Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Enn um lyfin eftir Jóhann Tómasson í fyrri grein minni um nýja reglu- gerð varðandi greiðslu lyfja lagði ég áherzlu á, að starfsvenjur lækna, góðar og slæmar, réðu í raun mestu um útgjöld heilbrigðiskerfisins. Þetta á að sjálfsögðuækki bara við um lyfin, heldur alla þá starfsemi, sem læknar stunda sjálfir eða vísa á, rannsóknir, þjálfun, hjálpartæki o.s.frv. Þar sem heilbrigðisþjónusta er alls staðar dýr og að mestu borg- uð af þriðja aðila (ríki eða trygg- ingafélög) er alls staðar mikilvægt að leita leiða til að koma í veg fyr- ir misnotkun og þar með óþarfar „skattahækkanir". Það gengur víst guðlasti næst núna að efast um kosti markaðs- kerfisins, en því miður hefur það miklar aukaverkanir í för með sér í heilbrigðisþjónustunni: Ofnotkun á öllum sviðum, lyfjum, rannsókn- um o.s.frv. Læknisfærni, fræðsla og fyrirbyggjandi störf eru hins vegar lítils metin. Áður en ég vík að lyfjunum vil ég fullyrða að vottorðafarganið í kringum „velferðarkerfið" er orðið bæði yfirþyi-mandi og rotið. Þar hefur heilbrigðisráðherra verk að vinna og leitt að hann byijar feril sinn á að gera læknum að flokka þjóðina í hópa með lyfjavottorðum. Það tel ég hafa verið mestu mistök- in í sambandi við nýsetta reglugerð og að afleiðingamar geti orðið bæði dýrar og óþægilegar. Tímahrak í sjálfsettu tímahraki heilbrigðis- yfírvalda var fulltrúum Trygginga- stofnunar falið að tilkynna fólki, að það þyrfti „bara“ að hafa sam- band við lækni sinn og sæi hann þá um að semjá vottorð og senda til Tryggingastofnunar ríkisins. Þetta gilti um þá sjúklinga, sem ættu rétt á ókeypis lyfjum á vegum ríkisins. Tryggingastofnun myndi síðan afgreiða vottorðið um hæl og senda fólkinu lyfjaskírteini heim. Nú hófst æði, sem enn sér ekki fyrir endann á. Vottorðabeiðnir hrúgast upp hjá heimilislæknum, sem þurfa að fylla þær út af smá- smugulegri nákvæmni. Oft eiga þeir í mestu erfiðleikum með þetta vegna skorts á upplýsingum, m.a. frá sérfræðingum. Verra er þó að all nokkur hluti vottorðanna er nú á fleygiferð til baka til heimilis- læknanna, frá tryggingayfírlækni, sem dæmt hefur þau léttvæg vegna meintra ófullnægjandi upplýsinga. Flokkun Þjóðinni skal nú skipt í hópa með tilliti til lyfjanotkunar. Efstir tróna þeir, sem eru með fína sjúkdóma (hjartasjúkdóma t.d.) og fá frí lyf (lyfjaskírteini). Þá koma þeir sem hafa fína sjúkdóma og borga þó fastagjald (magasárin t.d.). Enn eru þeir, sem hafa ófína sjúkdóma og geta því bara borgað sjálfír (verkir, kvíði, svefnleysi, hægðatregða, gamla fólkið). Loks eru þeir, sem hafa sjúkdóma, sem eru svo sem virðingarverðir, en af því að íslenzkir læknar misnota sýklalyf, ákvað ráðherra að fórna þessu fólki og láta það borga sjálft (t.d. eyrnabólgurnar, börnin). Hér gerði ráðherra önnur slæm mistök. í bráðræði sínu að sýna árangur af störfum sínum hefði ráðherra að sjálfsögðu átt að velja magasárslyfin, enda „er það kostn- aðarlega langdýrasti lyfjaflokkur- inn“ og bara þar má spara 2-300 milljónir á ári, ef við færum niður á sama plan og hin Norðurlöndin. Jafnvel þar eru magasárslyfin talin verulega ofnotuð. „Áður en ég vík að lyfj- unum vil ég fullyrða að vottorðafarganið í kringum „velferðar- kerfið“ er orðið bæði yfirþyrmandi og rotið. Þar hefur heilbrigðis- ráðherra verk að vinna og leitt að hann byrjar feril sinn á að gera læknum að flokka þjóð- ina í hópa með lyfja- vottorðum.