Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 40
40 'MdRGUttBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23: JÚLÍ 1991 Dags. 23.7.1991. NR. 42 5414 8300 0362 1116 5414 8300 2013 1107 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5421 72“ Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. E EUROCABD. I u— ---J KREDITKORT HF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0017 8092 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 Öll kort gefin út af B.C.C.I. og byrja á 4507 10 4548 10 4541 80 4560 07 4541 81 4560 62 4966 07 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERBLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. Höföabakka 9 • 112 Reykjavík Sími 91-671700 Á að gefa gjöf ? Farðu til Ljósmyndara Gjafaávísun 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 Barna og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofan Mynd simi 5 42 07 FATAHÖNNUN Góður árangur Islendinga í Kaupmannahöfn Það hefur færst í vöxt á undan- förnum árum að íslendingar læri fatahönnun erlendis. Síðastlið- ið vor luku þijár íslenskar stúlkur námi í fatahönnun frá Margrétar- skólanum í.Kaupmannahöfn, þær Arnfríður Einarsdóttir, Inga Val- borg Ólafsdóttir og Margrét Valdi- marsdóttir. Við hvetja brautskrán- ingu nemenda, úr Margrétarskó- lanum, er haldin fatasýning á verk- efnum þeirra og að þessu sinni var sýningin óvenju vegleg vegna sex- tíu ára afmælis skólans. Á sýning- unni vöktu verkefni íslensku stúlknanna nokkra athygli og birt- ust myndir af þeim í dönskum fjölmiðlum. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af einni stúlkunni, Ingu Val- borgu, og sagði hún að Margrétar- skólinn væri án efa sá virtasti á sinu sviði í Danmörku. Umrædd fatasýning væri árviss viðburður í samkvæmislífi Kaupmannahafnar og kæmust yfirleitt færri að en vildu. Að sögn Ingu héldu þær stöllur vel saman í skólanum og hjálpuð- ust að við námið. Þær fengu háar einkunnir fyrir lokaverkefnin og, einni þeirra, Margréti, var jafnvel boðin kennarastaða við skólann. Þegar Inga var spurð að því hvernig henni litist á að leggja fatahönnun fyrir sig, sagðist hún ekki kvíða neinu í þeim efnum. Frá sýningunni. Fötin á myndinni eru hönnuð og saumuð af Margr- éti Valdimarsdóttur. Stúlkurnar tvær, fyrir miðju, eru í doppóttum rykfrökkum og kom mynd af þeim í Berlingske tidende. Þær stúlk- ur sem nær standa, eru klæddar palliettukjólum og hvítum plastjökk- um utan yfir. Inga Valborg Ólafsdóttir. „Sem betur fer hefur áhugi al- mennings á sérsaumuðum fötum aukist. Því líður betur í þannig fötum en þeim sem framleidd eru í verksmiðjum auk þess sem mögu- leikarnir á nýjungum eru ótelj- andi. íslendingar almennt leggja mikið upp úr góðum klæðaburði og tolla vel í tískunni. Þeir gefa til dæmis Parísarbúum hvergi eftir hvað þetta snertir,“ sagði Inga. í ágúst ætlar Inga að halda sýn- ingu í Reykjavík á fötum sem hún hefur hannað að undanfömu. „Að sjálfsögðu er ekki nóg að hanna fötin og sauma. Þau þurfa líka að seljast og þess vegna held ég sýn- inguna. Það er dýrt að sitja uppi með margar flíkur óseldar. Eg seldi þó nokkrar eftir sýninguna í Kaup- mannahöfn og það hefur líklega hjálpað til að föt frá mér voru sýnd í umfjöllun um hana í fréttum danska sjónvarpsins. Auðvitað er ég ánægð með svo góðar viðtökur og því kvíði ég því ekki að starfa við fatahönnun hérlendis," sagði Inga Valborg Ólafsdóttir að lokum. Af fötum Ingu Valborgar Ólafsdóttur vöktu ullarkápur með litlum plastgluggum einna mesta athygli. I gegnum gluggana sést hverju stúlkurnar eru klæddar innan undir sem er doppóttir silkikjólar í þessu tilviki. Michelle Pfeiffer hefur hingað til verið þekkt fyrir seiðandi augnaráð. Hvað er fegurð? Mel Gibson virð- ist hafa fengið nóg af myndatök- um i bili. ANNAÐ SJONARHORN F egnrsta fólk jarðar Fyrir skömmu gekkst bandaríska vikublaðið, People, fyrir könn- un á því hveijar væru fímmtíu feg- urstu tpanneskjur jarðar. Það kom engum á óvart að leikararnir Mel Gibson og Michelle Pfeiffer urðu á meðal hinna útvöldu enda eru þau bæði fremur snoppufríð. I mynda- töku i tilefni af könnuninni brugðu þau Gibson og Pfeiffer hins vegar á leik og sýndu á sér hlið sem aðdá- endur stjarnanna fá venjulega ekki að kynnast. Nú er bara að vona að þau sýni þennan svip ekki oftar, ella gæti svo farið að ásjóna þeirra hætti að birtast á hvíta tjaldinu. BOB MARLEY Grafinn en ekki gleymdur Meira en þú geturímyndaó þér! Tjrátt fyrir að tíu ár séu liðin frá andláti söngvarans og skálds- ins Bobs Marleys er hann ekki gleymdur. Nú standa yfir rétt- arhöld á Jamaica vegna hinna gíf- urlegu auðæfa sem Marley lét eft- ir sig en kappanum hugkvæmdist aldrei að semja erfðaskrá þrátt fyrir að hann ætti ellefu börn með átta konum. Af þessum sökum er málareksturinn mjög flókinn og umfangsmikill enda eru eignir dán- arbúsins metnar á mörg hundruð milljónir króna. Á meðan konurnar í lífi Marleys þjarka um veraldlega hluti, virðast börnin hafa hlotið annars konar arf frá karli föður sínum. Fjögur þeirra hafa nefni- lega stofnað eigin popphljómsveit, The Music Makers, og nýtur hún töluverðra vinsælda. Bob Marley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.