Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 18
18 leei í i'jt .8s HUOAauuniw <ii<3MaT/uosoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Fiskveiðistj óm- un/veiðigiald eftir Árna Benediktsson Á sjöunda áratugnum kom fyrst fram hugmynd um að leggja auð- lindaskatt á afnot af fiskimiðum landsins. Síðan þá hefur umræða um auðlindaskatt öðru hvoru skotið upp kollinum. Sjálft orðið, auðlinda- skattur, fældi menn þó jafnan frá þessari hugmynd. Orðið veiðigjald virðist mönnum falla betur í geð. Allan síðasta áratug voru uppi hug- myndir um að nota auðlindaskatt eða veiðigjald til þess að stjórna fiskveiðum. Erfitt reyndist þó að fóta sig á þeim hugmyndum, fínna nothæf tengsl milli veiðistjórnunar og gjaldtöku. Umræðan um veiðigjald hefur fengið byr undir vængi að undan- fömu. Tvennt virðist valda því. í fyrsta lagi hin mikla og ábatasama verslun sem nú fer fram um veiði- heimildir, sem útgerðarmenn fá ókeypis úr viðurkenndri sameign þjóðarirínar. í öðm lagi hefur verið látið í veðri vaka að fundin sé ný aðferð til þess að stjóma veiðunum. Þessi aðferð byggist á sölu veiði- leyfa og geti komið í stað óvinsæll- ar úthlutunar kvóta sem hefti at- hafnafrelsi manna. Það er full ástæða til þess að reyna að kryfja þessi mál betur til mergjar en hingað til hefur verið gert. Tilraun verður gerð til þess hér. í upphafi er rétt að taka það fram að sá sem þetta ritar telur að vel geti komið til greina að leggja á veiðigjald. Hins vegar sér hann ekki að það sé þjóðfélaginu til hags- bóta við núverandi aðstæður og vonar að þær aðstæður komi ekki upp að hagstæðara verði að leggja á veiðigjald en að gera það ekki. Kvótasala milli útgerða Á áttunda áratugnum og fram á þann níunda stækkaði fiskveiðiflot- inn meira en þörf var á og varð töluverð umframfjárfesting. Tvennt orsakaði þetta. í fyrsta lagi gerðu menn sér vonir um að meiri afli kæmi í hlut íslendinga eftir út- færslu efnahagslögsögunnar í 50 mílur og síðar í 200 mílur. í öðru lagi var orðið óumflýjanlegt að verða við kröfum fiskvinnslufólks um traustari atvinnu og jafnari vinnu allt árið. Fiskverkendur sáu að mögulegt var að verða við þess- um kröfum með breyttum útgerðar- háttum. Þetta varð til þess að kaup og rekstur skuttogara varð mikið keppikefli og raunar fór svo að á skömmum tíma neyddust menn til að taka þátt í þessari þróun, einnig þeir sem í upphafi töldu hana ekki heillavænlega. Þetta varð til þess að flotinn stækkaði meira en góðu hófi gegndi. Þessari þróun lauk á fystu árum níunda áratugarins. Flotinn hefur haldið áfram að stækka eftir það þrátt fyrir að áhersla hafi verið lögð á að draga hann saman. Þess verð- ur að geta að hluti þeirrar stækkun- ar er til þess að bæta aðbúnað og starfsaðstöðu sjómanna og til þess að bæta umgengni um físk og frá- gang hans og auka veðmæti hans á þann hátt. Þannig stækkar flotinn án þess að veiðigeta hans aukist. En jafnhliða eykst veiðigeta hvers skips með aukinni tækni og betri verkfærum. En verulegan þátt í stækkun flotans síðustu árin má þó rekja til væntinga útgerðar- manna og þeirra sem sjó stunda um að geta aukið hlut sinn í heildar- veiðinni með því að nýta sér glufur sem jafnan hafa verið skildar eftir í lögum hvers tíma um stjórnun fískveiða. Þessar glufur hafa flestar verið gerðar í nafni réttlætisins eins og raunar flest annað sem misrétti veldur. Mest hefur þetta komið fram í ógnvænlegri fjölgun smá- báta. Þeir sem unnu að undirbúningi þeirra laga um fískveiðistjórnun, sem tóku gildi um síðustu áramót, voru flestir sammála um að nauð- synlegt væri að fiskveiðiflotinn minnkaði og yrði fljótlega ekki stærri en svo að hvert skip hefði fullt verkefni árið um kring. Ekki voru allir sammála um leiðir, en niðurstaðan varð sú að haga málum þannig að auðvelda útgerðarmönn- um