“ Flokkun og sjúkdómsgreiningar Heilbrigðisstjómvöld eru hér f vondu máli. Mörg dæmi mætti nefna. Dæmi: Astmalyf eru „ökeyp- is“ ef sjúklingur er sannanlega haldinn astma. Langmest astma- lyfjanotkun er hins vegar af sjúkl- ingum með svokallaða lungna- þembu og/eða krónískan bronkitis. Eiga nú heimilislæknar og lungna- sérfræðingar að breyta þessum sjúkdómsgreiningum í astma á lyfjaskírteinisvottorðum til að þess- ir sjúklingar fái frí lyf? Svipuðu máli gegnir um blóð- þrýstings- og hjartalyf. Þetta eru oft sömu lyfin, þar til kemur að því að borga þau. Ef lyfið er notað sem blóðþrýstingslyf er það ekki ókeyp- is. í hugum flestra, jafnvel lækna, eru blóðþrýstingslyfín hjartalyf, samanber herferðina „Hugsið um hjartað — lækkið blóðþrýstinginn!" fyrir nokkrum árum. Og hvernig skal svo farið með kólesterollækkandi lyf, sem eru ekki beinlínis ódýr? Landssamtök hjartasjúklinga eru nú að hefja Jóhann Tómasson nýja herferð og nú að því að mælt skuli kólesterol hjá öllum íslending- um yfir tvítugt. En hvað á að gera svo? Þjóðin hefur ekki efni á því að sjá niðurstöðumar! Ahrif á starfsvenjur (,,praxis“) Eg ætla nú með nýlegu dæmi að varpa ljósi á þær iærdómsríku afleiðingar, sem leitt getur af fljót- fæmislegum vinnubrögðum ráðu- neytisins. Fjölsjúkur maður kom á stofuna. Hann og undirritaður hafa þreifað sig áfram með lyf á ýmsa vegu undanfarin ár, þannig að líf hans má nú heita sæmilega þolanlegt og hann hefur ekki þurft á dýrri sjúkrahúsvist að halda. Hann er hins vegar bara með einn fínan sjúkdóm og fær þess vegna hjarta- lyfið ókeypis. Svo er hann með annan næstum eins fínan sjúkdóm (magasár) og fyrir magasárslyfið þarf hann því bara að borga fasta- gjald. Allt annað verður hann nú að borga og mun skipta þúsundum króna mánaðarlega. Nú er það svo, að læknir hans er íhaldssamur og gefur honum ófínt magalyf og kostar 2ja mánaða skammtur 5.000 kr. fyrir ríkið. Hann gæti fengið nýrra og miklu fínna lyf, sem kostar ríkiskassann 24.000 (tuttugu og fjögur þúsund) krónur 2ja mánaða skammtur, en hann sjálfan engu meira. En væri hann nokkru bættari með það? Fyr- ir tuttugu og fjögur þúsund krón- urnar, mætti hann fá þær, gæti hann hins vegar fengið öll núver- andi lyf sín, en að auki hreinlætis- vörur, rakspíra, nærföt og nóg af sokkum. Þetta er svona svipuð hag- fræði og að svipta hann öllum „þægindum“ nema bílnum, en bjóða honum síðan Volvo í staðinn fyrir Skodann, sem hann er þó alsæll með. Annað dæmi gengur í öfuga átt, en varðar sýklalyfin. Súlfalyfin skipa merkilegan sess í sögu lækn- isfræðinnar. I dag telja allir máls- metandi læknar að rétt sé að stilla notkun þeirra mjög í hóf. Þau eru hins vegar ódýr. Súlfamixtúra sem nota mætti við eyrnabólgu er 3-4 sinnum ódýrari en sýklalyf það sem nú er af flestum talið rétt og örugg- ara að nota. Það væri læknisfræði- legt slys, ef ný lyfjareglugerð ráð- herra yrði til að auka súlfalyfja- notkun á kostnað annarra betri en dýrari lyfja. Aðeins vönduð vinnu- brögð lækna koma í veg fyrir það. Óvenjuleg þjónustulund ríkisins Ég gat í upphafi um þá óvenju- legu þjónustu ríkisins að senda fólki lyíjaskírteinin heim því að kostnað- arlausu. Ef „ókeypis“ lyfjaskírteini sem send eru heim til fólks ókeypis og veita ókeypis lyf verða ekki mis- notuð þá hef ég misskilið það litla, sem ég taldi mig hafa skilið í hag- fræði markaðshyggjunnar. En þjónustulund ríkisins birtist einnig m.a. í sérkennilegri auglýs- ingu heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins í dagblöðum þessa dagana. Þar getur að lesa hvað ódýrustu lyfin heita og hverjir eru „framleiðendur" þeirra. Það er ekki ónýtt að hafa nælt sér í „gott“ umboð lyfja, lyfja sem Lyfjaverzlun ríkisins sér um að panta og dreifa og heilbrigðisráðúneytið auglýsir nú „ókeypis" fyrir umboðsmanninn! Höfundur er læknir. Mannkindin hjálp- ar sauðkindinni eftir Herdísi Þorvaldsdóttur Hugmyndafræðingar Byggða- stofnunar kunngerðu í fyrravor að þeir hefðu fundið ráð til þess að bændur, aðallega bændakonur, gætu drýgt tekjur sínar með því að fara upp um heiðar, holt og móa að tína fjallagrös og allskonar blóm- gróður svo sem blágresi, blábetja- lyng, ijúpnalauf, silfurmuru, ljóns- lappa, blóðberg, gulmöðru, maríu- stakk, vallhumal, birki