Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
9
Vinnustoga óskast
Óska eftir aö leigja vinnustofu í miöborginni.
Góð lofthæö og birta nauðsynleg.
Edda Jónsdóttir,
myndlistarmaður,
sími 65 73 35
Bílamarkaburinn
v/Reykjanesbraut
Smiðjuveg 46e,
Kóp. Sími:
671800
GMC Safari SLE '86, „8 farþega", blár,
sjálfsk., ek. 88 þ.km., rafm. í öllu, sportfelg-
ur, o.fl. V. 1290 þús. (Skipti).
AMC Comanche Pickup (langur) 4x4 ’89,
grásans, 4I vél, sjálfsk., ek. 33 þ.km., upp-
hækkaður, 33“ dekk, krómfelgur, o.fl. V.
1490 þus.
Toyota Double Cab m/húsi ’90, diesel, ek.
16 þ. km. V. 1800 þús.
Daihatsu Charade TX '88, hvítur, 3ja dyra,
5 gíra, ek. 46 þ. km. Sóllúga, GTi innrétt-
ing. V. 580 þús.
Citroen BX 19 TRS ’87, grár, sjálfsk., ek.
64 þ.km., sóllúga o.fl. aukahl. V. 850 þús.
Toyota Landcruiser STW diesel '86, brún-
sans, 5 gíra, ek. 64 þ.km. Gott eintak. V.
1890 þús.
BMW 630 CS '77, 2ja dyra, beinsk., 6 cyl.,
sportfelgur o.fl. Nýskoðaður, sjaldgæfur bíll.
V. tilboð.
Cherokee Laredo ’87, sjálfsk., m/öllum
aukahl. V. 1790 þús.
Subaru 1800 4x4 ’85, 5 gíra, ágætt eintak.
V. 650 þús.
Saab 90 ’85, ek. aðeins 58 þ. km., dek-
urbíll. V. 580 þús.
GMC Jimmy S-10 4x4 ’83. V. 880 þús.
Toyota Hilux Pick Up ’80, vél: Chevrolet 6
cyl. nýuppt. (nótur fylgja). Upphækkaður,
veltigrind, o.fl. aukahl., jeppaskoðaður. V.
680 þús. Skipt. ódýrari.
Nissan Pathfinder V6 ’90, blágrár, sjálfsk.,
ek. 18 þ. km. Sóllúga, rafm. í rúðum ofl.
aukahl. V. 2150 þús.
Toyota Corolla STD '89, beinsk., ek. 40 þ.
km. V. 660 þús.
Alfa Romeo 33 (1.5) ’86, 5 dyra, beinsk.,
ek. 70 þ. km. V. 395 þús.
Dodge Shadow ’88, sjálfsk., ek. 11 þ. km.
Sem nýr. V. 1100 þús.
Honda Civic Sedan ’88, beinsk. ek. 55. þ.
km. V. 790 þús.
Bæjarfélög og atvinnulff
Sú var tíðin, að sveitarfélög voru virkir
aðilar í atvinnulífi landsmanna. Reykjavík-
urborg rak umsvifamikla útgerð og fisk-
vinnslu með rekstri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og flest stærri sveitarfélög
áttu einnig aðild að slíkri útgerð. Þar má
t.d. nefna Hafnarfjörð og ísafjörð. Flest
þessara sveitarfélaga fóru illa út úr þess-
ari starfsemi og tóku á sig þunga skulda-
bagga. Þegar hæst stóð voru flestir sam-
mála um, að ekkert vit væri í slíkri þátt-
töku sveitarfélaga í atvinnulífi. Nú er
þessi liðna tíð gleymd og aftur er rætt
um þátttöku sveitarfélaga í atvinnufyrir-
tækjum. í Staksteinum í dag er vitnað
til forystugreinar í Degi um þetta mál,
auk þess, sem birtur er stuttur kafli úr
leiðara Þjóðviljans sl. laugardag.
Sveitarfélög-
og atvinnulíf
í forystugrein Dags
fyrir nokkrum dögum
var fjallaö um þátttöku
sveitarfélaga í atvinnu-
lifi. Þar sagði m.a.: „Sig-
urður J. Sigurðsson, for-
seti bæjarstjómar Akur-
eyrar, flutti athyglis-
verða ræðu um atvinnu-
mál á síðasta fundi bæj-
arsijómar. Sigurður
gerði þátttöku sveitarfé-
laga í atvinnulífinu að
umræðuefni _ í kjölfar
gjaldþrots Alafoss hf.
Þungamiðjan í ræðu hans
var að auðvitað gæti sú
staða komið upp að sveit-
arfélög þyrftu að hlaupa
tímabundið undir bagga
með atvinnuliflnu, þegar
illa áraði. Til lengri tíma
litið hefði mikil þátttaka
sveitarfélaga í beinum
atvinnurekstri hinsvegar
óæskilegar afleiðingar i
þá vem að binda hendur
þeirra til framtíðar.
Bæjarfélög hafa auð-
vitað skyldum að gegna
við atvinnulifið. Þau
verða að sjá til þess að
atvinnufyrirtælqum sé
sköpuð góð aðstaða til
rekstrar, framboð sé
nægilegt af lóðum og
boðið sé upp á beina og
óbeina aðstoð við að laða
til sín nýja starfsemi og
styrkja þær stoðir at-
vinnulífsins sem fyrir
em, eftir því sem aðstæð-
ur bjóða upp á. I þessu
sambandi er þátttaka
bæjarfélaga í iðnþróun
og átaksverkefnum ákaf-
lega mikilvæg, en því
miður skortir oft upp á
að hægt sé að hrinda
góðum hugmyndum í
framkvæmd þvi
áhættufjármagn vantar.