að hætta rekstri eldri og óhag- kvæmari skipa og selja veiðiheim- ildirnar. Vegna þess að ljóst mátti vera að verð á varanlegum veiði- heimildum yrði mjög hátt í byijun, en færi síðan lækkandi, mátti ætla að samdráttur í flotanum yrði nokk- uð ör. Þegar að því kæmi að fískiskip hefðu almennt þann kvóta sem til þess þarf að rekstur þeirra sé hindr- unarlaus allt árið verði verð veiði- heimilda orðið mjög lágt. Jafnvel mætti láta sér detta í hug að þá væri ekki lengur nauðsynlegt að úthluta veiðiheimildum á hvert skip. Þar með væri ekki lengur verð á veiðiheimildum. En í stað þess að samdráttur fískiskipaflotans verði mjög ör og verð veiðiheimilda lækki virðast nú mörg öfl vinna að því að gera verð- mæti veiðiheimildanna varanlegt. Fjármálaheimurinn virðist líta á núverandi söluverð veiðiheimilda sem varanlega eign viðkomandi útgerða. Það eitt og sér verður til þess að viðhalda þeirri eign. Hluta- fjármarkaðurinn virðist líta á veiði- heimildir sem varanlega eign út- gerða. Það verður æ algengara að heyra að héðan í frá verði þessu ekki breytt þar sem alltof margar bindandi fjárhagslegar ákvarðanir hafi verið teknar á þessum grund- velli. Útgerðin haldi ekki velli verði þessu breytt. Þá eru það mikil von- brigði hvernig einstakar útgerðir hafa brugðist við þar sem skipum er ekki lagt varanlega í samræmi við varanlega sölu kvóta. Með öllu þessu er árangri af lögunum um stjórn fískveiða stefnt í voða. Hag- ræðingunni er fórnað en upp hefst harðvítug barátta um eignarhald og fjármuni. Útgerðarmenn mega vara sig á þessu því að það knýr á um breytingar sem hljóta að verða útgerðarmönnum óhagstæðar. Veiðigjald til stjórnunar fiskveiða Af augljósum ástæðum eru flest- ir andvígir opinberri skömmtun. En skömmtun getur verið óhjákvæmi- leg, að minnsta kosti um sinn. Þeg- ar of mikil ásókn er í auðlind verð- ur að takmarka hana. Það verður ekki gert nema með einhverri skömmtunaraðferð. Hér á landi höfum við farið í gegnum umræðu um stjórnunarað- ferðir aftur og aftur um langt skeið. Þó að enginn sé sáttur við að leggja þurfí hömlur á veiðar, eru menn almennt þeirrar skoðunar að hjá því verði ekki komist. Flestir hafa hallast að því að úthlutun veiðiheim- ilda á hvert skip sé skásti kostur- inn. En engu að síður hefur staðið yfír stöðug leit að nýjum og betri aðferðum. Alllangt er síðan því var fyrst hreyft að rétt væri að stjórna fisk- veiðunum með sölu veiðileyfa. Bestu útgerðarmennimir hefðu bestu möguleikana til þess að bjóða hæsta verðið og þannig færðist vaxandi hluti útgerðarinnar í hend- ur þeirra sem bestum árangri næðu og hagkvæmni veiðanna yrði í há- marki. Þessu var jafnan slegið fram í almennum orðum en ekki skýrt nákvæmlega hver áhrifín yrðu. Þessar hugmyndir virtust byggjast á því að hver útgerðarmaður sendi viðeigandi stjómvöldum tilboð í heimild til að veiða tiltekið magn í tiltekinn tíma, eitt ár eða fímm ár. Þeir sem ættu hæstu tilboðin fengju í sinn hlut það sem þeir bæðu um en hinir minna og margir ekkert. Fljótlega kom í ljós að á þessu skipulagi væm margir gallar. Góðir útgerðarmenn, sem gerðu tilboð Árni Benediktsson „Þó að íslenskur sjávar- útvegur hafi öll skilyrði til að vera hagkvæmur, og hafi að undanf örnu lyft íslensku þjóðfélagi upp á það stig að vel má við una, hefur löng- um verið of mikið á hann lagt og of lítið skilið eftir hjá honum sjálfum og mörgum sem við hann starfa.