og ótal aðrar tegundir og haft sem aukabúgrein. Þetta átti svo að þurrka, síðan að semja við kaupanda og selja blóm- plönturnar okkar til útlanda. Tínsl- una átti að framkvæma fyrripart sumars áður en blómin ná að bera fræ og sá sér. í leiðbeiningapésa sem stofnunin lét prenta með ærnum kostnaði og dreifði út um landið var þó yfir- gengilegast af öllu að fólki er ráð- lagt að vera með klippur og klippa 5-10 cm nýsprottnar greinar af birkinu! Trúir þessu nokkur sem sér það á prenti? Er okkur sjálfrátt? Jafnvel fyrrverandi formaður Nátt- úruvemdarráðs, Eyþór Einarsson, og Kristbjöm Egilsson, grasafræð- ingur, leggja nafn sitt við þennan pésa. Von um bata Nú eru ráðmenn loksins í alvöru að sjá, að fækka verður búfé á land- Herdís Þorvaldsdóttir inu, kindum og hestum. Fyrst og fremst vegna þess að við erum smám saman að missa gróðurþekj- una af landinu okkar, aðallega venga ofbeitar búfjár sem er fleira en þörf er fyrir. Offramleiðsla á öllu þessu óþarfa kjöti er að sliga ríkissjóð. Hjá hugsandi fólki kviknaði veik von um það að einhvers staðar færi nú landið að gróa í friði. Búfé væri á afmörkuðum svæðum og rányrkju og hjarðbúskap yrði hætt. Þá gætu stórskaddaðar kjarrkrækl- ur ef til vill farið að rétta úr kútn- um og blómjurtir að skrýða landið. „Gætuð þið hugsað ykk- ur að ganga um kjarr- lendið og klippa þá vaxtarsprota sem sauðkindinni hefur sést yfir að bíta eða rýja gróðurlendið blóm- gróðrinum fyrir nokkr- ar krónur?“ En hvað gerist? Nú á mannkindin að hjálpa til við að hirða það litla sem sauðkindinni og hestunum hef- ur sést yfir að klára; jafnvel á að kyrkja kjarrvöxtinn svo landið verði jafn fátæklegt og snautt sem fyrr. Vægið blómunum Við treystum á ykkur, bænda- konur þessa lands: Takið ekki mark á þessari vitleysu. Vemdum heldur kjarrleifarnar og blómin okkar. Um aldaraðir hefur fólk tínt sér til heilsubótar fjallagrös og blómjurtir og er sjálfsagt að halda þeim sið, en fara þó varlega, svo ekki verði skaði af. En að láta sér detta í hug að reyta fátæklegan blómgróður af landinu okkar til að selja til útlanda fyrir nokkrar krónur er svo ótrúleg skammsýni og mikið hugsunarleysi að engu tali tekur. I fyrmefndum dæmalausum leið- beiningabæklingi Byggðastofnunar um nýtingu villigróðurs er jurtunum Á Hornströndum. í eyðibyggðum hefur gróður víða margfaldast. skipt í fjóra flokka: Fléttur, þör- unga, sveppi og háplöntur. Það má vel vera að þörungar og fléttur séu í svo miklu magni að hægt sé að nýta þær án skaða og jafnvel sveppi í skógum úti á landi. Hér í kringum þéttbýlið eru þeir tíndir til þrautar og fá færri en vilja. Háplönturnar okkar eru við- kvæmar og seinsprottnar og því dýrmætar. Fjallagras er t.d. 5-10 ár að spretta, vex aðeins 2 mm á ári. Njótum þeirra sjálf í hófi, þau hafa séð landsmönnum fyrir fjör- efnum um aldir og verða aldrei metin til fjár. Við mótmælum Líf og land, Landvernd og fleiri náttúruverndarsamtök hafa von- andi mótmælt þessari glópsku. Það mætti halda að hér væru fégráðugir útlendir kaupsýslumenn með í ráðum en ekki „Vormenn íslands“. Njótum yndis blómanna, en nýtum þau ekki. Hugmyndafræðingar Byggða- stofnunar hafa hlaupið illilega á sig, en við vonum að það verði leið- rétt og treystum því að hugsandi menn og konur í þessu landi átti sig á því. Gætuð þið hugsað ykkur að' ganga um kjarrlendið og klippa þá vaxtarsprota sem sauðkindinni hefur sést yfir að bíta eða rýja gróð- urlendið blómgróðrinum fyrir nokkrar krónur? Það er ólíklegt að nokkur hafí samvisku til þess sem betur fer. í sögum og frásögnum búa góðar vættir í fallegu og grónu landi, en illvættir í auðnum og klungrum. Veljum góðu vættirnar til sambýlis. Höfundur er formaður Lífs og lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.