efnahagslegt sjálfstæði sitt með framfömm og styrku atvinnulífi um leið og hver sigurinn af öðmm vannst í hinni pólitísku sjálfstæðis- baráttu. Það er athyglisvert að um síð- ustu aldamót vora miklir fijálsræð- istímar í viðskiptum og má segja að nú séum við að nálgast slíka tíma aftur með aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Því er ekki síður þörf á því að auka efna- hagslegan styrk okkar nú með nýju framfaraskeiði í atvinnulífínu. Það verður jafnmikil forsenda fyrir pól- itísku sjálfstæði okkar um næstu aldamót og var um síðustu aldamót. eyðslu þjóðarinnar að verðmæta- sköpun atvinnulífsins en í því felst að aukning lána má ekki vera mik- ið umfram aukningu sparnaðar. Eyðslustig þjóðarinnar er ráðandi fyrir eftirspurn eftir vinnuafli og er því hin hliðin á vinnumarkaðnum. Ef eyðslustigið er umfram verð- mætasköpun atvinnulífsins í heild kemur það fram í verðlagshækkun- um, launaskriði, þenslu og rýrnandi samkeppnishæfni útflutningsfyrir- tækja um vinnuafl og þjónustu og leiðir fyrr eða síðar til gengisfelling- ar. Hér hefur einmitt verið mikil hætta á ferðum. Lykilatriði til að tryggja stöðugleika í verðlagi í fyrra auk þjóðarsáttar var það að fyrir- tæki leituðust við að greiða niður skuldir sínar og pláss myndaðist fyrir ríkið á innlendum lánsfjár- markaði. Uppsafnaður peningaleg- ur spamaður þjóðarinnar bæði fijáls og kerfísbundinn jókst um 20% meðan lán atvinnuveganna hækkuðu aðeins um tæp 2% í fyrra. Vísbendingar um þróun peninga- málanna á fyrstu mánuðum ársins voru skelfílegar og þar átti ríkið stóran hlut að máli. Þess vegna þurfti að grípa til sársaukafullra vaxtahækkana. En hækkun vaxta dugar ekki til ein og sér. Það verð- ur að draga úr lánsfjárþörf opin- berra aðila til þess að dæmið gangi upp. Mikilvægi þess að ná árangri í að draga saman seglin hjá ríkinu Höfundur er doktor í hagfræði, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atriði úr myndinni „Á valdi ótt- ans“. Bíóborgin sýnir „ A valdi óttans“ BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Á valdi óttans“. Með aðalhlutverk fara Mickey Rourke og Anthony Hopkins. Leikstjóri myndarinnar er Mich- ael Cimino. Mikael Bosworth er forhertur glæpamaður, mannræningi, morð- ingi með meiru en samt á að reyna að taka mál hans upp til þess að ná fram mildari dómi eða náðun. Þegar ung kona, Nancy Breyers, sem er lögmaður hans, reynir að fá að tala við hann, bregst hann hinn versti við og heimtar að fá að flytja mál sitt sjálfur. Vinningshafinn Aðalbjörg Jónasdóttir tekur hér á móti lyklunum að bifreiðinni. I DREGIÐ hefur verið í stuðn- ingshappdrætti Kvennalistans og kom vinningurinn á miða númer 945. Vinningsahafinn er Aðalbjörg Jónasdóttir. Hún tók nýlega á móti vinningnum, bifreið af gerð- inniSkoda Favorit, ásamt heilla- óskum frá Kvennalistanum og bif- reiðaumboðinu Jöfri hf. Aðalbjörg kvaðst alsæl með vinninginn, sem kæmi í góðar þarfir og væri þetta jafnframt í fyrsta sinn sem hún hreppti vinning í happdrætti. Á myndinni eru f.v. Haraldur Sig- urðsson, Jón Árni Helgason, Að- albjörg Jónasdóttir, Kamilla Guðmundsdóttir, Hafdís Bene- diktsdóttir og Kristín Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.