Almenningur er hinsveg-
ar reiðubúinn tíl að
kaupa hlutabréf í gamal-
grónum og velþekktum
fyrirtækjurn, eins og
dæmin sanna.“
Vilji íbúanna
Síðan sagði Dagur:
„Það er viðurkennt að
hið eiginlega hlutverk
sveitarfélaga er annað
en að standa í beinum
atvirmurekstri. Hlutverk
sveitarfélaga er að sinna
hagsmunamálum ibú-
anna á öðrum vettvangi,
samkvæmt sveitarstjóm-
arlögum. Hitt er annað
mál að sveitarfélag er
ekkert annað en sam-
nefnari þeirra ibúa sem
á hverjum stað búa. Vijji
íbúanna á að endurspegl-
ast í athöfnum kjörimra
fulltrúa þeirra í æðstu
valdastofnunum bæjar-
ins. Atvinna er það sem
afkoman byggir á, og
krafa þjóðarinnar er auð-
vitað sú, að nægilegt
framboð sé af störfum
fyrir vinnufúsar hendur.
Það er þvi hörmulegt til
þess að vita, að ríkið skuli
ganga á undan til að
svipta hátt í 200 manns
á Akureyri atvmnunni
með því að neita Alafossi
hf. um aðstoð, og velta
boltanum síðan yfir til
sveitarfélags tíl úrlausn-
ar.
Fyrir landsherrana í
Reykjavík má greinilega
einu gilda hvort einhver
hundmð vinnufærs fólks
til eða frá séu án atvinnu
á Akureyri. Sá grunur
styrkist því miður með
hveijum degi að lands-
byggðin sé alls ekki imii
á kortínu á stjómarheim-
ili Davíðs Oddssonar.“
Tómahljóð
segir Þjóð-
viljinn
I forystugrein Þjóðvilj-
ans sl. laugai-dag sagði
m.a.: „Það er sérkenni-
legt, að meðan stórtíðindi
em að gerast í afvopnun-
armálum, þá heyrast
margar særingar í þá
vem, að aldrei hafi hem-
aðarleg þýðing Islands í
Nató verið meiri en nú.
En slík ummæli flutu i
stríðum straumum, þeg-
ar Natóstjórinn Manfred
Wömer kom hér við á
yfirreið. Undir þau var
púkkað með því, að i
fyrsta lagi gæti orðið
háskitlegur ófriður milli
þjóða í Sovétríkjunum og
í öðm lagi væri Nató að
breyta um hlutverk og
koma sér upp sveitum til
að gegna einskonar lög-
regluhlutverki í „suðri“
(og þá er vitnað til lær-
dóma Flóabardaga).
Það er tómahljóð í báð-
um þessum röksemdum.
Nýtt Rússland, lamað af
þjóðemadeilum, er ekki
líklegt til að reyna að
leysa sinn vanda með
árásarstefnu út á við. Að
þvi er varðar Natósveitir
við lögreglustarfa í
„suðri“ þá á alveg eftir
að ræða um stöðu Islands
í slikum málum. Menn
skulu ekki gleyma því,
að ólíklegt er að menn
fái eins „þægilegan" and-
stæðing og Saddam
Hussein hveiju dæmi —
þægilegan í þeim skiln-
ingi að flestir era sam-
mála um að afbrot hans
séu mörg og stór, bæði
gegn nágrönnum og
sínum þegnum. Menn
mega ekki gera sig svo
bamalega í sinni að
halda að hægt verði að
halda notkun slikra
hreyfanlegra Natósveita
við hugsjónastarfsemi
eina santan, við þjónustu
við frelsið og lýðræðið.
Sagan sýnir að í slikum
dæmum hafa gallharðir
hagsmunir _ forgang,
hvað sem haft er að yfir-
varpi. Þau ríki sem mestu
ráða í Nató hafa jafnan
átt harla auðvelt með að
fyrirgefa sínum eigin
bandamöimum (t.d.
tyrkneskum stjómvöld-
um) hin herfilegustu
mannréttindabrot — um
leið og vakin er réttmæt
athygli á afbrotum
þeirra sem þvælast fyrir
olíuhagsmunum Banda-
ríkjanna eða em að öðm
leytí tíl trafala.
Sem oftast áður em
þeir sem ferðinni ráða í
íslenskum utanrikismál-
um ósköp daufír í dálk-
inn þegar stórtíðindi yfir
þá ganga; þeir taka því
sem að þeim er rétt, þeir
forðast eins og heitan eld
að hugsa sin dæmi upp á
nýtt.“
Settu
ÖRYGGIÐ Á
ODDINN
KAUP A HUSBREFUM
í* i^i
Há ávöxtun, örygfm off
eignarskattsfrHi
Húsbréf geta verið heppileg leið til ávöxtunar á
sparifé einstaklinga. Hjá VIB færð þú ráðgjöf við
ávöxtun á sparifé og kaup á húsbréfum.
Ávöxtun húsbréfa er mjög góð um þessar mundir
og verðbætur þeirra miðast við hækkun á lánskjaravísi-
tölu. Húsbréf eru ein öruggustu skuldabréfin á mark-
aðnum og eru auk þess eignarskattsfrjáls án skilyrða.
Ráðgjafar VTB veita allar frekari upplýsingar um
húsbréf. Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.