“ byggt á ijárhagslegum staðreynd- um, fengju ef til vill engar veiði- heimildir, þar sem hærri tilboð hefðu borist frá þeim sem minni ábyrgð bera á rekstri sínum. Heilu útgerðarstaðirnir gætu misst allar veiðiheimildir og gætu enga björg sér veitt. Af þessum sökum hafa fáir aðhyllst þessar hugmyndir síð- ustu árin. Hins vegar hafa komið upp hug- myndir um að leggja á veiðigjald. Veiðigjald er hugsað sem ákveðinn krónutala á hveija lest úthlutaðrar veiðiheimildar. Þessar hugmyndar hafa verið mjög á dagskrá að und- anförnu og þeim virðist vera að aukast fylgi í þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir eiga ekkert skylt við stjórnun fiskveiða og geta á engan hátt komið í staðinn fyrir það skipu- lag sem nú er notað, né neitt ann- að. Hvort sem veiðigjald er lagt á eða ekki verður að úthluta heimild- um til veiða samkvæmt sérstakri ákvörðun. Það yrði að beita sjálf- stæðri aðferð við stjórnunina. Það takmarkar veiðar á engan hátt að leggja á veiðigjald. Veiðigjald væri lagt á eftir að ákveðin hefði verið aðferð til stjórnunar fískveiðanna. Þess vegna hefur umræðan á margan hátt verið villandi að und- anförnu þar sem veiðigjaldsmenn hafa gjarnan gefið í skyn að álagn- ing veiðigjalds væri aðferð til físk- veiðistjómunar. Þessari umræðu er nauðsynlegt að breyta til þess að allur almenningur geti gert sér betri grein fyrir um hvað málið snýst og myndað sér skoðun í samræmi við það. Þegar betur er skoðað er það augljóst að margir veiðigjaldsmenn eru að reyna að leysa annan vanda. Ef hagræðing í íslenskum sjávarút- vegi næst, sú sem að er stefnt með lögum um fiskveiðistjómun, er ljóst að aðrar framleiðslugreinar innan- lands ættu erfítt með að standast sjávarútveginum snúning. Þess vegna sé nauðsynlegt að jafna að- stöðuna ef aðrar atvinnugreinar eigi að þrífast hér og hægt verði að halda uppi fullri atvinnu. Þetta er vissulega rétt að taka mjög alvar- lega og færa fram rök með og móti. Verðmyndun Söluverð vöru er jafnan í nokkru samræmi við meðaltalskostnað. Þessu má gjarnan snúa við þar sem kostnaður ræðst að nokkru af sölu- verðinu. Auðvitað má benda á ótal undantekningar frá þessu frá einum tíma til annars. íslenskur sjávarút- vegur á í samkeppni við sjávarútveg fjölmargra annarra þjóða á heims- markaði. Veiðigjald, eða önnur greiðsla fyrir óveiddan físk, er ekki lagt á þann fisk sem við eigum í samkeppni við. Af þeirri ástæðu einni saman er óeðlilegt að leggja á veiðigjald hér þar sem það raskar samkeppnisstöðunni. Fiskimiðin umhverfís ísland eru meðal bestu fískveiðiauðlinda heimsins. Þessi auðlind á stóran þátt í því að nú um sinn höfum við búið við einhver bestu lífskjör í heiminum. Við höfum verið meðal þeirra tíu þjóða, sem við best lífs- kjör búa. Höfuðatvinnuvegur okkur er matvælaframleiðsla. Alls staðar er reynt að halda matvælaverði niðri, víða með opinberum aðgerð- um. Það hefur leitt til þess að af- koma þeirra þjóða sem byggja fyrst og fremst á útflutningi matvæla er yfírleitt fremur slæm. Aftur á móti fær iðnaðarframleiðsla að mestu að þróast í friði. Þess vegna eru iðnaðarþjóðirnar þær þjóðir sem oftast búa við bestu lífskjörin, ásamt þeim þjóðum sem eiga olíu. Ekki verður annað séð en að lífs- kjör íslendinga séu langt umfram þau bestu sem þekkjast hjá matvæ- laútflutningsþjóðum. Áðan sagði að auðug fiskimið ættu stóran þátt í þessu. Það virð- ist vera tvímælalaust. Islendingar eru ekki duglegri en gerist og geng- ur. Þjóðsagan um langan vinnutíma er á litlum rökum reist. Sumir telja að stjórnunarhættir okkar hafí dregið lífskjörin niður. Ástæða er til ætla að það sé í meginatriðum rangt þó að vissulega megi rekja óviðunandi verðbólgu til stjórnunar- hátta, en hún hefur leikið atvinnu- lífið grátt. En eitt aðal sérkenni stjórnunarhátta okkar hefur verið að gengið hefur verið langt í því að styðja við bakið á atvinnulífinu og fleyta því yfir erfiða hjalla, sem jafnan verða á leiðinni. Þetta hefur skilað okkur Iangt fram á við. Það skiptir okkur miklu að halda þeirri lífskjarastöðu, sem við höfum nú í samfélagi þjóðanna. Til þess að svo megi verða þurfum við í Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.