Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 48
 NYTTA iSLANDS MATVÆLS ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Miðjarðarhaf; Hvassafell J árekstri við tífalt stærraskip HVASSAFELL, 4.000 tonna flutningaskip í eigu Samskipa, lenti í árekstri við 42.000 tonna bílaflutningaskip á vestanverðu Miðjarðarhafi aðfaranótt laug- ardags. Engin slys urðu á mönn- um, en Hvassafellið laskaðist mikið ofan sjólínu og varð að leita hafnar á Spáni til bráða- ^birgðaviðgerðar. Talsmaður Samskipa segir að Hvassafellið hafi verið í fullum rétti þegar áreksturinn varð. Að sögn Óttars Karlssonar hjá Samskipum hf. var Hvassafellið á vesturleið á vestanverðu Miðjarð- arhafi á leið til Gíbraltar þegar það mætti skipinu Eurasian Beauty, sem er 42 þúsund tonna stórt. bílaflutningaskip í eigu kór- eska fyrirtækisins Hyundai, en , skráð í Panama. Eurasian Beauty sigldi á Hvassafellið bakborðs- megin og varð af mikið högg. Við áreksturinn urðu miklar skemmdir á efri hluta bakborðssíðu, efra þilf- ari, lúgukarmi, lúguhlerum og fremri krana Hvassafellsins. Eftir áreksturinn leitaði Hvassafellið hafnar í Cartagena á Spáni þar sem bráðabirgðaviðgerð fer fram. Óttar Karisson sagðist ekki vita hvar gert yrði við skipið en vonir stæðu til að það gæti orðið í Norður-Evrópu. Óttar sagðist ekki geta metið hvað tjónið á skipinu væri mikið í fjárhæðum, en það fengist örugg- lega bætt af tryggingum þar sem >vHvassafell hefði verið í fullum rétti við áreksturinn og skipverjar reynt hvað þeir gátu að afstýra slysi. Óttar sagðist ekki vita ástæðuna fyrir árekstrinum. Hvassafellið er 4.000 tonn að stærð, í eigu dótturfyrirtækis Samskipa, en skráð í Limasol á Kýpur. Enginn farmur var um borð þegar áreksturinn varð. Skip- stjóri á Hvassafelli er Barði Jóns- son. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Herþyrlur í þjónustu björgunarsveita Tvær stórar flutningaþyrlur frá bandaríska hern- um eru meðal þeirra verkfæra sem björgunarsveit- armenn á Vestfjörðum nota til að hreinsa til í ratsjárstöð Varnarliðsins á Straumnesfjalli við Aðalvík. Þyrlurnar voru notaðar til að flytja fólk og vinnuvélar á Straumnesfjall og dvöldu björgun- arsveitarmenn á fjallinu í nótt. A myndinni sést þegar dráttarvél er lyft um borð í aðra þyrluna á Isafjarðarflugvelli. Sjá bls. 21. Blöndudalur; Banaslys í bílveltu BANASLYS varð á veginum skammt frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal síðastliðinn laugar- dagsmorgun. Ökumaður bifreið- ar missti sljórn á ökutækinu sem valt og lenti utan vegar á toppn- um. Ökumann sakaði ekki en 26 ára karlmaður, Gestur Ólafur Þórólfsson, sem var _ farþegi í bílnum lést. Gestur Ólafur var ókvæntur, til heimilis á Hjalta- stöðum í Skagafirði. Slysið varð á malarvegi skammt frá bænum Guðlaugsstöðum. Ung kona ók bflnum og missti hún stjórn á honum. Bfllinn valt og staðnæmd- ist utan vegar á toppnum. Sjúkra- bíll frá Blönduósi kom á staðinn og var Gestur Ólafur þá látinn. Talið er að hann hafi látist samstundis. * Agætis veður næstu daga SPÁÐ er fremur hlýju og þurru veðri um mest allt landið næstu tvo daga. Kaldara verður þó austan- lands en vestan og má jafnframt búast við rigningu austanlands. •• / Orn Friðriksson formaður Málm- og skipasmiðasambands Islands; Nauðsyulegt að ijúfa sjálfvirkui milli launa og lánskjaravísitölu Síðustu sex mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 10,6% miðað við heilt ár en framfærsluvísitalan um 8,9% ÖRN Friðriksson, formaður Málm- og skipasmiðasambands Islands og 2. varaforseti Alþýðu- sambands Islands, segir að það hljóti að verða eitt af forgangs- verkefnum kjarasamninganna í haust að rjúfa þá sjálfvirkni sem sé á milli launahækkana og láns- kjaravísitölu. Vegna núverandi sjálfvirkni geti laun ekki hækk- að, þó innistæða sé til fyrir launa- hækkunum í fyrirtækjunum, öðru vísi en fjármagnskostnaður stórhækki jafnframt. SS hættir sölu á tilboðs- kjöti vegna kjötskorts Nóg til af kjöti í landinu hjá öðrum sláturleyfishöfum SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur tilkynnt landbúnaðarráðuneytinu og Samstarfshópi um sölu lambakjöts að það verði að hætta sölu á lambakjöti á tilboðsverði vegna þess að það er að verða búið með kjötið úr eigin sláturhúsum og hefur ekki fengið keypt kjöt hjá öðrum. Jafnframt dregur fyrirtækið úr notkun á lambakjöti í vinnsluvörum sínum. Töluvert er til af lambakjöti í landinu en það er mest allt í sláturhúsum sem Goði hf. selur fyrir og ekki hafa tekist samningar milli fyrirtækjanna um kaup SS á dilkakjöti hjá Goða. „Goði hefur einkarétt á sölu á kjöti frá kaupfélagssláturhúsunum. Við höfum leitað eftir að fá 180 tonn af kindakjöti keypt þaðan á milliverði en ekki ekki fengið, að- eins verið boðið upp á heildsölu- verð,“ sagði 'Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Sagði Steinþór að útilokað væri að kaupa kjötið nema fá að minnsta kosti 4% afslátt frá heildsöluverði, ekki væri hægt að kaupa kjöt ein- ungis til að selja það með tapi. Arni S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Goða hf., sagði að verð á kindakjöti væri ákveðið af sérstakri verðlagsnefnd og það væri bundið í lögum að ekki megi selja það við öðru verði. Hann sagði að það væri sjálfsagt að selja SS kjöt á heildsöluverði. Hann hefði einnig boðið þeim til samninga um verð, kaupandinn gæti ekki pin- hliða ákveðið afslátt. Sagði Árni að lítið svigrúm væri til að lækka verðið því Goði þyrfti að standa skil á fuliu verði til bænda, en hann biði eftir _ að Sláturfélagið hefði samband. Árni sagði að Goði hf. hefði yfir nægu kindakjöti að ráða, bjóst við að við upphaf slát- urtíðar yrðu 1.300 tonn til í land- inu, aðallega hjá hans fyrirtæki. Lánskjaravísitalan hækkar nú meira en framfærsluvísitalan vegna hækkunar launa 1. júní, en launa- vísitala vegur þriðjung í lánskjara- vísitölu á móti framfærslu- og byggingarvísitölu sem einnig vega þriðjung hvor. Þannig hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 8,9% síðustu sex mánuði umreiknað til árshækkunar á sama tíma og launavísitalan hefur hækkað um 11,8%. Af þeim sökum er hækkun lánskjaravísitölunnar síðustu sex mánuði miðað við heilt ár 10,6% eða tæplega 2% meiri en hækkun framfærsluvísitölunnar. Örn sagði að miðað við núver- andi kerfí vægju laun rúmlega helming í lánskjaravísitölunni. Launavísitalan hefði þriðjungs vægi, en auk þess væru laun hluti af byggingavísitölu og fram- færsluvísitölu. Verðtryggðar skuld- ir hækkuðu því um rúmlega 50 aura fyrir hvetja krónu sem laun hækkuðu um, hvort sem innistæða væri til í fyrirtækjunum fyrir þess- um launahækkunum eða ekki. „Þetta er alls ekki ásættanlegt fyr- ir verkalýðshreyfinguna og ég held því fram að þetta sé einn stærsti gallinn sem við búum nú við í efna- hagskerfinu. Um leið og það gerist að fyrirtækin eiga innistæðu fyrir launahækkunum, þá hækkar það allan fjármagnskostnað í landinu," sagði Örn. Hann sagði að þetta keyrði einn- ig upp nafnvexti á lánum vegna samanburðar á milli óverðtryggðra og verðtryggðra kjara og þar með hækkaði fjármagnskostnaður fyrir- tækjanna. Að hans dómi væri þetta einn helsti orsakavaldur verðbólg- unnar og yrði að afnema. Þetta væri krafa um að breyta efnahags- kerfinu. „Ef það væru einungis framboð og eftirspurn sem ákvörðuðu vext- ina þá réðu auðvitað spádómar ein- hverju um vextina í langtímafjár- festingum, en það væri ekki sjáif- virkt bundið að ef einhver verka- maður niður á höfn gæti fengið hækkun vegna þess að þar hefði orðið hagræðing þá þyrftu allar skuldir í landinu að hækka svo og svo mikið. Svona binding tíðkast hvergi í nágrannalöndunum,“ sagði Örn. Vélarvana út af Hæla- víkurbjargi ÁTTA tonna stálbátur frá ísafirði með tveggja manna áhöfn varð vélarvana út af Hælavíkurbjargi í gær. Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson frá ísafirði var kallaður út um fimmleytið í gær vegna báts- ins og fór til aðstoðar. Hann dró bátinn til hafnar í Bolungarvík og sakaði skipveija ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.